Morgunblaðið - 05.11.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 05.11.1961, Síða 10
30 MORGUNLL AÐIÐ Sunnudagur 5. nóv. 1961 ALBERT Luthuli, fyrsti Af- ríkumaðurinn, sem fær frið- arverðlaun Nobels, býr í lág- reistu húsi í þorpinu Grout- ville í Natal. Stjórn S.-Afríku bannar honum að ferðast, nema um næsta nágrenni heimilis síns. Hann þarf að fá sérstakt leyfi til að fara í kirkju, og hann má ekki sækja fundi eða tala opin- berlega. Hann er hættulegasti ma'ður Suður-Afríku, því að hann notar baráttuaðferð, sem veitir honum samúð og traust heimsins, en hún byggist á andstöðu án ofbeldis. Rákisstjórnin veit þetta og hef- ur því oft reynt að þagga niður í honum. Nú fær hinn vopnlausi friðar- verðlaunm að vopni. Afríkubúar sjá, að starf Luthulis og flokks hans, sem miðar að því að gera Afríku að heimsálfu, þar sem aliir kynþættir búa við jafnrétti, er í þágu friðar í heiminum. Og verðugri manni var ekki hægt að Mt i. Á þessari mynd sjást tveir vinir Luthulis ó ska honum til hamingju með friðarverðlaunin. En þegar fréttin um veitingu þeirra, honum til handa, barst til heimaborgar hans, hann hyiltur ákaflega. var Frelsisvon S.-Afríku Albert Luthuli skipa sess við hlið Dag Hammár- skjölds. OVENJULEG ÆVI Albert Luthuli er nú 62 ára að aldri, og æviferill hans hefur ver- ið mjög óvenjulegur. Hann er af höfðingjaætt Zulumanna og ólst upp á kristniboðsstöð í Grout- ville, undir stjórn bandarísks kristniboða. Aðra hvíta menn sá hann ekki. Honum var forðað frá því að alast upp í fátækra- hverfi stórborgar, þar sem lög- reglan gerir skyndirannsóknir í morgunsárið og menn eru fluttir 1 útlegð fyrirvaralaust. Hin frið- sama bernska hans veitti honum sjálfstraust og sálarró. Þá sá hann menn, ekki litarhátt þeirra. Hann hefur því aldrei verið and- vígur hvíta manninum, þrátt fyrir það, að hann var sviptur höfð- ingjatign, ofsóttur og fangelsaður. Luthuli segir: — Eg ásaka ekki hvíta manninn eingöngu. Vald hans hefur veikt siðgæðistilfinn- ingu hans. Við verðum að hafa samúð með honum. Hvers vegna ættum viÓ að hata hann? Það eina, sem hann hlýtur að gera er — að iðrast. Luthuli er einn af fáum nú- verandi stjórnmálamönnum S.- Greinin, sem birtist hér um Albert Luthuli, er eftir 27 ára danskan rithöfund Per Wástberg, en hann hefur dvalið um nokkurt skeið í Afríku. Honum var neitað um Ieyfi til að heimsækja S.-og Norður-Rhodesíu og Nyassaland, vegna þess að yfirvöldunum gramdist hvernig hann fjallaði um ástandið í Mið-Afríku og bá fyrst og fremst kynþáttavanda- málið. í vor var honum vísað úr landi í Kenya, en þar hafði hanm dvalið nokkra mánuði og skrifað greinaflokk. Afríu, sem kemur beint úr kristni boðsskóla og starf hans hefur mót azt af hugsjónum kristninnar. Það var hvorki sannfæring um gildi ákveðinnar hugsjónar, né störmasöm fortíð, sem olli því að hann hóf aískipti af stjórnmálum, heldur var það hvötin til að þjóna öðrum Og fræða þá. Annars stað- ar í heiminum hefði hann aldrei orð’ð stjórnmálamaður. En í Af- ríku snúast stjórnmálin um gildi mannsins. — Þetta er eftirlætis- orðtak Luthulis. Aður en hann varð leiðtogi þjóð ar sínnar, var hann í 15 ár kenn- ari við Adams College í Natal. Luthuli RITHÖFUNDURINN Alan Paton, formaður frjálsiynda flokksins í Suður-Afríku, hélt fund í Stanger í Natal, til heiðurs Albert Luthuli, eftir að honum höfðu verið veitt friðarverðiaun Nobels. Á fundinum las hann upp lofsöng, sem hanrn orti um Luthuli og fer hann hér á. eftir í lauslegri þýðingu: — Luthuli. Þeir héldu, að heimur þinn væri smár. Þeir héldu að bú byggir í Groutville. Nú sjá þeir að heimur þinn er stór. Luthuli. Þeir héldu að nafn þitt væri óþekkt. Nú sjá þeir nafn þitt alls staðar. Luthuli frá Groutville. Luthuli. Þeir héldu að þú værir hlekkjaður eins og hundur við bakdyr. Nú sjá þeir, að þú ert frjáls, — en þeir fangar þínrir. Luthuli. Þeir sviptu þig höfðingjanafni, fannst ekki þess verður. Nú sjá þeir að þú ert meiri höfðingi en fyrr. Far vel, Luthuli. Lifðu lengi, þjóð þín þarfnast þín. Veittu okkur hlutdeild í verðlaunum friðarinrs. 1936 var hann útnefndur höfð- ingi í Groutville. Það ár voru þeldökkir með Herzoglögunum, sviptir allri von um almennan kosningarétt Og stjórnmálaleg réttindi. Þá sogaðist Luthuli inn í hringiðu stjórnmálanna. Sem fulltrúi alþjóða kirkjunn- ar fór hann í heimsókn til Ind- lands 1938, og tólf árum síðar dvaldist hann tæpt ár í Banda- ríkjunum, og hélt fyrirlestra um kristniboðsstarfið í Afríku. Ferð- in gerði hann hlynntari vestræn- um þjóðum, en um leið var hann 1 vonsvikinn yíir því, að þær veittu honum ekki beinan stuðning. Síðan hefur hann fengið leyfi til nað ferðast utan S.-Afríku. HREYFING f ANDA GANDHIS 1945 gekk Luthuli x Þjóðar- flokk þeldökkra í Afríku. 1 stefnu skrá flokksins 1949, segir að þar sem hinir þeldökku hafi misst vonina um að ná rétti sínum í þinginu, verði þeir að grípa til annarra aðfeiða. Arið eftir stofn- aði Luthuli þjóðernishreyfingu í anda Gandhis. En stefna hennar var andstaða gegn kynþáttaiög- unum án valdbeitingar.'1952 hóf- ust andspyrnuflokkar handa. Af- ríkubúar og Indverjar fóru inn á bókasöfn, sem ætluð voru hvít- um mönnum, settust á bekki hvítra manna í görðunum og not- uðu banka þeirra og póstþjón- ustu . . . þúsundir manna gáfu sig þannig fram við lögregluna af frjálsum vilja. Herferð þessi var árangursrík, þar til stjórnin ákvað að refsmg við hinu minnsta broti á kynþáttalögunum skyldi vera þriggja ára fangelsi. Luthuli sýndi hve forusta hans vai styrk með því að koma í veg fyrir óeirðir. 1 árslok 1952 svipti stjórnin hann höfðingjatign. Hann svaraði með ræðu, sem prentuð var undir nafninu „Höfð íngi vor talar“.: — Hver getur mótmæit því, að ég hef eytt 30 árum ævi minnar í að knýja með þolinmæði og hógværð á lokaðar dyr? Hvað framtíðin ber í skauti sér, veit ég ekki. Það getur orðið háð, fangelsi, vinnubúðir, bar- smíð, útlegð og jafnvel dauði. Eg bið guð almáttugan að veita mér styrk, svo að ekkert af þessu geti hindrað mig í því að berjast fyrir lýðræði í okkar kæra landi og að koma á bandalagi allra þjóðflokka ríkisins. I desember 1952 var hann kjör- inn forsed Þjóðarflokksins. En meðal hvítia manna var hann nærri óþekktur. Hann var kallað- ur: — lýðskrumari, æsingamaður og kommúnisti, einn af mörgum. Stjórnin sendi hann heim til Groutville. Þar fékk hann að- kenningu af slagi Og varð kona hans að biðja lögregluna um leyfi til að flyt]a hann á sjúkrahús. Leynilögreglumenn stóðu vörð við sjúkrabeð hans. TEKINN HÖNDUM FYRIR LANDRAÐ Um dagmál 1956 var barið á dyr hans. Hann var tekinn hönd- um fyrir landráð og byltingaráróð ur og varpað í fangelsi í Jóhann- esarborg ásamt 155 öðrum af ýmsum kynþáttum. Ari síðar var hann látinn laus, en kæran var ekki látin niður falla fyrr en í apríl í vor. Voru það landráð að vinna að bræðralagi og endan- legu frelsi mannsins og því, að allir hefðu sömu réttindi án til- lits til hórundslitar og stjórn- málaskcðana? Akærandirm þ. e. ríkið, tapaði málinu, eftir að hafa sannað, að Heine og Shelley væru kommún- istar Og ekki fundið eitt einasta dæmi um að Þjóðarflokkurinn hefði ætlað að beita valdi. 1958 talaði Luthuli til mikils mannfjölda Og jafnvel hvítir stú- dentar og biskupar hylltu hann. Stundum ias hann upp mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- enn, sem oft er lesin á fundum. þeldökkra. Stjórnin tók aftur í taumana. I maí 1959, var Lut- huli á leið til ársþings Þjóðar- flokksins í Jóhannesarborg. A ferð sinni þangað fékk hann orð- sendingu írá stjórninni, þar SQm honum var bannað tala á þinginu og skipað að hverfa aftur heim til Groutville og halda þar kyrru fyrir í fimm ár. Eg var meðai þeirra fimm þús- unda, er biðu á járnbrautarstöð- ínni í Jónannesarborg er lest Lut hulis kom. Hann var klæddur hinum khakilita einkennisbúningi flokks síns og hár hans var grá- ýrótt. Yfir honum hvíldi mikil og áhrifarík ró. Hann náði aðeins að segja eina setningu við mig, áður en ieynilögreglumenn að- vöruðu hann og leiddu hann á brott: — Sá er hugrakkastur, sem beitir aldrei ofbeldi, en veitir þó mótspyrnu. Eg sá hann hverfa yfir brautar- ákaflega og myndaði frelsismerk- ið með fingrunum. A þinginu las Oliver Tambo, sem nú er í útlegð, boðskap Lut- hulis, prestur gekk fram og bað fyrir honum á máli Zulumanna og þúsundir manna sungu sálm- inn: „Somnandela Luthuli“. — Við fylgjum Luthuli hvert sem hann fer. Það, sem á eftir kom, er vel þekkt: Fjöldamorðin í Sharpe- ville í marzlok 1960. Luthuli brenndi vegabréf sitt, þrælstákn- ið, og var varpað í fangelsi. Meðferð sú er hann hlaut af hálfu lögreglunnar, var svo hrottaleg, að óvíst er að hann biði þess nokkru sinni bætur. Hann var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi eða tæpra 100 Framh. á bls. 15. Luthuli í garði sínum ásamt konu sinni, dóttur og dóttuf- syni sínum, Motsumi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.