Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 2
mo ncrnvrtL 4ðið Sunnudagur 26. nðv. 1961 Bjarni Benediktsson aðal- ræðumaður 1. des. Fullveldisfagnaður að Hótel Borg UNDIRBÚNINGI stúdenta nndir hátíðahöldin á fullveld isdaginn, 1. desember, er nú aS Ijúka. Hafa stúdentar ákveðið, aS dagurinn verði að þessu sinni helgaður „vest rænni samvinnu", og mun aðalræða dagsins, sem Bjarni Bemediktsson forsætisráð- herra flytur, fjalla um það •fni. Einnig mun Stúdenta- blað, sem út kemur þann dag, að verulegu leyti fjalla um þetta efni. Samkoman í hátíðasal háskól- mas hefst kl. 14.00, og verðux útvarpað írá henni. Hörður Ein- arsson stud, jur., formaður há- tíðanefndar stúdenta, setur sam komuna með stuttu ávarpi, en að þvi loknu flytur forsætisráð- herra ræðu sína. Þá flytur Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- riitari erindi ua kjör og stöðu hins háskólamenntaða manns, og formaður SHÍ, Hörður Sigur- gestsson stud. oecon., flytur svo fulíveldisfagnað sinn, sem ávarp. Á milli atriða leikur svo strengjatríó, sem í eru Jón Bjarni Benediktsson Sen, Einar Vigfússon og Jóruren Viðar. Fyrr um daginn, eða kl. 10.30, verður guðsþjónusta í kapellu háskólans, sem einnig verður útvarpað. Þar prédikar Bolli Gústavsson stud. theol., en séra Garðar Þorsteinsson þjónar fyr- ir altari. Stúdentakórinn syng- ur við guðsþjónustuna, en stjórn andi hans er Þorkell Sigur- björnsson. Um kvöldið halda stúdentar — Sundlaug Framh. á bls. 2. byggmgarnefnd, og var Birgir Kjaran formaður hennar. Það tók nefndina fjögurra ára baráttu að fá fjárfestingarleyfi, en það fékkst loks árið 1957. Önnur f jög ur ár hafa svo farið til ýtarlegs undirbúnings og smíði laugarinn- Hvergi hefur verið sparað til þess að gera laugina sem vandáð- asta úr garði, og fylgzt hefur ver- m með öllum nýjungum erlendis þessu viðkomandi. Bárður ísleifs son arkitekt teiknaði laugina, en Byggingarfélagið Brú sá um smíð ina. Laugin er 12 x 25 metrar auk 200 fermetra vaðlaugar. Gert er ráð fyrir, að 125 geti verið í lauginni í einu, en búningsklefar eru fyrir 108. Aðstaða verður fyr- ir sólbaðsiðkendur á sumrin, svo að alls geta á fjórða hundrað manns þá dvalizt þar í senn. Margs konar nýjungar eru í sam bandi við laugina. Vatnið er hreinsað með sérstökum klór- hreinsunartækjum, vönduð hita- stillingartæki eru í kjallaranum, útf jóluibláir geislalampar í útiskýl um, ljóskastarar undir vatnsyfir- borði og hitalagnir undir stétt- um. í kjallara er heit setlaug og gufubaðstofa. Uppi er komið fyrir fiskiþró — aquarium — með um 300 tegundum suðrænna skraut- fiska, og eru nöfn þeirra á vegg- töflu. Kerið stendur á líparitfót- atalli, sem Atli Már Árnason hef ur gert. Mjög fagrar skreytingar eru á vegg og í lofti eftir listakonuna frú Barbdru Árnason. Gosbrunn heíur Guðmundur Einarsson frá Miðdal gert Birgir Kjaran skýrði að lok- um frá því, að umhverfis laug- ina yrði hvíldar- og skemmti- garður, þar sem fólk gæti unað í skjólkvosum og bölum. Þá afhenti hann bæjarstjórn og borgarstjóra sundlaugina. Borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, tók þessu næst til máls. Þakkaði hann byggingarnefnd, formanni hennar, Birgi Kjaran, fram- kvæmdastjóra hennar Gísla Hall- dórssyni og öðrum aðiljum fyrir störf þeirra. Minnti hann á, hvernig aðstaða til sunds hér í bæ hefur batnað frá því að menn fóru í gömlu laugarnar inni í Laugaraesi og í sjóinn við Effersey (örfirisey). Síðan hafa sundlaugarnar verið endurbættar, sundhöll reist og nú sundlaug í Vesturbænum. Unnið væri að nýju sundlauginni í Laugardal, sem væntanlega yrði tekin í notkun að rúmum tveim- ur árum liðnum. Þá minntist borgarstjóri á þá hugmynd að hita upp sjóinn í Nauthólavík. Tilbúin er áætlun um framkvæmd þess. Kvað hann bæjarsjóð hafa veitt sl. 4 ár 18 milljónir króna til íþróttamarin- virkja. Að lokum mælti borgarstjóri: „Að þessu leyti er þetta mann- virki eitt merki þess, að í vaxandi borg verður sífellt að fara meira inn á þá braut að leysa þarfir borgaranna í hinum ýmsu hverf- um, þar sem þeir búa. Um leið og ég óska því Vestur- bæingum til hamingju með Sund laug Vesturbæjar, áskil ég þó okkur hinum allan rétt til afnota af þessari skemmtilegu laug. Megi hollusta og heill fylgja öllum, sem hingað koma". Er menn höfðu skoðað öll mannvirki þarna, var sundlaugin vígð. Steyptu sér fyrst fjórar stúlkur út í til sunds, en siðan fjórir piltar. Stúlkurnar voru Margrét Óskarsdóttir, Sigrún Sig valdadóttir og systurnar Hrafn hildur og Kolbrún Gunnarsdætur, en piltarnir Guðmundur Gísla son, Siggeir Siggeirsson, Erlingur Jóhannesson og Guðmundur Þ. Harðarson. Forstöðumaður Sundlaugar Vesturbæjar er Höskuldur Goði Karlsson. Leiðrétting AKRANESI, 25. nóv. — Arni Helgason, skipaskoðunarmaður, sagði mér að ranghermt hefði verið um bátinn Sigurvon. Vegna þess hringdi ég til skipstjórans, Einars Jónssonar Mýrdals, og purði hann hvað hið sanna væri um Sigurvonina. Ekkert kjalsvín var sett í bátinn. Báturinn strand aði, er hann var á Hvalfjarðar- sundi 1947, og þá var gert við kjalskemmdirnar á honum í Bey kjavík. Kjalskórinn er 8,25 m langur. Sett voru 4 umför 1 hana bakborðsmegin af húsýjum. Að lokum sagði Einar slippstjóri, að Sigurvon vseri alveg ófúið skip. rnrtiiii svo fulveldisfagnað sinn, sem að þessu sinni verður að Hótel Borg. Hefst fagnaðurinn með borðhaldi kl. 19. Fer þar fram fjölbreytt dagskrá, en veizlu- stjóri verður Jón E. Ragnarsson, stud. jur. Formaður SHÍ set- ur fagnaðinn, og ræðu kvöldsins flytur dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur. Þá verður sýnd- ur skemmtiþáttur og að lokum leikur hljómsveit Björns R. Ein- arssonar fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Aðgöngumiðasala að fagnað- inura hefst n. k. mánudag og verður í skrifstofu SHÍ í há- skólanum á eftirtöldum tímum: mánudag kl. 11—12 og 3—5, þriðjudag, miðvikudag ©g fimmtudag kl. 11—12 og 2—3. 1. desember verða aðgöngumið- ar svo seldir að Hótel Borg. Að venju gefa stúdentar út Stúdentablað 1. desember, eins og áður segir. Ritstjóri blaðsins er Björn Matthíasson stud. oecon. Benedikt Gröndal Jón Skaftason Matthías Á. Mathiesen Varðbergsf und- ur á Akureyri VARÐBERG, félag nngra áhugamanna um vestræna samvlmm, efnir til almenns fundar í Borgarbíói í Akureyri mánudaginn 27. nóvember næstkomandi. Fandurinn hefst klukkan 8:30 og verðuv fundarefni „Island og vestræn samvinna". Frununælandur á fundinum verða: Benedikt Gröndal, alþingismaður, Jón Skaftason, alþingismaður, og Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður. Að ræðum frummælenda loknum verða frjálsar umræftur. —. Stuðningsmenn vestrænnar samvinnu eru hvattúr Ut aS fjol- menna á fundinn. Segir Starfsmannaféiag Rvíkurbæjar sig úr BSRB? TH. tíðinda dró á aukaþingi Bandalags starfsmanna ríkis og baeja á föstndagskvöldið er lagt var fram írumvarp að samnings- rétti til handa opinberum starfs- mönnum. Er frumvarpið var lagt fram lýstu fulltrúar Starfsmanna félags Beykjavíkurbæjar því yfir, að þeir teldu að frumvarpið skorti þann samningsrétt, sem fé- lagið hefði þegar áunnið sér, og hallaði mjög á starfsmannafélög bæjanna. Yrði það samþykkt þá yrði tekið til athugunar að Starfs mannafélag Reykjavíkurbæjar sagði sig úr samtökunum, en það er stærsta félagið innan þeirra. Mbl. átti tal við Þórð Ágúst Þórðarson, formann Starfsmanna félags Reykjavíkurbæjar, í gær varðandi mál þetta. Skýrði Þórð- ur svo frá, að aukaþing Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja hefði verið kvatt saman til þess að ræða launa- og samningsrétt- armál opiaberra starfsmanna, Frumvarpið ekki senl til umsagnar Þórður sagði, að frumvarp það, sem lagt var fram af stjórn bandalagsins í gær, hafi ekki kom ið fyrir sjónir fulltrúanna fyrr en þá og var það ekki sent félög- unum til athugunar og umsagnar áður. Væri þessi afgreiðsla máls- ins með öllu óviðunandi, Og teldi Starfsmannafélag Reykjavíkur- bæjar að ekki væri hægt að af- greiða málið á þessu þingi. Auk þess skerti frumvarpið þann samningsrétt, sem Starfsmanna- Fullvelldisfagnaður Stúdenta- félagsins verður í Lídó 30. nóv. HINN 30. nóv. gengst Stúdenta- félag Reykjavíkur að venju fyrir fullveldisfagnaði og verður vel til hans vandað og ýmislegt sér til gamans gert. Fagnaðurinn verður haldinn í veitingahúsinu Lídó og hefst með borðhaldi kl. 7. Ræðumaður kvöldsins verður Torfi Hjartar- son, tollstjóri. Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál sem Guð mundur Sigurðsson hefur samið í tilefni dagsins. Páll Isólfsson sér um að ekki slakni á gleð- skapnum og stjórnar almennum söng. Við þetta tækifæri verða nokkrum velunnurum félagsins veitt gullstjarna Stúdentafélags- ins. Að lokum verður dansað. I fyrra seldust miðar upp á skömmum tíma og er því viss- ara að láta ekki dragast að 99 66 Gasljós sýnt í Hlégarði Leikfélag Hveragerðis hef- ur að undanförnu sýnt leikritiS „Gasljós" í ná- grenni Reykjavíkur og eru sýningar nú orðnar 12. — Næsta sýning á leiknum yerður n. k. sunnudags- Kvöld kl. 9 í Hlégarði í Mosfellssveit. tryggja sér aðgang að fagnaðin- um. Aðgönumiðasala verður í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar þriðjudaginn 28. nóv kl. 4^—6 og verða borðpantanir af- greiddar um leið. félag Reykjavíkurbæjar hefði þe» ar áunnið sér hjá Reykjavíkurbaj og hallaði á starfsmannafélög bæjanna yfirleitt. Fulltrúar Starfsmannafélaga Reykjavíkurbæjar fluttu því yfir- lýsingu á þinginu á föstudags- kvöldið þess efnis að ef frum- varpið um samningsrétt yrði af- greitt á aukaþinginu saundi Starfsmannafélag Reykjavíkur- bæjar taka til athugunar hvort það ætti lengur samleið meC Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Fer yfirlýsingin orðrétt hér á eftir: „Þar sem vér höfum ekki haft tækifæri til að ræða frumdrög til laga um samningsrétt opinberra starfsmanna við umbjóðendur Okkar á almennum félagsfundi og vér getum ekki séð að nægur skilnaður sé gerður á samnings- réttaraðild ríkisstarfsmanna og bæjarstarfsmanna, einkum þó starfsmanna Reykjavíkurborgar, tökum vér ekki þátt í atkvæða- greiðslu um frumdrög þessi á þinginu, en gerum fyrirvara ura úrsögn félagsins með þehn hættí, sem lög bandalagsins gera ráð fyrir". Undir yfirlýsingu þessa rituðu allir viðstaddir þingfulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkur- bæjar. ^ '/*MtShnúhr S SVSOfmútf & Sn/öte, » ÚSi v* Stórir K Þrumur ///.*<ratt KoUttM HitiskH L^L*o» I HELDUR var farið að draga úr óveðrinu á Vestfjörðum og Norðurlandi í gærmorgun, en einna verst var það þá á Norð Austurlandi, 8—9 vindstig Og snjókomá. Ekki gat heitið, að snjókoman næði til Suður- lands, en þó vOru él til fjalla. Hitinn var um frostmark á Austfjörðum og SuðAustur- landi, en víðast 4—5 stiga f rost annars staðar. — Lægðin fyrir austan land var farin að grynn ast, en aftur á móti var hæðin yfir Grænlandi vaxandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.