Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. nðv. 1961 MORCVlSTtr 4 Ð1Ð 23 i Clarke hershöfðingl heilsar ungum skáta á Keflavíkurflug- ▼elli í gær. Edward Frederiksen, skátaforingi úr Hafnarfirði 1 etendur fyrir aftan hann og á milli þeirra sést skólastjóri bandariska barnaskólans á Keflavíkurflugvelii. (Lijósm. Heimir Stigsson). — Óveðrið nyrðra Framh. af bls. 24. Akureyri er allt ófært, bæði Vaðlaheiðarvegur og vegurinn um Dalsmynni og þar með allt vegasámband austur um land rof- ið. Sömuleiðis er vegurinn til Grenivíkur ófær, en stór bifreið er að reyna að brjótast frá Sval- barðsströnd til Akureyrar. Dal- víkurvegur hefur ekki verið far- inn og er talinn mjög erfiður yfir ferðar, en þó munu öflugir mjólk urbíiar gera tilraun til að komast til Akureyrar í fyrramálið. Öxna- dalsheiði er ekki talin mjög slæm yfirferðar, en öxnadalurinn sjálf ur illfær. Fram Eyjafjörð er sæmilegt færi að vestanverðu og hafa mjólkurbílar komizt þaðan í dag, en enginn bíll hefur komið úr austanverðum firðinum. 454 bandarískar skátadeildir í Evrópu og við Miðjarðahaf RAFMANGSTRUFLUN Á AKUREYRI Ennþá er rafmagnsskömmtun á Akureyri og hefur hvert hverfi rafmagn í um 4 klukkustundir í einu. Knut Ottested rafveitustjóri skýrði svo frá í kvöld, að orku- verið við Laxá framleiði nú um 4500 kw. Auk þess er dieseltopp- stöðin á Akureyri í fullum gangi en hún framleiðir um 2000 kw. morgun var vatnsrennslið úr Mývatni aukið gegnum lokurnar við Geirastaði, en það vatnsmagn in ekki berast orkustöðvun- um fyrr en í fyrramálið. Bændur sem búa meðfram Laxá segja hana fulla af krapi og snjó á úm 3 km svæði og hindrar það að sjálfsögðu m.iög vatnsrennslið. Rafveitustjórinn gat þess að allt yrði gert sem hægt er til þess að koma rafmagnsmálunum í samt lag, en ófærðin á vegunum kemur í veg fyrir það í bráðina. Veðrið á Akureyri núna, kl. 4,30, hefur skánað að mun. Norðan áttin hfeur lægt talsvert Og snjó- koman minnkað. Það sést t. d. sæmilega yfir í Vaðlaheiði, en vegakerfi bæjarins er mjög illt yfirferðar og fjöldi gatna með áttin hefur lægt talsvert og snjó ar hafa þó verið ruddar í dag. — St. E. Sig. KEFLAVÍK, 25. nóv. — Sl. föstu dagskvöld hafði viðkomu á Kefla víkurflugvelli B. C. Clarke, hers- höfðingi, yfirmaður landhersveita Bandaríkjamanna í Evrópu. Clarke hershöfðingi er einnig for ■eti Evrópu — og Miðjarðarhafs- deildar bandarískra skáta og var tnr. Maynard, framkvæmdastjóri þeirrar deiidar einnig í för með honum en þeir voru á leið til Bandaríkjanna. Bdward Frederiksen skátaforingi úr Haf.narfirði og tveir ungir hafnfirzkir skátar tóku á móti skátahöfðingjanum og ennfremúr voru margir til að fagna gestun- um. Mr. Baldwin, yfirforingi skátahreyfingarinnar á Kefla- víkurflugvelli, ásamt nokkrum skátaforingjum og skátum frá varnarliðinu. Tíðindamaður Mbl. náði tali af mr. Maynard, er hann sat yfir kaffibolla á flugvallarhótelinu og ræddi við ísl. og bandaríska Safn ritverka Tagores komið út BÖKAÚTGÁFAN Fróði hefir enn sent á max-kaðinn þrjár bæk- ur og eru þá allar jólabækux út- gáfunnar komnar út. Stærst og inest bókanna er „Skáld ástar- innar Rabindranaph Tagore." Er þetta mikil bók og vönduð og geymir ýmsar endurminningar ekáldsins. Ijóð, leikrit og erindi. Efni bókarinnar hefir séra T a g • r • Svelnn Víkingur valið og þýtt. Tagore er viðurkenndur snill- Ingur á ritvellinum og af ýmsum talinn hafa orkt fegurstu ásta- Ijóð bókmenntanna. En hann er einnig boðberi ástarinnar á líf- inu, spekinni og hinni óeigin- gjörnu hljóðu fórn. Bókmenntaverðlaun N ó b e 1 s hlaut Tagore 1913. Hann er dáð- ur og heimsfrægur. Bókin er á fjórða hundrað síð- ur. Fyrri helmingur hennar geymir ýmsa þætti endurminn- inga skáldsins. Þá kemur leik- ritið „Fórnin“ og loks tveir fyrir- lestrar skáldsins. Myndir prýða þessa eigulegu bók. Hinar tvær bækurnar, sem nú koma út eru „Jólasögur frá ýms- um löndum", en það er safn frumsaminna og þýddra jóla- sagna Eiríks Sigurðssonar. Er þetta fjölbreytt bók að efni, ætl- uð fullorðnum og einnig börn- um, því að síðari hluti hennar geymir barnasögur og ævintýri almenns efnis. Loka er barnabókin „Pipp strýkur að heiman", eftir Sid Roland í þýðingu Jónínu Stein- grímsdóttur. Er þetta annar hluti sögunnar, en fyrsti hlutinn hét „Pipp fer á flakk.“ Þetta er skemmtileg ævintýrasaga fyrir 5—10 ára börn. skáta. Hónum sagðist svo frá, að höfuðstöðvar hinnar bandarísku skátahreyfingar í Evrópu væru í Wiesbaden, en deildir væru í 16 iöndum, allt frá Noregi til Tyrk- lands, íslandi til Marokko. Skáta deildirnar væru alls 454. Þegar blaðamaðurinn spurði sakleysis- lega hvort framkvæmdastjórinn gæti gizkað á hvað margir banda- rískir skátar væru í þessum 16 löndum, svaraði hann. Það er engin ágizkun. Þeir eru nákvæm lega 17440 og hafa aldrei verið fleiri en nú. Annars er talan dá lítið breytileg, því unglingarnir fylgja að sjálfsögðu foreldrum sínum. Flestir skátanna eru syn- ir bandarískra hermanna og sendiráðsmanna. Þegar spurt var hversu margir bandarískir skátar væru á Keflavíkurflugvelli, varð mr. Baldwin fyrir svörum og sagði að peir væru 45 eða 50, en hér væri það sama að segja, talan væri stöðugum breytingum háð. Þeir skátaforingjarnir ræddu nú um áhugamál sín Og heyrði blaðamaðurinn á þeim umræð- um, að góð samvinna hefur ver- ið milli íslenzkra og bandarískra skáta á undanförnum árum. Enn- fremur ræddu þeir um hið nýja General Clarke verðlaunamerki, sem skátar í Evrópudeildum keppa nú að ná. Merki þetta er veitt þeim skátum, sem leyst hafa a. m. k. 5 af 15 verkefnum, sem öll miða að bættum skilningi þjóða á milli, auknu bræðraþeli milli skáta og auknum kynnum af menningu og siðum þeirrar þjóðar er menn dveljast hjá. •Þar sem nokkur töf varð á að flugvél hershöfðingjans færi, not aði mr. Baldwin tækifærið Og sýndi gestunum litskuggamyndir frá skátastarfseminni á íslandi og voru þar m. a. myndir frá heim' sókn forseta íslands á skátamót í Vatnaskógi sl. sumar. Eftir IV* klst. viðdvöl á Keflavíkurflug- velli héldu hinir bandarísku skáta foringjar áfram för sinni vestur um haf. —< B.Þ. TJÓN Á HAFNARGARÐI Dalvík, 25. nóv. — Veðrið er að ganga niður núna, en alls staðar er ófært, milli húsa inni í þorp- inu. f óveðrinu var- veðurhæðin ekki svo óskapleg eða öldurótið, en það var flóðbylgjan sem var svo gífurleg. Engar skemmdir urðu á gamla hafnargarðinum, en nýi garðurinn frá í fyrrahaust er mjög illa farinn og hefur þar orðið gífurlegt tjón. — S.J. mun hafa farið alveg burtu. Mér er sagt að víða vanti nokk uð af kindum, en verið getur að þær finnist þegar stittir upp. — Björn. V( KINDUR VANTAR Á SKAGA Skagaströnd, 25. nóv. — Enn er hér hríðarveður þótt veðrið hafi nokkuð gengið niður. Feikna mikill snjór er kom.inn hér í þorpið og ófærð mikil. Bændum á nærliggjandi bæjum, er selja mjólk í þorpið, hefur gengið erf- iðlega að koma henni á áfanga- stað. ,Af bæjum þeim á Skaga, sem áttu fé sitt ijti er veðrið skall á, er þetta að segja: í Ásbúðum náðist allt fé inn, en nokikrar skemmdir urðu þar af sjógangi, t.d. bar brknið mik- ið grjót á túnið þar. í Víkum var talið að allt flé væri fundið en nokkrar kindur varð að draga úr fönn. í Höfnum náðist allt fé. Á Tjörn vantar enn 50 fjér. f viðtali við bóndann þar, Sveia Sveinsson, sagðist hann ekki geta sagt hverng þessu fé myndi reiða af, en taldi þó sennilegt að brim- ið hefði þegar hremmt eitthvað af því, og þeim yrði ekki bjarg- að. Einnig sagði hann að á mUli 30 og 40 kindur vantaði frá Ósi, næsta bæ, og þær mundu trú- lega allar vera í heiðinni. Þarna var þá enn leiðinda- veður og ekki hægt að hafast meira að fyrr en veður batnaðL — Þórður. Nætureyðslan á heita vatninu UNDANFARNAR nætur hafa Reykvíkingar eytt um 60% af því magni af heitu vatni, sem |>eir nota að deginum þegar me&t *r. Þessar nætur hefur þó ekki verið nema 6 stiga frost, en rok, •—7 vindstig og er hitaþörfin þá •Utaf meiri. Þessa tölu fékk blað- ið í gær hjá Heiga Sigurðssyni, hitaveitustjóra. Helgi sagði, að á fimmtudags- morgun hefðu varageymarnir verið fullir. Síðaa hefur bærinn notað meira en allt vatnið frá Reykjum að deginum. Það sem farið hefur í geymana er aðeins frá varastöðinni og bæjarholun- um. Aðfaranótt föstudags settist svolítið krap 1 inntaksristarnar, svo það dró um stund úr vatns- magninu. A föstudagsmorgun voru geymarnir því hálfir, en í gærmorgun var aðeins meira í þeim. Á föstudag tæmdust geymarn- ir ekki yfir daginn, en aiit að því og á laugardag tæmdust þeir milli kl. 6 og 7, og var búizt við að svipað yrði í gær. Ríður nú á að bæjarbúar fari eins vel með heita vatnið og hægt er. — Ef fólk léti ekki renna svona mikið á nóttunni, hefðum við meira á daginn. Við fáum 100 lítra í viðbót á sek. daginn frá geymunum meðan þeir endast, sagði hitaveitustjóri. Annars var heldur að draga úr frostinu í gær og lygna, svo von- andi kemur þetta ekki að sök. MESTA BRIM f MINNI ÁTTRÆÐS MANNS Ólafsfirði, 25. nóv. — Sami veðurofsinn hélzt í nótt, en í dag er heldur lát á. Báturinn sem héit sjó hér í höfninni fór inn á Eyja- fjörð í dag. Þá var hann búinn að halda sjó í höfninni í óveðrinu á þriðja sólarhring. Sjórinn gekk alveg jafn langt á land í nótt, upp að húsum og jafnvel inn í þau, einkum inn 1 bei tningaskúra. Óhemju sjór er ennþá. Hluti af miðbryggjunni .á hafnargarð- inum hefur farið Og rekið upp í sand, en sjórinn gengur enn yfir garðinn. Til marks um það hvað sjórinn gekk langt á land, má geta þess að hann gekk yfir veginh sinn hvoru megin við brúna vestan megin kaupstaðar- ins. Og minnist enginn þess að þetta hafi komið fyrir áður. Árni Jónsson, bóndi á Syðri-Á, maður á áttræðisaldri sem b'úinn er að búa hér alla ævi, fullyrðir að þetta sé mesta brim sem hann minnist að hafa séð í Ólafsfirði. ■— Jakob. SKIPIN KOMIN TIL SIGLUFJARÐAR Siglufirði, 25. nóv. — Hér var allt með kyrrum kjörum í nótt, bæði veður og sjógangur með minna móti en við var búizt. Var semsagt minni ofsi en í fyrri nótt og olli ekki tjóni sem orð er á gerandi. Hér er áfram norðanátt Og snjó koma og enn nokkuð hvasst. Tölu verður snjór er kominn á götur Og eru þær ófærar öllum farar- tækjum, en ýta byrjaði að ryðja þær í morgun. Skipin, sem lágu inni á Eyja- firði, eru að koma. Eskjan kom in og Drangur, Laxá Og Reykja- foss væntanleg í dag, en þau leit- uðu undan veðrinu inn á Eyja- fjörð. — Steíán. 160 ÁRA SJÓBÚÐIR SÓPUBUST BURT Bæ, Skagafirði, 25. nóv. — Á Lónkotsmel voru þrjár sjóbúðir, sem eru sjálfsagt búnar að standa í heila öld, þær sópuðust allar burtu í briminu í gær. Þar stóðu trillubátar í naustum, en eigend- urnir voru búnir að bjarga þeim, er þeir sáu hvað verða vildi. Þjóðvegurinn við Sandós fór alveg burtu og þjóðvegurinn með fram flugvellinum á Sauðárkróki 10 BÍLA LEST f HRÚTAFIRÐI Stað, Hrútafirði, 25. nóv. — Hér er ágætt veður í dag. 10 bíilar að sunnan voru að fara héðan úr hlaði, en það eru bílarnir, seim komu frá Fornáhvammi. Á und- an fór vegagerðarbíll. í hópnum var áætlunarbíll frá NorðurleiS- um. Ætlaði bíll að koma á móti lestinni frá Blönduósi. Á flestum bæjum hér var flé í húsi, þegar hríðin skall á, þvtf flestir smöluðu í fyrradag. Ekki er mjög mikill snjór hér. Það var þó nokkurt hriðarkótf, en snjó inn dreif í lægðirnar. — Magnús. Jóhanna Egilsdótt- ir áttræð FRÚ Jóhanna Egilsdóttir for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar átti 80 ára afmæli í gær. Jóhanna hefur í áratugi haft forystu í málefnum verkakvenna á íslandi. Má fullyrða að engin kona hefur notið slikar virðingar og vinsælda í verkalýðshreyfing unni sem Jóhanna EgiLsdóttir, enda hefur hún lagt alla krafta sína fram af óeigingimi og ósér- plægni í þágu verkakvenna. Störf Jóhönnu I verkalýðssam- tökunum hafa verið til fyrir- myndar og er vonandi að sem flestir foringjar samtakanna til- einki sér þá prúðmennsku og ein urð í starfi, sem hún hefur gert. Vinir og samstarfsmenn þess- arar merkiskonu, óska henni tU hamingju með afmælið og ég veit að undir þær hamingjuóskir taka allir þeir, sem kynnzt hafa henni á lifsleiðinni. G. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.