Morgunblaðið - 03.11.1961, Page 2

Morgunblaðið - 03.11.1961, Page 2
* 2 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 3. nóv. 1961 Samstaða í Finnlandi Borgaraflokkarnir lýsa yfir áfram- haldandi samvinnu við ríkisstjórnina Hélsingfors, 2. nóv. —• (NTB) FULLTRÚAR Sænska þjóð- arflokksins, Finnska þjóðar- flokksins og íhaldsflokksins í Finnlandi áttu í gær fund með Martti Miettunen for- sætisráðherra, sem gegnir embætti forseta í fjarveru Kekkonens. — Að fundi loknum lýstu fulltrúar borgaraflokkanna því yfir, að þeir óskuðu ekki eft- ir breytingum á finnsku rík- isstjórninni vegna orðsend- ingar Rússa frá því á sunnu- dag. Rætt var á fundinum um samvinnu ríkisstjórnar og þingsins og lýsti Miettun- en því yfir að þingið yrði látið fylgjast með öllum að- gerðum varðandi orðsend- inguna. Borgaraflokkarnir lýsa því yf- ir að þeir séu fúsir að halda áfram samvinnu við ríkisstjóm ina og telji ekki ástæðu til breytinga á stjóminni. BÍÐA KEKKONENS Karjalainen utanríkisráðherra, sem í gær kom heim frá Banda- ríkjunum, átti í dag fund með 17 manna undimefnd þingsins, en í henni eiga sæti f jórir komm únistar. Ræddi Karjalainen við nefndina um orðsendingu Rússa. Eftir þann fund ræddi utan- ríkisráðherrann við ýmsa ráð- gjafa stjórnarinnar í utanríkis- málum. Einnig kom ríkisstjórn- — Kennedy Framh. af bls. 1. játa að hafi verið yfir 50 mega- lestir. ÖFLUGASTA RlKI VERALDAR Kennedy sagði að hernaðarlega séðu væm Bandaríkin öflugasta ríki veraldar óg vildu ekki skipta um sæti við nokkra þjóð. Unnið hafi verið að því undanfarið ár tryggja forustu Bandaríkjanna á þessu sviði og væri það ekki ætl- Unin að missa hana. Bandaríkin telja ekki nauðsyn- legt að sprengja 50 megalesta sprengju tii að sanna að þau eigi margfalt meiri kjarnorkuvópn en nokkur önnur þjóð, sagði Kennedy. Þessi kjarnorkuvopn eru þannig dreifð að þótt gerð verði skyndikjarnorkuárás á Bandaríkin verður unnt að gjör- eyða þeirri þjóð, sem árásina ger- ir. Það er nauðsynlegt fyrir varn- ir hins frjálsa heims að Bandarík- in haldi þessari aðstöðu. TIL AÐ TRYGGJA FORUSTUNA Vegna aðgerða Sóvétríkjanna verður það stefna Bandaríkjanna að halda áfram smíði kjarnorku- vopna til að tryggja forustuað- Stöðu í vörnum hins frjálsa heims gegn sérhverri árás. Engar kjarn- orkutilraunir verða gerðar í gufu- hvolfinu í stjómmálalegum til- gangi eða til að skelfa fólk eins og tilraunir Rússa miða að, sagði forsetinn. En komi það i Ijós að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkin að gera slíkar tilraun- ir, verða þær miðaðar við það að geislavirkni gæti sem allra minnst af þeim. Þessar tilraunir yrðu eingöngu gerðar þegar smíði nýrra kjarnorkuvopna er ekki lengur möguleg án tilrauna. Þrátt fyrir það þótt komið hafi I Ijós að Sovétríkin voru að undir búa tilraunir meðan þeir þóttust vera að vinna að tilraunabanni í Genf, em Bandaríkin staðráðin í því að vinna að því að útrýma óttanum við kjarnorkutilraunir og kjamorkustyrjöld í heiminum, cagði Kennedy. — Við erum reiðubúnir að undirrita samning um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, þar sem gert er ráð fyrir nauðsyn legu eftirliti, sagði Kennedy að lokum. öll atriði þessa samnings liggja fyrir. Báðir aðilar hafa lagt fram kröfur sínar. Drög að samn- ingi hafa verið lögð fram. Og samningamenn okkar eru reiðu- búrur að mæta. in saman í dag til að ræða mál- ið. Kekkonen forseti er væntan- legur heim frá Bandaríkjunum á föstudag og þá fyrst verður unnt að ljúka undirbúningi að svari finnsku stjórnarinnar við orðsendingunni. Sænska utanríkismálanefndin ræddi í dag orðsendinguna á lok uðum fundi. Að honum loknum var sagt að algjör eining ríkti meðal nefndarmanna um að nauðsynlegt væri að taka á- kveðna afstöðu í þessu máli. Hins vegar er í Svíþjóð beðið eftir svari Finna og útvarps- og sjónvarpsræðu, sem Kekkonen mun flytja eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum. Það hefur vakið athygli að á fundi sænskra kommúnista í tón listarhöllinni í Stokkhólmi n. k. sunnudag mun finnski komm- únistaleiðtoginn Hertta Kuusin- en flytja ræðu, sem hún nefnir: Ástandið í Finnlandi. — Á sama fundi skýrir sænski kommún- istaleiðtoginn Hilding Hagberg frá nýafstöðnu flokksþingi rúss- neskra kommúnista í Moskvu. Innrás i Katanga Elisábethville, Kongð, 2. nóv. — (NTB — AP) — H E R stjórnarinar í Kongó hefur ráðizt inn í Katanga- hérað og segir Mobuto of- ursti, yfirmaður hersins, að sóknin gangi vel. Utanríkis- ráðherra Katangastjórnar- innar, Evariste Kimba, segir hins vegar að Katangaherinn hafi hrakið innrásarherinn til baka. Mobutu segir að tilgangur innrásarinnár sé sá að binda í eitt skipti fyrir öll endir á til- raunir Katangastjómar til að gera héraðið að sjálfstæðu ríki. Segir hann að her stjórnarinn- ar í Leopoldville hafi sótt fram 50 km inn í Katanga. Þar hafi innrásarhemum verið vel fagn- að af íbúunum og í þorpum og kristniboðsstöðvum hafi fáni Kongó verið dreginn að húni. Að því er Mobutu segir, hefur stjórnarherinn mætt lítilli mót- spymu. Eina teljandi mótspym- an hafi verið flugárásir. Á sunnudag flaug ein vél yfir landamærin hjá Kasai og varp- aði niður sprengjum. Vélin var af gerðinni DC 3 og með ein- Nýr veit- ingastaður A MORGUN opnar nýr og glæ-si legur veitingastaður á Fríkirkju vegi 7. Þar heitir Næturklúbbur inn á neðri hæð, Glaumibær á efri hæð, og barinn nefnist Káet an (á kútter Haraldi). Nánar verð ur sagt frá þessum glæsilega skemmtistað síðar, en þess má geta, að þar verður framreiddur fyrsta flokks matur undir stjóm fransks matsveins. kennismerkjum Sameinuðu þjóð anna. En þetta reyndist vera sprengjuflugvél frá Katanga, sagði Mobutu. Önnur Katanga- vél af gerðinni De Havilland Dove var skotin niður í Kasai og hrapaði nálægt þorpinu Lus- uka. í henni voru fimm mála- liðar Katangastjórnar. Mobutu segir að tveir af áhöfninni hafi farizt, en hermenn hans hafi drepið hina þrjá. HREINN UPPSPUNI Kimba, utanríkisráðherra Kai angastjórnar, sagði í dag að innrásarher Mobutus væri á undanhaldi á Kaminasvæðinu 800 km fyrir norðvestan Elisa- bethville. Segir hann að það sé hreinn uppspuni hjá Mobutu að innrásarherinn hafi komizt 50 kilómetra inn í Katanga. Á einum stað segir Kimba að 300 óeinkennisklæddir hermenn Flótta- menn i BCRLÍN, 2. nóv. (NTB) — 1 Þrátt fyrir aukið eftirlit á landamærum Austur- og Vest- ur-Þýzkalands tókst 5.366 Aust ur-Þjóðverjum að flýja yfir landamærin í október. Af þeim voru 1257 yngri en 24 ára. — Guðm. Vigfússon Framh. af bls. 1. arra erlendra fulltrúa“. Blaðamaður Mbl. spurði þá Guðmund Vigfússon hvort hann hefði í ávarpi sínu mótmælt risasprengju Rússa. Svar Guðmundar: „Þeg- ar ég flutti ávarpið var okkur ókunnugt um að sprengjan hefði verið sprengd og því voru mót- mæli ekki flutt“. Blaðamaður Mbl. spurði Guðmund þá, hvort hann mundi hafa mótmælt sprengingu risasprengjunn ar, ef honum hefði verið kunnugt um hana, og svaraði Guðmundur þeirri spurningu svo: „Ég tel ekki ástæðu til að svara því“. Að lokum spurði frétta- maðurinn hvað Guðmund- ur hefði að segja um flutn inginn á líki Stalíns úr grafhýsi Lenins og Stalíns, og ummæli þau sem féllu um Stalín á flokksþinginu. Svaraði Guðmundur þessu svo: „Ég hefi ekk- ert sérstakt um það að segja“. , á þorp í hafi að Mobutus hafi ráðizt Katanga, en tekizt hrekja þá til baka. Moise Tshombe forseti Kat- anga er staddur í Genf sér til heilsubótar. Sagði hann þar í dag að Katangaher væri við- búinn hverri árás og mundi hrekja innrásarherinn út fyrir landamærin. Hann sagði að þessi árás væri í rauninni aðeins á- framhald aðgerða, sem Leopold- villestjórnin hóf hinn 18. okt. síðastL ------------------------------- Islands mæla til öryggis geisl- í un á tveimur flugvélum sín- , um Gullfaxa og Hrímfaxa, sem var að koma frá Glasgow og Kaupmannahöfn. Kom Þor- björn Sigurgeirsson út á flug- vell með geigerteljara. Reynd- ist heldur meiri geislun utan , á Hrímfaxa, sem undanfarna 7 daga er búinn að fara þrjár ferðir til útlanda og flaug í ferðinni í gær í 6—7 km. hæð, en Gullfaxi hefur ekkert flogið undanfarna daga. Geislavirkn- in utan á Hrimfaxa var þó ekki meiri en svo, að hún er lielmingi minni en flugmenn verða fyrir frá tækjum sínum inni í vélinni, að því er full- trúi Flugfélagsins upplýsti í gærkvöldi. A myndinni sjást próf. Þorbjörn Sigurgelrsson, aðstoðarmaður hans og lengst til hægri Jón Pálsson stafrs- maður hjá Flugfélagi Islands. Söngskemmtun Sig- urðar Björnssona SIGURÐUR Bjömsson tenor- söngvari er einn þeirra ungu lista manna, sem fylgzt hefir verið með af mestri athygli og áhuga að undanfömu. Yfir söng hans hefir alltaf verið fágaður menn- ingarblær, og það hefir ekki leynt sér, að hann hefir tekið nám sitt og starf með mikilli al- vöru. A tónleikum sínum í Gamla bíó í gærkvöldi sýndi hann, að hann hefir tekið miklum þroska sem söngvari, síðan hann söng hér á vegum Tónlistarfélagsins á síðasta ári. Röddin er enn sem fyrr ekki ýkja mikil, en söngvar- anum verður meira úr henni nú en áður, styrkleikasviðið er orðið mun víðara og söngurinn að sama skapi blæbrigðaríkari og tilþrifameiri. Þessa gætti m. a í lagaflokknum „An die feme einkar anægjulegir. Geliebte" eftir Beethoven, svo og 1 n í þremur lögum eftir Schubert (og £ aukalögunum eftir hann) og síðast en ekki sízt í fjórum íslenzkum lögum, eftir Emil Thoroddsen, Sigurð Þórðarson og Skúla Halldórsson, sem báru í meðferð Sigurðar fegurri og list- rænni blæ en undirritaður minn- ist að hafa heyrt á þeim áður. En allur söngur Sigurðar ber vitni næmum smekk og tilfinningu bæði fyrir lagi og ljóði, og meira verður naumast krafizt af nokkr um ljóðasöngvara. Við hljóðfærið var Guðrún Kristinsdóttir. Um undirleik hennar á þessum tónleikum nægja naumast þau lýsingarorð, sem venja er að nota í þessu sambandi. Hann var til fyrir- myndar — og tónleikarnir í heild J. Þ. Unglinga vantar til að bera blaðið út í eftirtalin hverfi. HJALLAVEG AIJSTURBRÚN KLEIFARVEG LANGHOLTSVEG I H A G A M E L ESKIHLÍÐ Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.