Morgunblaðið - 01.12.1961, Page 13

Morgunblaðið - 01.12.1961, Page 13
Fðstudagur 1. des. 1961 MORCÍ/IVRr tnif) 13 Erindi dr. Benjamíns Eirakssonar um dftginn og veginn GOTT kvöld, góðir áheyrendur: Dagblöðin eru að talsverðu leýti spegilmynd af daglegu lífi [þjóðarinnar. Eg ætla því að ræða lítillega mál, sem þau hafa rætt nokkuð, eða tæpt á nýlega. Fyrir nokkrum dögum birti eitt dagblaðanna í Reykjavík frásögn af bæjarútgerðarfyrir- tæki einu. Tap þess á s.l. ári voru nítján milljónir króna. Blaðið bætti því við, að þetta væri sem svaraði vinnulaunun- um, sem fyrirtækið hefði' greitt á áririu. tJtkoman hefur því ver- ið þessi: Fyrirtækið hefur fram- leitt afurðir, að verðmæti sem svaraði notkun framleiðslutækj- enna. véla og bygginga, og sem svaraði andvirðis allrar rekstrar- vöru. En fyrir verkafólkið var ekkert afgangs. Væri þetta svona hjá öllum atvinnurekstri lands- manna þá hefðu þeir nákvæm- lega ekki neitt fyrir sig að leggja. En sem betur fer, er ekki svona illa ástatt alls staðar, enda fá þessir menn, sem unnið hafa hjá fyrirtækinu, fullt kaup og fram- færslu. bessi framfærsla og þess ar tekjur þeirra verða því að greiðast af öðrum. Afurðirnar námu eitthvað 50 millj. króna verðmæti, en kostnaðurinn við framleiðsluna var samkvæmt framansögðu 69 millj. króna. 1 frjálsu atvinnulífi verður at- vinnurekandinn að geta notað framleiðsluöflin, bæði vélar og itæki, og vinnuaflið. þannig að (þau skapi það mikil verðmæti, að hann geti greitt fyrir notkun þessara framleiðsluafla. Og það þarf að vera einhver afgangur. Atvinnurekandinn þarf m. ö. o. að skipuleggja framleiðsluna jþannig, að hann hafi eitthvað fram yfir kostnaðinn. Gróðinn er Iþví fyrst og fremst mælikvarði á það, hvernig þetta hafi tekizt. Atvinnurekandinn verður því í fyrsta lagi að vera maður með skipulagshæfileika. Eins og all- ir vita eru einstaklingarnir mis- jafnlega miklum hæfileikum bún ir, þar með hæfileikum til að skipuleggja framleiðslu, skipu- leggja atvinnutæki. Skipulags- geta atvinnurekandans er það mikilvægt atriði í öllum atvinnu rekstri, að það má segja, að at- vinnufyrirtækið, það er atvinnu- rekandinn. I>að er eins og sum- ir menn, sem fást við atvinnu- rekstur, geti skipulagt hvaða at- vinnutæki sem er, þannig að það skili arði, þ. e. a. s. að þeim tak- ist að nota framleiðsluöflin þann ig, að þau skili meiru en sem svarar tilkostnaðinum. Hjá um- ræddu fyrirtæki hefur þetta ekki tekizt betur en svo, að aðrir lands menn verða í rauninni að greiða laun þeirra, sem unnu hjá því. Og því miður er þetta ekki reynsla þessa eina fyrirtækis, þetta er yfirleitt reynslan af bæj arreknu útgerðarfyrirtækjunum kringum landið. Eina skiptið, sem þeim hefur tekizt að hagn- ast var á striðsgróðaárunum. Þegar stríðsgróðaárin eru frá- talin, mun yfirleitt hafa verið tap, í öllu falli miklu lakari út- koma heldur en hjá einkafyrir- tækjunum. Nú er ég ekki að fjalla um neinar nýjar staðreynd ir. Oll þjóðin veit hvernig ástand ið 'er. En menn kinoka sér við að horfast í augu við staðreynd- irnar. Samt eru fiskveiðar og fiskvinnsla þær greinar fram- leiðslunnar, sem landsmenn þekkja og kunna til einna bezt.. Daginn, sem þessi frétt birtist í öðru dagblaðanna í Reykjavík samtal .við hafnarverkamann, verkmann hjá Eimskip. Hann sagði að verkamennirnir við höfnina í Reykjavík fengju 22,75 kr. um tímann við uppskipun, en að verkamennirnir í New York fengju fyrir sömu vinnu 127,89 kr. um tímann. Nú geta menn skilið, að 127,89 kr. um tímann fyrir verkamann í hafnarvinnu í New York, getur ekki verið neitt einstakt fyrirbrigði, heldur svari þetta til launakerfisins og launagreiðslnanna í Bandaríkj- unum ,alveg eins og 22,75 kr. um tímann fyrir verkamanninn í Reykjavík svarar til þeirra launa, sem yfirleitt eru greidd á Islandi. Munurinn stafar af því, hvað framleiðnin í framleiðslu- kerfi Bandarikjanna er á miklu hærra stigi heldur en hjá okk- ur, að Bandarikjamenn eru komnir miklu lengra áleiðis. Það væri því synd að segja, að ekki væru neinir möguleikar fyrir bætt lífskjör við hið frjálsa atvinnuskipulag, sem Bandaríkjamenn hafa, en sem ekki fær notið heilbrigðrar þró- unar hjá Okkur. Mér datt í hug þegar ég las þetta viðtal, að það væri likast lofsöng um auðvelds- skipulagið, þv£ hver einasti verkamaður veit hver munurinn er — þegar annar vinnur fyrir 22,75 kr., en hinn fyrir 127,89 kr. um tímann. Sannleikurinn er sá, að horn- steinninn í efnahagskerfinu er atvinnurekandinn, mennirnir með skipulagshæfileikana, menn irnir með framtakið. Allir vita að þetta gildir um bóndann. En það gildir ekki aðeins um hann. Við þurfum því að búa þannig um hnútana, að þessir menn hafi hæfilega frjálst svigrúm, að at- vinnulífið sé skipulagt með þetta fyrir augum, og að þeir fái þá aðstoð, sem þeir þurfa með, til þess að koma fram heilbrigðum málum sínum. Gerum við þetta ekki, verðum við nauðugir vilj- ugir að þenja út ríkisbáknið, em- bættismannastéttina og skatt- heimtuna. Sá andi er samt mjög algengur, að atvinnurekendurn- ir séu menn, sem aðeins sækist eftri einhvern veginn fengnum gróða, og ef þeir græði sé það til tjóns fyrir þjóðfélagið. Þetta er náttúrlega hugsunarháttur, sem á alls ekki við okkar þjóð- félag. Gróðinn er fyrst og fremst mælikvarðinn á það, hve hag- kvæmt framleiðslan er skipu- lögð, hve hagkvæmt skipulagið sé á atvinnurekstrinum. Af gróð- anum eru svo byggð hin nýju at- vinnutæki, keyptar nýjar vélar, bætt í haginn fyrir framleiðsl- una og afköstin aukin. Ennfrem- ur greiddir skattar til opinberra þarfa. Og við afköstin hlýtur svo kaupgjaldið að miðast, hvort mönnum er það ljúft eða leitt. Það, sem framleitt er, það eitt er til skiptanna. Það. sem ekki er framleitt, því skiptir enginn maður. Framleiðslan er grund- völlurinn að velmeguninni. Verk föll og annar órói í þjóðfélaginu getur ekki breytt hér neinu um. Þau geta aðeins sett efnahagslif- ið úr skorðum og skapað ný vandamál og nýja erfiðleika. Um þetta breytir engu, þó bæj arfélög eða ríki taki við atvinnu. rekstrinum, það þarf alveg eins að finna mennina með skipulags- hæfileikana, til þess að stjórna þeim, fyrir því. En það gengur þá oft miklu verr, vegna þess að þá koma til pólitisk sjónarmið. Ennfremur er viðhorf einkaat- vinnurekandans annað til fyrir- tækis síns heldur en embættis- mannsins, þar sem hagsmunir liggja ólíkt í þessum tveim til- fellum. Og endirinn er sá, að hinn I opinberi rekstur, bæði bæjarfé- laga og ríkis, verður það sem ég mundi vilja kalla embættis- mannarekstur, en aðrir kalla stundum sósíalisma. En embætt- ismaður er eitt, hversu góður og samvizkusamur, sem hann kann að vera og atvinnurekandinn annað, eins og ég tel reynsluna sýna. Við erum sem óðast að breyt- ast í iðnaðarþjóðfélag grund- vallað á atvinnufrelsi, þótt okk- ur gangi enn illa að beygja okk- ur fyrir staðreyndum þess. Ný- ir atvinnuhættir gera nýtt hug- arfar óumflýjanlegt, ef vel á að fara, hugarfar, sem tekur ful’t tillit til staðreynda þessara nýju atvinnuhátta. Mönnum verður að vonum tíð- rætt um hinar nýju atómsprengj- ur Rússa. Það eru margar hliðar á því máli og ekki tími til að fara langt út í það. En þó er það einn hlutur, sem ég gjarna vildi fara nokkrum orðum um. Eitt af þeim hættulegu efnum, sem myndast við sprengingarnar er strontíum 90. Þetta er efni, sem fer upp í háloftin og kemur smám saman til jarðar með úr- komu ,og þá sérstaklega á svæð- um þar sem úrkoma er mikil, eins og hér á landi. I nýlegri blaðagrein segir Baldur Stein- grímsson, dýralæknir, að beina- veikj sé að verða algeng í góð- um mjólkurkúm. Þá segir hann, að beri að byggja ódýrari og hollari fjós en nú sé gert. Hvort tveggja minnti mig á samtal, sem ég átti við dr. Stewart, skozkan dýralækni, sem hér var fyrir nokkrum árum, en ég ferð- aðist lítillega með honum. Hann sagði mér, að fjósin væru alltof 'heit og of loftlítil. Nautpening- ur væri útiskepnur og þeim væri hætt við að sýkjast í of heitum fjósum. Ennfremur sagði hann mér að doðinn og beina- veiki í kúm stafaði af steinefna- skorti, sérstaklega kalkskorti. Við vitum því að hér á landi vantar kalk í jurtirnar, sem kýrn ar lifa á. Að ekki er sérstaklega áberandi kalkskortur í fólki, get ur stafað af því að við borðum mikinn fisk. Strontíum 90, sem myndast við kjarnorkusprengj- ur getur valdið blóðkrabba 1 fólki. I bein manna, einkum barna ,sezt strontíum 90, og kemur þar fyrir kalk. En mér skilst að minni hætta sé á því, að beinin taki í sig strontíum, Dr. Benjamín Eiriksson. fái líkaminn nægilegt kalk í fæð unni. Mig langar því til að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki væri æskilegt, að stjórnar- völdin hvettu bændur til þess að bera kalk á tún og fengju bak- ara til að setja kalk í brauð. Væri þetta ekki skynsamleg varúðarráðstöfun? Samyrkjuhreyfingin En þessa daga þerast fréttír frá Rússlandi af fleiru en kjarn- orkusprengingum. Það, sem áð- ur var rætt þar í hálfum hljóð- um, er nú hrópað af húsþökum. Stjórnarfar Stalins var harð- stjórn, einhver blóðugasta og miskunnarlausasta harðstjórn, sem nokkurn tima hefur þekkst í sögunni. Hversu blóðug hún var kom í fyrsta sinn í Ijós kring um 1935. Þá var látið fara fram almennt manntal í Sovétríkjun- um. Manntalsskrifstofa Sovét- ríkjanna hafði að vísu birt ár- legt yfirlit eða ætlun um mann- fjöldann, byggt á fæðingar- og dánartölum, en nú skyldi fara fram manntal. Það vakti athygli að niðurstöðurnar voru ekki þirtar. En um þetta leyti flutti Stalin ræðu, þar sem hann benti á, að í Sovétríkjunum væri mik- il mannfjöldaaugning. Mann- fjöldinn ykist um sem svaraði einu Finnlandi árlega. Síðan var tilkynnt að mistök hefðu orðið í sambandi við manntalið, það yrði að fara fram að nýju. Síðan fór fram nýtt manntal. Enn dróst, að tölurnar væru birtar. En þegar tölurnar voru loksins birtar sýndu þær að mannfjöld- inn í Sovétrikjunum var 15 millj- ónum lægri, en hann átti að vera, samkvæmt því sem áður hafði verið gefið upp, 15 milljónir manns vantaði í Sovétríkjunum. Margir höfðu týnt lífinu í sambandi við baráttu Stalins gegn fylgismönnum Trotskys. en miklu fleira kom til. Ráð- stafanir, er nefndar voru sam- yrkjuhreyfingin, voru nýlega afstaðnar. Samyrkjúhreyfingin var í því fólgin, að bændurnir voru sviptir eignum sínum, þorp þeirra skírð upp, og kölluð sam- Framh. á bls. 17. I DAG, þegar vér íslendingar höldum hátíðlegan 44. full- veldisdag vorn og minnumst baráttu þeirra, sem fremstir Btóðu í flokki um endurheimt íslenzks sjálfstæðis, er rétt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna sú barátta varð sigursæl. Margar aðrar þjóðir hafa fyrr og síðar orðið að heyja sjálf- stæðisbaráttu sína með vopnum og fóma blóði margra ágætra sona sinna, áður en markið langþráða náðist. Vor sjálf- stæðisbarátta var háð á mála- þingum, en ekki vopnaþingum, af því að sú þjóð, sem vér átt- um í höggi við, bjó sjálf við hugsjón lýðræðis og almennra mannréttinda. Sú hugsjón auð- veldar öll friðsamleg samskipti milli þjóða. Hún á djúpar ræt- ur í frjóvum jarðvegi sögunnar, er framar öllu sprottin upp með þeirri þjóð, sem að mörgu leyti á sér svipaðan feril að baki og íslendingar, feril fornr- ar hámenningar, margra alda Ikúgunar, endurheimt sjálfstæðis síns og síðan innbyrðis baráttu ósamstæðra afla. Þessi bjóð eru Grikkir, eyþjóð að nokkru leyti, en ekki einangruð úti í regin- hafi, heldur búsett á þeim víða- vangi heimsbyggðarinnar, þar sem fylkingum laust oft saman, með hrikalegri sögu og blóði stokknari en vér, og með miklu víðtækari áhrif á meginrás heimsþróunarinnar, sjálf oftast fátæk og fremur fámenn, en skilaði þó stærra arfi en flestar aðrar þjóðir heims. Orðið demokratia — lýðræði — er grískt og lýðræðislegt stjórnarform er upprunnið í grísku smáríkjunum á sólbjört- um ströndum og eyjum Grikk- landshafs, þar sem stjórnarfars- legar ákvarðanir voru gerðar með allsherjar atkvæðagreiðslu allra frjálsborinna manna. Þessi smáríki áttu að vísu stundum í erjum sín í milli, eins og höfð- ingjaættamar íslenzku á þjóð- veldistímanum, en sameinuðust þó oft á hættunnar stund. Fyr- ir um það bil 2500 árum staf- aði þeim geigvænleg hætta úr austri, frá einræðisherrum Persa, sem höfðu brotið undir sig aílar þjóðir vestur að Mið- jarðarhafi og jafnvel náð fót- festu vestan Sæviðarsunds. Það eru álög og örlög allra mikilla hervelda á öllum tímum, að þau geta aldrei látið staðar numið með yfirgang sinn, verða alltaf að tryggja þau landamæri, sem fengin eru með ofbeldi, með því að færa þau út, þangað til of- beldið kemur þeim sjálfum í koll. Það voru samtök hinna frjálsu grísku smáríkja, sem hrintu árás austurlenzkra harð- stjórans í Laugaskarði og við Salamis og breyttu þar með gangi veraldarsögunnar. Enn eru það aðeins öflug samtök lýðræðisþjóðanna, sem eru þess megnug að varðveita vestræna menningu og hindra það, að austræn harðstjórn leggi sinn þunga hramm á frelsi og and- legt líf Islendinga og annarra sjálfstæðra þjóða Evrópu. Rígurinn milli flokka og ein- stakra ríkja hindraði stundum sameiginlega vörn Grikkja í bili og stofnaði henni í hættu. Og alltaf voru til einhverjir föðurlandssvikarar. sem kusu heldur þjónkun við harðstjór- ana í von um aukin völd í þeirra skjóli en bandalag og bræðralag við sína eigin sam- landa. Svo er enn. Það er ein af sorglegustu niðurstöðum sög- unnar. V Það er ekki nóg, að frjálsar þjóðir séu svo vel vopnum bún- ar, að heimsveldissinnar í hópi kommúnista þori ekki að hefja nýja styrjöld. Lýðræðið verður að verja gegn þeim ormum, sem naga rót þess innan frá, og þeirri spillingu, sem leiðir af tillitslausri valdastreitu ein- staklinga, stétta og flokka inn- an sjálfs lýðræðisskipulagsins. Öll lýðræðisríki eru haldin þeirri sýkingu, ýmist svo vægri, að starfshæfni þeirra er tiltölu- lega lítið hindruð, eða svo magnaðri, að þau hjara aðeins sem hitasjúkur óráðssjúklingur. Orsakir sjúkdóma verður að finna, áður en hægt er að fyr- irbyggja þá, og sú lækningatil- raun, sem ekki þekkir eðli sjúkdóms, er alltaf tvísýn og stundum blátt áfram hættulee. Lýðræðisskipulagið, a.m.k. meðal nokkurn veginn menntaðra þjóða, byggist fyrst og fremst á mætti hins talaða og ritaða orðs, á þeim upplýsingum um þjóðmálin, sem blöð og útvarp flytja, og á þeirri túlkun stað- reynda eða staðleysna, sem fólk inu er flutt eftir þessum alfara- leiðum. Það er ekki nóg að hafa heilbrigðiseftirlit með þeim matvælum, sem höfð eru á boð- stólum fyrir almenning, ef samvizkulausum eða sálarbrengl uðum vandræðamönnum er leyft að eitra og sýkja þær lind ir, sem almenningsálitið nærist við. Blöðin hafa nú á tímum það ógnarvald til góðs og ills, að það verður að skapa þeim meira aðhald um það, að veita réttar og sannar upplýsingar, en hindra, að þau geti orðið svik- arar og svindlarar gagnvart les- endum sínum. Það eru víst ein 30 ár síðan eg varpaði fram þeirri hugmynd í ræðu, að þjóðlygi yrði látin varða skóggangssök. Maður, sem uppvís verður að fjársvikum, er ITríamh ú hls lA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.