Morgunblaðið - 01.12.1961, Page 24

Morgunblaðið - 01.12.1961, Page 24
23 DAGAR TIL JÓLA vmmU&ib [23 DAGAR TIL JÓLA 273. tbl. — Föstudagur 1. desember 1961 Hver er hún ? — Nafnið er Erla Einarsdóttir í IV. bekk B í Verzlunarskólanum. Hún var kjörin fegurðardrottning skól- ans á síðustu árshátíð hans. — Ljósm. Mbl.: Sv Þorm. ■ ■ ■■ ■■ n .. . I Voru heila nótt að brjótast yfir Vaðlaheiði ÁRNESI, 30. nóv. Allt er nú að komast í eðlilegt horf á orku veitusvæði Laxár í Þingeyjar- sýslu. Allar samstæður ganga nú nema sú minni í gamla stöðvar húsinu. Þrír sigldu í FYRRINÓTT sigldu þrír togar- ar héðan með afla á erlendan markað. Egill Skallagrímsson sigl ir með eigin afla og tók nokkuð af sild til viðbótar, Jón forseti siglir með eigin afla og Neptún- us fer með síld í is. f gær voru 11 bæir í Reykjadal teknir inn á veitusvæði Laxár. Unnu að því fjórir menn frá Ak ureyri. Að verkinu loknu héldu þeir heim á leið til Akureyrar en lentu í blindbyl á Vaðlaheiði. Fóru þeir kl. hálf tólf í gær- kvöldi frá Skógum í Fnjóskadal á tveimur bílum og voru komn ir kl. 6 í morgun að efstu beygju vestan í heiðinni. Þar létu þeir síðan fyrir berast í hríðinni þar til þeim barst hjálp frá Akureyri. Höfðu þeir talstöð og gátu látið vita af sér. Heim höfðu þeir sig í dag. — Hermóður. Ætla kommúnistar að klæð- ast nýju dulargervi? í ÁVARPI, sem svonefnd- ur flokksstjórnarfundur Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, hef- ur sent frá sér, segir að fyrirhuguð sé stofnun bandalags „þeirra einstakl inga, samtaka og flokka, sem bjarga vilja þjóðinni". Eftir þessum orðum að dæma, hefur kommúnista- flokkurinn nú ákveðið að varpa Alþýðubandalaginu svonefnda fyrir róða og stofna til nýrrar „samfylk ingar“. Talað er um, að hún skuli, auk einstakl- inga, taka til samtaka og flokka. Bendir það til þess, að bjóða eigi Þjóðvarnar- flokknum í náðarfaðm kommúnista, og jafnframt væntanlega þeim samtök- um, sem fjarstýrt er frá Moskvu, eins og Samtök- um hernámsandstæðinga, Menningar- og friðarsam- tökum kvenna o.s.frv. Kommúnistaflokkur ís- lands var stofnaður 1930 og var þá ódulbúinn, „deild úr alþjóðasambandi kommúnista“, eins og sagði í stefnuskrá hans. Síðan var breytt nafni og núm- eri 1938, þegar Sameining- arflokkur alþýðu, Sósíal- istaflokkurinn, var stofn- aður. Slíkt óorð var svo komið á þann flokk 1956, að þá var Alþýðubanda- lagið stofnað til að hylja hann. Nú virðast ekki lengur vera næg not af Alþýðubandalaginu, og þá á að stofna til nýrrar „sam fylkingar“. Um mál þetta er nánar rætt í ritstjórnargrein í dag. Lokað kl. 1 í dag og á morgun KAUPMANNASAMTÖKIN biðja menn að muna að sölubúðum er lokað kl. 1 á hádegi í dag og ennfremur á morgun laugardag eins oð venja er til. Er því rétt fyrir húsmæður að gera helgar- innkaupin í tíma. Hátíðahöldin í dag AÐ VENJU eru fullveldishátíða- höldin, sem fram fara í dag, í umsjá háskólastúdenta. Hafa þeir, eins og áSur hefur verið skýrt frá, ákveðið, að dagurinn verði helgaður vestrænni sam- vinnu. Mun aðalræða dagsins, sem Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra flytur, fjalla um það efni. Hátíðahöldin hefjast kl. y):30 fyrir hádegi með guðsþjónustu í Fé finnst dautt í fönn ÁRNESI, 30. nóv. — Enn vinna menn að því að koma heim fé sínu eftir hríðina og gengur sum- um erfiðlega. Það mishermi varð í frétt héðan um hríðina og erfið leikana við fjárheimtur, sem birtist í blaðinu fyrir skemmstu, að sagt var að Einarsstaðamenn hefðu ekki smalað fé sínu fyrir- Ertu að spyrja um hvítabjörninn, sem gekk á land hér? — sagði vitavorðurinn a Horni ERTU að spyria um hvíta- björninn, sem gekk hér á land í gær, sagði Jóhann Pétursson vitavörður á Hornbjargs- vita, er við hringdum til hans í gær. — Nei, ekki var það nú ætlunin. Eg ætlaði að spyrja um borgarísjakana, sem eru að konia til ykkar í heim- sókn þarna. — Já, þeir, sagði Jóhann. Þetta eru hinir mestu myndar isjakar, óvenjulega stórir. Við sjáum þá sona 12 milur út í sæmil'egu skyggni og þá líta þeir út eins og stærstu fjöll. En svo þegar þeir nálgast er mikið farið að brotna af þeim og þeir farnir að kenna grunns. Það er einn feikna- fallegur kominn hingað upp undir bjargið. Það er verst að hafa ekki myndavél. Hann myndi taka sig út á mynd. Annar er svo hér skammt aust ur af bjarginu og hinn þriðji 6—8 mílur úti. — Er ekki einmanalegt þarna? spyrjum við. — Það er náttúriega ekki hægt að segja að það sé beint skemmtilegt. En þegar maður er kominn hingað þá er ekki um annað að gera en sætta sig við þetta. — Ert þú með fjölskylduna þarna, Jóhann? — Já. Við erum hérna bjón in með tvö börn. Það eru mest ir erfiðleikar að senda þau í burtu á veturna í skóla. — Hvað fáið þið oft heim- sókn yfir veturinn. — Við fáum ekki nema eina til tvær ferðir. Það er nú allt og sumt. Við erum að lesa júníblöðin af Morgunblaðinu núna, fengum þau fyrir háif um mánuði. — En þú varst að tala um hvítabjörninn. — Já. Hann kom hér heim- undir í gær, en varð hræddur er hann varð var mannaferða. Annars held ég að margt af þessum hvítabjarnarsögum, sem maður hefir lesið um, sé lygi. — Já, en þessi saga þín er auðvitað sönn, spyrjum við. — Nei, blessaður vertu. Heidurðu að það séu hvíta- birnir á ferðinni á þessum tíma? — Hver veit nema þeir hræð ist hávaðann í sprengjunum þarna norður frá. — Já, það er alveg rétt. Mér hefir nú aldrei dottið sú skýr ing í hug. segir Jóhann að lok um. hríðina. Þeir smöluðu öllu nema 100 fjár er þeir áttu í girðingu uppi í Fljótsheiði. Hafa þeir nú verið að vinna að því að koma því fé heim, en fannfergi er þarna gífurlegt . jafnfallinn snjór á annan meter Margt fé hafa þeir Einarsstaðamenn dregið úr fönn, en allt hefir það náðst lifandi. Enn vantar þá 18 kindur og telja þær vera í fönn. Helgi Hjálmarsson á Ljótsstöð um í Laxárdal hefir unnið að því síðan hríðin skall á að leita fjár síns og freista þess að koma því heim, en það hefir gengið mjög erfiðlega. Allmargt fé á Helgi í snjóbyrgjum frammi á heiði og er það mjög klakabrynjað og errf itt að koma því. Hann hefir enn- fremur dregið margt fé úr fönn og fundið tvær kindur dauðar. Enn vantar nokkrar kindur á mörgum bæjum. Hermóður. Frökkum stolið FYRIR hálfum mánuði var stolið frakka úr fataskáp, sem eí í innri gangi uppi 6. hæð Morgunblaðs- hússins. Hér var um að ræða mattbláan nylon-poplin ryk- frakka með rauðköflóttu fóðri og vörumerkinu „Ortlepp“. Með frakkanum var stolið gráum skinnhönzkum með netlhandar- baki og írönskmunstruðum háls- trefli. Nokkrum dögum seinna var einnig stolið gráum ullarfrakka úr skáp við hlið þess er hinn fyrri hvarf úr. Ekki er talið ólíklegt að ein- hverjum verði boðnir þessir stolnu munir til kaups og er sá beðinn að tilkynna rannsóknar- lögreglunni stuldinn. kapellu háskólans, og verður út- varpað frá henni. Bolli Þ. Gústafs son stud. theol. prédikar, og séra Garðar Þorsteinsson þjónar fyr- ir altari. Stúdentakórinn syngur við guðsþjónustuna, en stjórn- andi hans er Þorkell Sigurbjörns- son. Kl. 14:00 hefst svo samkoma á hátíðasal háskólans, og verður einnig útvarpað frá henni. For- maður hátíðanefndarinnar, Hörð ur Einarsson stud. jur., setur sam komuna með stuttu ávarpi, en síðan heldur Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra aðalræðu dagsins, svo sem áður segir. Þá leika Jórunn Viðar, Einar Vig- fússon og Jón Sen verk eftir Beethoven, en að því loknu flyt- ur Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari erindi um kjör og stöðu hins háskólamenntaða manns. Að lokum flytur svo Hörður Sigurgestsson stud. oecon., formaður SHÍ, stutt á- varp. öllum er heimill aðgangur að hátíðahöldunum meðan húsrútm leyfir. i Hest fennir i IHöðrudal GRUNDARHÓLI, 30. nóv. — Hér á Ilólsfjöllum vantar enn talsvert af fé. Þeir sem hafa getaff leitað lönd sín öll hafa heimt að mestu og 3 'járeig- endur eru búnir að finna allt sitt, tveir á Nýhóli og annar bóndinn á Víðirhóli. Um 10 kindur hafa verið dregnar úr fönn og allar lifað, tvær hér 3 á Grímsstöðum og a.m.k. ein á Grundarhóli, 3 á Víðirhóli, frá Nýhóli. Enn vantar 70—80 / jár á Hólsseli og einnig margt J á Grímsstöðum, en það er ‘ vegna þess að menn hafa ekki J enn getað leitað á öllum þeim svæðum, sem fjár er von og þá fyrst »g fremst þar sem lengst er frá bæjum. Veður var slæmt til leitar í gær, stórhríð lengst af. I dag er leiðindaveður. í Möðrudal fennti hest í hríðinni. Fannst hann þar sem aðeins sá ofan á hann í fönn- ini og gat hann si’g ekki hreyft. Ekki varð honum meint af vistinni í skaflinum. / Víkingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.