Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 22. nóv. 1961 M O R C 17 N R 1. 4 Ð 1 Ð 17 Þór&ur Halldórsson bóndi Laugalandi 70 ára Víglundur Bjarni Pálsson — Minning Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, eg kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. MÉR er enn í minni, er eg fyrir mörgum árum lét Víglund Páls- son heyra þessa sígildu vísu Bólu-Hjálmars. Hún snart við- kvæman streng í brjósti hins unga vinar míns, og honum fannst hún töluð út úr sínu eig- in hjarta. Hann hafði á unga aldri orðið fyrir óvenjumiklum missi í fráfalli náinna ættingja. Móður sína missti hann á þriðja ári, þrjá bræður sína uppkomna, áður en hann næði fermingar- aldri, föður sinn, er hann var 16 ára gamall, og nokkrum ár- um síðar systur sína, er var honum mjög kær og hafði oft verið honum athvarf. Þessi dap- urlega reynsla af fallvaltleik lífsins átti sitm þátt í að móta skapgerð og viðhorf Víglundar, herða hann í mótlæti, forða hon- um frá vorkunnsemi við sjálfan sig, en varðveita þó í brjósti honum hlýjan og viðkvæman streng skilnings og samúðar. Vinir hans fóru fjöld, og nú er hann sjálfur kominn eftir, að vísu fjarri því að vera svo illa búinn að vopnum og verjumsem skáldið lýsir. Hann lézt að ný- stofnuðu heimili sínu hér í bæ 12. þ. m. eftir alllöng og tví- sýn veikindi og verður jarðsett- ur í dag. Víglundur var fæddur á Eyr- arbakka 13. iebr. 1912, og voru foreldrar hans Páll Grímsson frá Óseyrarnesi og miðkona hans, Valgerður Hinriksdóttir frá Ranakoti í Stokkseyrarhverfi Jónssonar. Um vorið, er Víg- lundur var á fyrsta ári, flutt- ist hann með foreldrum sínum og mörgum systkinum að Nesi í Selvogi, en það höfuðból keypti Páll og bjó þar umsvifamiklu búi til æviloka. Átti Víglundur mörg spor í æsku um hina víð- áttumiklu landareign Ness við smalamennskur, hrossaleit og margt annað og var oft þreytt- ur, því að á þeim tímum gerðu menn sér ekki nægilega- ijóst, að unglingar þörfnuðust hvíld- ar. En aldrei gafst Víglundur upp. Seigla hans var ótrúleg, og svo var alla tíð. Það var eins og karlmennskuboðorð Þór- is jökuls væri honum í brjóst borið: „Skafl beygjattu skalli, þó að skúr á þig falli“. Þegar Páll í Nesi fell frá 1928, brá ekkja hans, Anna Sveins- dóttir, búi, og fluttist til Eyrar- baka. Með henni fór Víglundur og átti þar heima í eitt ár, en fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hann átti heima jafnan síð- an. Lagði hann fyrst fyrir sig sjómennsku um þriggja ára skeið, lengst á togurum og um tíma á strandferðaskipinu „Esju“. En árið 1932 réðst hann verk- stjóri í brjóstsykursgerðina „Nóa“, og það starf hafði hann síðan á hendi, meðan kraftar entust. Víglundur var fram til þess síðasta einhleypur maður, leigði sér herbergi og borðaði á mat- sölu; hann átti sér því ekki heimili í venjulegum skilningi og naut ekki þeirrar hlýju og þeirrar ánægju, sem slíkt má veita. En mikil bót var það í máli, að heimili systra hans hér í bæ stóðu honum ávallt opin og þar var hann velkominn gestur. Loks á síðastliðnu vori varð breyting, á högum hans. Keypti hann þá íbúð að Skúla- götu 62 og setti á stofn vistlegt heimili með heitkonu sinni, Jó- hönnu Helgadóttur frá Akranesi, Því miður fengu þau of skammt að njóta samvistanna, eins og nú er raun á orðin. Eg er einn af þeim, sem minnast margra samverustunda með Víglundi Pálssyni. Honum fylgdi aldrei annað en gott. Hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Manndómur hans sýndi sig í því, hve hann var harður við sjálfan sig, en gerði litlar kröfur til annarra. Slíkir menn gerast nú æ fágætari og eftir- sjónin að þeim að því skapi meiri. Því munu allir þeir, sem þekktu mannkosti hans, kveðja hann með söknuði í huga. Guðni Jónsson. ÞAÐ eru nú full 47 ár, síðan ég sá Þórð á Laugalandi, sem þá var kenndur við Rauðamýri. Það var á því heimsögulega hausti 1914, þegar allt fór í bál og brand í Evrópu. — Mér er jþetta ár þó hugstæðara miklu sökum þess, að um sumarmálin tfór hún Vala fóstra mín af heim inum og fóstri minn, Kristján Ibóndi á Laugalandi, fór sömu leiðina, er halla tók að haustnótt um. — Skömmu síðar var upp- boð mi'kið á Laugalandi. Þangað streymdi mannfjöldi mikil'l úr sveitinni, nærsveitum og jafnvel utan frá ísafirði. Uppboð voru í þann tíð og lengi síðan mikill mannfagnaður. Þarna var allt iboðið upp, sem nöfnurn tjáir að mefna og þá var til á venjulegu dslenzbu sveitarheimili. Fyrst alls konar gripir, síðan gangandi fé. — Mannfagnaður þessi stóð með mikilli prýði allt til ljósaskipta, þá var allt uppselt á því búi — nema ég. — Þau Kristján á Lauga landi og Vala, ráðskona hans, höfðu tekið mig af volaði, þegar ég fæddist, og þarna stóð ég nú, jþegar mannfagnaðurinn var að fjara út og kópti sem afglapi á bak þeirra gesta, er úr garði riðu. -— Þá er klappað á kollinn á mér og sagt: „Þú kemur með mér, drengur minn“. Eg rak sjónirnar upp á manninn. Hann var mikill é velli og þótt ég, sjö ára snáð- inn, setti hnakka á herðar, tókst mér ekki í ljósaskiptunum að greina yfirbragð hans ti‘1 nokk- urrar hlítar. Hins vegar greindi ég öllu betur andlitsdrætti unga mannsins, sem stóð við hlið hans. Hann var maður ekki mikill vexti, ijós yfirlitum og hýreygur. Kempan, sem klappað hafði á kollinn á mér og boðið mér fóst- ur, var Halldór á Rauðamýri og sveinninn hýreygi sonur hans, Þórður, sem sjötugur er í dag. Þórður er fæddur á Rauðamýri í Norður — Isafjarðarsýslu 22. nóv. 1891. Foreldrar hans voru Ingi- björg Jónsdóttir frá Barmi á Skarðsströnd og Halldór Jónsson frá Laugabóli í Isafirði. Bæði voru þau hjón mikillar ættar, sem títt er um okkur íslendinga. Ekki verða þó ættir þeirra rakt- ar hér. Foreldrar Þórðar voru næsta olík að ytra útliti, þótt bæði væru fríð sýnum. Ingibjörg var kona ekki mikil vexti, en — litfríð og Ijóshærð — handsmá og hýreyg. — Halldór var eins og fyrr segir manna mestur á velli og gæddur iþeim gerðarþokka, sem er næsta fátíður. Vel var um skaplyndi þeirra beggja, hún var valkvendi og hann drengur góður. Þórður erfði vöxt og yfirlit móður sinnar, hlýju og hýrleik beggja, en hörku, barnslega bjartsýni og ódrepandi dug og þrek föður síns. Og kemur nú að þfl sem fyrr segir, að Lauga- landsheimilið féll í rúst haustið 1914. Næsta ár var meiri hluti jarðarinnar boðinn til sölu og festi Þórður að ég held af hreinni rælni kaup á þeim hundruðum. Harn undi vel í föðurgarði og bjó á þessum hundruðum Lauga- lands að nafninu til næstu ár. Vorið 1919 nema fyrr væri hafði Þórður sér konu festa, Helgu Jónsdóttur frá Hraundal. Hann leitaði svo sem ekki langt til fanga, þar eð Hraundalur er næsti bær við Laugaland. Festar- Jcona Þórðar, Helga frá Hraundal, var og er mikil fríðleiks- og at- gerviskiona. Brúðkaup þeirra Helgu og Þórð *r fór fram, að mig minnir, 12. égúst 1919. Það er fyrsta og raun or eina brúðkaupið, sem ég hef petið og var í hinum gamla góða etíl. Eins og venja var til voru föng dregin víða að. En þá fyrst fók I hnjúkana, er orgel héraðs- læknislns, Sigvalda Kaldalóns, tónskálds, var flutt yfir Selá, sem er foráttu vatnsfall, heim að Laugalandi. Og þarna voru brúð- hjónin saman pússuð með pomp *>g pragt. Snillingurinn Sigvaldi (tðk undir, er hjónavígslusálmarn ir voru sungnir. Síðar þegar gest NÝJA LiJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn fré Nóatúni) Sími 19222. tióS bilastæði. ir höfðu gert veizluföngum geysi góð skil, settist snillingurinn enn við hljóðfærið — þá var nú sung ið af lífi og sál. Sigvaldi lék m. a. mörg af lögum sínum, er siðar miklu urðu eign alþjóðar. Þórður á Laugalandi er mikill hamingjumaður, þótt ekki væri undir hann mulið fjárhagslega, þegar hann hóf búskap. Hann fór úr föðurgarði með fáeinar ær og einn hest. Hér var þó ekki því til að dreifa, að faðir hans vildi ekki búa son sinn betur úr garði. En Halldór á Rauðamýri var fyrst og fremst hugsjóna- og framfara- maður, sem lagt hafði þá í feikna miklar framkvæmdir, ól upp fjölda umkomulausra barna, en ekki var hann mikill fjárgæzlu- maður. Þegar Þórður hóf búskap á Laugalandi, var jörðin kölluð kot. Túnið var nafnið eitt og fékkst af því kýrfóður í góðæri. Slægjur voru hins vegar allmikl- ar, en torsóttur var sá heyskapur fyrir einyrkja. Ekkert hús var uppistandandi. — En ungu hjón- in á Laugalandi létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Bæinn byggðu þau upp. Það var að vísu af van- efnum gert, en hann reyndist hlýtt hreiður fjögurra sona og þriggja dætra. Öll urðu börnin mannhafnarfólk og eru tvö þeirra enn í föðurgarði, Halldór og Guð- rún. Einn bræðranna Jón hefur nú komið upp gróðurhúsi á Lauga landi og segja fróðir menn það nyrzta gróðurhús veraldar. Ólaf- ur býr á Rauðamýri, og Kristín er húsfreyja á Melgraseyri. Að- eins tvö systkinanna hafa horfið úr sveitinni, þau Ingibjörg hús- freyja í Reykjavík og Jóhann fulltrúi í Hafnarfirði. Eins og flestum er kunnugt, hefur Norð- ur-Isafjarðarsýsla goldið afhroð mikið síðustu áratugina. sbr. „flóttinn úr sveitunum". Ætla ég því átthagatryggð systkinanna á Laugalandi hart nær einsdæmi vestur þar. Vel má vera, að hjónin á Laugalandi kenni enn sviða í sárum frá þeirn árum, er þau börðust með blóðugum hnúunum til þess að bjarga sér og sínum. Þess verður enginn var, enda — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. kveldi 26. júní 1953 — og stóð hann fram á nóttina, sagði Krú- sjeff. BERIA ÆTLAÐI AÐ SKJÓTA Aðalhlutverkið fór Moskalenko með, því honum tókst að smygla handvélbyssu inn í Kreml — und ir hermannafrakka sínum. Hann átti heiðurinn. Fundurinn hófst og ég talaði fyrstur, hélt Krúsjeff áfram. Eg sneri mér umsvifalaust að Bería og spurði hvaða rétt hann hefði til þess að sitja þennan fund. Eg minntist þess, að félagi einn, Spirikin að nafni, hafði árið 1934 sakað Beria um að hafa verið brezkur njósnari 1918. (Það var þegar Bretar sendu her til þess að hjálpa Hvít-Rússum gegn kommúnistum). Eg minnti á að Stalin hefði tekið málið í sinar hendur og svo hefði Spirikin ,,horfið“. Eg bað Beria um skýr- ingu. Beria varð þrumu lostinn og sagði, að Stalín hefði rannsakað málið persónulega og „séð um rógsmanninn“. Eg krafðist enn Skýringa og sakaði Beria um að hann væri alls ekki sannur kommúmsti, það hefði aldrei átt að hleypa hon- um inn í kommúnistaflokkinn, ekki einu sinni hina minnstu flokksdeild. Þá beygði Beria sig niður og greip handtösku sína. Eg stökk á fætur og um leið og Baria dró byssu sina upp úr töskunni gat ég snúið hana úr höndum hans. Eftir mikið fum fann Mal- enkov loks bjölluhnappinn á gólf inu og steig á hann. Moskalenko kom þjótandi inn og skaut Beria þar sem hann stóð við fundar- borðið. Þrátt fyrir að Krúsjeff hafi nú útskúfað Malenkov hældi Krú- gætu hvorugt bognað, aðeins brostið. Nú er ævi hjónanna á Lauga- landi önnur. Hreysið, sem þau byggðu fyrir rúmum fjörutíu ár- um, er nú löngu jafnað við jörð. Þar er nú glæsilegt íbúðarihús á nútímamælikvarða. — Kýrfóðurs túnið í góðæri, er nú aðeins not- að til beitar. — Fram af bæjar- brekkunni, hartnær til forynjunn ar, Selár, bylgjast nú háliðagras á 15 hekturum. Aldrei vissi ég Þórð á Lauga- landi' þrá mannaforræði. Auðvit- að féli honum sú vegsemd í skaut. Hann hefur verið oddviti sveitar sinnar og framámaður við Djúp, um áratugi. Eg flyt þér, Þórður, á sjötugs- afmælinu þökk frá mér og mín- um. Eg veit, að þakkir mínar eru helber hégómi. Þér verður aldrei þakkað sem skyldi. — En gott hefur okkur þótt að gista þig. Þú ert enn í mínum muna sami hýreygi sveinninn, sem stóð við hliðina á honum Halldóri á Rauðamýri, sem tók mig af vol- aði í Ijósaskiptunum á Lauga- landi fyrir 47 árum. Hjörtur Kristmundsson. sjeff honurn fyrir frammistöð- una í þetta sinn. VALDABARÁTTAN HEI.DUR ÁFRAM Krúsjeff lét ekki staðar num- ið. Hann sagði frá því hvernig hann hefði klifrað upp í hásætið í Kreml. Eftir að bæði Stalín og Beria voru gengnir á fund feðra sinna var það .Malenkov, sem var hinn raunverulegi valda maður. Molotov og Kaganovitj gerðu bandalag við Malenkov og ætl- uðu að mynda nýjan meirihluta í forsætisnefndinni til þess að bola mér frá, sagði hann. Það átti að leysa mig frá störfum fyrsta ritara miðstjórnarinnar. Hingað til hafa menn á vestur löndum talið, að það hefði verið Zukov marskálkur, sem þá bjarg aði Krúsjeff með því að senda flugvélar hersins eftir miðstjórn armönnum, þegar fundurinn var boðaður til þess að gera út um örlög Krúsjeffs. — Þetta stað- festi Krúsjeff ekki, bví hann sagði: „Dimitri Polyanski var hin raunverulega hetja þeirra átaka“. Og það er ekki að sök- um að spyrja. Polyanski komst til skjótra metorða og á nú sæti í forsætisnefndinni. SEX MÁNUÐIR LIÐU Þetta er sagan, sem Krúsjeff sagði kommúnistaleiðtogunum. Það er athyglisvert, að sam- kvæmt þessari frásögn hefur Beria verið drepinn nóttina milli 26. og 27. júní 1953, eða sex mán- uðum áður en fréttin um aftöku hans var birt almenningi. Þann 10. júlí sama ár, eða hálfum fimmta mánuði eftir „aftökuna" var tilkynnt opinberlega í Moskvu, að Beria hefði verið fangelsaður, en aftakan var ekki upplýst fyrr en 23. desember sama ár. Þeirri tilkynningu fylgdi það, að Beria hefði verið líflát- inn þann sama dag (23. des.) eftir sex daga réttarhöld í hæsta rétti, fyrir luktum dyrum. Land ráð sönnuðust á sakborninginn, sagði í þeirri tilkynningu. ■— Grunur hefur þó alltaf leikið á því, að Beria hafi í rauninni ver ið Ííflátinn fyrr en til'kynnt var, m.a. vegna þess, að órið 1957 sagði Krúsjeff í hópi franskra sósíalista, sem voru í heimsókn í Moskvu, að Beria hefði verið dæmdur til dauða á fundi í for- sætisnefndinni 26. júní 1953 og verið líflátinn starx af liðsfor ingjum undir stjórn Moskalen- kos. — Það kom hins vegar mjög á óvart, að Krúsjeff sikýrði nú frá því, að Moskalenko hefði drepið Beria með eigin hendi eins og kommúnistaleiðtogar í Var- sjá segja. LENIN-ORÐAN HANDA MOSKALENKO Skömmu eftir að Krúsjeff varð ritari miðstjórnarinnar, 1. september 1953, var Moskalenko hækkaður í tign og skipaður hers höfðingi. A 20. flobksþinginu varð Moskalenko fullgildur með limur miðstjórnarinnar, hlaut æðsta heiðursmerki Ráðstjórnar innar, Lenin-orðuna, og mar- skálksnafnbót að auki. Ekfci lei'k ur lengur neinn vafi é, að hann var vel að heiðrinum kominn — a.m.k. bendir saga Krúsjeffs til þess. Þegar Molotov og hans rnenn ætluðu að koma Krúsjeff fyrir kattarnef árið 1957 kom Moska- lenko enn við sögu. Það var hann, sem ötulast gekk fram á miðstjórnarfundinum við hlið Krúsjeffs — og það voru hans menn, sem slógu hring um Kreml — svo að miðstjórnarmenn voru í rauninni í herkví meðan á fund inurn stóð. Hættunni var þá af- stýrt með sameiginlegum átök um Krúsjeffs og vina hans. Molo- tov og félagar voru stimplaðir fjandmenn flokksins og svikarar. ENN VEX VEGUR HANS Næst heyrðist getið um Mo-ska- lenko, þegar Zukov var vikið úr embætti varnarmálaráðherra 26. október árið 1957. Þetta var til- kynnt sama daginn og Zhukov kom til Moskvu úr ferðalagi til Júgóslaví'U og Albaníu. Hver var það, sem tók á móti Zukov á flujgvellinum og flutti honum tíðindin? Enginn annar en Moska lenko. Enn einu sinni hafði hann staðið með Krúsjeff. Þann 26. október var Moska- lenko útnefndur aðstoðarvarnar málaráðherra og yfirmaður flug- skeytadeilda rússneska hersins eftir að forsvari hans, Nedelin marskálkur, beið bana í slysi, dularfullu slysi, því mikil leynd hvílir yfir því, sem þar gerðist. En Moskalenko er enginn sér- fræðingur. í flugskeytatækni og -hernaði. Eitt er víst, að hann hlaut ekki þennan frama vegna sérþekkingar. VINIR STALÍNS FÓRU SÖMU LEIÐ En hvernig stendur á þessari nánu samvinnu MoSkalenkos og Krúsjeffs? Stendur vinátta þeirra á gömlurn merg? Eftir því sem næst verður komizt kynntust þeir á vígstöðv unum í Ukrainu í síðari heims- styrjöldinni. Krúsjeff var þar hinn pólitíski yfirmaður. Eftir að styrjöldinni lauk hjálpaði Moska lenko Krúsjeff að koma keppi- nautum hans innan flokksins í Ukrainu fyrir kattarnef. Og þeg ar Krúsjeff hélt svo til Moskvu hafði hann hinn trygga vin sinn með. Þegar Stalín lézt í marzmánuði 1953 voru það menn Moskalenkos sem tóku lífvörð Stalíns af lífi. Það var Moskalenko, sem stjórn aði aftöku Artenjevs hershöfð- ingja, Smirnovs hershöfðingja, Spiridinovs hershöfðingja. Hann sá um aftöku alls nánasta samstarfsfólks Stalíns. Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur .— lögfræðistörf Tjarnapgötu 30 — Simi 24753.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.