Morgunblaðið - 26.11.1961, Side 6

Morgunblaðið - 26.11.1961, Side 6
6 M o r n r nr rt r 4 n 1 ð Sunnudagur 26. nóv. 1961 Sðgur að norðan Ilannes Pétursson: Sösr- ur að norðan. 161 bls. Helgafell, Reykjavík 1961. SMÁSOGUR má víst semja eftir margs konar forskriftum, og verð ur þa£S ævinlega persónulegt matsatriði, hvaða formúla sé heppilegust, réttust eða áhrifa- mest. Reglan eða tízkan, sem rík ir á einu tímabili, á síður við á öðru skeiði, af því lífshættir manna breytast, bugsunarháttur þeirra og jafnvel heimsmynd. Þá er og þess að gæta að mikil skáld virða einatt að vettugi gildandi formúlur og fara eigin leiðir. Svo var t. d. um þá meistarana Anton Tsékov og James Joyce, en þeir hafa haft djúptæk áhrif á smá- sagnagerð síðustu áratuga. Sú tækni, sem nú er einna vin- sælust meðal kunnáttumanna og af mörgum talin áhrifamest, er fólgin í því að leggja meiri á- herzlu á andrúmsloftið, stemn- inguna, tilfinninguna en á sjálfan söguþráðinn. Höfundurinn gefur miklu meira í skyn en hann segir beinum orðum; sagan fær óræðar viddir sem dyljast undir yfir- borðinu eða liggja milli línanna. Þessi tækni óbeinnar, margræðr- ar frásagnar er ekki algeng í ís- lenzkum smásögum, en þó hefur hennar gætt nokkuð á síðustu árum hjá yngri höfundutti. Islenzk smásagnagerð, tekin í heild, hefur farið meir í farveg hinnar beinu frásögu og þá einatt beinzt fyrst og fremst að persónu Hýsingum. Það er athyglisvert hve greiðan aðgang einkennilegir einstaklingar eða hreinir sérvitr- ingar hafa átt að hjarta og penna íslenzkra smásagnahöfunda, ekki sízt þeirra eldri. Hannes Pétursson, sem orðinn er þjóðkunnur fyrir snjöll ljóð og hörku í ritdeilum, fetar í spor þessara höfunda með fyrsta smásagnasafni sínu, „Sögum að norðan". Hann sker sig að því leyti úr yngri smásagnahöfund- um að sögur hans fjalla allar um lífið utan höfuðstaðarins, vænt- anlega í kauptúnum og sveitum Norðurlands, ef nokkuð má marka af heiti bókarinnar, en staðanöfn eru öll búin til að höf- undinum. í annan stað eru allar sögurnar, að þeirri síðustu frá- talinni, beinar mannlýsingar, flestar þeirra lýsingar á einstakl- ingum sem „eru ekki eins og fólk er flest“. sérvitringum og utangarðsmönnum. Rauði þráðurinn { sögunum virðist vera sjálfsblekkingin, sem á rætur sínar í röngu mati manns ins á sjálfum sér og öðrum. „9kyttan“, „Einkennishúfan", „Brúarvígslan" og „Kvenfólk og brennivín" fjalla hver með sínu móti um þá algengu villu lítt reyndra eða misheppnaðra kvennamanna, að ytra atgervi, klæðnaður, dugnaður eða þjóð- félagsstaða geti komið í stað þeirra óskilgreindu eiginleika sem laða konur að körlum. Þá er ég glámskyggn ef þetta er ekki þungamiðjan í nefndum sögum, þó vitanlega séu þær jafnframt mannlýsingar, misvel gerðar og misjafnlega eftirminnilegar. „Kvenfólk og brennivín" er skemmtilegust þessara fjögurra sagna, gagnsýrð af góðlátlegri kímni og kaldranalegu ‘háði. Stíll inn er léttur og sveigjanlegur, víða bregður fyrir hnyttnum sam likingum og kennarinn lánlausi verður lifandi og minnisstæð persóna. Hins vegar kemur sagan manni hvergi á óvart, og er það kannski helzti ljóður hennar. „Einkennishúfan“ er líka snjöll mannlýsing, gædd skemmtilegri kímni. Sagan er nokkuð orðmörg og laus í sér, en bregður upp ijósri mynd af skrýtnum karli í litlu íslenzku plássi. „Brúarvigslan" er fyrst og fremst þjóðlífsmynd, þar sem höf undurinn gerir sér mat úr hátíða siðum til sveita. Frásögnin er safarík og smáglettin, en það Hannes Pétursson. vantar listræn tök á efninu. Sag- an verður of hrá og útlínulaus. Yfirsmiðurinn og kona hans eru tilkomulítii, þó lesandinn skynji óljóst hinn beiska bikar sem sjálfsblekkingin réttir að smiðn- um. „9kyttan“ er tilraun til að segja mikla sögu í fáum og hnit- miðuðum orþum. Höfundurinn magnar fram andrúmsloft sög- unnar með nærfærnum náttúru- lýsingum, en fólkið verður ein- hvern veginn utangátta. Átökin verða óraunveruleg og örlög skyttunnar fjarlæg lesandanum, þó lýsingin á byssunni og slysinu sé með skáldlegum tilþrifum. Fjórar sögur aðrar, „Landslag ferðast milli glugga“, „Fæddur úrsmiður“, „Hesturinn 9igurfari“ og „Spilað á orgel“, fjalla um sjálfsblekkinguha, þegar hún á rætur í vanmetakenndinni, þess- um landlæga kvilla íslendinga. Auðvitað er ekkert séríslenzkt við það að finna til vanmáttar síns eða gildisleysis í mannfélag- inu og reyna að vinna bug á þeirri tilfinningu með því að láta á sér bera, en tilraunir í þá átt fá einatt „þjóðlegan" blæ, af því þær ákvarðast af hugsunarhætti og kröfum umhverfisins. Á Is- landi er það t. d. talið auka við hæð manna að eiga listaverk, kunna vel til verks á einhverju sviði, eiga gæðinga eða vera gæddur listgáfu, svo nefnd séu efnin í ofangreindum fjórum sög- um. Höfundurinn bregður upp ólíkum og misjafnlega góðum myndum af þessari tegund sjálfs- blekkingar í sögunum fjórum, og tekst bezt upp í „Fæddur úr- smiður“. I þessari sögu er dregin upp sérstæð mannlýsing með fáum og skýrum dráttum. Ingileifur er í senn dæmigerður og sérstakur íslenzkur sérvitringur. Hann leyf ir lífinu aldrei að svipta sig þeirri blekkingu, að hann hafi unnið sér álit og stöðu í mannfélaginu með því að gera við úr og klukk- ur, sem menn eru löngu hættir að vitja um hjá honum. Hann verður jafnframt tákn þeirra mis heppnuðu listamanna, sem aldrei falla frá hugsjón sinni, hversu grálega sem lífið leikur þá. „Epilað á orgel“ er mjög í sama dúr, en efnið er tekið miklu lausari tökum, orðalengingar og útúrdúrar. Hins vegar er sör Guðmundur ljóslega teiknaður í þrákelkni sinni og þolinmæði, og kemst höfundurinn þó aldrei inn fyrir skinnið á honum. Lesand- inn sér hann bara utan frá. „Hesturinn Sigurfari" er fjör- lega sögð saga, gædd mikilli! Revían „Sunnan sex“ í Sjálfstæðishúsinu hefur hlotið ágæta dóma, en bað. sem ef til vill er meira um vert, er. að áhorfendur skemmta sér prýðilega — og til þess er Ieikurinn gerður. Myndin hér til hliðar er úr einu atriði revíunnar. Næsta sj ning hennar verður í kvöld. glettni og galsa, en undirtónninn ] samt dapur. Sambandi Guðfinns við hestinn sinn og meðbræðurna er lýst af glöggskyggni, og höf- undurinn er fundvís á smáatriði, sem dragi fram sérvizku Guð- finns. Hins vegar finnst mér sag- an dálítið endaslepp, þó síðasta hugmyndin sé út af fyrir sig snjöll. „Landslag ferðast milli glugga" er skrýtin frásögn af undarleg- um einstaklingi, stappar nærri því að vera fjarstæð. Eagan er ekki nærri nógu vel unnin, það mætti stytta hana til muna án nokkurs skaða, og svo virðist mér ein staðreynd hennar a. m. k. vafasöm. Ég hélt að ekki væri hægt að klippa af rúllugardín- um og mjókka þær án þess jafn- framt að stytta sjálfa „rúlluna", $n það er kannski misskilningur. Þrátt fyrir marga vankanta á sög unni verður Aðalfinnur þó með einhverju kynlegu móti hugstæð ur lesandanum í umkomuleysi sínni og barnslegri tryggð við bernskudrauminn. Og eru þá eftir fjórar sögur sem ekki verða flokkaðar saman og fjalla ekki um sjálfsblekking- una sem slika. Þeirra beztar em „Maður í tjaldi“ og „Ferð inn i fjallamyrkrið". j „Maður í tjaldi" er örstutt frá» sögn, svipmynd sem grópast í hug lesandans af því hún er gerð af nærfærni og hófsemi. Þessi látlausa mynd er með því bezta f bókinni. Mér finnst ég hafa þekkt Guðmund Stefánsson lengi. „Ferð inn í fj allamyrkrið" ei? átakamesta sagan í bókinni, sveip uð dul myrkurs, ótta, haturs og blinds ofsa. Umhverfið er töfrað fram með knöppum og gagnorð- um lýsingum, sálarástand drenga ins verður einhvern veginn part- ur af umhverfinu, og húsbóndinn kemur út úr myrkrinu eins og örlaganorn. Sögulokin eru snögg, óvænt og áhrifarík. Eennilega bezta sagan í bókinni. „I djúpum skörðum" er ein. kennileg saga um fjöll sem hlæia og mann sem týnir sjálfum sér milli þeirra. Myndin af Gamalíel söðlasmið er á pörtum skýr, en sagan liðast samt einhvern veg- inn í sundur, eða réttara sagt; höfundi tekst ekki að koma því til skila sem sennilega hefur fyr- ir honum vakað. Náttúrulýsing- Framhald á bls. 15 • Áhrif sjónvarps á börnin Sjónvarp er nú rætt hvar sem maður kemur og skiptast menn í hópa með og móti. 1 þessum umræðum koma marg ir inn á hvaða áhrif sjónvarp kunni að hafa á börnin, slæm eða góð. Þess vegna sneri ég mér til Hrannar Aðalsteinsdóttur, sem er barnasálfræðingur, út- skrifuð frá háskólanum í Gratz fyrir nokkrum árum. Eg spurði um álit hennar á þessu máli. Hrönn svaraði: • Útivist minnkar Eg vil taka það fram í byrj- un að ég hefi fremur lítil kynni haft af sjónvarpi og get þvl naumast dæmt af eigin reynzlu um hver áhrif það hefur á, daglegt líf og menn- ingu fólks. Mun ég því að mestu leyti styðjast við það er ég hefi heyrt og lesið um þau mál. Það fer auðvitað mest eftir gæðum sjónvarps- efnis hver áhrif það hefur. Er ég sannfærð um að það getur reynzt þýðingarmikið tæki til menningar og fræðslu, ef rétt er á haldið. Því miður virðist víða er- lendis hafa orðið nokkur mis- brestur á gæðum sjónvarps- efnis, enda er það sumstaðar rekið fyrst og fremst sem auglýsingatæki. Fyrir nokkrum árum hlust- aði ég á fyrirlestur sem amerískur uppeldisfræðingur hélt, og ræddi hann meðal annars um áhrif sjónvarps á börn og unglinga, en dæmi þau er hann tók voru því mið- ur flest neikvæð. Vil ég rifja upp nokkur af þeim. Uppeldisfræðingurinn kvað mjög hafa minnkað útivist barna, við tilkomu sjónvarps- ins, vegna þess að þau eyddu frístundum sínum að mestu framan við sjónvarpið. En fátt er börnum nauðsynlegra en hreyfing undir berum himni. Og barn, sem setið hef- ur á skólabekknum allan morguninn, er sannarlega þörf fyrir útiloft og hreyfingu, ekki einungis líkama síns vegna, heldur og vegna þess að heílbrigðir útileikir þroska barnið ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega. Ahrif- in af þessum inniverum og löngu setum fyrir framan sjón varpið voru að hans sögn greinilega komin í ljós því mjög hafði fjölgað þeim börn- um er veik voru í baki og augum og sem þjáðust af blóðleysi. • Erfitt að einbeita sér Dregið hafði úr námsafköst- um barna, fyrst og fremst vegna vanrækslu á heima« námi, vegna truflana af sjón. varpi. Og þó svo að sezt væri niður til að vinna að heima- verkefnum reyndist það mörgu barninu erfitt að ein- beita sér að námi eftir að hafa horft á „spennandi“ sjónvarps þátt. Einnig hélt hann því fram í erindi þessu að spill- andi sjónvarpsefni ætti nokkru leyti sök á vaxandi glæpahneigð hjá börnum og unglingum. En við skulum vona, að ef Islendingar koma sér upp eig. in sjónvarpsstöð, þá komi a. m. k. það síðastnefnda ekki til greina og að hið íslenzka sjón varp verði til að auka menn- irum aa fræðslu í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.