Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUiyBLAÐtÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1961 Lange ræðir við Krusjeff 2. des. Leitinni að syni Rockefellers haldið áfram Hollandia. Nýju-Guineu, 21. nóvember. (AP-NTB). f DAG var haldið áfram leit- inni að .Michael Rockefeller, hinum 23 ára gamla syni Nelsons Rockefellers, ríkis- stjóra í New York fylki. Enn hefur leitin engan árangur borið og er vonin um að pilt- urinn sé enn á lífi ákaflega veik. Ferðafélaga Michaels. Wess- ing mannfræðingi, var bjarg- að í gær og skýrði hann svo frá, að hann hefði síðast séð til félaga síns er hann lagði á sund til lands. Þá voru þeir um 30 km frá strönd Nýju Guineu. Á þessum slóðum úir og grúir af hákörlum og krókódílum, en ríkisstjóri Nýju Guineu segir, að hákarl- ar þar séu ékki vanir að ráð- ast á fólk. Flugvélar og skip tóku þátt í leitinni í dag, en ekkert sást til piltsins. Þótt hann hafi komizt til lands, getur verið mjög erfitt að finna hann þvi að ströndin er á löngu svæði ekkert annað en frumskógur og háar sef- plöntur. ★ Rockefeller ríkisstjóri var væntanlegur í kvöld ásamt dóttur sinni Mary — en hún er tvíburasystir Michaels til stöðva leitarmanna. Hann sagði fréttamönnum, að enn hefði hann ekki misst vonina um að finna son sinn og treysti á orð ríkisstjórans um meinleysi hákarlanna. Rockefeller segir, að ástæð- an til þess að þeir Michael og Wessing urðu eftir hafi verið sú, að árangur af leiðangrin- um varð ekki sem beztur. að þeirra áliti — en félagar þeirra urðu að fara á undan. Michael hafði mikinn áhuga á að ná í sérstaklega útbúin höf uð sem innfæddir Papuanerar afla við hausaveiðar. Eftir- spurn eftir hausunum er á- Michael Rockefeller Myndin er tekin í leiðangrin- inum í Nýju-Guineu. kaflega mikil og þau því rán- dýr. Michael Rockefeller stundar háskólanám í Har- ward, — og var leiðangurinn gerður út frá Skólanum. Er þetta í annað sinn sem Michael er í Nýju Guineu, en hann hugðist nú finna muni meðal innfæddra fyrir „The Museum of Priimitive Art“ í New York. Halvard Lange og Mikoyan á fundi, sem haldinn var með fréttamönnum eftir komu Lange til Moskvu. Bændur vilja niður- skurö í Mýrarhólfi Moskvu, 21. nóvember (NTB) ÁKVEÐIÐ hefur verið að utan- ríkisráðherra Noregs, Halvard Lange og Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétrikjanna hittist að máli í Moskvu, 2. desember nk. Mun Lange breyta ferðaáætlun sinni í samræmi við þá ákvörðun Hann fer ekki til Helsingfors 30. nóv. eins og fyrr var ákveðið heldur fer hann beint til Moskvu cftir heimsóknina til Leningrad. í dag ræddust þeir við í tvær klst. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Lange- í við- tali við fréttamenn Ntb í gær- kvöldi sagði Lange, að samtalið hefði farið vel fram og verið opinskátt. Hann kvaðst hafa skýrt afstöðu Noregs til orðsend- ingar Rússa til Finna 30. október og þeirra skírskotana til Noregs sem þar er að finna. Þeir hefðu rætt um aðild Noregs að Atlants- hafsbandaiaginu og hefði Grom- yko látið í ljós ugg Sovétríkj- anna vegna stöðu Vestur-Þýzka- lands í bandalaginu. Sagði Grom- yko, að samvinna Noregs við Þýzkaland væri Norðmönnum sjálfum hættulegt og ógnun ör- yggi Sovétríkjanna. Bauð Gromyko til Noregs Á fundinum bauð Lange Grom y(ko að koma í heimsókn til Nor- egs og þakkaði hann boðið — kvaðst mundu leggja það fyrir ríkisstjórnina, sem síðar tæki á- kvörðun um hvort og hvenær því skyldi tekið. Þeir Lange og Gromyko hittast aftur að máli í hádegisverði á morgun. Eftir fundinn í dag var Lange viðstaddur móttöku í norska sendiráðinu í Moskvu. Þar voru viðstaddir sendimenn erlendra Spilakvöld ríkja, þeirra á meðal Kroll sendi- herra V-Þýzkalands- Ræddu þeir saman af áhuga Kroll og sendi- herrar Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands. í kvöld sat Lange matarveizlu sænska sendiherrans ásamt öllum sendiherrum Norð- urlanda. BORGARNESI, 21. nóv. — Sl. mánudag var haldinn hér fund- ur á vegum Búnaðarsambands Borgarfjarðar, þar sem fulltrú- ar úr öllum hreppum Borgar- fjarðarsýslu og Mýrarsýslur, flestum hreppum Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og tveimur hreppum Dalasýslu ræddu um sauðfjárveikivarnir. Guðmundur Tvisvar sama bæ eldur í á 3 vikum Gripir náðust naumlega út HAFNARFIRÐI Stefnlr VOPN AFIRÐI, 21. nóv. — 1 dag kviknaði hér í sama bæn- um, Skógum, sem eldur kom upp í fyrir þremur vikum. — Urðu sáralitlar skemmdir, en litlu mátti muna að skepnur næðust út. I þetta sinn kviknaði í hest- húsi út frá olíuofni, sem þar var hafður til að hlýja upp hjá gyltu, sem var nýgotin. — Er hesthúsið sambyggt fjósi og voru í því 7 nautgripir, 1 hest- ur og 3 kindur. En það er aft- ur áfast íbúðarhúsinu. Bóndinn og maður, sem var að vinna með jarðýtu hjá honum, urðu eldsins varir, er þeir voru að fara að heiman úr mat. Sneru þeir þegar við. Um leið og opnað var, rauk gyltan út um dyrnar. Logaði þá í spóna- drasli kringum grísina, sem náðust þó allir út og sá lítið á þeim. I fjósinu voru kýrnar orðnar ólmar, en það tókst að ná þeim öllum út, svo og öðr- um gripum. Töldu mennirnir að engu hefði mátt muna að gripirnir köfnuðu. Mennirnir töldu að vel hefði verið gengið frá olíutækinu. í kringum ofninn var höfð járn- ! plata og asbestplata yfir, en það heldur kvöldvöku í Sjálfsiæð | var gert með tilliti til þess að ishúsinu annað kvöld (fimmtu| loftið í hesthúsinu er timbur- dag) kl. 8,30. Spilað verður klætt og stoppað með torfi. í Bingó og er öllum heimil: morgun hafði loginn verið auk- þátttaka meðan húsrúm inn á tækinu og það orðið tii leyfir. Jþess að kviknaði í þurrum skil- i rúmum. Litlar skemmdir urðu, aðeins lítilsháttar á klæðning- unni í hesthúsinu. Fyrir þremur vikum kvikn- aði í á þessum sama bæ, eins og skýrt var frá. Þá kviknaði í eldiviðargeymslu, sem var áföst rafstöðinni. —■ Sigurjón. Sýrland hlutlaust • • Kallar Oryggis- ráðið Damascus, Sýrlandi, 21. nóv. — AP. HINN nýi forsætisráðherra Sýr- lands. Dr. Izzat Elnuss hefur lýst yfir hlutleysisstefnu lands- ins í utanríkismálum. Izznat Elnuss tók við embætti forsætisráðherra í dagr af dr. Mamoun Kuzbahri, sem nú tek- ur af fullum krafti til við und- irbúning kosninga sem fram eiga að fara seint í næsta mánuði. Keflavík SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík hafa spilakvöld fimm.tudaginn 23. nóv. kl. 9 ' Aðalveri. — Félagar fjöl f* NA 15 hnútar / S V 50 hnútar X Snjókoma * 06 i V Skúrír K Þrumur mss KuMotkil Hiftsh/ H Hmt | L LaQÍ D Gíslason læknir flutti erindi á fundinum um mæðiveiki, út- breiðslu heimar og hugsanlegar úrbætur og sýndi skuggamynd- ir til skýringar. Einnig sátu fundinn Friðjón Þórðarson, for- maður sauðfjársjúkdómanefndar, og Sæmundur Friðriksson, fram kvæmdastj. sauðfjárveikivarna. Urðu um þetta miklar um- ræður og var einróma sam- þykkt að beina svohljóðandi á- skorun til sauðfjársjúkdóma- nefndar og landbúnaðarráð- herra: 1. Framkvæmdur verði niður- skurður alls sauðfjár í svo- nefndu Mýrarhólfi. Reynist af ófyrirsjáanlegum ástæð- um ekki fært að fram- kvæma niðurskurðinn á einu ári verði því skipt á tvö næstu ár. 2. Svæðið verði haft sauðlaust eitt ár eftir niðurskurð. 3. Varnarlínur umhverfis Mýr- arhólf verði allar tvöfaldað- ar, hliðin á þjóðvegunum verði þannig gerð að sauðfó geti ekki komizt í gegn. Eft- irlit verði haft með öllum girðingum og hliðum. 4. Mýrarhólfi verði skipt í 3 hólf og verði Suður-Dalir ser hólf. 5. Hert verði á eftirliti með flutningi sláturfjár yfir varn arlínur og sölu sláturafurða. 6. Lögum um vamir gegn út- breyðslu næmra sauðfjársjúk dóma og útrýmingu þeirra verði breytt þannig að bændum verði tryggðar full- ar afurðatjónsbætur og þær verði greiddar í gjaldmiðli, sem gangi á fullu verði á frjálsum markaði. — Hörður. Eigendur happ- drættishílanna ÞEIR hinir heppnu, sem hlutu vinningana í bílhappdrætti Sjálf stæðisflokksins hafa nú fengið bílana afhenta. Annan bílinn hlutu þrjár dæt- ur Guðmiundar Benediktssonar, lögfræðings, Reynistað í Skerja- firði, Ragnheiður, Soffía og Sol- veig. Hinn bíiinn hlaut Sigurjón, sjó ára sonur Asbjörns Sigur- jónssonar á Álafossi. mennió — Stjórnux. I GÆR var suðvestanátt um allt land. Ei á Vestfjörðum, en skúrir á Suðvesturlandi. Hiti var 3—9 stig, heitast á Dala- tanga. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-lani til Breiðafjarðar og miðin: Breytileg átt og hæg- viðri, rigning fram á nóttina, en gengur í NV strekking, léttir til og kólnar á morgun. Vestfirðir, Norðuríand, Vest fjarðarmið til NA-miða: Vest- an og síðan NV eða norðan kaldi, éljaveður en bjart á milli, kaidara. Norð-Austurlar>d, og Aust- firðir og Austfj.mið: Vestan og NV koja, léttskýjað. SA-land og miðin hægviðri og víða rigning í nótt en léttir til með NV kalda á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.