Morgunblaðið - 05.11.1961, Page 6
6
MÖHCriWBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. nóv. 1961
Sonur minn Sinfjötli
Guðmundur Daníelsson:
Sonur minnr Sinfjötli.
Skáldsasa. 260 bls. ísa-
foldarprentsmiðja h. f.
Reykjavík 1961.
GUÐMUNDUR Daníelsson hefur
skrifað mikla og á margan hátt
stórbrotna skáldsögu um merki-
legt efni. Hann hefur tekið til
handargagns meira og minna
sundurlaus brot Eddukvæða og
Völsungasögu um örlög Sigmund
ar Völsungs og Sinfjötla sonar
hans, og unnið úr þeim heilsteypt
listaverk, sem víða rís hátt í
lýsingum á ofurvaldi myrkra for-
laga, mannlegri staðfestu og
breyzkleik, trúnaði og svikum.
Hann hefur vakið til nýs og mátt
ugs lífs tímabil úr sögu Norður-
landa sem lítt eða ekki hefur
verið fjallað um í skáldskap sið-
ustu alda, þegar frá eru talin
verk þeirra Williams Morris í
Englandi og Richards Wagners í
Þýzkalandi á síðustu öid.
Guðmundur hefur hér færzt
mikið í fang, því bæði er efnið
viðamikið og kröfuhart. og eins
hitt, að vandamál stílsins hlýt-!
ur að verða íslenzkum höfundi:
þungt í skauti. Hann getur ekki
hermt stíl tímabilsins, því hannj
er okkur ókunnur, og yrði enda
óskiijanlegur, þó kunnur væri.!
Hins vegar gæti hann stælt stíl
Völsungasögu og Eddukvæða, en
þá er hætt við að sagan yrði
harla fjarlæg nútímanum, allt-
of íornfáleg, þó aldrei nema hon
um tækist stælingin, sem er mik-
ið vafamál. Höfundur Völsunga-
sögu notaði að sjálfsögðu sam-
tímastíl, þegar hann samdi verk-
ið, en ekki málfæri tímabilsins
sem um er fjallað.
Guðmundur Daníelsson hefur:
kosið að fara bil beggja, „lyfta“
stílnum með sérkennilegri beit-
ingu málsins og allhátíðlegu orð
færi, en nota jafnframt nútíma-
leg orð og hugtök þegar þess
gerist þörf. Hefur hann með
þessu móti skapað sér stíl, sem
fer efninu vel og helzt bokina
á enda, þó kannski megi deila
um einstök atriði. Persónulega
þykir mér stíllinn á stöku stað
ýfrið hátíðlegur, en það er hvergi
til stórlýta. Samtölii. eru frá-
bærlega vel samin, bæði að því
er snertir orðfæri og innihald.
Þau eru gagnorð, hlaðin mikl-
um lífsvísdómi og dramatískri
spennu, sem ósjaldan minnir á
það bezta í íslendingasögum.
Það er einkennileg heiðríkja
yfir sögunni í heild, þó 'stund-
um sé kafað í hin myrku djúp
mennskra hvata.
Það sem greinir þessa bók
kannski mest frá fomsögunum al
mennt eru hinar áhrifamiklu nátt
úrulýsingar, sem með einhverj-
um furðulegum hætti verða
jafnframt lýsingar á sálarástandi
persónanna, umhverfið speglar
innra líf þeirra og verður þann-
ig eðlilegur partur at sjálfri rás
sögunnar. Sömuleiðis er víða
lýst með beinum orðum hug-
renningum og tilfinningum ein-
stakra persóna, sem er að sjálf-
sögðu framandi anda fornsagn-
anna, þar sem ekkert nema orð
og ytra æði kom fram í frásögn-
inni.
Höfundurinn beitir hófsam-
lega kunnu stílbragði úr forn-
sögunum: að láta drauma eða
aðra fyrirboða kunngera óorðna
viðburði. Fer mjög vel á þessu
1 bókinni og gæðir atburðina hin
Guðmundur Daníelsson
um rétta hugblæ fyrnskunnar.
„Sonur minn Sinfjötli“ er nú-
tímasaga í þeim skilningi, að hún
er samin með hliðsjón af nýj-
ustu tækni skáldsagnaritunar, en
andi hennar er forn og ramm-
heiðinn. Hugarheimur timabils-
ins er endurvakinn, eða réttara
sagt endurskapaður, hugsjónir
þess, trú og hjátrú, siðir og ósið-
ir. Vitanlega á margt af þessu
rætur í ímyndun skáldsins, því
heimildir eru rýrar, en hann hef
ur greinilega gert sér far um að
kynna sér þær heimildir, sem
tiltækar voru.
Lýsingar sögunnar á atburð-
um og umhverfi eru yfirleitt
hlutbundnar og nákvæmar, þó
skáldinu sé augljóslega mikill
vandi á höndum að lýsa í smá-
atriðum eldfornum hlutum, sem
fátt eitt er vitað um. Fellur hann
að vísu stundum í þá freistni að
láta almennar lýsingar nægja:
„Hún bar skartgripi marga um
háls og arma, úr gulli og eðal-
steinum, og ennisspöng gerða af
drifnu silfri . . .“ (bls. 24). En
slíkt telst til undantekninga.
Aftur á móti er höfundurinn
einkar glöggskyggn á táknræna
möguleika einstakra hluta, eins
og t. d. þegar hann lætur Signýju
inna Njólu ambátt eftir því hve
margir bræðranna fimm í fót-
stokknum séu enn á lífi með því
að vísa til kyndlanna í dyngju
sinni: „Þeir eru fimm kyndlam-
ir sem brenna", mælti hún lágt,
„ef þér sýnist það of mikið,
Njóla, þá slökk af sem hæfir“.
Og Njóla svarar: „Ekki samir að
nú brenni fleiri en þrír, frú mín“.
(bls. 67). Svipuðum stílbrögðum
er víða beitt í sögunni, og auka
þau áhrifamátt hennar með því
að skapa hina nauðsynlegu
„listrænu fjarlægð“.
Það er í sjálfu sér algert auka-
atriði, hve trúverðuglega sagan
lýsir lífinu eins og það raun-
verulega var á umræddu tíma-
bili. Það sem máli skiptir er að
heimur skáldverksins verði les-
andanum raunsannur, höfði til
skilnings hans og tilfinninga,
stækki lífsreynslu hans. Og það
virðist mér skáldsaga Guðmund-
ar Daníelssonar gera.
Undirstraumur sögunnar og
raunverulegt hreyfiafl eru for-|
lögin, persónuger í Óðni, hin-!
um dularfulla og grimma guði
Völsunga, guði skáldskapar og!
hetjudáða. Hann verður í senn’
tákn hins óræða í tilverunní og
hins afdráttarlausa — þess sem
heimtar einstaklinginn óskiptanj
og knýr hann til afreka, þján-
ingci, þroska. Öðinn verður þann
ig fyrst Qg fremst ímynd þeirra
guða, sem dýpst spor hafa mark-
að í sögu mannkynsins, Jahve,
Allah, Búddha.
Sigmundur og þó einkanlega
sonur hans, Sinfjötli, verða hins
vegar tákn hinna „útvöldu“,
þeirra sem kallaðir eru til stór-
ræða 1 mannheimi, þeirra sem
verða að þola þjáningu köllun-
arinnar og eru utangarðsmenn í
mannfélaginu, af því hlutverk
þeirra er ofar hversdagsleikan-
um. Manni koma ósjálfrátt í hug
örlög Krists, hins útvalda son-
ar guðs, í sögu Sinfjötla, en hann
minnir líka á Gretti Ásmundar-
son um skapferli og giftuleysi,
og á Órestes úr grískum goðsög-
um.
Orlög Völsunga eins og þeim
er lýst í þessari skáldsögu bera
sterkan keim af örlögum gyð-
inga eins og við kynnumst þeim
í Gamla testamenti. Það eru misk
unnarlaus örlög hinna útvöldu.
Eitt sinn ræðir Sinfjötli við móð
ur sína um guðina og segir þá
m. a.: „Engir fá hrakning meiri
en þeirra vinir, og fylgir gjöfum
þeirra lítil heill, en slys því
stærri, eða svo virðist mér að
sannazt hafi á Völsungum"
(bls. 165).
Bygging sögunnar er góð og
hnitmiðuð. Skiptast þar á drama
tískir kaflar með stórum viðburð
um, nærfæmir persónulegir
kaflar sem bregða ljósi yfir
innra líf söguhetjanna, og svo
hægir yfirlitskaflar þar sem gerð
er grein fyrir daglegum störfum
eða lýst í stórum dráttum að-
• Heyrnarstöð
fyrir lítil börn
Skýrt hefur verið frá því í
fréttum, að vissir aðilar hér
í bænum séu að reyna að
koma á fót heyrnarstöð fyrir
lítil börn. Venjulega verða
foreldrar varir við. ef böm
þeirra skortir heyrn, þegar
þau eru um ársgömul og ekki
farin að tala. En stundum
átta þeir sig á því meðan
börnin' eru ekki nema hálfs
árs. Því er þá kannski veitt
athygli að hægt en að skella
hurðum, án þess að barnið
Hti við. Þó nokkrir læknar
með sérfræðikunnáttu hafi
tæki til rarmsóknar á heyrnar
næmi hér, er mjög erfitt við
það að eiga þegar börn eru
svo ung, en það þykir mikils-
ver.t að hægt sé að byrja að
kenna þeim á sama aldri og
heilbrigð börn læra áð tala.
Þessvegna þarf að koma upp
heyrnarstöð- þar sem fyrst er
reynt að komast að því hve
mikla heyrn bamið hefur og
af hverju það er heyrnardauft
og siðan að hjálpa því eftir
föngum. En í málleysingja-
skóla komast börn ekki fyrr
en fjögurra ára.
* Meðferð sem allra
fyrst
íslenzk stúlka, María Kjeld,
fóstra að menntun, hefur
dvalizt á sl. ári í Danmörku
við nám og þjálfun í því
starfi að veita slíkum börnum
hjálp, og segir hún frá því
hvernig þessu starfi er háttað
þar í landi:
Heyrnarstöðvar danska rík-
isins eru ?■ ein í Kaupmanna-
höfn, önnur í Odense og sú
þriðja í Árósum. Þessi starf-
semi byrjaði í Danmörku 1952
og er alltaf að verða æ um-
fangsmeiri, og nú er verið að
koma upp smástöðvum við
sjúkrahúsin í nokkrum bæj-
um. Heyrnarstöðin í Arósum
er ætluð fólki á öllum aldri
sem búsett er á Mið- og
Norður-Jótlandi og heyrir
illa.
Rannsóknin fer fram í 4
áföngum:
1. Fólkið er heyrnarprófað,
og fer heyrnarprófunin fram
í hljóðeinangruðum klefa.
Fyrst er heyrnin prófuð án
heyrnartækis, og síðan með
heyrnartæki eða heyrnartækj-
uffl' því oftast þarf að prófa
fleiri en eitt.
2. Læknir gefur þá einnig
úrskurð um hvort heyrnar-
tækið þykir henta.
3. Fólkinu er sýnt hvernig
eigi að nota tækið, einnig fær
það spumingablað, sem það
á að svara og senda til heyrn-
arstöðvarinnar eftir 3 mánuði.
Spurningamar eru allar varð-
andi heyrnartækið.
4. Tekið er mót af eyranu
og eftir þessu móti er síðan
búinn til nokkurs konar
eyrnatappi, sem heyrnartæk-
inu er smellt á. Efni og að-
ferð er svipað og notað er í
gervitennur.
Þéssi rannsókn tekur um
bil 3 klukkustundir. Til þess
að komast þarna að, verður
fólk að senda umsókn og vott-
orð frá lækni verður að
fylgja. Þegar um börn er að
ræða tekur rannsóknin að
sjálfsögðu misjafnlega langan
tíma. Oftast þurfa þau að
koma i.okkrum sinnum. áður
en hægt er að segja með
vissu hvemig heyrnin er.
Læknar á heyrnarstöðvunum
leggja mjög mikla áherzlu á
að heyrnardauf börn komi
sem allra fyrst (yngst) til
læknisskoðunar, svo unnt sé
að hjálpa þeim eins mikið og
hægt er.
draganda mikilla tíðinda. Það
slaknar að heita má hvergi á
spennu frásagnarinnar, stígand-
in er stöðug. allt til enda, og loka
kiaflarnir eftir hefndina eru
samdir af næmu skyni á listrænt
jafnvægi sögunnar. í þessum
kÖflum fær Sinfjötli þá fyllingu
sem gerir hann að ógleymanleg-
um einstaklingi.
Persónulýsingar eru mestan-
part óbeinar að hætti Islendinga
sagna. Við kynnumst söguhetj-
unum náið í orðum þeirra og at-
höfnum, en sjáum þær ekki að
sama skapi greinilega hið ytra.
Eg mundi tæpast treysta mér
til að lýsa útliti nokkurrar per-
sónu í sögunni, og samt finnst
mér ég þekkja margar þeirra
mjög vel.
Heilsteyptustu og minnisstæð-
ustu söguhetjurnar eru Signý
drottning, systir Sigmundar, og
sonur þeirra Sinfjötli. Signý
verður stórbrotin persóna í hönd
um höfundarins, sterk og hroll-
vekjandi í hatri sínu og hefndar-
þorsta, mannleg og tragisk í við-
horfi sínu til Siggeirs, bæði í
hinu snilldarlega atriði þegar
hún .skipar 'Njólu að fremja sjálfs
morð og ekki síður í uppgjöf
sinni gagnvart ómennskum kröf-
um hefndarinnar. Hún er í raun
inni miklu mannlegri persóna en
t. d. Hallgerðu’' langbrók eða
Guðrún Ósvífursdóttir.
Sinfjötli er ekki eins marg-
slungin manngerð og móðir hans.
en hann er tragískur í innri átök
um sínum og magnleysi gagn-
vart miskunnarlausum forlög-
um. Að eðlisfari en hann skyld-
’astur Gretti Ásmundarsyni.
Sigmundur faðir hans er dreg-
inn daufari dráttum. Hann er
fyrst og fremst hinn mikli at-
gervismaður, en sálarlífið ekki
margbrotið. Hann er kannski
mest í ætt við Gunnar á Hlíðar-
enda, rómantísk hetja, gædd
flestum kostum en fáum löst-
um.
Siggeir konungur, hinn blakki
Framh. á bls. 23.
Ef um heyrnarvott er að
ræða, ríður á miklu að nota
hann eins snemma o. mögu-
legt er, bæði með heyrnar-
tækjum og heyrnaræfingum.
• Heyrnartæki
fyrir smábörn
Nú hafa lítil heyrnartæki
komið á markaðinn og er þá
farið að nota þau á smábörn-
um allt niður í 8 mánaða
gömlum. Þetta á helzt að
verða þannig að heyrnartæk-
ið sé jafn sjálfsagt og fötin,
sem barnið klæðist á morgn-
ana. Álitið er mjög mikilvægt
að barnið fái heyrnartæki á
þeim aldri sem það venjulega
byrjar að mynda mál. Við
heyrnarstöðina eru einnig
kennarar. sem hafa það starf
með höndum að leiðbeina for-
eldrum barnanna og fylgjast
með barninu á heimilinu, leið
beina foreldrunum með verk-
efni handa því o. s. frv. Mikið
er gert að því að hafa þessi
böm í leikskólum með heil-
brigðum börnum og þarmig
stuðlað ð því að þau tileinki
sér málið á sem eðlilegastan
hátt.
Árangurinn af þessu veltur
auðvitað á svo mörgu, bæði
hversu mikil heyrn er fyrir
hendi, þroska bamsins að
öðm leyti, hjálp foreldranna
o. m. fl. Eg starfaði dálítinn
tíma í leikskóla frk. Bodil
Willemoes- en hún hefur unn-
ið mikið starf fyrir heyrnar-
dauf börn og gerir enn. Hún
veitir forstöðu litlum leik-
skóla með ca 20 börnum, þar
af 5—6 heyrnardauf. Orða-
forði og málfar þessara barna
er mjög nrsmunandi, sum
hafa þó nokkurn orðaforða,
önnur lítinn. Heyrnarmæling-
um í skólum í Danmörku hef-
ur einnig verið komið á og
eru taldar mjög mikilvægar.
Hafa þær hjálpað fjölda
barna sem hafa lent aftur úr
vegna heyrnardeyfu, en eng-
inn vissi um áður. og börnin
talin treggáfuð.
Þetta er það helzta sem ég
get sagt í fljótu bragði. Ann-
ars er þetta orðið mjög um-
fangsmikið starf í Danmörku
og mjög gagnlegt.