Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 10

Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 10
10 MORGVmiLAÐlÐ Sunnudagur 12. nóv. 1961 ■ Staöa jassins OFT ER SPURT: Er jassinn það tónlistarform, sem ein- kennir nútímann? Ég svara því hiklaust játandi. Jassinn er að minnsta kosti eitt af lif- andi tónlistarformum okkar tíma, eins og atómorkan og þessi sjálfstýrðu flugskeyti og hinn geigvænlegi hraði flug- tækja gegnum hljóðmúrinn Þetta eru allt á sinn hátt risa eðlur nútímans. Enginn getur staðizt kraft þeirra. Þæx eru reiðubúnar til þess að sigrast á okkur, hrífa okkur og kremja okkur. Kannski eru þær líka undir það búnar að verða sjálfar sundurkramdar. Þetta gegnir allt saman merki legu hlutverki í láfi okkar. Það er tjáning á því lífi, sem við lifum og þörfum þess. Og þó — þegar okkur verður hugs að til þróunar jarðarinnar og hinna lifandi vera í billjónir ára, þegar náttúran gat af sér hina hræðilegustu óskapnaði — þá gerði þessi sama nátt- úra tilraunir með nokkrar veikbyggðar, mér liggur við að segja kvenlegar verur, þ.e. a.a. mennina. Og þær lifa enn þá, þrátt fyrir hvað þær eru veikbyggðar, en risaeðlurnar birtast nú aðeins í ævintýrum og á náttúrugripasöfnum, og eru horfnar, nema þegar við þurfum að nota óhemjulegan kraft þeirra sem tákn fyrir þau virku öfl í lífi okkar, sem getið er um hér að ofan. Nei, það er aldrei hægt að vita, hvað lifir lengst. Ég hef alltaf komizt í tals- verðan bobba, þegar fólk hef- ur komið til mín og spurt mig um skoðun mína á jass. Sumir væntu þess kannski af mér, að ég segði eitthvað lofsvert um hann; að hann heillaði mig; að hann væri stórkost- legur; og hann væri tónlistar- form framtíðarinnar — eða eitthvað þess háttar. Það er ekki viðurkvæmilegt að spyrja mig slíkrar spurningar, einmitt af því ég er tónlisitar- maður. Vitanlega viðurkenndi ég fúslega, að jassinn er tón- list, en þegar hjörð uppi í fjöll um jarmar án undirleiks, þá er það líka tónlist, alveg eins og barnsgrátur og fuglasöng- ur. Þetta er allt saman tónlist, og þó á þetta ekkert skylt við jass. Alveg á sama hátt og jass inn á ekkert kylt við það, sem ég geri. Þetta er frumstæð tónlist, og fyrir það elska ég hana og get fært mér hana í nyt — sem skreytingu — við að byggja upp þróttmikið tón verk. Það er takmark þeirrar tónlistar og hljómlistar, sem ég túlka. En hinn svokallaði heimur kerfisbundinnar tón- listar, er annars konar heim- ur, og þar sem ég er þjálfað- ur tónlistarmaður, hef ég varið allri æfi minni til að blása lífi í slíka tónMst. Sú tónlist, sem ég lifi með, hófst í kirkjunni sem tilbeiðsla, og hún var samin af mönnum, sem voru pjónar kirkjunnar. Tónlist þeirra var samin fyrir söngkór, með öðrum orðum fyrir þau sérréttindi að flytja guði lof og dýrð. Seinna fjar- lægðist þetta tónHstarform sín upprunalegu landmörk, flutt- ist úr kirkjunni og varð ver- aldleg tónlist, sem ekki ein- ungis átti að tjá lotningu en ennig mannlegar tilfinningar og hugsanir. Á þennan hátt var sköpuð ný uppbygging tónlistar, eins konar bygging- DIMITRI Mitropulos var grísk-ameriskur hljómsveitar- stjóri. í ætt hans eru og voru margir prestar og munkar í grísk-katólsku kirkjunni. Sjálfur fór hann ekki í prestskap, vegna þess að gríska kirkjan bannaði notkun hljóðfæra við heigiathafnir. í þessari grein, sem hann birti í Philips Music Herald, skömmu áður en hann dó — nú í ár — skrifar hann um köllun sína. í þróun tdnlistarinnar arMst hljómanna, og húsagerð arMst 'hverrar aldar mótaði tónlistarformin. Þannig varð sinfónían til, og það eigum við að þakka hinu germanska hug arfari. Og tónlistin, sem ég túlka, er alveg á sama hátt byggingarlist hljóma i tón- verksformi. Þó að tóniMst sé ekki leng- ur einungis dýrðarsöngur til drottins, felur hún ennþá í sér minningu um slíkt, svo ég voga mér að segja: að hlýða á sinfóníukonsert, er ekki svo frábrugðið kirkjugöngu. Það er ætlazt til að við njótum sinfóníunnar, því þar er hljóm tjáning mannsandans — og þannig skilið — er konsertinn nautn og skemmtun, en sinfón ían er meira: hún er andleg naut og skemmtun, en sinfón- vegna get ég vel hugsað mér sjálfan mig sem prest einhvers konar safnaðar. Ef svo ein- hver kæmi til mín, þegar ég er niðursokkinn í slíkar -iugs- anir, og spyrði mig, hvað mér finndist um gamanleik, þá myndi ég verða rpjög móðgað ur — að farsi, sem er raunar ódýr skemmtun, sé sambæri- legur kirkjugöngu, hvort sem farið er þangað til að dýrka guð eða hlýða á tónlist. Samt sem áður er ég reiðubúinn til að vera fyrstur þeirra, sem halda því fram, að öll tjáning á mannlífinu eigi jafn mikinn rétt á sér. Því hér er eigin- lega bara um að ræða risa- vaxna mælistiku, sem nær svo að segja frá dýpstu gjót- um og upp á hátind — eða þangað, sem guð er kannski. En ég get ekki sætt mi;, við, að fólk ætlist til þess að ég komi með samanburð. Það er auðvelt að segja, að jassinn, og Frank Sinatra og Johnnie Ray og Elvis Presley og tón- listin, sem þeir búa til gleðji hundruð milljónir manna, en mín tónlist gleðji kannski hjörtu tíu milljóna manna. — Það verður að viðurkenna mergðina, og ef sú tónHst, sem ég fæst við, skyldi hverfa héð an, þá myndi sennilega eng- inn veita því athygii eða sakna hennar, að undanskild um þessum tíu milljónum. En svo er dásamlegt að hugsa til þess, að sjálf nátturan með sinni löngu þróun tilrauna, heppnaðra og misheppnaðra, hefur sannað okkur mcguleika þess, að einmitt þessi list hins vesæla minnihluta lifir allt hitt, svo fremi að andleg verð mæti hennar séu ódauðleg. Nú er það trú mín, að listin, sem er í minnihluta eigi heima uppi á hátindinum, sem ég talaði um, og að listin, sem er í meirihluta sé við rætur fjallsins. En hvers vegna að fara út í samanburð? Hvers- vegna að vera að fjargviðrast yfir nokkru, sem tilheyri,- dá semdum Mfsins? Mitt í blíðu Og stríðu Mfsins, verðum við að taka tillit til þessara ó- hemju mörgu stiga í þróun lífs ins, alveg frá jafnsléttu og upp á tind. Það eina, sem er nokk- urs virði, er, að mæHkvarðinn er þarna, og til þess r'" "jaMið geti verið til, verður þ..ó brrði að eiga sér rætur og tind. Hvort tveggja er jafn mikil- vægt. Það er engin ástæða til þess að þrátta um, hvað er við ræturnar og hvað á tindinum. Við skulum taka hlutunum eins og þeir eru og gleðjast yf ir þeim. Auk þess er nauðsynlegt, að ég eigi þessi hundruð og millj manna, til þess að ég geti sannað gildi minnar eigin til- veru. Nýlega fékk ég tækifæri til að spila með Duke Elling- ton og hinum undursamlega duglegu hljóðfæraleikurum hans, þ.e.a.s. við spiluðum báð ir á sama konserti, þar sem ég flutti talsvert af þessari leiðinda, gömlu tónlist, en hann lék sína tónlist, sem er Hklega alnýtízkulegasta fyrir bæri af jass — eða þetta lif- andi og hrífandi nútímaform. Og trúi nú hver sem vill: Þeg ar ég hafði lokið mér af, sett- ist ég niður og naut tónlistar Dukes Ellingtons, alveg frá upphafi til enda. Þetta var mjög röskleg tónlist og skemmtileg. Það hvarflaði ekki að mér eitt andartak, að ég hlustaði á hana — eigum við að segja. frá æðri stöðum. Þetta var bara allt annar heim ur, og ég gladdist yfir því að komast að raun um, aó hugur minn var nógu rúmur til að láta ekki svipta sig gleðinni af að hlýða á tónlist hans, einungis af því hún var af öðrum heimi. Mér hæfir að- ins að þjóna því tónlistar- formi, sem er mitt, en ég við- urkenni einnig rétt annars fólks til að tjá sig tónrænt á annan hátt, og ég hef enga þörf til að líta niður á það fyrir það, bara til að verja mitt aigið form. Öðru nær — ég reyni að skilja það, sam- gleðjast því og þakka guði fyrir það, að ég get notið tón listar, sem er öðruvísi en sú, sem mér vegna eðlis míns og hæfileika og menntunar, er ætlað að þjóna. Með öðrum orðum: Það sem ég vildi sagt hafa, er, að ég elska í sama mæli allt það, sem guð hefur skapað og allt það, sem hugur mannsins og framtak hafa skapað. Því þannig get ég borið vitni og dýrkað almáttugan og kær- leiksiúkan skapara alls lífs okkar og tilveru. <eftir Dimitri Mitropulos — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. ráði um gerð nevtrónusprengju — en þegar talað er um að hún sendi frá sér dauðageisla, er fyrst og fremst átt við nevtrónu straum, sem leystur er úr læð- ingi og beint að ákveðnu marki. Nevtrónur eru hinn „hlutlausi" þáttur atómkjarnans, ef svo mætti segja. Þær hafa hvorki pósitíva né negatíva rafhleðslu, eins og hinir hlutar kjarnans, prótónur og elektrónur, og því gera þær eindir hvorki að draga nevtrónurnar að sér né hrinda þeim frá sér. Og þess vegna geta nevtrónurnar hæglega farið gegn um atóm og atóm-„samfellur“ (atomkompleks). Þær brjótast gegnum tré, málma — og loft um langan veg. Hið eina, sem getur stöðvað nevtrónu á ferð hennar er beinn árekstur við atómkjarna — og þannig eru þessar eindir einmitt notaðar til þess að koma af stað kjarn- orkusprengingu. Þeim er skotið á t.d. úraniumkjama, sem þá skiptist, en um leið leysist nokk- uð af heljarorku hans úr íæð- ingi. (Þetta gefur þó aðeins ör- litla hugmynd um það, hvernig úraníumsprengingu er komið af stað í upphafi). Dauðinn vís Sem sprengiefni í nevtrónu- sprengju yrði sennilega notað annað hvort samþjappað deut- erium eða tritiumgas (tveir af ísótópum vetnis) — auk „sprengja" (detonatora) til þess að framkalla sprenginguna, en til þess mætti einfaldlega nota TNT. Með sérstökum, næmum „þreifibúnaði“ 1 oddi sprengj- unnar væri hasgt að láta hana springa í vissri hæð (allhátt) yfir jörðu — og yrði það senni- lega talið áhrifaríkast, þar sem nevtrónustraumurinn yrði þá ekki hindraður af fjöllum og klettum, sem helzt gætu orðið til þess að trufla áhrif „dauða- geislanna". Ekki þyrfti nema mjög litla sprengju, sem sprengd væri með þessum hætti til þess að eyða öllu lífi á svæði með a.m.k. 1 km radíus frá þeim stað, er væri beint niður und- an sprengjunni. — Og engin leið væri til að forða sér — sprengj- an hefði unnið sitt óhugnanlega verk eftir örfáar sekúndur. Og jafnvel þótt allir hnigi ekki dauðir niður í sömu andrá —- er dauðinn eigi að síður vís innan skamms tíma. Málf Iutningsski ifstota JON N. SIGURÐSSON hæstaréttarlrgmað’r Laugavegi 10. — Sími 14934. Bók um huglækn- Eftir Ólaf Tryggvason ÚT ER komin hjá Kvöldvöku- útgáfunni á Akureyri bókin „Huglækningar" eftir Ólaf Tryggvason. Er höfundurinn kunnur fyrir lækningar sínar, en margar þeirra eru taldar undra- verðar. í bók sinni lýsir hann margs konar dulrænni reynslu og fyrirbærum, er hann hefur sjálfur reynt. Hann var áður bóndi í sveit, en á síðari árum hefur hann fylgt þeirri köllun sinni að hjálpa sjúkum og oft náð ótrúlegum árangri með hug lækningum. Þetta er talin fyrsta bókin, sem skrifuð er um huglækning- ar hér á landi. Eru í henni vitnisburðir margra samtíðar- manna um lækningu á sjúkdóm- um, er taldir voru ólæknandi. Frágangur bókarinnar er snot- urlegur. ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 — Oratorium Framh. af bls. 8. sömu skyssurnar — alveg þær sömu. Maður heldur að svo yrði ekki, en gleymir að taka fjórðu víddina. tímann, með í reikning. inn. Maður hlýtur að hugsa um þá stund — það augnablik, er mis- tökin urðu. Kallið það tilviljun eða örlög. ★ — Það er grunur minn, Niels Viggo, að þér stingið ekki ljósi yðar undir mæliker. Er það rétt? — Maöur verður að skapa „nafni“ eitthvart form. Það er staðreynd, vegna vinnunnar. Ef maður auglýsir ekki sjálfan sig, getur maður ekki lifað. — Hvað hefur skeggið að segja í því sambandi? — I Bandaríkjunum t. d. hafði það heilmikið að segja, New York Times kallaði mig „Ýíking- inn hjóiandi“, af því ég hjólaði um eina götuna með lúður á bak- inu — og ég kæri mig kollóttan — hef ekkert á móti því svo fram ariega sem það kemur ekki niður á starfmu. ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoðandí Endurskoðunarskrifsofa Mjóstræti 6 — Reykjavík Sími 38050 — Pósthólf 1109

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.