Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagttr 26. nóv. 1961 M O R G V /V B T A Ð 1 Ð 13 Frá. Ilelsingftfrs. — Séð eftir Mannerheim.istræti. hefur nakkru sinni haldið“, að sögn Tímans. Síðan heldur Tkn- inn áfram: „í ræðu þessari beindi Kenne- dy máli sínu fyrst ag fremst gegn hinum nýju afturhaldsöfl- um, sem nú færast ískyggilega í vöxt í Bandaríkjunum, ag er þar fyrst að nefna John Birch- félagsskapinn svokallaða. —------ f ræðu sinni nefndi Kennedy ekki nein sérstök samtök slíkra afturhaldsmanna, en deildi þeim mun fastar á þau óbeint. Hann sagði, að viss öfl legðu áherzlu á, að hættan kæmi að innan en ekki að utan eða vegna þess að það væru svikarar meðal akkar sjálfra. Þannig væri talað um svikin í Jalta og svikin í Kína, sem ættu að hafa orsakað sigur kammúnista þar. Svikabrigsl væru borin á hina beztu menn í þjónustu kirkju og dómstóla, og mun Kennedy ekki sízt hafa átt við það, að John Bireh-félags- skapurinn hefur lagt sérstakt kapp á að koma kommúnista- stimpli á Warren, forseta hæsta- réttar Bandaríkjanna. Loks sagði Kennedy, að þessi afturhaldsöfl teldu flokk demókrata og vel- ferðarríkið eitt og hið sama og í framhaldi af því teldu þeir vel- ferðarríkið og kommúnismann Mesta níðings- brasðið í íslenzkri : blaðamennsku rl Menn eru ýmsu vanir í ís- lenzkri blaðamiennsku, en sjaldan eða aldrei hefur níðingsskapur íslenzks blaðs opinberast átak- anlegar en í fregn Þjóðviljans sl. föstudag, um vestúr-þýzkar her- etöðvar á Íslandi. Sök sér er þótt menn beiti ýmsum brögðum í innanlandsbaráttunni. Hitt er fyr ir neðan allar hellur að vega svo að vinaþjóð, sem stödd er í bráð um vanda, eins og gert er í lyga- fregn Þjóðviljans. Það var þing- mönnum Alþýðubandalagsins til miklþar minkunnar að þeir skyldu ekki fást til þess að lýsa yfir því afdráttarlaust á Álþingi, að fréttin væri til- Ihæfulaus. í stað þess reyndu |>eir af veikum mætti, að gefa í 6kyn, að lygafréttin væri sönn, þótt þá raunar skor.ti kjark til að fullýrða það.' Hætt við forseta- kj or? Kekkonen, Finnlandsforseti, gerir það ekki að gamni sínu að taka sig með miklu fylgdarliði wpp frá Helsingflors í nóvember- lok, fara fyrst með járnbrautar- lest til Moskvu og fljúga þaðan Blla leið til Síberíu til fundar við Krúsjeff. Mikið liggur við, þeg- ar þjóðhöfðingi leggur slíkt á Big. Enn er þó einungis verið að kanna, hvað fyrir Sovétstjórn- jnni vakir í raun og veru. Á dögunum þótti nóg að senda utanríkisráðherrann þeirra er- inda til Moskvu. Nú þykir þeim mun alvarlegar horfa, að forset- inn fer sjálfur, raunar með ut- anríkisráðherra sem fylgdar- mann, einn af mörgum, til að ná tali af einræðisherranum, þótt hann sé á ferðalagi langt frá höfuðborg sinni. Bftir Moskvuför finnska utan- ríkisráðherrans á dögunum, var því haldið fram í sumum erlend- um blöðum, að þá hafi verið lagt fast að finnsku flokkunum að samþykkja að hætta við forseta- kjörið, en lögbjóða framlengingu kjörtímabils Kekkonens í þess Stað. Það fylgdi sögunni, að þá hafi þessu verið synjað harð- lega. Hvað sem um það er, sýn- ir tillaga Fagerholms, eins helzta andstæðings Kekkonens, um að þetta skuli nú gert, hversu alvar- legum augum Finnar líta nú á ástandið og að þeir telja ríka ástæðu til að styrkja stöðu Kekkonens í viðræðunum við Krúsjeff. Honks, aðal gagnfram- REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 25. nóv. bjóðandi Kekkonens, hefur þessu til staðfestingar tekið aftur fram boð sitt. Fagerlioím lirakinn frá Bkki er um það að villast, að tylliástæður einar voru færðar fram í síðustu orðsendingu Rússa til Finna. Auðvitað kemur engum í alvöru til hugar, að heimsástandið hafi versnað, þó að S t r a u s s, varnarmálaráðherra V-Þýzkalands, dveldi nokkra daga í Noregi. Ef ferðalög stjórn- málamanna ættu að hafa svo skjót og ill áhrif, væri vissulaga illa komið fyrir löngu. Allt er þetta samskonar fyrirsláttur og Þjóðviljinn reyndi að leggja í hendur Krúsjeffs með lygafregn- inni um, að Vestur-Þjóðverjar ætluðu að fá herstöð hér á landi. Rússar hafa þegar áður, þrátt fyrir vináttusamninginn frá 1948, hlutazt til um innanríkismál Finnlands. Um áramótin 1958— 59 neyddu þeir ríkisstjórn Fager holms, sem studdist við meiri- hluta finnska þingsins tii að segja af sér. Aðferðin var sú, að þeir neituðu að gera viðskipta- samning við stjórn, sem að þeirra mati var skipuð svo vondum mönnum. Síðan hafa minnihluta- stjórnir setið við völd í Finn- landi. Nú bera Rússar fyrir sig, að stjórnarfar þar sé of óstöðugt, þó að það sé beinlínis fyrir þeirra eigin íhlutun að hin síðasta meirihlutastjórn varð að fara frá! Sfcilaboðin með útanrílkisráð herranum á dögunum sanna, að Sovétstjórnin vill nú ekiki fremur en áður, að hinir „vondu“ sósíal demókratar eigi hlut að ríkis- stjórn. Því athyglisverðari er til- laga helsta manns þeirra, Fager- halms, nú. Vilja kirýja komm- únista í stjórn? Þegar allt þetta er hugleitt, virðist erfitt að komast fram hjá því, að álykta að Sovétstjórn in hafi ætlað sér að knýja Finna, þvert afan í vilja þeirra, til að taka kommúnista í stjórn, senni- lega í fyrstu með fulltrúum bændaflokksins, flokki Kekkon- ens. Það er sama aðferðin og viðhöfð var í leppríkjunum aust- an járntjalds og er eigi furða, þótt Kekkonen og aðrir heiðviðrir menn vilji afstýra slíkri þróun. Hvort honum tekst það, verður enn eigi séð, og er e. t. v. langt að bíða, að úr því fáist skorið til fulls. Vonandi lætur Sovét- stjórnin sér í þessum umgangi nægja, að almennar kosningar forseta verði hindraðar Og áfram haldandi embættisseta Kekkon- ens lögboðin, því að hingað til hafa þeir þótzt treysta honum í utanríkismálum. öruggt er að menn bíða, ekki einungis í Finn- landi heldur miklu víðar, með eftirvæntingu, að heyra hvort Kekkonen hefur erindi sem erfiði. Er raunar þegar komið í Ijós, að Sovét-stjórnin hefur haft úrslita áhrif á forsetakjör Finna og sann að umheiminum, hversu hún hef ur ráð þeirra í hendi sér. Ekfci dregur úr eftirvænting- unni, að svo sýnist sem Sovét- stjórnin reýni — jafnframt því að hún ætlar að hafa áhrif á innanlandsmál Finna — að nota Finnland sem eins konar gísl í því skyni að knýja Svíþjóð, og þó einkum Noreg og Danmörku til að taka upp sér geðþekkari utanríkisstefnu. Fátt sýnir bet- ur skilningsskort hennar á hugs- unarhætti annarra. Auðvitað vilja hin Norðurlöndin mikið til vinna Fnnum til hjálpar. En þau munu ekki láta leiða sig í gildru, þar sem þau geta enga aðstoð veitt Finnlandi heldur verða öll jafnilla komin. Því meira sem þjarmað er að Finnum, því betur munu aðrir gæta þess að lenda ekki af sjálfdáðum í sömu af- stöðu gegn Sovétstjórninni og lega lands þeirra hefur komið Finnum í. Orðaskipti Mikojans, varafor- sætisráðherra Sovétstjórnarinnar, og Langes, utanríkisráðherra Noregs, í Moskvu, sýna, að Norð- menn eru staðráðnir í að fara sínu fram, dæma sjálfir um hvað sé nauðsynlegt til að tryggja öryggi þjóðarinr r og láta hvorki blíðmæli né hótanir Sovétstjórn- arinnar gera sig varnarlausa gegn tiltektum hennar. ,.Aðvörun Ken;iedys“ Undir þessari fyrirsögn gerir Tíminn í forustugrein sl. fimmtu dag að umræðuefni ræðu, sem Kennedy Bandaríkjaforseti flutti í Los Angeles sl. laugardag, vera eitt og hið sama. Þannig er reynt að koma kommúnistastimpl inum á demókrata. Kennedy forseti varaði eindreg ið við þessum áróðri. Hann stefndi að því að veikja þjóðina en ekki að styrkja hana. Þess vegna bæri þjóðinni að forðast leiðsögn þeirra manna, sem stund uðu slíka iðju. Þessi aðvörunarörð Kennedys eiga vissulega erindi til flleiri en Bandaríjfjamanna. — — — ís- lendingar þurfa því ekki síður að vera hér á verði en Banda- ríkjamenn". Sagt, að vatnið væri eitrað Allt er þetta rétt, svo langt sem það nær, bæði ágripið af orð- um Kennedys ag umsögn Tím- ans. Tíminn fer þó helzt til fljótt yfir sögu og sleppir ýmsu, sem e. t. v. vekur hjá honum óþægi- legar minningar. Setningin um svikabrigsl gegn beztu mönnum í þjónustu kirkju og dómstóla hljóðar t.d. orðrétt hjá Kennedy þannig í islenzkri þýðingu: „Þeir finna svik í beztu kirkj- um okkar, í æðsta dómstól okkar Og jafnvel í meðferðinni á vatni okkar“. Þeir sem muna nokkuð aftur í tímann hljóta að rifja upp fyrir sjálfum sér, þegar þeir lesa þetta, skrif Framsóknarmanna, þegar þeir um sömu mundir lögðu í ein elti ýmsa af beztu mönnum ís- lenzku kirkjunnar, brigsluðu hæstaréttardómurum um rang- dæmi, og gáfu í skyn að borgar- stjórinn í Reykjavík hefði eitrað fyrir bæjarbúa með því að hleypa óhollu vatni inn í vatns- veituna! Segir liættuna koma að utan Þá er ekki síður fróðlegt að lesa eftirfarandi kafla úr þess- ari „einni beztu ræðu“ sem Kennedy hefur haldið og Tím- inn fjölyrðir ekki um í forystu- grein sinni: „En þið og ég og flestir Banda ríkjamenn líta öðrum augum á hættuna sem að okkur steðjar. Við vitum, að hún kemur að ut- an, ekki að innan. Henni verður að mæta með hæglátum undir- búningi. ekki öerandi ræðum. Og ráðstafanirnar sem gerðar hafa verið á þessu ári til að styrkja varnir okkar — að auka eldflaugaafl, að hafa fleiri flug- vélar reiðubúnar, að hafa við hendina farartæki bæði til flutn- inga í lofti og á sjó og fleiri full- búnar hersveitir — að gera ör- uggara en nokkru sinni fyrr, að þessi þjóð hafi allt það afl, sem hún þarf á að halda til að koma í veg fyrir árás nokkurrar teg- undar — þessar ráðstafanir eru áhrifaríkasta svarið sem hægt er að gefa þeim, sem fýsir að sá sæði efasemda og haturs.“ Hvaðan keniur mesta Iiættan að dómi Tímans? Því fer fjarri, að Morgunblaðið telji Kennedy Bandaríkjaforseta vera óskeikulan, en hann orðar hugsanir sínar oft vel og hefur í flestu komið svo fram, að frjáls huga menn una vel forystu hans fyrir öflugasta lýðræðisríkinu. Skoðanir hans eru ætíð athyglis verðar, ekki sízt þegar svo til- breytingaríkt blað sem Tíminn telur hann hafa haldið eina af beztu ræðum sínum. Af tilefni þessarar ágætu ræðu Kennedys, er því rétt að spyrja Tímann: Hvort telur hann að íslending- um stafi meiri hætta utan frá eða að innan? Er það misminni, að Timinn hafi að staðaldri haldið því fram, að þótt ekki bæri að neita nokk- úrri hættu frá kommúnistum úti í heimi, þá væri hitt miklu alvar legra hvílík hætta steðjaði að ís- lenzku þjóðinni innan frá, raunar ekki frá kommúnistum heldur hinum, sem segðust" vera mestu andstæðingar þeirra? Er það rangt, að Tíminn hafi haldið því fram í sumar, og raun ar langt fram á haust, að með því að gefa út bráðabirjfðalög, væri ríkisstjórnin að brjóta.gegn lýðræðislegum stjórnarháttum, og nánast að taka upp samskon- ar stjórnarhætti og tíðkuðust austan járntjalds? i Er ritstjóra Tímans fallið úr minni hversu oft hann hefur haldið því fram, að stærsti stjórn málaflokkur þjóðarinnar, örugg- asta stoð lýðræðis á íslandi, væri líkastur bófaflokkum þeim, sem að sögn blaðsins skiptast á um að hrifsa til sín völd í Suður- Ameríku? Og skyldu lesendur Tímans vera búnir að gleyma öllum naz- istabrigslunum um einstaka sjálf stæðismenn fyrr og síðar? Líkastur MacCarthy Tíminn lætur sér mjög títt um þá kumpána MacCarthy heitinn og aðstandendur John Birch-fé- lagsskaparins. Morgunblaðið er innilega sammála fordæmingu á starfsháttum þessara sálufélaga. En hér á landi er enginn líkari í>eim í starfsháttum en Tíminn, þegar honum tekst upp. Ekki skiptir máli, hvort mönnum er að ósekju brugðið um svik við málstað lýðræðis og frelsis vegna þess að þeir séu kommúnistar, nazistar, stjórnmálamenn á suð- ur-ameríska bófavísu. eða hvaða skammaryrði handhægust þykja þá stundina. Allar slíkar ásakan- ir að tilefnislausu eru annað- hvort merki óþroska eða óþokka- skapar. Aðalatriðið er, að hver og einn reyni að forðast öfgar í málflutningi, hafi það, sem sann- ara reynist, og láti andstæðinga sína jafnt sem aðra njóta sann- mælis. Nóg er til að deila um þótt menn búi sér ekki til grýlur til að berja á í gervi andstæðinga sinna. I Uppistaðan hlekking? Aðstandendur Tímans hefðu gott af að hugleiða þetta af til- efni „hinnar beztu ræðu“ Kenne Framh á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.