Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. nóv. 1961 MORCVISBLAÐIÐ 5 Terry Joe á sjúkrabeði, tunsra hennar var svo bólgin að hún gat ekki talað í br.iá daga. Til leigu tveggja herb. íbúð að Aust- urbrún 4. Tilb. óskast sent Mbl. fyrir 25- þ.m. merkt „íbúð — 7241“ Segulbandstæki (Grundig) til sölu að Hverf isgötu 43, Hafnarfirði Óskað eftir 3ja herb. íbúð. Frrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 33985 Nýr enskur samkvæmiskjóll (stuttur) nr. 14—16 til sölu og sýnis í saumastofu Ólafíu Ás- geirsdóttur, Austurstræti 3 (gengið frá Veltusundi). Atvinna óskast Ungur maður handlaginn vanur bílstjóri, óskar eftir vinnu. Sími 37009. \ T H C G I Ð Bílleyfi Bílleyfi óskast til kaups. Tilb. skilist til afgr. MbL merkt „222 — 7587“ Til leigu Risíbúð í Kópavogi til leigu 3 herb. og eldhús. Reglu- semi áskilin. Uppl. í síma 12782- Bátur Til sölu er trillubátur 2 Vz tonn. Bátur og vél nýlegt. Uppl. gefur Pétur Eiriks- son Sími 33481, eftir kl. 17 Pallbíll Bradford ’47 til sölu. f>arf nast viðgerðar. Uppl. eftir kL 17 í síma 33481- Maður sem hefur stúdentspróf, óskar eftir atvinnu helzt sem fyrst. — Uppl. í síma 12819 milli kl. ÞL—17 í dag og á morgun. Myndarleg stúlka Myrti skipstjórinn farþegana? STULKAN hér á myndinni er ellefu ára gömul læknisdótt- ir Terry Jo Duperrault, sem s.l. föstudag var bjargað af korkfleka eftir að hún hafði vel'kst um í hafinu undan strönd Florida í nær fjóra sólarhringa. Hún hafði farið með foreldrum sínum í skemmtisigling'u í leigðum vél bát, en skipstjóri bátsins hét Julian Harvey. Hann fannst sjálfur á fleka við ströndina og var bjargað daginn áður. — Skýrði hann frá því, að kviknað hefði í bátnum og hann sokkið. Dagin eftir var honum sagt frá björgun stúlk unnar — en þá framdi hann sjálfsmorð. ★ Terry Jo var flufct í sjúkra- hús í Miami — og þar er með- fylgjandi mynd tekin. Hún hefur verið þungt haldin, en er nú á batavegi. A mánudag boðaði strandgæzlan til fund- ar með fréttamönnum og skýrði þar frá því, að óhugn- anlegur atburður virtist liggja að baki þessu slysi. Terry Jo hafði sagt, þegar farið var að spyrja hana um tildrög slyss- ins, að í bátnum hefði aldrei kviiknað og ennfremur að hún hefði — nokkru áður en bát- urinn sökk — séð móður sína og bróður liggja á þilfari bátsins, sem hefði verið blóði drifið. Vekur saga hennar grun um að skipstjórinn hafi myrt þau öll og sjálfur sökkt skipinu. Terry Jo, sagði, að hún hefði verið sofandi í káetunni en vaknað við að bróðir henn- ar, Brian, æpti og heyrði síð- an óp foreldra sinna. Hún hljóp upp á þilfar og sá móð- ur sina og Brian liggja þar og þilfarið allt blóði storkið. í sa-ma bili kom skipstjórinn á móti henni og hélt á einhverj-u í hendinni. Hann rak hana burt með h-arðri hendi. Síðan heyrði hún vafcn s-kella yfir þilfarið og hélt að skipstjórinn væri að þvo það, en þegar vatnið tók að flæða inn í káetuna og var komið henni í ökla hljóp hún aftur upp. Hún sá að björgunarfleki lá við hlið bátsins og spurði hvort hann væri að sökkva. Játaði skips-tjórinn því og stökik út á flekann. Hvarf ‘h-ann hertni sjónum út í myrkr ið. Terry flýtti sér að losa korkfleka sem lá þar nærri og fleygði honum út. Á þess- um fleka hraktis-t hún í nær fjóra sólarhringa en af og til sveifnuðu hák-arlar umhverf- is. Föðúr sinn og átta ára systur, Renee, sá hún aldrei, en lík hennar fannst s-kamm-t þar frá, sem skipstjóranum var bjargað. a'ð borið saman að útbreiðslu »r langtum ódýrara að auglysa Morgunblaðinu, en ðörum blöðum. — Óskilahross í Kjalarneshreppi. Hryssa rauðskjótt mark: — bitið framan vinstra. Hryssa sót rauð mark: — sýlt vinstra. Hryssa moldótt ómörkuð. Hreppstjóri eða kona óskast til heimil- isstarfa 4 da-ga vi-k-unnar frá kl. 1—7. Uppl. í síma 15827- Vinna Ungur maður með mei-ra- próf óskar eftir atvinnu. Vanur bílaviðgerðum oig hefur bifreið til umráða. Tilb. sendist afgr. biaðsins fyrir laugard- merkt „X—2 —7589“ Sextu-g er í dag frú Rebekka Pálsdóttir, Bæj-um á Snæfjalla- strönd í Norður-Isafjarðarsýslu. Hún er fædd í Bæju-m, dóttir hjónanna Póls Halldórsson-ar og Steinunnar Jóhannsdóttur, en fluttist með þei-m að Höfða í Grunn-avíkurhreppi vorið 1910, þar sem hún ólst upp í fjölmenn- um systkinahópi ,allt dugnaðar- fólk. Ur foreldrahúsum fór hún á afmælisdaginn sinn 1926, er hún giftis-t Jóha-nnesi Einarssyni. Eiga þau hjónin því 35 ára brúð- kaupsaf-mæli í dag. Þau Jólhann- es og Rebekka voru fyrst í hús- mennsku hjá foreldrum hans á Ðynjanda í Grunnavíkurhreppi, en 1930 fóru þa-u að búa á hálfri þeirri jörð, þar til þau fóru að búa í Bæjum árið 1948. Páll sonur þeirra tók við jörðinni s.l. vor, en þau hjónin eiga heimili hjá honum. Þau hjónin eignuð- ust 8 börn, og eru 7 þeirra á lífi. Elzt var Jóh-anna, sem þau missfcu 6 ára. Þau, sem lifa, eru: Oskar, Páll, Rósa, Ingi, María, Felix og Jóih-anna. Þau eru öll gift og búin að stofna heimili nema Felix, sem hefur heimili hjá Páli bróður sínum í Bæjum. A afmælisdaginn dvelst frú Re- bekka hjá Öskari syni sínum og konu hans, Lydíu Sigurlaugsdótt ur á Silfurgötu 7 á Isafirði. Margt er það, sem beygir brjóst, brattan geng ég rauna stig. Kristur, sem á krossi dóst, kenndu nú í brjósti um mig. (Gamall húsgangur) ...... Íll y ***& Karl Á. Torfason aðal-bókari Tteyk j avílk-urbæj ar er sjötugur í da.g. Hann dvelst um þessar mundir utanbæjar. .! S.l. laugardag voru gefin sam- »n í hjóna-band ungfrú Guðríður Al-dís Einarsdóttir og Birgir Örn IBirgis, Lindargötu 44A (Tilkynn jn-gin er birt aftur vegna mistrit m*a.r nafns brúðarinnar s.l. eunnudag). a Laugardaginn 18. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Áaíeliusi Níelasyni Kriatín M. Níelsdóttir, skrifstofustúlka, Langholtsvegi 187 og Hörður Bjarnason, bú-fræðing-ur frá SiglufirðL Hér er eia Skota-saga. — Gamall skoti gaf syni sínum einn skilding að kvöldi da-gs. Um nóttina hnuplaði hann skildingn u-m aftur og flengdi snáða síðan fyrir að hafa týnt peningnum. Maður nokkur, sem fór á leik sýningu í Iðnó, heyrði ekkert af því, sem fram fór á leiksviðinu, vegna samtals, sem átti sér stað fyrir aftan hann. Maður sneri sér við og sagði: — Afsakið, en mér er ó-rnögu- legt að heyra eitt einasta orð. — Kærið yður kollóttan, mað- ur minn, það kemur yðru hvort sem er ekkert við, hvað ég er að segja konunni minni. Rœstingakona óskast Sí!d & Fiskur Ausutrstræti. Uppboð sem auglýst var í 101., 103. og 104 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1961 á húse.gnmni á Aroæjarbletti 57, hér í bænum, þingi. eign Olafs A. Jónssonar, fer fram eftir kröfu Inga Ingimundarsonar, f. h. Hildar Magnúsdóttur og með sambykki skiptaréttar Reykjavíkur, á eigninni sjálfri, föstudaginn z4. nóvember 1961, kl. 2 síðdegis. ■> Borgarfógetinn í Reykjavik. Skiptafundur í skuidafrágöngudánar- og félagsbúi Stefáns Run.lfssonar, sem andaðist. 30 apríl 1961 og eftirlifandi mak: Olgu Bjarnadóttur, Hvassaleiti 153 hér í bænum, verðui haldinn i skrifstofu borgarfógeta Skólavörðustíg 12, föstu- daginn 24. nóvember 1961 kl. 2*4 síðdegis. Liggur þá fyrir skrá yfir lýstar kröíur Og rannsakað verður réttmæti þeirra og ennfremur verða teknar ákvarð- anir um ráðstöfun þeirra eigna, sem eigi hefur þegar verið ráðstafað. Skiptaráðandinn i Reykjavík, 13. nóvember 1961. Kr. Kristjánsson. — Má ég rekja athygli yðar á því, að stúlkan er að skemmta i fiér með mér. ■ Dönsku ENILO ryksugnrnar komnar aftur af endurbættri gerð. Heildsölubírgðir: H F ARN1 GESTSSON Vatnsstíg 3 Sími 17930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.