Morgunblaðið - 01.12.1961, Side 20

Morgunblaðið - 01.12.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fostudagur 1. des. 1961 Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN 4Þ Skáldsaga í>annig komst ég að því, að Lísa og Ivor Tarrand voru ást- fangin hvort af öðru — nokkuð svo, að minnsta kosti. Ég sagði við sjálfa mig, að þetta varðaði mig ekkert um, enda þótt það þýddi hinsvegar að ást hennar á Esmond hefði annað hvort verið endingarlítil eða líka útkulnuð áður en hann dó. Ég sagði: Bjugguð þið hérna 811 hjúskaparár ykkar? Nei, við fórum til Ródesíu rétt eftir að við giftumst. og loftslagið átti hvorki við hann né Timmy. Svo fyrir eitthvað ári, tókum við saman föggur okkar og sner- um heim. Edvina lofaði honum að hann skyldi fá Þyrnigerði, sem er smábýli hér í landareigninni, en svo dróst það von úr viti að koma leigjandanum burt. Hún gaut augum til Tarrand.... eða svo lét Edvina. Og vitanlega fluttum við þangað aldrei. Þú veizt hvaða þverhaus Har- greaves gamli er. sagði hann. Hann hélt áiram að hsekka og hækka skaðabæturnar. Já,. .að hennar sögn, flýtti Lisa sér að svara. Um það atriði sagði hún nú sannleikann. Þau voru rétt að segja farin að rífast þegar ég tók fram 1: Hvernig leit hann út? Hver? Hargreaves? Lísa setti upp undrunarsvip. Nei, Esmond. Svipurinn á henni mildaðist. O! Hann var indæll. Þú hefðir tilbeðið hann.... það gerðu allir. Hann var yndisþokk- inn uppmálaður... .Og vel gef- inn....þegar hann vildi taka á því. Hún hélt svo áfram stundar- korn í sama dúr en ég lokaði eyrum mínum fyrir því og heyrði ekkert af því. Lýsingin var svo almenns eðlis, að hún var mér að engu gagni. Þá varð mér litið á silfur- myndarammann á borðinu og benti nú á hann. Hver er þetta? Danny? Það var eins og rödd- in í Lísu yrði hjáróma. Ef þú vilt fá sem allra gagnorðasta lýsingu á honum, þá var hann kvikindi! Ræningi! Hákall! Lísa sneri sér að mért Hvað ségirðu? O, ekki neitt. Ég starði á mynd ina. Þegar hún var athuguð með athygli og við almenniiega birtu, var hún hræðilega viðvanings- legt klessuverk, sem gaf alls ekki neitt til kynna um persónu fyrirsætunnar og mjög lítið um sjálft útlit hennar. Hvað var hann gamall? Fjörutíu og eins, svaraði Lísa og kramdi út vindlingsstúfinn, eins og hún væri reið við hann. í fjörutíu ár virðist hann ekki hafa haft hugmynd um, að Ed- vina væri til. en þá — eftir að hann hafði eytt sínum síðasta skilding, kom hann hingað til að mergsjúga hana. Og ekki þar með nóg, heldur dáleiddi hann hana til að halda, að hann væri einhver óskapa listamaður. Og það er það, sem þú heldur .. að Danny hafi verið snillingur! Geturðu hugsað þér annað eins? Hún greip upp rammann og ýtti honum að mér. Líttu bara vel á þetta. og þá geturðu séð, hvers konar snillingur hann var! Ég hef nú lítið vit á sliku, en þfitta virðist heldur bágborið. Hvenær dó hann? Tarrand majór varð fyrir svör- um: í ágústmánuði. Þú hefur kannske ekki tekið eftir því, þeg ar þú varst að lenda héma, að það hafði komið upp eldur í vesturálmunni. ITún er meira og minna eyðilögð. Frú Elliot hafði látið útbúa þar svefnherbergi og vinnustofu fyrir Wargrave, og hann hitaði þarna upp með ein- hvers konar fornaldar-olíuofni. Nú, þarna kom skýringin á því, hversvegna bréfið. sem ég hafði ekrifað Esmond hafði verið end- ursent. En Lísa hélt áfram: Ed- vina lagði engar hindranir í veg- inn fyrir okkur — enda gat hún það illa, þar sem Esmond var orðinn myndugur. En þar fyrir hefur hún víst ekki verið sér- lega hrifin af þessari giftingu okkar. Og satt bezt að segja, þá vildi Esmond fara til útlanda, eingöngu til þess að losna undan þessari harðstjórn hennar. Og svo datt honum í hug búskapur í Ródesíu. Og við fengumst líka við hann um tíma. en það var ekki nema óhapp á óhapp ofan. Hann h'afði ekki nóg rekstrarfé Þetta skammaryrði var eitt- hvað svo eitrað, eins og það var sagt. að það var eins og stofan og þeir sem inni voru yrðu fyrir raflosti. Tarrand majór vildi sýnilega draga úr þessu og sagði rólega: Daniel Wargrave.... hún amma þín var ömmusystir hans, sonar- sonur einu systur hennar. Hann kom hingað allt í einu fyrir nokkrum mánuðum, öllum að ó- vörum. Hann var.... Lísa leyfði honum ekki að tala út: Hann var samvizkulaust sníkjudýr, sem lagði það aðal- lega fyrir sig að lifa á ósjálf- bjarga, gamalli konu. Ég sagði í hálfum hljóðum: Þetta gerðist nú að næturlagi, en það er hald manna, að kvikn- að hafi í frá þessum ofni. Að minnsta kosti var Wargrave vesling-.rinn búinn að fá það, sem hann þurfti, áður en nokk- urt okkar kæmist á vettvang. Maður gæti sagt, að Danny hafi látið lífið á fórnarbáli snilli- gáfu sinnar tók Lísa fram í. Þó vildi nú svo illa til að nokkur af klessuverkunum hans lifðu brunann af og ásækja okkur nú eins og hverjir aðrir draugar. Tarrand majór reyndi að draga dálítið úr þessu, en hún lét ekki segjast. Æ, í guðs almáttugs bæn um, Ivor við skulum ekki vera með neina hræsni. Það er eins gott, að Charlotte viti strax hvers konar viðbjóðslegt eiturkvikindi Danny var. Röddin var hörð og vægðar- laus, og um leið og hún talaði, leit hún ögrandi á Tarrand, sem virtist hálf-vandræðalegur, en þetta nægði til þess, að ég gat nú horft almennilega á hana og séð síðustu slikjunni sópað bur.t af fegurð hennar. Hún hreif mig ekki lengur. Það var ofurlítið ofmikill Iitur á neðri augnalokunum á henni og ljósrauða lakkið á vinstra þumalfingri hafði flagnað af. Og hversu geðslega sem hún kynni að spila sig í návist Edvinu, gat reiðin að minnsta kosti eytt töfr- um hennar ef svo bar undir. Ég fór að reikna út. Hann hlýtur að hafa dáið rétt skömmu áður en Esmond drukknaði? Hún sendi mér augnatillit, sem var beinlínis háðslegt. Þú átt sjálfsagt við að svona tvö dauðs- föll á heimilinu, hvort ofan í ann að, hljóti að hafa komið hart niður á áttræðri konu? — Heyrðu góða. Við megum ekki gleyma að senda henni mömmu þinni póstkort nr.zð mynd af þessu. Já, mér datt það einmítt í hug, játaði ég. Já. fráfall Dannys gerði það. Ef satt skal segja, var hún enn rúmliggjandi eftir það áfall, þeg- ar Esmond drukknaði. Hún brosti og mér leið illa af þessu brosi. En hún afbar síðara dauðsfall- ið furðanlega, sagði Lísa. Og eng- in furða, þar sem hún hafði aldrei kært sig hætis hót Um Es- mond hvorki fyrr né síðar. Beizkjan skeira út úr andliti hennar. en hún virtist samt hafa ánægju af þessu tali. Og, þú skalt ekki láta þér neitt bregða, Charlotte. Ef þú hefur haft ein- hverjar rómantískar hugmyndir um ást Edvinu á veslings litla munaðarleysingjanum, sem hún ól upp, þá ertu algjörlega að vaða reyk. Þú munt fyrr eða seinna komast að því. að Edvina hefur ekki elskað nema tvo menn á allri sinni ævi, sem sé manninn sinn og svo Danny Wargrave. Hún brosti ofurlítið til Tarr- ands og færði svo brosið til mín. Þessvegna er það sem við erum öll svo ógurlega spennt að fá að sjá. hvort þú verður ekki þriðja manneskjan, sem henni þykir vænt um. Næsta morgun vaknaði ég með sektarkennd — blygðunartilfinn- ingu barns, sem hefur látið dimm an stiga koma sér til að grenja af hræðslu. en uppgötvar, jafn- skjótt sem í birtuna er komið, að þar hefur ekkert verið til að hræðast. Ég settist upp í rúminu, drakk teið, sem Ivy bar mér og reyndi- að hlæja burt hræðslu mína frá kvöjdinu áður. Og hvað var það svo sem ég var að hræðast? Gamalt hús. .mágkona, sem vel mátti fyrirgefa þótt fyrstu kynni okkar væru ekki beint hjartan- leg, og loks amma, sem ég hafði alltaf vitað, að var erfið i um- gengni. Hvað snerti Mark Halli- well, þá var ekki annað um það að segja, en það, að minni hans á andlit var betra en mitt. en einhversstaðar hafði ég nú hitt hann. Ég stökk fram úr og út að glugganum. Himinninn var orð- inn alveg heiður. í gær hafði mér fundizt vera vetur, en nú var þó ekki nema haust — gull- litað, blátt og milt. Glugginn minn á fyrstu hæð vissi út að garðinum. Þegar ég leit út, sá ég tvo palla í garðin- um, tengda þrepum með blóma- kerum til beggja handa. Þar fyr- ir neðan var rósagarður og laut í honum miðjum með gosbrunni. Svo tók við grasflöt og síðan stígur með trjám til beggja handa sem lá niður að vatninu. Jafnvel þaðan sem ég stóð, var ekki annað hægt en að taka eftir hinni áberandi vanhirðu, sem þarna var á öllu. Ulgresinu skaut upp milli stéttarhellnanna og' arfinn gerðist nærgöngull gos- brunninum. En ég var nú ekkert að súta þetta. í mínum augum var garður garður, staður þar sem var nægt loft og sólskin, og sem mig langaði fyrst og fremst til að rannsaka nánar. Ég sá sundbol. sem lá á stól- baki, þar sem ég hafði fleygt honum í flýtinum í gær, þegar ég var að taka upp dótið mit. Meðan ég klæddi mig, fór ég að " •— Hér kemur svarið við spurn- ingu ungfrú Fox. L «— Lúsí Fox, þú ert ekki fædd á neinni stjörnu, þú ert fædd um borð í geimskipi á braut milli Venusar og Mar^’ — Þetta er alveg rétt! Roger, mér er um og ó! Hvernig gat hann vitað betta? hugsa um, hvort það mundi vera nógu hlýtt til að synda. Ég minntist eyðilega hússins sem stóð milli klettanna og sand- breiðunhar. Það hafði töfrað mig og í dag ætlaði ég að komast að, hver þar ætti heima. -------- i Það kom í ljós, að það var eng- inn vandi að rata þarna í björtu, Þegar ég kom fram á svalirnar ofan við stigann niður, sá ég að þarna niðri stóð yfir bardagi, ein kennilegur en hljóðlaus. Lísa var þar að glíma við lítinn strák, sem spriklaði eins og áll, enda þótt hann gæfi ekki frá sér neitt hljóð. Rétt fyrst gat ég ekki séð upp- tökin að þessum bardaga, en brátt sá ég, að hún var að reyna að draga hann með sér upp, en hann sótti hinsvegar niður og út, En meðan ég horfði á þetta, var þessi þrjózkulega þögn rofin. Þú verður að koma, Timmy. Það gHÍItvarpið Föstudagur 1. des®mber (Fullveldisdagur íslendinga) 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. -• 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón« leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 10:30 Guðsþjónusta í kapellu hásk&l* ans (Bolli Gústafsson stud. thed. prédikar; séra Garðar I>orsteins<* son þjónar fyrir altari. Stúdenta kórinn syngur undir stjóm Þor- kels Sigurbjörnssonar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —* 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu vtku. —• Tónleikar. 14:00 Hátíð háskólastúdenta f Sam« koma i hátíðarsal háskóians. a) Forspjall (Hörður Einarsson stud. jur. formaður hátiðar* nefndar). b) Ræða: Vestræn samvlnna -*■ (Bjarni Benediktsson forsæti* ráðherra). c) Tónleikar: Tríó fyrir fiðlu, celló og pianó eftir Beethov- en (Jón Sen, Einar Vigfússon og Jórunn Viðar). d) Erindi: Kjör og staða hin» háskólamenn-taða manns (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). e) Lokaorð (Hörður Sigurgests- son stud. oecon, formaður stúden ta ráðs). 16:00 Veðurfregnir. — Tónleikar. 17:00 Fréttir. — Endurtekið tónlistar- efni. 17:40 Framburðarkennsla í esperarvbo og spænsku. 18:00 ,,Þá riðu hetjur um héruð": Ingimar Jóhannesson talar um Ingólf Arnarson. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Stúdentasöngvar. 19:00 Tilkynningar. 23:45 Dagskrárlok. . v 20:00 Dagskrá Stúdentafélags Reykja- víkur: — Rgeður flytja herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Torfi Hjartarson tollstjóri. — Fluttur gamanþáttur eftir Guð- mund Sigurðsson. — Einnig tón- leikar. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn” eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXI. (Höfundur le<s). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok. Laugardagur 2. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. —>9:20 Tón- leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvárp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt- ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég h.>yra; Páll H. Jónsson frá Laugum vel- ur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. ísfeld; II. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar 1 léttum tón. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Skógar og yeiðimenní Þýzkir söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja lagasyrpu. 20:20 Leikrit. „Mennirnir minir þrír** (Strange Interlude) eftir Eugene O’Neill; fyrri hluti. — Þýðandií Árni Guðnason magister. — LeUe stjóri: Gísli Halldórsson. Leik- endur: Herdís Þorval dsd óttir* Indriði Waage, Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Helga Valtýsdóttir og Rúrik Har- aldsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.