Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1961 Filmía sýnir 3 úr- valsmyndir fyrir jól Eleonore Schelderup es upp hjá Germaníu Les úr verkum Heinrichs von Kleists UM næstu helgi hefur kvik- myndaklúbburinn FILMÍA vetr- arstarf sitt, og hefst þar með níunda starfsár félagsins. Starf- semin í ár hefst nokkru síðar en venja er vegna óvissu um hús- næði fyrir starfsemina í vefcur. Félagið sótti í sumar um það til bæjarraðs, að það fengi óbreytta aðstöðu til sfcarfsemi sinnar í Tjarnarbíói, eftir að leigusamningur Háskólans rynni út og Háskólinn flytti starfsemi sína í hið nýja hús á Melunum, en bæjarráð mun ekiki enn hafa tekið afstöðu til, hvernig húsið sfeuli endanlega nýtt. Háskólinn á þar flest innan stokks, svo sem bekki og sýningarvélar, og taldi forstjóri Háskólabíós ekki kleift að veita Filmíu afnot af þessum hlutum, eins og sakir stæðu, jafn vel þótt Reykjavíkurbær skyti að öðru leyti skjólshúsi yfir starf- semina. samböndum, m.a. við Bretland, og varð það að samkomulagi að Filmía fengi eftirleiðis — jafn- framt því sem myndir yrðu áfr- am leigðar frá Det Danske Film- museum — nokkurn aðgang að ib.Fzka kvikmyndasafninu The Britiah Film Institute, sem er kunnasta safn sinnar tegundar í víðri veröld, og gefur meðal ann- ars út kvikmyndatímaritið „Sight and Sound“, sem margir kannast við. Munu fyrstu myndirnar frá The British Film Institute berast hingað eftir áramót. Fyrst um sinn mun The British Film Insti- tute einkum lána styttri myndir, listrænar fræðslumyndir, myndir um listir, og tilraunamyndir, eftir unga mena, sem aðhyllast „The Free Cinema“-stefnuna, t. d. myndirnar „Momma Don’t Al- low“, „Nice Time“, „Together", „One Potato, Two Potatoes" og fleiri myndir um Lundúnaæsk- una í sorg og gleði. Það var fyrir milligöngu brezka ræðismannsins hér, Mr. Brian Holt, að Filmía komst í leigu- samband við „The British Film Institute", en áður hafði brezka safnicj. hafnað lánsbeiðni félags- ins. Þrjár myndir til ióla Söifeum þess hve seint er byrjað í ár, verða sýningar til áramóta þéttari en áður, þ. e. þrjár helgar í röð, 25. og 26. nóv., 2. og 3. des. og 9. og 10. des. Fyrsta myndin, sem sýnd verð ur, er brezka myndin Mandy frá 1952 eftir Alexander Macken- drick, en sá leikstjóri er Filmíu- gestum vel kunnur, því hann stjórnaði tveim af myndum þeim, sem sýndar voru í fyrra, þ. e. „Maðurinn í hvítu fötunum" og , The Maggie". Mandy fjallar um daufdumbt barn og viðhorf þess til umheimsins. Meðal leikenda eru Philis Calvert og Jaek Haw- kins. Um aðra helgi verður sýnd önnur brez)k mynd, „Þeirra er dýrðin“ frá 1946, og fjallar hún um orrustuna við Arnheim í síð- asta stríði, er 8000 brezkir her- menn voru króaðir inni af Þjóð- verjum og felldir. Síðasta myndin fyrir jól verð- ur ítalska stórmyndin „Von fyrir tvo aura“ (Due soldi di speranza) eftir Renato Castellani, gaman- mynd um ástir unglinga í litlu þorpi við rætur Vesúvíusar. Mynd þessi hlaut Grand Prix verðlaunin í Cannes 1952. Hún verður sýnd 9. og 10. des. Síðar verður gefin út sýningarskrá, sem nái til vors 1962. Mikil aðtókn hefur ávallt verið að sýningum Filmíu, og hafa færri komizt að en vilja. Undanfarin ár hafa laugardags sýningar verið mest sóttar af skólafól'ki, en sunnudagssýningar af þeim, sem sökum atvinnu sinn ar eiga ekki heimangengt á laug ardögum. Hins vegar er því ekki að leyna, að sunnudagstíminn er mörgum óþægilegur og verður sótt um annan tíma fyrir sunnu- dagsgesti, ef Filmía fær inni í Tjarnarbíói síðar í vetur, og verð íur væntanlega skoðanakönnun um, hvaða tími teljist heppileg- stur. Skírteini Skírteini verða afhend í and- dyri Stjörnubíós í dag, á morgun og föstudaginn kl. 5—7. (Fréttatilkynnine frá Filmíu). FYRIR röskum tveim árum var hér á ferð frú Eleonore Schjeld- erup og las þá upp úr verkum Schillers af tilefni 150. ártíðar. Viðfangsefni hennar voru kaflar úr nokkrum leikritum skáldsins. Fjölmenni hlýddi á upplestur írúarinnar. Var flutningur hennar með slíkum ágætum, að þeir munu seint gleyma, er viðstaddir voru. Sérstaka athygli vakti upp lestur frúarinnar á samtali þeirra drottninganna Elísabetar og Maríu Stúart úr leikritinu Maria Stuart. Er slíkt ekki á hvers manns færi að fara samtímis með hlutverk tveggja svo ólíkra kvenskörunga og drottningarnar voru. Öllum sem list Thaliu unna má það því vera fagnaðarefni, að frúin skuii nú öðru sinni koma hingað til lar.ds. Að þessu sinni er það af tiiefni 150. ártíðar leik- ritahöfundarins Heinrichs von Kleists, er var samtímamaður skáldjöfranna þýzku Goethes Og Schillers (f. 1777, d. 1811). Heinrich von Kleist naut ekki mikillar hylli á sinni stuttu ævi. Aðeins tvö leikrit hans voru tek- m til sýningar meðan hann lifði. En síðari tími hefur litið öðrum augum á verk þessa forsmáða og ógæfusama snillings. Sum verk hans eru nú álitin vera með því bezta sinnar tegundar, er á þýzka tungu hefur verið ritað. Má þar nefna hið óviðjafnanlega leikrit Der zerbrochene Krug (Brotna lrrukkan), sem talið er eitt bezta gamanleikrit, sem ritað hefur verið, og er það enn i dag víða Og oft tekið til sýningar. Munu margir hér i bæ kannast við það frá kvikmynd þeirri, er af því var gerð fyrir allmörgum árum, en í henni lék leiksnillingurinn Emil Jannings aðalhlutverkið. Af öðrum leikritum Kleists má nefna Prinz Friedrich von Hom- burg, er varð hans síðasta, en jafnframt talið sýna mestan þroska höfundar. Heinrich von Klcist Er ókleift reyndist að koma leik ekki. Ritverk hans höfðu engan ritunum á framfæri, reyndi Kleist sig við smásagnagerð. Fer hann um smásögur sínar sömu meist- arahöndum. En allt kom fyrir hljómgrunn. Strengir hörpu hans voru ekki stilltir fyrir róman- tík þess tíma, er hann lifði á. Raunsæi þessarar aldar skilur verk hans betur og nýtur þeirra æ meir. Upplestur frúarinnar verður 1 Lídó fimmtudaginn 23. nóv. á sam komu félagsins Germanía, sem haldin er til minningar um Hein- rich von Kieist. Jafnframt flytur rithöfundurinn Weitzmann, eigin maður frúarmnar, stutt inngangs erindi um skáldið og verk hans. Jón E. Vestdal. Sýnt i St.iörnubíói Akváðu forráðamenn Filmíu því, að leita fyrir sér um annað húsnæði, og var gert samkomu- lag við forstjóra Stjörnubíós, um að starfsemin yrði þar til húsa, a. m. k. fram að áramótum, er öruggt naá telja að örlög Tjarnar bíós hafi verið ráðin. Verða því allar sýningar fram til áramóta í Stjörnubíói á venjulegum sýning- artíma félagsins þ.e. kl. 15 á laugardögum og kl. 13 á sunnud. Ný leigusambönd — The British Film Institute. Undanfarin 8 ár hefur Filmía fengið nær allar myndir sínar frá fevikmyndasafni danska ríkisins, Det Danske Filmmuseum, sem ávallt hefur sýnt félaginu hina mestu velvild og umhyggju. Hins vegar býr Det Danske Filmmuse- utm ekki yfir óþrjótandi upp- sprettu úrvalskvikmynda. Hefur Filmía sýnt á annað hundrað mynda frá safninu, og er því ekki um jafn auðugan garð að gresja þar og áður var nema til endursýninga komi. Var þvi í haust leitað eftir nýjum leigu- • Öslar gnoðin enn Magnús Þórarinsson, gamall sjósóknarf skrifar: Okkur, sem höfum haft sjó- mennsku að lífsstarfi frá barn æsku til elliára, þykir mjög gaman að heyra eða sjá á prenti gamlar smellnar vísur og vel geiðar siglingavísur og skiljum þær svo mætavel, því við höfum Sjálfir eigin reynslu aí því, sem hinar vel kveðnu vísur lýsa. Ein slík vísa: Öslaði gnoðin, beljaði boðinn bungaði voðin, Kári söng. Stýriá gelti, aldan elti, inn sér hellti á borðin löng. sem er ef 'cir Arna Eyjafjarðar- skáld (f. um 1760 dó 1816) á Stóra Hamri Jónsson. Hann var fátækur, en vel gefinn og er nokkuð getið í bókum. Hún er sjáanleg úr 80 vísna brag, er hann orti um siglingu frá Grimsey til lands, allar með sama bragarhætti og kallaði „Svaðiiför'1, sem það vissu- lega var. — Vísa þessi var birt í Mbl. fynr skömmu og aftur í dálki Velvakanda 7. nóv. sl. vegna leiðréttingar, sem rétt var (bungaði voðin ekki blik- aði). Það var líka ein mesta prýði segiskipanna fögru með svanhvítu seglin, hversu fag- urlega þau bunguðu, vindfull, órifuð í stinningskalda. Kári söng heldur en ekki til muna íyrr en komin voru 6—7 vind- stig, en þá líka hvein í reiða. • Kenningin rétt en á ekki við Hjá Velvakanda, Mbl. 9. nóv. er önnur athugasemd við vísuna og kölluð leiðrétting, þar er þessi fullyrðing: „Þriðja hending þessarar visu, er röng, og er það ekki ný bóla. Þar á ekki að vera „stýrið gelti“ heldur „Stýrisgelti". Það er kenning og þýðir «kip“. Þetta út af fyrir sig mun vera rétt, það sem það nær, það er skáldaroal og mun finnast í gömlum rímum Og fornkviðl- ingum, sem allt var auðugt af kenningum. En hvernig fer svo þetta í vísunni? Stýrisgelti ald an elti, sem sagt, aldan elti skipin fieiri en eitt, því ein- talan er st.ýrisgöltur = skip. Nú ber visan með sér, að hún er ort um ema siglingu á einu skipi, og er hvert einasta atriði visunnar í eintölu liðinnar tíð- ar. Eigi er heldur annað vitað, en að beir hafi verið einskipa é siglingunni. Það er því all- sýnilegt að kenningin getur naumast átt við hér. Og enn segir i leiðréttingunni: „En vegna þess hvað fólk er skiln- ingssljótt á kenningar, hefir því þótt lilýða að breyta þar og láta stýrið á btánum gelta, þótt enginn lifandi maður hafi heyrt slíkt gelt“. Síðan lestur fornrita og rímnakveðskapur hættu að vera kvöldskemmtun heimil- anna, hefir dofnað yfir kenn- ingunum, þvi nútíma bók- menntir eru fátækari af þeim. Auk þess er líka komin ný kynslóð, er síður en svo semur sig að öllu hinu gamla. • Stýrið geltir svo mikið Flestir vita, að fleiri gelt eru á orði höfð en hundsgeltið eitt. „Hvað ert þú að gelta?“ var stundurn sagt við framhleypna stráka. Eg hefi verið með á kútterum frá Reykjavík milli 10 og 20 ár. Oft minnist ég þess, að slit kom í stýrislykkj- ur og króka; fór þá að bera á skrölti í þessum áhöldum. Var þá sagt: það er kominn sláttur í stýrið, það er farið að gelta. A opnum skipum, einkum er þau voru gömul og slitin, voru stýrislykkjur oft víðar, svo krókarnir sveltu og skrölti x þeim. Var þá sagt: „Stýrið geltir svo mikið“. ™ Fleira mætii segja um gelt i stýri,. en ég læt þetta nægja. Vísan er gömul, því miða ég orð mín við gamla timann. Eg þakka höfundi snilldar orða- val. Hann hefur vitað, eins og við flein, að vissulega gátu stýri geit, og það hefir stýrið einmitt gjört á siglingunni, sem hann orti um með þvílíkri prýði. Vörumst að valda breyt ingum á gömlum velkveðling- um, nema vissa sé fyrir að þeir hafi verið úr lagi færðir, — Þetta segir Magnús, og látum við málið þar með út* rætt í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.