Morgunblaðið - 03.11.1961, Side 4

Morgunblaðið - 03.11.1961, Side 4
4 MORGVNBLAÐÍÐ Föstudagur 3. nóv. 1961 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu. Uppl. í síma 2C163. Bflaleigan hf., Asbúðartröð 7, Hafnarfirði, leigir bíla án ökumanns. Uppl. í síma 11144. Tökum að okkur alls konar viffgerðir og breytingar. Uppl. í síma 18079. ísbúðin, Laugalæk 8 Rjómaís, — mjólknrís Nougatís. Isbúðin, sérverzlun Mótorhjól til sölu. Uppl. í síma 15635 milli kl. 7.30 og 8.30 næstu kvöld. Tvær stúlkur óska eftir kvöldvinnu. — Margt kemur til greina. Uppl. í síma 23798. Sauma telpna og unglingakjóla — Uppl. í síma 16842, Hólm- garði 18. íbúð 3ja herb. íbúð á hæð ásamt risi á eignarlóð til sölu. — Hitaveita. Útb. kr. 80 þús. Uppl. í síma 10110. fsskápur til sölu 10,6 cbf fet. Brigidaire ís- skápur, 2ja dyra. til sölu. Uppl. í síma 16881. Ný 3ia herh. íbúð til leigu um næstu mánaðamót. — Tilboð sendisit Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „íbúð — 7501". Bílskúr Góður bílskúr óskast til leigu. Uppl. í síma 19694 milli sex og atta á kvöldin. Aftaníkerra til sölu og öxlar undir kerrur og heyvagna. ódýrt. Uppl. í síma 36820. Rauðamöl Seljum mjög fína rauða- möl. Ennfremur gróft og fínt vikurgjall. Sími 50997. Kona óskast í káuptún norðanlands. — Má hafa með sér barn. I 'tt starf. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Ráðs- kona — 7504". Óska eftir verzlunarplássi á góðum stað í bænum. — Tilboð merkt: ,.Verzlun — 7503“, sendist MbL fyrir 10. þ. m. í dag er föstudagnriim 3. nóvemlier. 307. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 2:03. Síðdegisflæði kl. 14:24. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hrínginn. — JLæknavörður L.R. (fyrlr vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 28. okt.—4. nóv. er I Laugarvegsapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7. laugar- daga frá kL 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir böm og fullorðna. Uppl. 1 síma 16699. I.O.O.F. 1 « 1431138^ = kvm. RMR Föstud. 3-11-20-VS-MT-HT FREITIR Félag austfirzkra kvenna: •— Bazar félagsins verður þriðjudaginn 7. nóv. í Góðtemplarahúsinu. Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins vinsamlega styrkið bazarinn. Nánari upplýsingar veita: Ragna Ingvarsdóttir, Langholts- vegi 174, Dóra Elísdóttir, Smáragötu 14, Sigurbjörg Pálsdóttir, Hólavalla- götu 11, Guðrún Guðmundsdóttir, Nóa túni 30 og Guðbjörg Guðmundsdóttir, Nesvegi 50. Kristilegt stúdentafélag: — Fundur í húsi KJ.U.M. og K. við Amtmanns- stíg kl. 8:30 í kvöld. Fundarefni: Dr. theol. Bjami Jónsson, vígslubiskup talar um efnið: „Stúdentsárin og ei- lífðin". Allir stúdentar velkomnir. Frá Handíða- og myndlistaskólanum. Samkvæmt ósk skólans hefur verzl- unin „Brynja", Laugavegi 29, nú fengið nokkrar birgðir af bókbandstækjum. Núverandi og eldri bókbandsnemend- ur skólans, sem enn skortir þessi tæki eru því beðnir að snúa sér til verzlunarinnar Brynju. Þess skal get- ið, að bókbandstæki þessi eru dönsk og mjög vönduð, af sömu gerð og tæki þau, sem skólinn hefur notað ár- um saman. - MESSUR - Kaþólska kirkjan: — Kvöldmessa kl. 6:15 e.h. Frjóvgur blær, sem flötinn bærir, fjalli ljær sinn andardrátt, báran tær, sem blærinn hærir, björgum færir hjartaslátt. (Eftir Hannes Hafstein). Ég er mæddur, böli bræddur, blárri klæddur skyrtu líns, kaffibelgur, óráðselgur, einnig svelgur brennivíns. (Eftir Sigluvíkur-Svein). Mörgum ævi leiðist leiðin, leið þar margur erfið kjör; öðrum skein þar heið í heiði heiðurssólin, lán og fjör. (Eftir séra Helga Sigurðsson). Ofan lúðir fjallið fóru fornar slóðir liljuranns; átta búðix í honum vóru, úti stóð þar fjöldi manns. (Úr Úlfarsrímum). Loftleiðir h.f.: — Föstudaginn 3. nóv. er Snorri Sturluson væntanlegur frá N.Y. kl. 05:30 og fer til Luxemborgar kf. 07:00. Kemur aftur kl. 23:00 og fer til N.Y. kl. 00:30. — Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá Hamborg, Kaupmh., Gautaborg og Ósló kl. 22:00 og heldur áleiðis til N.Y. kl. 23:30. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Skýfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:30 í dag. Væntanlegur aftur kl. 17:00 á morgun. — Hrímfaxi fer til Óslóar, Kaupmh. og Hamb. kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag Til Akureyrar (2), Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs og Vestmannaeyja. — Á morgun: Til Akureyrar (2), Egilsgtaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. ' H.f. Jöklar: Langjökull er í Reykjavík. — Vatnajökuli er á leið til Rvíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Ventspils. — Askja er á Vestur- og Norðurlandshöfnum. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er á leið til Gdynia. — Amarfell losar á Austfjörðum. — Jökulfell er í Rends- burg. — Dísarfell er á leið til Akur- eyrar frá Svíþjóð. — Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. — Helga- fell er á leið til Rússlands. — Hamra- fell er í Reykjavík. Ulbricht tryggir sér sess í minnisvarðanum yíir „óþekkta alþýðulýðræðissinnann". — (tarantel press). ÞangaS hnígur lyst, sem lögmál bannar. Langir svefnar löstum safna. Þungur er synda svefn. Svefn og losti setja þunga kosti. 50 ára varð 30. okt. s.l. Alfreð Hilmar Þorbjörnsson, trésmíða- meistari, Lækjargötu 10, Hafnar firðL Fimmtugur er í dag Kári Þórð- arson, rafveitustjóri í Keflavík. Forseti Finnlands, Urho Kekkonen, var fyrir skömmu í heimsókn í Bandaríkjunum. Sést hann og kona hans hér á myndinni í hótelherbergi sínu í New York. Litli dreng- urinn, sem Kekkonen hossar á fæti sínum er sonarsonur hans, Timo, sem er á fimmta árinu. Faðir Timo, Tanili Kekkonen er formaður sendinefndar Finna hjá Sameinuðu þjóðun- um. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Guðrún Erna Sigurbaldurs- dóttir verzlunarmær frá Isafirði Og Sigurður Hólm Þorsteinsson málari Njarðargötu 61. Uvík. JÚMBO OG DREKINN Copenhogcn + + + Gunnar Júlíusson vélsmiður, Reykjavíkurvegi 29, er 60 ára í dag. Teiknari J. Mora 1) Júmbó tókst að róa vesalings manninn, sem hafði auðvitað orðið afar hverft við. Hann gat loks stun- ið því upp, að hann héti Madsen og vseri fangi í kafbátnum, ásamt tveim öðrum „hetjum“, sem falið hafði verið að drepa drekann mikla. 2) — Nú verð ég víst að færa þorpurunum nýtt vín, sagði Madsen. Þá fékk Júmbó eina af sínum ágætu hugmyndum: — Ég hef hérna eitt glas af svefnlyfi, sem okkar ástkæri galdrameistari hefur bruggað. 3) — Við hellum því saman við vínið, og.... — Nú, jæja— svo við gerum það! heyrðist sagt grófri röddu frá dyrunum. í sama mund kom stýrimaðurinn inn.... og aum- ingja Júmbó missti glasið með svefn- lyfinu af einskærri skelfingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.