Morgunblaðið - 02.12.1961, Síða 16
16
VORGVNBLAÐIB
Laugardagur 2. des. 1961
(---------'
Margaret Summerton
HÚSID
ViD
SJÚINN
Skáldsaga
tekur ekki nema mínútu, bjáninn
þinn og svo geturðu gert hvað
sem þú vilt. Þarna misstirðu
hana!
Og mikla, ljósa hárið féll niður
og hálfhuldi kolsvart lítið höfuð.
Hún þrýsti einhverju í hönd
hans og hann rak upp vein, eins
og verið væri að drepa hann og
svo tók hann aftur að hamast og
baða út öllum öngum.
Ég hlýt að hafa gefið eitthvert
hljóð frá mér, því að bæði litu
upp og drengurinn notaði tæki-
færið, pegar móðirin var að
hugsa um annað og reif sig laus-
an. Ég hélt. að hann ætlaði að
hlaupa út úr forstofunni, en þess
í stað kom hann hlaupandi upp
stigann í einu hendingskasti.
Þegar hann átti eftir eitt þrep
til mín, þrýsti hann einhverju
í hnéð á mér, leit eldsnöggt fram-
an í mig og þaut síðan til baka
án þess að Lísa næði í hann, og
faldi sig svo bak við stigann með
herópi miklu. Einhversstaðar
skall í hurð og ýlfur í hundi
heyrðist um leið.
Ég laut niður til að taka upp
þetta sem hann hafði ýtt að mér
og fann, að það var rós, sem var
ekki einu sinni útsprungin, en á
löngum stöngli. sem allir þymar
höfðu verið vandlaga tálgaðir af.
Lísa, sem stóð nokkrum þrep-
um fyrir neðan mig, sagði: Hún
átti að fara til Edvinu. Það er
ætlazt til, að hann færi henni rós
á hverjum morgni.
Ljósgula hárið á henni var allt
úfið, á annarri kinninni var vara
litarklessa en sietta af einhverju,
sem virtist soðin hafragrjón
framan á peysunni hennar. Yfir-
leitt var hún eitthvað mann-
eskjulegri og meir aðlaðandi en
ég hafði kynnzt henni kvöldinu
áður.
Ég hló. Það er eins og þú hafir
át' í ströngu að stríða, sagði ég.
Svo þetta er þá Timmy litli.
Já, Timmy, upp á sitt versta.
Mér þykir fyrir því, að hann
kynnti sig svona leiðinlega. Hann
getur verið hreinasta plága, þeg-
ar sá gállinn er á honum, en svo
ágætur þess á milli. Þó að orðin
væru kannske hálf-harðneskju-
leg, var tónninn það ekki. Út úr
honum skein bæði viðkvæmni og
hreykni. Því miður hef ég orðið
að fást við hann sjálf í morgun.
Gretel, svissneska stúlkan sem
passar hann, liggur með höfuð-
verk. Ég vona bara, að ég lifi
það af!
Get ég ekki hjálpað þér? spurði
ég.
Þakka þér fyrir. en fyrst verð-
urðu að fá eitthvað að borða.
Ég er búin, en ég held, að Mark
sé að borða núna og getur verið
þér til skemmtunar. Hringdu
bara, þá færir Ivy þér það, sem
þú vilt.
Hún gekk með mér niður stig-
ann og benti yfir skákborðið í
gólfinu. Þarna.. og svo aðrar dyr
til hægri. Fyrirgefðu, en ég verð
víst að fara út og gá að, hvað
Timmy er að gera illt af sér.
Hann er með hundskratta, Kelly
og þegar þeir leggja saman, er
ótrúlegt, hvað þeir geta gert á
skömmum tíma. Ég sé þig aftur!
Ég opnaði dyrnar á borðstof-
unni og var enn brosandi að
áflogunum, sem ég hafði nýskeð
verið sjónarvottur að. Þá stóð
Mark Halliweil úr sæti sínu við
borðið, og samstundis þurrkuð-
ust bæði Lísa, Glissing og Timmy
út úr meðvitund minni.
Nú vissi ég, hver hann var og
hvar við höfðum hitzt áður!
ra.
Ég hef enga hugmynd um,
hvernig það atvikaðist, en í sama
vetfangi og ég gekk inn í borð-
stofuna mundi ég hvar ég hafði
hitt Mark Halliwell áður. Kann-
ske sá ég hann eitthvað betur í
sterkri morgunbirtunni. Líklegra
er þó hitt, að þessi loka hafi ver-
ið svona föst vegna þess að ég
hafði viljað loka með henni fyrir
leiðinlega endurminningu, og nú
hrokkið upp. Hann dró fram stól
handa mér, en áður en við fengj-
um sagt orð, kom Ivy inn.
Hvað viljið þér fá, ungfrú?
spurði hún. Ég hef egg og flesk,
og svo get ég steikt pylsu, ef þér
viljið. Þegar Edvina var hvergi
nærri, var stúlkan hvergi tauga-
óstyrk.
Ég sagðist vilja bara steikt
brauð og kaffi. Þegar hún var
farin út, leit ég ekki á hann.
Þetta hefði verið auðveldara, ef
hann hefði tekið til máls að fyrra
bragði. Með því að þegja sjálf,
ætlaði ég að reyna að þvinga
hann til að tala, en ég hefði átt
að vita það þá þegar, að Mark
Halliwell lét ekki neyða sig til
neins, sem hann vildi ekki sjálf-
ur.
En hvað vissi ég annars um
hann? Aðeins það, að hann var
vingjarnlegur. Nú leit ég á hann.
Ég sá, að hann hafði verið að
bíða eftir því. Bros hans var vin-
gjarnlegt, og dró dálítið úr hörku
svipnum á skarpleitu andlitinu,
sem annars var fjarrænt jafnvel
stolt.
Jæja! Mikið var! sagði hann.
Ivy kom inn með brauðið og
kaffið, setti það fyrir mig og fór
síðan út.
Já, mikið var, eins og þú segir.
í gærkvöldi gat ég ekki munað,
hvar við höfðum hitzt. Hatarðu
mig?
Því skyldi ég gera það? Hann
ýtti bollanum að mér. Drekktu
nú kaffið þitt — ekki veitir af.
Ég er búin að sofa mitt áfall úr
mér. en þitt er rétt að byrja.
Þú hefðir getað sagt mér þetta
í gær, sagði ég dauflega.
Það hefði ég getað, ef ég hefði
ekki orðið svo þrumulostinn af
að sjá stúlku, sem ég bjóst ekki
við að líta augum framar í þessu
lífi, koma skríðandi undan runna.
Og jafnvel þá var ég ekki full-
komlega viss. Þú varst sú sama,
en þó eitthvað öðruvísi.
Hann tók að smyrja sér brauð-
sneið og laut ofurlítið höfði. En
svo varð ég svo hissa þegar ég
var kynntur þér sem Charlotte,
af því ég þekkti þig undir nafn-
inu Jane — hans Philip Lesters.
Það er hitt nafnið mitt. Philip
kunni ekki við Charlotte-nafnið.
Hann svaraði þessu engu og í
bili virtist ekkert vera ósagt.
Ég drakk niður í miðjan boll-
ann. Það er nú kannske seint að
iðrast eftir dauðann, en ég bið
þig samt fyrirgefningar, þótt
seint sé.
Á hverju? Hann leit á mig.
Augun voru bjartari en áður,
milli kolsvartra brúnanna, og
honum virtist skemmt, hvort sem
það var nú að mér eða einhverri
eigin hugsun. Þú skilur, ég er
helzt á því, að þú hafir enga
hugmynd um hvað gerðist þarna
um nóttina, að minnsta kosti
ekki. hvað okkur snertir. Er það
ekki rétt hjá mér?
Ég man.... Ég kom ekki
meiru upp og röddin dó út, skjálf
andi.
En þá sagði hann með furðan-
legri viðkvæmni: Ætti ég ekki
að segja þér það, sem ég get
munað? Kannske gæti verið eitt-
hvert gagn í því. Þegar ég svar-
aði engu, hélt hann áfram: Þetta
var fyrir eitthvað tveimur árum.
Samkvæmi í Chelsea. Vinur
minn tók mig með sér þangað.
Þetta var einskonar „opið hús“.
Það var eins og Mark Halli-
well væri að opna dyr, sem hefðu
staðið læstar í langan tíma. Ég
beið eftir sársaukanum, en hann
kom ekki — aðeins endurminn-
ingin um hann.
Jæja, hélt hann áfram,. .þarna
var að minnsta kosti múgur
manns saman kominn og ég
þekkti varla nokkra sálu nema
þennan kunningja minn, sem
hafði tekið mig með sér. En rétt
þegar mér fór að finnast, að ég
hefði fengið nóg, sá ég þig á
bekk úti við gluggann, sitjandi
þar milli luggatjalds og einhverr
ar fáránlegrar hitabeltisjurtar.
Þú varst með stórt vermútglas
í hendinni og hélzt um það, eins
og það væri fullt af eitri.
Ég man mér sýndist þú einna
líkust einhverri dís, sem hefði
villzt á þennan stað úr öðrum
heimi, og værir í vandræðum
með sjálfa þig. Annaðhvort það,
eða þú værir eitthvað dálítið
biluð.
Ég gaf frá mér eitthvert hljóð
og hann sagði: Hvað?
Ég hristi höfuðið. Haltu áfram.
Þú varst mér alveg ráðgáta.
Því spurði ég einhvern hver þú
værir og hann svaraði: Stúlkan
hans Philips.. Jane Elliot. Og ég
sagði: Áttu við, að þau séu trú-
lofuð? Og hann hló og sagði: Ég
býst nú varla við að konan hans
tæki því vel.
Einhver setti plötuspilara í
gang og fólk var eitthvað farið
að dansa. Ég skaut mér til hliðar
og ætlaði út, en áður en ég vissi
af, var ég setztur hjá þér. Ég
kynnti mig og svo tókst með
okkur þetta alvanalega skraf. Þú
brostir kurteislega til mín og
hlustaðir sýnilega ekki á orð af
því, sem ég sagði. Það eina, sem
nokkuð vakti áhuga þinn, var
hvað klukkan væri. Það spurð-
irðu um tvisvar á tveim mínút-
um. Yfirleitt fannst mér þú hálf
óhugnanleg. Þegar ég tók af þér
glasið var höndin kyrr, þó að
hún héldi ekki lengur á neinu.
Loksins bauð ég þér upp í
dans. Ég hafði ákafa löngun til
að sjá þig lifna við. Þú afþakk-
aðir og sagðist verða að bíða til
klukkan átta og fara þá heim.
Eða var það átta, sem þú sagðir?
Loksins reif ég þig bókstaflega
á fætur. Við dönsuðum svo eitt-
hvað ofurlítið, en þá var eins og
þú vaknaðir snögglega af draumi
og sagðir: Hversvegna ertu að
reyna að vera vingjarnlegur? Ég
þekki þig alls ekki — eða er það?
Ég sagði, að svo væri ekki, en
það gerði ekkert til. Ég væri alls
ekki að vera vingjamlegur, held-
ur bara að skemmta sjálfum mér,
og svo vildi nú til, að það var
ekki nema satt. Þú hafðir geysi-
mikil áhrif á mig. Nú leit hann
á mig, glettnislega og forvitinn.
Já, þú varst falleg þetta kvöld,
Dularfull, áberandi, sorgmædd.
Já. víst varstu sorgmædd, þangaS
til þú fórst að þiðna upp, smátt
og smátt og eftir nokkra hringi
á gólfinu þarna, hafði ég taiiS
þig á að koma að borða með mér.
Hann kinkaði kolli. Þú hefur
sjálfsagt ekki vitað það, en þetta
var ákveðið loforð. Þú fórst tii
að þakka fyrir þig og kveðja,
eins og góð stúlka. en siðan ætl-
aðirðu að ná í kápuna þína og
hitta mig svo niðri. hjá lyftunni,
eftir fimm mínútur.
Þú lézt mig bíða, en ég tók
mér það ekkert nærri. Þú skilur,
þú varst alveg búin að setja mig
úr öllu jafnvoogi. Ég var að kasta
mér út í hárómantiskt ævintýrii
og var að hugsa um, hvert ég
ætti að fara með þig. og matinn,
sem ég ætlaði að gæða þér á,
og svo hvert við ættum að fara
saman daginn eftir, sem var
laugardagur. En svo þegar þú
komst út úr lyftunni við arra
annars manns, þá leiztu beint á
mig, en hafðir bersýnilega aldrei
séð mig áður.
Þú fórst svo út og steigst upp
í bíl með honum og síðan sá ég
þig ekki aftur fyrr en þú skauzt
út undan runnanum rétt við
fæturna á mér, seinnipartinn f
gær. Hann yppti öxlum. Finnst
þér það nú svo skrítið, að ég
skyldi ekki strax fara að rifja
UPP gamlar endurminningar um
fyrsta skiptið. sem við hittumst?
Auk þess þóttist ég nú alveg
hárviss um, að þú myndir alls
ekki eftir neinu.
Á ég að segja þér minn hluta
af sögunni?
Já, gerðu það, svaraði hann.
Seinna komst ég að ýmsu um
Philip Lester..., Það var hann,
sem þú hljópst burt með, var það
ekki? En ég hefði gaman af að
heyra hvað skeði á eftir.
Það var þetta kvöld, sem þvl
var öllu lokið hjá okkur, sagði
ég. Philip hafði lofað mér að
hitta mig f þessu samkvæmi —.
þessvegna fór ég þangað. Hann
sagðist verða kominn þanga'ð
klukkan sex og hefði nokkuð að
segja mér. Við höfðum verið ást-
fangin í meira en ár..., Hann
var búinn að vera giftur f se*
ár, en hann og Elinor höfðu ver-
ið skilin að borði og sæng næst-
um allan þann tíma. Oft voru
þau ekki einu sinni í sama land-
inu, en hún vildi aldrei gefa eftir
fullan skilnað.
SPtltvarpiö
Laugardagur 2. desember
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg
unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. —.
8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. —
9:10 Veðurfregnir. -—9:20 Tón«
leikar. — 10:00 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12:25 Fréttir og tilk.).
12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndfs Sig»
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt*
ir og tilkynningar).
15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn»
laugsson).
16:00 Veðurfregnlr. — Bridgepáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalda*
son).
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra:
Páll H. Jónsson frá Laugum vel»
ur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Bakka-
Knútur" eftir séra Jón Kr. ísfeld;
II. (Höfundur les).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur bama og ung-
linga (Jón Pálsson).
18:55 Söngvar í léttum tón.
19:10 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Skógar og veiðimenn: í»ýzkir
söngvarar og hljóðfæraleikarar
flytja lagasyrpu.
20:20 Leikrit. „Mennirnir mínir þrír**
(Strange Interlude) eftir Eugene
O’Neill; fyrri hluti. — Þýðandi:
Árni Guðnason magister. — Leik
stjóri: Gísli Halldórsson. Leik-*
endur: Herdís I>orvaldsdóttir#
Indriði Waage, Þorsteinn Ö.
Stephensen, Hóbert Arnfinnsson,.
Helga Valtýsdóttir og Rúrik Har-
aldsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög.
24:00 Ðagskrárlok.
— Bless lilli minn, en varaðu þig nú á ljónunum, tígris-
dýrunum, krókodílunum, slöngunum og blóðsugunum.
Xr X- X-
GEISLI GEIMFARI
Xr Xr Xr
— Jæja, ungfrú Fox, vilduð þér
gjöra svo vel að skrifa spurningu
varðandi þennan unga gest okkar,
hann frænda yðar?
— Sjálfsagt: „Hvar er frændi
minn, Roger Fox, fæddur?“ (En
undir þessu dulnefni gengur Geisli
geimfari meðan hann dvelst á Met-
húsálem.
— Mér líkar þetta ekki. Ég kann
ekki við að spurning, sem ekki er
unnt að svara, sé lögð fyrir raf-
eindaheila.