Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudaeur 26. nóv. 19öi Gísli Júnsson og Benedikt Gröndal á VII. þingmannafundi Atlantshafsbandalagrsins. Auk þeirra sóttu fundinn af hálfu íslands þeir Einar Ingimundarson og og Björn F. Björnsson. Valdimar Kristinsson Laugarásbíói verði reytt í borgarleikhús SfÐASTA áratug hafa verið reist hér á landi samkomuhús, er sam tals hafa kostað tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Heíur mörgum þótt nóg um hina gífur- legu fjárfestingu á þessu sviði, sem eðlilegt er. Þrátt fyrir þetta Sérstaða íslands rædd á þingmannafundi NATO mun sú skoðun almenn, að þörf sé á einu samkomuhúsi enn, þ.e. varanlegum samastað fyrir Leik- félag Reykjavíkur. Leikfélagið býr við hið frum- stæðasta húsnæði, sem hugsazt getur og hlýtur íramtíð þess að _g>vera í veði^ verði eigi úr bætt áð ur en langt um líður. Þar sem leikfélagið hefur mikilvægu hlut verki að gegna, eru byggingar- mál þess nú mjög á dagskrá. Rætt er um staðsetninguna. en þó eink um hvernig afla megi fjár til framkvæmda. Hefur jafnvel kom ið fram sú hugmynd að hleypa af stokkunum meiriháttar happ- drætti í þessu sambandi. En gera má ráð fyrir, að fullkomið 5—600 manna leikhús kostaði ekki minna en 20 millj. króna. Á sama tíma sem þannig er NÝLEGA er lokið sjöunda fundi Þingmannasambands Atlantshafs bandalag-sitLs, sem haldinn var í París dagana 13.—17. nóv. sl. Fundinn sóttu af íslands hálfu alþingismennirnir Gísli Jónsson, Einar Ingimundarson, Benedikt Gröndal og Björn Fr. Björnsson. Mbl. hitti Gisla Jónsson að máli i gær, og sagði hann í stuitu tnáli frá fundinum. AUKNAR VABNIR VIÐ EYSTRASALT Fundinn sátu u/m 200 fulltrú- ar alls frá öllum 15 löndtim Atl- antshafsbandalagsins. Aðallega var rætt um efnahagsmál Evrópu, Rómarsamninginn, viðskipti Sov- étríkjanna við Vesturlönd (eink- itm vegna undirboða þeirra á oMu í vissum löndum), BerMnar- miálið og ástandið í heimsmáluim almennt. Menn voru á einu máli uim að afcburðirnir í Berlín og hótanirnar við Finna ættu að verða til þess að efla enn sam- stárf NATO-landanna og sér í lagi til þess að styrkja að mun varnir í Berlín og við Eystrasalt. Ríkti mikill einhugur um að saim- staða landanna ætti að verða enn nánari í baráttu þeirra fyrir friði og frelsi. GILDI FUNDANNA Tillgangur og gildi þessara þinig mannafunda er tvíþætt. I fyrsta lagi er nauðsynlegt, að þjóðkjörn ir fulltrúar bandalagsríkjanna Joomi saman til að ræðast við og bera saman náð sín u/m heimsmál- bt, skýra afstöðu sína og sam- rema hana. Þá er ekki hvað sízt mikilvægt, að þarna kynnast ttvenn frá löndunum 15, og öft álhrifamenn frá hverju landi, sem nauðsynlegt er, að öðlist gkilning á sérvandamálum hinna ýmsu þjoða. EFNAHAGSBANDALAGHÍ OG SKILNINGUR Á SÉRSTÖBU ÍSLANDS Gísli Jónsson átti sæti í efna- hagsmálanefnd fundarins, en hinn þek'kti öldunigardeildarniað- ur New York-ríkis, Jaoob Javits, var formaður hennar. Var hann mjög áihugasamur um að vita uim afstöðu íslendinga til NATO. Einnig bað hann Gísla um að skýra frá því í uimræðunum, hverjar horfur væru á því, að fsland gengi í Efnahagsbandalag- ið. Gísli skýrði fyrst frá því, að skandínavisfcu ríkin hefðu mik- inn áhuga á að sæfcja um inn- göngu í bandalagið og reyndu nú að ná samkomulagi um samstöðu í málinu. Sáma mætti segja um fsland, en menn mæltu ekki gleyma eftirtöldum höfuðatrið- um í því sambandi: 1. íslendingar myndu aldrei geta sætt sig við takmarkalaus- an innflutning .annarra þjóða til landsins vegna sroæðar þjóðar- innar. 2. fslendingar myndu aldrei leyfa takmarkalausan innflutning erlends fjármagns, svo að hætta yrðí á, að það réði úrslitum í efnahagslífi landsins. 3. íslendingar myndu aldrei leyfa erlenduim mönnutn að fiska innan 12 mílna fiskveiðilögsögu landsins. Javits og fleiri fulltrúar töldu að líta bær með fullum skiln- ingi og velvild á þessa ótvíræðu sérstöðu íslenaku þjóðarinnar. ULRICH FALKNER ~-s^ AMTMANNSSTÍG 2 AUSTURVIÐSKIPTI Þá minntist Gísli á viðskipti íslands og Sovétríkjanna, og hve fisksala og olíukaup væru mikil- v«eg í því sambandi. Vöktu þær upplýsingar allmikla abhygli þingmanna, sem töldu að athuga bæri gaumgæfilega séraðstöðu smærri þjóða, sem neyddust af einhverjum ásfcæðum til að eiga mikil viðskipti við Sovétríikin og leppríki í heimsveldi þeirra. RSkti mikill skilningur á því, að greiða þyrfti 'fyrir hagkveemri lausn þessara mála, þannig að engin þjóð yrði háð austurviðskiptuim. ÓHUGNANLEGT ÁSTAND í BERLÍN Laugardaginn 18. nóv., daginn eftir að þingstörfum var lokið, bauð þýzka rikisstjórnin öllum fulltrúum í ferðalag til Berlínar. Skyldi sú kynnisför standa fram á þriðjudag. Þar skoðuðu full- trúar m.a. hinar nýju víggirð- ingar kommúnista á mörkum hernámssvæðanna. Þær eru svo rammefldar, að þegar þeim vérð- ur lokið, eru Austur-Þjóðverjar algerlegá lokaðir inni í stærstu fangabúðum, sem sögur fara af. Þar, sem markalínan liggur eftir götum og strætum, hafa allir íbúar verið fluttir úr húsunuim 1 austan megin. Múrað er upp í allar dyr og gtlugga, en á þökun- um eru gaddavírsgirðingar og vopnaðir varðmenn. Öll húsa- sund eru lokuð með múrvegg, en uppi á hönum eru glerbrot og gaddavír. Vestan megin er allt fullt af fólki á þökum og í glugg- um, sem reynir að koma auga á og veifa til vina og ættingja austan megin, feðra og mæðra, sona og dætra, unnusta og syst- kina. Margt af þessu fólki hef- ur misst alla von um að sjá ást- vini sína framar. Vopnaðir varð- menn fylgjast svo með því, hvar reynt er að veifa klútum á móti austan megin. Pólk að vestan safnast svo saman við markalín- una og syngur ættjarðarsöngva, en kommúnistar smala saman mönnura til að hrópa vígorð á móti. Sagði Gísli, að þingfulltrú- um hefði bókstaflega orðið illt við að sjá þessa óhugnanlegu sjón. Komrnúnistar hafa vígigirt fcirkjugarða, svo að fólk getur ekki vitjað grafa ástvina sinna. Hengir fólkið í þess stað blóm- sveiga og kranza utan á kirkju- garðsmúrana. Þingmenn hittu að máli flótta- mannaráðherra vestur-þýzku stjórnarinnar og borgafstjórann í Berlín, Willy Brandt. Héldu þeir báðir ræður, og í svarræð- um sínum lögðu þingfulltrúarnir áherzlu á, að Berlín væri ekki gleymd, ógnanir Sovétríkjanna yrðu ekki til þess að draga úr mönnum kjark, heldur einmitt til að þjappa þeim betur saman og efla varnarmáttinn. rætt um stórt borgarleikhús, stækka kvikmyndahúsin í' Rvík. Kvikmynda- og hljómleikahús Háskólans hefur nýlega tekið til starfa og bráðlega opnar Tón- listarfélagið nýtt kvikmyndahús í stað hins lélega Tripolibíós. Þannig harðnar samkeppni kvikmyndahúsanna, og við fyrir sjáanlega aukna erfiðleika þeirra getur bætzt samkeppni við sjón- varp. Einna versta samkeppnis- aðstöðu mun Laugarásbíó hafa, einkum vegna staðsetningarinnar Auk þess hefur verið sagt, að reksturinn þar hafi ekki gengið vel þrátt fyrir skattfrelsið. Ef hugsað er um það sem hér hefur verið sagt, þá sýnist ekki ^eðlilegt, þó að þeirri hugmynd sé komið á framfæri, hvort ekki megi afhenda „Laugarásbíó" Leikfélagi Reykjavíkur og breyta því síðan í leikhús. Frá þjóðhags legu sjónarmiði væri áreiðan- lega hagkvæmara að fækka kvik myndahúsunum um eitt, heldur en að reisa nýtt leikhús. En þá þarf að athuga hvort aðstæður leyfa slíkt, að öðru leyti. í Laugarásbíói munu vera 422 sæti, og þó að það sé fulllítið, þá er það mun meira en í saln- um í Iðnó, sem hefur 256 sæti og auk þess 59 sæti, ef öllu er tjald að sem til er, aftan við ganginn. í Laugarásbíói eru sætin á hinn bóginn mjög góð, rúmt er um gesti og salurinn hinn smekkleg- asti. Einnig er hann breiður, en ekki djúpur og ætti því að heyr- ast vel frá sviðinu um allt húsið. Forsalur er ágætur meö glæsi- legu útsýni. En i framhaldi af honum til austurs mætti auðveld loga byggja smásal fyrir kaffi- sölu og skapa rúm fyrir fata- geymslu. Þá er ótalið það sem mikilvæg ast er, en það er leiksviðið og það sem því fylgir. Full dýpt sviðsins í bíóinu mun vera 6—7 metrar. Milli kvikmyndahússins og aðalbyggingar dvalarheimilis- ins eru um 8% m. Með þvi að byggja aftur úr kvikmyndahús- inu, þannig að aðeins yrði rúmur metri á milli þess og aðalbygging arinnar mætti fá leiksvið með 13 —14 m dýpt. Ekki mun sú dýpt fullnægja fyllstu kröfum, en yrði stórkostleg framför frá hinu tæplega 7 m djúpa leiksviði í Iðnó, og hæð og breidd -sviðsina yrði meiri en nóg. Hægt væri að reisa turn fyrir leiktjöld en vegna heildarútlits byggingarsamstæðunnar væri bezt að komast hjá því. Vestur a£ leiksviðin>u mætti ekkert byggja, en austur af leiksviðinu mætti hinsvegar byggja eins stóran væng og þurfa þætti fyrir leik- tjöld og búningsklefa. — Mættt þetta í heild teljast mjög viðun- andi aðstaða, sem auk þess ætti að geta verið fyrir hendi nokkr- um árum áður en hægt væri aS vonast eftir að nýtt leikhús yrði fullbúið, svo erfitt sem yrði um fjáröflun. Um staðsetningu er það að segja að þó Laugarásbíó sé illa staðsett sem kvikmyndahús, þá yrði það mun betur staðsett sem leikhús. Þegar fólk hefur á annað" borð ákveðið að sjá leikrit, þá lætur það ekki staðsetningu sem þessa hafa áhrif á ákvörðun sína. En nú kann einhver að spyrja, hvernig getur leikfélagið keypt kvikmyndahúsið? Það á ekkert að. kaupa — happdrætti DAS ætti að* afhenda Leikfélagi Reykjavíkur húsið endurgjalds- laust, og jafnvel aðstoða viðí breytingu þesL, í leikhús. í stað- inh fyrir þessa góðu gjöf ætti að> veita DAS happdrættisleyfi i nokkur ár i viðbót, svo að þa8 geti lokið við fyrirhugaðar álm« ur dvalarheimilis síns ( og jafn. vel bætt fleiri slíkum við, ef þurfa þætti), byggt fyrirhugud smáhýsi fyrir öldruð hjón og gengið endanlega frá hinni stóru lóð sinni. Mættu þá allir vel við una: leikféiagið, DAS og þjóðfé- lagið, sem kæmist hjá því að reisa enn eitt samkomuhúsið, Lausarásbíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.