Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUDinLAÐIB Miðvikudagur 22. nóv. 1961 Þakka innilega öllum er minntust mín á sextugsafmæli mínu 17. okt. s.l. Marel Eiríkisson, Grindavík. Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu vinum mín- um, sem á einn eða annan hátt auðsýndu mér vináttu á áttræðisafmæli mínu hinn 3. nóv. sl. — Bið ég góðan Guð að blessa ykkur öll. Akranesi 18 nóv. 1961 Margrét Finnsdóttir. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er glöddu mig á sjötugsafmæli mínu með gjöfum, heimsóknum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Runólfur Bjarnason, Höfn, Hornafirði. Skrifstofa okkar og verzlun verða lokaðar milli kl. 12.00—16.00 miðvikudaginn 22. þ.m. vegna jarðarfarar. Trésmiðjan VÍÉIR H.F. HúsgagnaverH. GUHMBNDAR GUDMUNDSSONAR. Sonur minn AGÚST ÓLAFSSON Grettisgötu 61, er andaðist 15. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudagínn 24 nóv. kl. 10 30 árdegis. Athöfninni kirkju föstudaginn 24. nóv. kl. 11,30 árdegis. Athöfninni sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Hreiðarsína Hreiðarsdóttir. Útför GUDRÚNAR íVARSDÓTTUR frá Skarði Skarðsströnd, sem lézt 12. þ.m. á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför HILDAR BJARNADÓTTUR fer fram miðvikudaginn 22. þ.m. og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu Víðimel 31 kl. 1,15. Athöfnin í Dórnkirkjunni hefst kl. 2 Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson. Eiginkona mín SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Birtíngaholti. sem andaðist 16 þ m., verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju, fimmtudaginn 23. þ.m. ki. 2 síðdegis. Bílferð verður frá Bifreiðastöð Islands, Reykjavík kl. 12,15. Skúli Oddleifsson. Jarðarför JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR Herjóifsstöðum, er andaðist 16. þ.m. fer fram frá Þykkvabæjarklausturs- kirkju, laugardaginn 25. nóv. Athöfnin hefst með hús- kveðju að heimili hans Heriólfsstöðum kl. 10. f.h. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför NJÁLS JÓNSSONAR frá Súgandafirði Ásdis Friðbertsdóttir og börn. bóndans i Hrauni GUÐMUNDUR L. Friðfinnsson: Saga bóndans í Hrauni. Endur- minnmgar Jónasar Jónssonar. — Útgefandi: Isafoldarprentsimiðja h.f., Reykjavík. 1961. „Um það leyti, sem söngur ló- unnar er freðinn og týndur í föl- um hlíðum hins fátæka, en jafn framt stórauðuga dals, er undrið að gerast. í tilraunaglasi sköpun arinnar hefur dropi tekið að giltra, og öreind allífsins stíigur nakin fra-m úr djúpinu til að íklæðast þjáningu og fögnuði sjálfsvitundarinnar. A tilbúið tjald tímans er Skráð dagsetningin 4. nóvember, og eÆst á spássíðuna ártalið 1893.“ Með þessum orðum byr jar Guð mundur L. Friðfinnsson ævisögu bóndans í Hrauni, Jónasar Jóns- sonar, það er fæðing hans, sem hér er verið að boða, með svo skáldlegu orðfæri. Eg er ekki alls kostar ánægður með sumar myndirnar og líiking arnar í tilvitnuninni. „Tilrauna- glas sköpunarinnar“ er hvorki rökrétt né smekikleg samlíking, þegar átt er við barn í móður- kviði, og er held ég óþarft að eyða orðum i að rökstyðja það. „Öreind allífsins" er til lýta há- tíðlegt orðasamband, ég vil segja tilgerðarlegt, þegar það á að merkja ungbarn. En þó að ég finni nú þessa agn úa og aðra svipaða á stíl höfund arins hér og þar um bókina, á- samt nokkrum of hástemmdum og sentímentölum vangaveltum um lífið og tilveruna, þá skiptir hitt miklu meira máli; að hér hefur Guðmundi L. Friðfinnssyni auðnazt að rita sérlega hug- þekka og skemmtilega ævisögu. Enn fremur hefur hann sýnt það sjálfstæði og frumleika að ganga að mestu leyti á snið við þetta venjubundna ævi- sagna frásagnaform, sem oftast er notað hér á landi, og að vísu er vinsælt, en fremur má teija fróðlegt en listrænt. 1 stað þess skapar höfundurinn sitt eigið form, sem liggur miklu nær skáldsöguforminu en venju legt er, lyftir því upp fyrir gráan sinuhaga hversdagslegs sfaðreyndatals, og það án þess að syndga gegn lögmáli sann- fræðinnar. Ekki er slíkt á færi annarra höfunda en þeirra sem vel kunna til verka og þekkja listina meira en af afspurn. Skal nú vikið nánar að sögu- efninu og sagnaslóðum: Sagan hefst á Hrauni í Öxna- dal 1893, og þar lýkur henni einnig árið 1960. Þegar Jónas Jónsson fæðist eru foreldrar hans fátæk vinnuhjú hjá hrepp- stjóranum á Hrauni. Fjórum ár- Guðm. L. Friðfinnsson um seinna byrja þau sjálfstæð- an búskap á hálfri smájörð í Öxnadal, Efstalandskoti. Þar elst Jónas upp í vondu hreysi við mikJa fátækt, missir í bemsku bróður sinn og móð- ur, eignast stjúpu. Bót er það þó í máli, að allt er það gott fólk, sem við sögu kemur og er drengnum ástúðlegt. Þegar fram í sækir segir frá því hvernig það reynir eftir föng- um að lifa félagslegu menn- ingarlífi í dalnum sínum og afla sér þekkingar. Átján ára gamall trúlofast Jónas Elínborgu Aðalsteinsdótt- ur, sem þá hafði nýlega flutzt að Steinastöðum í Öxnadal norðan úr Svarfaðardal. Þá var Jón bóndi í Efstadalskoti dá- inn fyrir nokkrum árum, en nú hófu unglingarnir búskap á sömu hálflendunni og hann hafði gert. Þetta var vorið 1913, um sumarið fæðist þeim fyrsta barnið. Annað barn þeirra hjóna fæddist tveim árum síðar, 1915, það þriðja 1916, og þá flytjast þau búferlum að fremsta bæ i Óxnadal, Bakkaseli. Fátækt þeirra var mikil, eins og lýsingin á búferlaflutningi þeirra sýnir greinilega: „Búslóð er ekki mikil, tveir eða þrír eldhúspottar, svertingj- ar af gamla skólanum, og vantar annað eyrað á þann stærsta. Bað stofuborð, fornt, þrífótur, tunn- ur og kirnur með fáeinum kjöt- bitum og nokkrum súrum slátur keppum, og eitthvað af kassa- rúsli, búrkistan, rokkurinn, snældustóllinn og prjónarnir, að ógleymdri smjörfjölinni. Og svo auðvitað taðkvömin, hrífan hennar Elínborgar og orf Jón- asar. Rúmföt fátækleg, strokk- urinn og rjúpnabyssa framlhlað- in.“ Eldavél og prjónavél eru einu eigulegu munirnir, og áttu eft- ir að eiga sinn mikla þátt í að halda lífi í fjölskyldunni næstu árin, verja hana kuldanum. Bú- peningur hjónanna var sem hér segir, með orðum höfundarins: „— — ein kýr, kálflaus, hest- urinn Rauðstjarni, hryssan skjótta og önnur rauð, og svo 55 ær“. Lífsbarátta ungu hjónanna framan af ævi og reyndar alla tíð fram til 1940 er mannrauna- og hetjusaga, linnulaus þræl- dómur og afneitun hvers kon- ar munaðar, tvísýn barátta við skortinn, sem alltaf liggur við dymar. Níu urðu bömin, og komust öll vel til manns. En mikið hefur vetrarríkið verið i Öxnadalnum og seintekinn hey- skapur fyrir daga jarðræktar og vinnuvéla. Bezt tekst Guðmundi L. Frið- finnssyni upp, þegar hann lýs- ir vetrarferðum söguhetju sinn- ar í snjó og byljum, jafnt hinu ofurmannlega líkamserfiði sem Frarnh. á bls. 19. UNGLINGA vantai til að bera blaðið í eftirtalið hverfi KLEIFARVEG o £ FÁLKAGÖTU JUpincu Omega -Terral - Elite úrin eru lækkuð í verði í samræmi við tollalækanirnar Kaupið úrið í dag Hverfisgötu 49 — Austurstræti 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.