Morgunblaðið - 03.11.1961, Qupperneq 10
MORCUNIJLAÐIÐ
FSstudagur 3. nóv. 1961
VJ
Litazt um í vetrarbyrjun
Hagstætt sumar kveður. — Ldgt verð a hrossakjöti. — Agnuar
d solu kartaílna. — Leiklist í öldudal
SUMARIÐ er liðið, veturinn
genginn í garð. Ekki verður þess
þó enn vart hvað veðráttuna
snertir, því varla verður sagt að
frosið hafi á polli á þessu hausti
og ekki síðan veturinn byrjaði.
Nokkuð hefir verið úrkomusamt
að undanförnu en veður þó frem
ur góð. Nautpeningi hefir og
verið beitt víðast hér um slóð-
ir fram um miðjan október en
úr því eru hagar víðast upp-
bitnir fyrir mjólkurkýr, nema
ef vera skyldi hjá þeim, er
rækta fóðurkál en það helzt
grænt og ófölnað langt fram
eftir hausti. Eitt af því, sem
fylgir vetrarkomu árlega er það
tiltæki stjórnarvalda að seinka
klukkunni frá svokölluðum
sumartíma, sem hér gildir yfir
sumarið. Engan hefi ég heyrt
hér austan fjalls sem óskar eft-
ir þvílíku hringli með klukk-
una, og víst er ef að nokkuð
er, þá styttir þetta heldur dag
inn til að vinna ýmiss útiverk,
sem í sveitum eru á haustnótt
um eins og aðra órstíma ærið
margvísleg. Og ekki getur
þetta heldur verið gjört fyrir
fólkið í bæjunum því þar lýsa
götuljósin upp umhverfið ef
einhverjum kynni að þykja
dagsbirtan síðbúin á morgn-
ana eftir sumartíma-klukkunni.
Svo að samanlagt sýnist mér
þessi venja bara vera vitleysa
sem afnema beri tafarlaust. —
Því myndu margir áreiðanlega
fagna.
Ekki þurfum við Sunnlending-
ar að kvarta undan veðráttu
nýliðins sumars því hún var
hér með ágætum. Ekki svo að
skilja að um þurrkasumar hafi
verið að ræða, en þó nægilegt
til þess að víðast hvar mun
vera um góðan heyfeng að ræða
>\ð vöxtum og gæðum. Að sjálf
SvNgðu eins og fyrr, eitthvað
nhNjafnt eftir því hversu hver
og einn er vel til heyskapar-
ins búinn að hinum ýmsu vél
um, er reynslan sýnir að eru
forserída þess að það fáa fólk,
sem að framleiðslunni í sveit-
unum vinnur, geti á skömm-
um tíma aflað þeirra heybirgða
er á hverjúm tíma er þðrf á.
Fénaður allur átti við góðan
'cost að búa í sumar sökum
góðviðra og hæfilegs jafnvægis
milli þurrka og vætu. Mjólkui
framleiðsla hefir og aldrei ver-
íð meiri hér austan fjalls og
dilkar eru víðast með vænsta
móti. Ekki er þó kunn meðal-
vigt dilka úr sláturhúsunum á
Selfossi enda sauðfjárslátrun
þar ekki lokið að fullu þegar
þetta er skrifað. Hjá Slátur-
félagi Suðurlands á Self. verður
slátrað nær því alveg 50 þús.
fjár og í sláturhúsi S. Ó. Ólafs
sonar & Co 5 þús. Um allmikla
slátrun nautgripa er að ræða
svo sem jafnan er venja haust
hvert, og er búist við að um
400 kúm verði fargað í slátur
húsunum á Selfossi að þessu
sinni. Varla verður sagt að
nokkuð sé fárgað af hrossum
í sláturhúsunum hér og mun
þar valda miklu, óhæfilega lágt
verð til framleiðenda á hrossa
Bílaleigan hf.
Ásbúðartröð 7, Fafnarfirði,
leigir bíla án ökumanns. —
Uppl. í síma 11144
kjöti, sem mörgum finnst hin
bezta fæða. Er verðið frá 11
kr. fyrir það bezta niður í
4 kr. í eldri hrossum.
Er ekki við því að búast að
neinn ali upp og fargi hrossum
á þvíliku verði. Það er hins-
vegar ofurlítil bót fyrir þá, sem
eitthvað eiga af hrossum, að
nokkur markaður er fyrir þau
til Þýzkalands og er verðlag á
þeim vettvangi allgott eða frá
4 þús til 4.500 kr. fyrir band-
vön og ung hross.
Grænmeti
Vöxtur garðamats var. hér
víðast ágætur að þessu sinni og
algengt að um 10—15 falda upp-
skeru af kartöflum væri að ræða
en á stöku stað komst hún allt
upp í 20. falt. Nokkuð er rækt-
að hér í sveitinni af kartöflum
og gulrófum en þó hvergi um
þessa atvinnu að ræða sem að-
albúgrein heldur aðeins með
annarri framleiðslu. Getur oft
verið hér um drjúgum auknar
tekjur að ræða einkum ef færð-
ist í betra horf með það að
bændur gætu vafningslítið losn
að við þessa framleiðlu, en oft
er engu líkara en Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins gjöri
mönnum erfiðast fyrir í þessum
sökum, þrátt fyrir árlegan inn-
flutning kartaflna og ramakvein
sumra spekinga á vorin yfir
því að landsmenn rækti ekki
nægar kartöflur til neyzlu í
landinu. Ef forráðamönnum þess
arar stofnunar landbúnaðarins
er einhver akkur í því að hér
sé í landinu unnið að kartöflu-
ræktun og ef þeir sömu aðilar
telja einhvers virði að styðja
bændur til aukinnar tekjuöflun-
ar, þá ber þeim að gjöra allt
hvað þeir mega til að styðja að
þessari atvinnu með margvísleg-
um leiðbeiningum um meðferð
framleiðslunnar, og í hvemig
ásigkomulagi óskað er að fram-
leiðendur láti vöruna í hendur
Grænmetisverzlunarinnar eða
umboðsmanna hennar. En á
þessu er nú mikil vöntun. Ekki
er langt síðan að bóndi einn
hér eystra sendi bílfarm af
kartöflum svo um búnum sem
hann vissi bezt og eftir fyrri
venju. Ekki liðu þó margir dag-
ar þar til að hann fékk einarða
kvörtun og fyrirmæli um að
honum bæri að umsekkja farm-
inn og setja í tiltekna poka sem
að vísu fást keyptir en kosta
,aðeins“ 14 kr. stk.
Er þetta til að gjöra mönn-
um hægara fyrir um framleiðsl-
una? Hefði ekki verið hægt
strax og uppskerutíminn hófst,
að gefa um það upplýsingar
hvernig framleiðendur skyldu
ganga frá þessari vöru sinni og
spara með því dýrmætan tíma
og fyrirhöfn að ógleymdum þeim
kostnaði, sem slíkar ráðstafanjr
um umbúðir hafa í för með sér
fyrir framleiðendur.
Þetta sem ég hefi hér nefnt
er bara eitt dæmi um skringi-
lega starfshætti Grænmetisverzl
unarinnar en í ýmsum öðrum
atriðum er þar um stirfin vinnu
brögð að ræða.
Félagslíf
Kennsla hófst í barnaskóla
Gaulverja hinn 2. október. —
Skólastjóri er Þórður Gíslason
og kennir hann börnunum í
tveimur deildum. Um 30 börn
eru í skólanum í vetur og er
þeim að mestu ekið í skólann
á morgnana og heim á daginn.
Félagslíf er 'hér með líku sniði
og oftast áður en yfirleitt virð-
Staiísstúlka óskast
í eldhús
KLIJBBIJRIIMIM
Lækjarteig 2
Lœknisráð vikunnar
Practicus ritar um:
Þegar móðurmjólkina vant
ar eru ungbörn oftast alin á
kúamjólk. 1 síðustu grein var
rætt um yfirburði konumjólk
urinnar, en ýmislegt af því
þarf að endurtakast.
Kúamjólk er að ýmsu
eyti öðru vísi samsett en
irjóstamjólk (sjá mynd).
Eggjahvítuinnihald kúa-
njólkurinnar er nærri tvö-
ialt meira, og mestur hluti
þess er kasein (osta-eggja-
hvíta), eða % á móti % í
brjóstamjólk. Brjóstamjólk
’ielst því nærri fljótandi í
maganum, en kúamjólkin yst
ir, hún hleypur saman í
lekki. Af þessum orsökum
neltist kúamjólkin ver og
íægðirnar verða harðari,
enda er harðlífi miklu algeng-
ara meðal pela- en brjósta-
>arna. Mótefnin í kúamjólk-
nni eru ætluð sem vörn gegn
íautgripasjúkdómum og
erða því börnum að engu
;agni. Skortur hinna nauð-
ynlegu mótefna verður til
iess, að pelabörnum verður
íiklu hættara við sjúkdóm-
m fyrsta ár æfinnar.
Pelabörnum er einnig af
■irum orsökum hættara við
kingu af völdum sýkla.
7,2
Felabörnin leggja meira
fyrir af eggjahvítu og kalki
en brjóstaböm. Vöðvar pela
barnanna eru um það 14
stærri. Þrátt íyrir betta er
þeim hættara vio beir.kröm,
en í henni er kölkun bein-
anna óeðlileg.
Af því, sem hér hefur ver
ið sagt mætti ólíta, að hættu
legt væri að láta ungbörn
nærast á kúamjólk, en það
er ekki rétt. Hér er einung
is bent á, að móðurmjólk-
in er þeim betri fæða, og að
Mataræði ungbarna
PELABÖRN
n
Kúamjólk bindur maga-
sýru ungbarnsins miklu
meira en brjóstamjólkin. Af
leiðingin verður sú, að engin
sýra verður til að drepa
sýkla, sem kunna að berast
niður í magann með mjólk-
inni, og þeir eiga því greiða
leið gegnum veggi þarm-
anna. Ennfremur breytist
efnasamsetning þarmanna, og
barnið á því hægara með
að hagnýta sér sum fjör-
efni og málma fæðunnar.
Hinir venjulegu gerlar þarm
anna eiga einnig erfiðara
uppdráttar. Gerjun í ristlin
um er mikil í brjóstabörn-
um, en hana skortir alveg í
pelabörnum. Þetta á einnig
þátt í hinum harðari hægð
um pelabarnanna.
44
A
□ Konumjó/k
Kúamjólk
Samanburður á hinum föstu efnum í brjóstamjólk og
kúamjólk tölurnar eru hundruðustu hlutar. A. eggjahvítu-
efni. B. fita. C. mjólkursykur. D. ólífræn efni.
ist mér að ungmennafélögin séu
að gefast upp á þeim þætti
starfsemi sinnar er sneri að leik
list og þarf engum að koma
það á óvart sem, athugar allar
aðstæður. Hinar tíðu ferðir leik
flokka um landið hafa unnið
bezt að því að þessi. starfsemi
er nú að verða óframkvæman-
leg á vegum ungmennafélag-
anna. Enginn skilji þó orð mín
svo, að ég álíti að umferðarleik-
flokkamir hafi tekið þessa starf
semi sína upp til þess að fyrir-
gera sams konar viðfangsefnum
heimamanna, síður en svo. En
staðreyndin er bara sú, að þeg-
ar þessir flokkar koma, hvort
heldur er frá Þjóðleikhúsinu
eða á annarra vegum, þá bjóða
þeir upp á svo fullkomna tækni
við flutning sinna viðfangsefna,
að það er ógjörningur fyrir fjár
vana félagsskap að ætla sér að
bjóða upp á nokkuð svipað. Og
því verður þessi starfsemi að
hverfa í skugga fjársterkari að-
ila, því áhorfendur vilja eðli-
lega fyrst og fremst sjá við-
fangsefni á leiksviði, sem tek-
izt hefir að skapa hin full-
komnustu skilyrði bæði að um-
búnaði og flutningi.
En þótt þessi starfsemi minnki
hjá ungmennafélögunum og jafn
vel hverfi, hafa þau engu að
síður margvíslegu og veglegu
hlutverki að gegna í menningar-
lífi hvers sveitarfélags, þar sem
á annað borð jarðvegur er í
hjarta fólksins fyrir skilning á
gagnsemi blómlegs félagslífs.
Sá félagsskapur á öðrum frem
ur mestan þáttinn í að hin nýju
félagsheimili hafa risið upp á
undanfömum árum, og þó að
segja megi að í þeim málum
hafi ekki alls staðar gætt nægra
hygginda, er um hitt ekki hægt
allra hluta vegna er betra
að komast hjá að hafa þau á
pela. Því miður er ekki allt
af mögulegt að hafa börn á
brjósti, og þarf þá að gera
þeim kúamjólkina eins auð-
melta og mögulegt er.
1 fyrstá lagi verður mjólk-
in að vera eins laus við
sýkla og kostur er á. Ger-
ilsneyðing og góðar um-
búðir eru mikilsverð atriði.
Ókleift er að drepa alla
gerla og sýkla í mjólkinni,
áður en hún kemur til neyt
enda, til þess þyrfti að hita
hana svo mikið og lengi, að
fólk, sem vanist hefur óhit-
aðri mjólk myndi aldrei
vilja líta við henni. Korn-
barnið er þó undantekning
— Það hefur aldrei kynnst
óhitaðri mjólk, og þessvegna
má auðveldlega sjóða hana
áður en það fær hana. Bezt
er að gera þetta strax og
mjólkin er komin heim, og
blanda þá alla þá _ mjólk,
sem barnið á að fá þann
dag. Strax og búið er að
blanda og sjóða mjólkina og
taka það, sem nota á þegar í
stað. á að setja hana í kalda
geymslu í lokuðu íláti.
Suðan verður einnig til
þess, að mjólkin hleypur
minna í maga barnsins. Einn
ig þarf að þynna mjólkina,
venjulega er blandað til
helminga fyrstu 1V2 til 2
mánuðina, síðan má hafa
70% mjólk í blöndunni, unz
barnið er hálfs árs. Á þeim
aldri þola flest börn óþynnta
mjólk. Þægilegast er að nota
vatn til að blanda mjólk-
ina með, en betra er að nota
bland, sem inniheldur
sterkju, því hún minnkar
kekkina í maganum og hefur
góð áhrif á hægðir barns-
ins. Ágætt er að nota bygg-,
hafra- eða hrísgrjónaseyði. —
Þar sem kúamjólkin inni-
heldur minni sykur en konu
mjólkin er sett í hana syk-
ur, venjulega eru látin um
það bil 5 grömm í 100 gr.
af mjólkurblandi. Þarma-
gerjun barnsins verður þá
betri. Eðlilegt væri að álíta,
að mjólkursykur væri bezt-
ur, en hann veldur of á-
kafri gerjun, venjulegur syk-
ur er betri.
Barnið þarfnast aukalega
C, D og A fjörefna. járns. C
fjörvi og járn eru í ávaxta-
og grænmetissafa, A og D
fjörva má fá úr lýsL
að deila að það er mikill sóml
hverju sveitarfélagi að eiga vist
legt aðsetur fyrir félagslíf sitt.
Hitt er öllu heiðarlegu fólki
harmsefni hversu óhugnanlegan
blæ margar skemmtisamkomur
bera sem haldnar eru í þessum
fallegu húsum og þar þyrfti
vissulega að breyta um til batn-
aðar. Engum aðilum treysti ég
betur til þess en éinmitt ung-
mennafélögunum á hverjum
stað, að standa hér að með
breyttum siðum ef yfirvöld rík-
is og héraða vilja eiga við þau
einlægt samstarf í þessum efn-
um. Oss á að þykja á vissan
hátt vænt um þessi heimili fé-
lagslífsins og það þarf með hygg
indum og festu að bæja frá þeim
herskörum, sem ekki geta um-
gengizt þessa staði á sómasam-
legan hátt.
Seljatungu 25. okt.
Gunnar Sigurðsson.