Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 22
22 MORGVTSBL ifílÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 I Það voru 55000 manns á móti — segja Sviar, sem ekki geta urmið leik i Sviss VIÐ erum þá ekfci enn í Chile. — Þannig hefur fréttamaður sænska íþróttablaðsins frásögn sína af leik Svía og Svisslendinga s.l. sunnudag. Sviss vann með 3—2. En jafnitefli hefði nægt Svíum til að komast í úrslita- keppnina. í stað þess verða þeir nú aftur að mæta Sviss — á „hlut lausum veili“. Sá leikur verður í Berlín 12. nóv. n.k. ★ 55000 mótherjar „Við getum ekki unnið leik í Sv.<ss“ var ein fyrirsögn blaðsins Og fréttamaðurinn segir. „Ellefu svissneskir. leikmenn sem hungr- aði eftir sigri og 55000 æpandi svissneskir áhorfendur sáu um að gömul venja heldur enn gildi sínu. Sú venja að Svíar geta ekki unr.ið knattspyrnuleik í Sviss. Sjö sinnum hafa Svíar áður leik- ið þar í landi — tapað sex sinn- um og náð einu jafntefli. Það var mál til komið að fara að sigra og jafnteflið átti að minnsta kosti að vera tryggt. En það gekk ekki“. ★ Sár vonbrigði Og vonbrigði Svía eru mikil og ekki farið dult með. Þeir ger- samlega buguðust fyrir því hvernig áhorfendur stóðu gegn þeim. Það getur aldrei orðið eins slæmt í Berlín — og nú vona Svíar hið bezta, þó þetta tap hafi svínbeygt þá. Einna mest fór í taugar þeirra, þegar staðan var 3—2 og dómar- inn blés leikslok. Þá þustu þús- undir áhorfenda út á völlinn, föðmuðu, kysstu og kjössuðu Svisslendingana Og vildu að „minnsta kosti fá að snerta þessa leikmenn, sem höfðu gert það, sem menn töldu að væri ómögu- legt“ eins og sænski fréttamaður- inn orðar það. Heim tapaði — Jarlenius skoraði 12 mörk SÆNSKA liðið Heim, kunningjar Okkar frá í fyrravetur, töpuðu óvænt í síðustu viku fyrir Skövde. 1 fyrra sigraði Heim þetta lið, en mátti nú láta sér nægja 17 mörk gegn 21. I fyrri hálfleik hafði Heim eitt mark yfir (9—8), en andstæðingarnir komu sterkari út úr lokasprett- inum og fékk Heim ekki við þá ráðið. Liðið lék í heild mun veik- ar en í fyrra, en Kjell Jarleníus var nú þeirra eini ljósi punktur. Hann skoraði hvorki meira né minna en 12 af þessum 17 mörk- um, þar af 6 úr vítaköstum. Tölu- verð harka virðist hafa verið í leiknum, 9 vítaköst voru dæmd og tveim úr hvoru liði vísað af leikvelli. ★ Leikurinn Gailgur ieiksins var annars sá, að Svíar tóku forystu þegar á 2. mín. Var það laus skallabolti frá Simonsen sem markmaður Sviss misreiknaði. A 8. mín. jöfnuðu Svisslend- ingar með fallegu og föstu skoti sem Zamora markvörður hafði engin tök á að verja. A 23. mín. í síð. hálfleik tekur Sviss forystuna með föstum og vel miðuðum skallaknetti af stuttu færi. 11 mín. fyrir leikslok jafna Svíar. Það var útherjinn Yngve Brodd sem skoraði fallegt mark. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Tveim mín. síðar eða 9 mín. fyrir leikslok skallar Eschman aftur í net Svía. Það voru því fyrst og fremst tvær höfuðspyrn- ur sem komu í veg fyrir að Chile- för Svia yrði þegar ákveðin. Einn af heimsins markvörðum leikur í kvöld Hér er hinn frægi mark- vörður Bent Mortensen að verja. Hann er talinn einn bezti markvörður heims- ins og hefur margoft bjargað heiðri Dana. KR mætir gestum sinum „Efterslægten' oð Hálogalandi í K V Ö L D leikur danska handknattleiksliðið fyrsta leik sinn og verður hann í Hálogalandi gegn gestgjöf- unum KR. — Hefst leikurinn kl. 8.15. — *■ STERKT LIÐ I Xiði Efterslægten eru 2 landsliðsmenn Dana, mark- vörðurinn Bent Mortensen, sem leikið hefur 41 landsleik og er talinn bezti markvörð- ur Dana fyrr og síðar, og John Bernth, framherji, sem leikið hefur 6 landsleiki. Þá leikur með liðinu Erik Han- sen, en hann lék í landsleik gegn Islendingum 1949. Einn- ig leikur með liðinu Henning Houmann, varamaður í danska landsliðinu í síðustu heimsmeistarakeppni, og Bern hard Deneke, miðframvörður iiðsins, en hann er jafnframt fyrirliði danska unglinga- landsliðsins í knattspyrnu. Aðalmarkskytta liðsins er Arne Baun, en hann er erfitt að dekka, því að hann skýt- ur jafnvel með báðum hönd- um og er 190 cm á hæð. * GOTT KR LIÐ Lið KR verður skipað eins og gegn Val á sunnudagskvöld, en liðið er nú efst í Reykja- víkurmótinu, hefur skorað 31 mark gegn 14. Þess skal getið til að forðast misskilning, að aðeins verður um eitt verð að ræða á að- göngumiðum. Skíðasnjórinn kom- inn við Skíðaskálann SKÍÐASNJÖRINN er kominn og skíðafólkið er þegar byrjað að njóta íþróttar sinnar hér í ná- grenni höfuðstaðarins. Við Skíða- skálann í Hverdölum er þegar kominn skíðasnjór sem nota má. Kristinn Benediktsson, hinn kunni skíðagarpur og Islands- meistari, var þar í gær og var mjög ánægður. Hafnar hafa verið kvöldferðir í Skíðaskálann. Eru ferðir þessar farnar frá BSR kl. hálf átta hvert kvöid og komið aftur undir mið- nætíið. Skíðaskálamenn hafa ljós í brekkunni og er því hin ákjósan legasta aðstaða til skíðaiðkana þar. I skálanum er svo allt til reiðu að taka á móti gestum sem vilja fá sér hressingu. Moirihiutí ieikjanna voru ekki hoðlegir A laugardagskvöláið vðru leikn ir 7 leikir á handknattleiksmót- inu. Voru þetta allt leikir í yngri flokkunum og einkenndust flest- ir þeirra af kunnáttuleysi kepp- enda og jafnvel hreinni leikleysu. Er ámælisvert, að selt skuli inn á svona lélega keppni og ætti alls ekki að misbjóða áhorfendum með svona sýningum. Þarna kepptu í B liðum algjör- ir byrjendur í íþróttinni og er þeim enginn greiði gerður með því að koma fram fyrir almenn- ing án þeirrar þjálfunar og til- sagnar, sem nauðsynleg eru áður en komið er fram opinberlega. — Hlut/erk dómaranna í þessum leikjum er meira kennsla og leið- sögn en dómarastörf og stjórn. Sem betur fer er þetta eina kvöldið í leikskránni, þar sem leikir B liða eru áberandi marg- ir og sú ráðstöfun góð, að láta flesta pessa leiki fara fram í fé- lagsheimiium KR og Vals. En sú ráðslöfun félaganna að senda til keppni B-iið, án þess að hafa tiL- tæka irambærilega þjálfaða kepp endur er ekki rétt. Allit vilja fá að keppa, en þegar svo er kom- ið, ao ekkert þarf að leggja á sig til pess, er ekki hægt að vænt.a mikils árangurs. Einn leikur var þó skemmti- legur og spennandi á laugardag- inn, en það var viðureign Ar- manns og Þróttar í 2. flokki kaila (a lið). Bæði þessi félög hafa á að skipa sterkum og skemmtilega leikandi ungum mönnum, sem margir hverjir eru þegar orðnir reyndir í meistara- flokki. Þróttur tók forystuna í leiknum og skoraði tvö fyrstu mörkin, en Armann minnkaði bilið og í miðj- um hálfleiknum var staðan jöfn, 3:3. Þróttur náði aftur yfirhönd- inni, en Armanni tókst að jafna fyrir hlé. Fyrri hluta síðari hálfleiks var spenna mikil í leiknum og var sem Þrótti tækist betur að halda jafnvægi. Þeir komust yfir, Ar- mann jafnaði aftur, en Þróttur jók töluna í 6:5. Við þetta- mark varð leikur Armanns lausari í reipunum, þeir flýttu sér um of og voru fálmandi í sókn sinni. Skömmu fyrir leikslok var Þrótti dæmt vítakast og gerði það út um leikinn, sem endaði 7:5. Framan af þessu kvöldi mættu réttir domarar til sinna leikja, enda var formaður dómarafélags ins viöstaddur og hafði hönd í bagga með framkvæmdum. En svo þurfti hinn ötuli formaður að fara og vissi ekki betur en allt mundi vel fram fara. Brá þá svo við, að upp kom hin mesta dómarakreppa. Töluverð bið varð á, að tveir síðustu leikirnir gætu hafrzt, þar sem dómararnir mættu ekki og eríitt reyndist að fá menn í skarðið. Það er að vísu vanþakklátt og óeigingjarnt starf að vera dóm- ari, en þeir menn sem á annað borð gefa kost á sér til starfa, verða að sjá sóma sin í að mæta, Enska knattspyrnan EINS og skýrt var frá í blaðimr í gær vann England Portugal 2—0 og tryggði þannig þátttöku í úrslitakeppni 16 liða. sem fram fer í CHILE í maí og júní næsta ár. íþróttafréttaritarar í Eng- landi eru þó ekki ánægðir með enska landsliðið og er það álit þeirra að liðið óbreytt nnuni ekki ná langt í keppninni. Flestir finna þeir að framlínunni og segja að þar vanti menn til að vinna úr vel uppbyggðum áhlaup um þeirra HAYNES, CHARL- TON og CONNELLY. Vilja þeir fá GREAVES inn í liðið og vona að hann komi fljótt aftur til Englands. Skiptar skoðanir eru um skipan í stöðu miðherja. Vilja margir fá HITCHENS, sem nú leikur á Ítalíu og hefur félag hans þar tilkynnt að hann geti leikið með enska landsliðinu hvenær sem þess er óskað. Enn aðrir vilja fá Smith inn í liðið og telja að hann hafi þegar sýnt að þeir eigi vel saman hann og HAYNES. Hvernig nú sem endanlegt val verðar, þá er eitt víst, að enska landsliðið er talið betra nú en á síðustu heimsmeistarakeppni, sem fram fór í Svíþjóð. Til gamans Skal þess getið að 100 þús. áhorfendur voru á leikn um milli Englands og Portugal sem fram fór á Wembley-leik- vanginum í London og greiddu þessir áhorfendur 52 þús. pund í aðgangseyri, sem er meira en nokkru sinni áður. eða að öðrum kosti að útvega aðra í sinn stað. Þó að forráða- menn dómarafélagsins séu dug- legir, fá þeir ekki við þetta ráð- ið meðan kæruleysi og óstund- vísi er jafn almennt ríkjandi með al dómara sem nú. Urslit annarra leikja kvöldsins urðu þessi: 3. fl. karla B: Ar- mann—Valur 8:5. 2. fl. kvenna B: Víkingur—KR 3:1, Armann — Fram 2:2, 2. flokkur kvenna A: Armann—Fram 7:5, KR—Valur 3:1, Víkingur—Þróttur 14:2. Kormákr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.