Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1962 ÞEGAR hið nýja sæsímasam- band var opnað í gær, ræddi Ingólfur Jónsson, símamála- ráðherra, m. a. við Mohr Dam, lögmann Færeyja. Komst símamálaráðherra þá m. a. að orði á þessa lei,: — Góðan daginn, herra lögmaður. Það er mér mikill heiður og gleði að opna þetta símasamband milli Islands og Færeyja með símtali við yður. Dam lögmaður: — Þakka yður fyrir herra ráðherra. Þjóðir okkar hafa í gegnum aldirnar átt sameiginlegra hagsmuna að gæta í andleg- um og efnaiegum málefnum. Engar norrænar þjóðir eru skyldari en Færeyingar og ís lendingar. Og gömlum götum á maður aldrei að gleyma. Þjóðir okkar eru tvær grein- ar af sama stofni. Ég vonalngólfur Jónsson símamálaráð- að hið nýja talsímasambandherra talar við lögmann Færeyja verði til þess að styrkja P. Mohr Dam. yður fyrir, lögmaður. Mér hefur lengi fundizt að sam- bandið væri alltof lítið milli okkar náskyldu þjóða. En nú fáum við í fyrsta skipti beint, gott, öruggt og tiltölulega ódýrt símasamband milli okk- ar. Ég er viss um, að það mun stuðla mjög að nánara sambandi milli þjóða okkar og einnig verða til gagns og gleði fynr þá Færeyinga, sem dvelja hér um stundarsakir og þá Islendinga, sem dvelja í Færeyjum. Ég hygg, að við getum óskað hver öðrum til hamingju með hið nýja sam- band, sem örugglega mun verða til góðs fyrir þjóðir okkar. Dam lögmaður: — Ég þakka yður kærlega fyrir, ráðherra. Ingólfur Jónsson: — Enda þótt hið nýja símasamband muni gera öll viðskipti milli þjóða okkar auðveldari, er ekki síður æskilegt að bæta samgöngurnar milli Færeyja Hefja ísl. flugvéíar vlð- komu í Fœreyjum ? Samtal Ingólfs Jónssonar og Per Mohr Dam lögmanns frændsemistilfinninguna milli okkar. Samningar okkar í Reykjavík á síðastliðnu sumri eru að mínu áliti tákn hinnar nánu og góðu samvinnu, sem er á milli okkar. Opnun þessa talsímasambands er mikill at- burður. Ég bið yður að mót- taka mínar innilegustu kveðj- ur með óskum um að sam- bandið megi ávalt verða náið milli okkar. Imgólfur Jónsson: — Þakka og fslands. Á leiðinni til Noregs fljúga hinar íslenzku flugvélar yfir Færeyjar, Og ef mögulegt væri að lenda þar mundu hinar íslenzku flug- vélar geta komið reglulega við í Færeyjum. Ef þessi hugmynd yrði að raunveruleika, mundi okkur heppnast að skapa ennþá nán ari tengsl milli þjóða okkar. Dam lögmaður lét í ljósi ánægju sína með þessa hug- mynd og kvað Færeyinga mundu fagna því að hefja samvinnu við íslendinga á sviði flugsamgangna. P. Mohr Dam Lítill afli SANDGERÐI, 22. jan. — Tíu bátar komu að á laugardag með 42,2 lestir. Aflahæstur var Smiári með 8,9 lestir. Freyja var næst með 6,4 lestir. Sjóveður var ekki gott. — P. — Molotov Frh. af bls. 1. kæmi til Moskvu eða hvar hann væri nú. Ennfremur vekur það at- hygli, að um þessar mundir eru staddir í Moskvu allir þeir, sem aðild eiga að mið- stjórn kommúnistaflokksins. Þykir það benda til þess að fyrir höndum séu merkir at- burðir — eða að teknar verði mikilsháttar ákvarðanir næstu daga. Ýmsir telja að það standi í sambandi við sam- skipti Sövétríkj anna og Banda ríkjanna, með tiliiti til undan- genginna viðræðufunda Llewllyn Thompsons, sendi- herra Bandaríkjanna Og Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Er ennfremur bent á, að boð Roberts Kenne dys til Moskvu standi e. t. v. í sambandi við þessar vænt- anlegu ákvaðanir, — Krúsjeff kunni að hafa hug á því að koma boðum til Kennedys for Seta, Pierre Salinger, sagði í dag, venjulegum diplomatískum leiðum. Verkomenn, lútið ekki skrifslofn- mennina svipla ykkur félags- réttindum i Dagsbrún EINS OG kunnugt er hafa Dags brúnarverkamenn greitt þrem- ur til fjórum skritfstofumönnuim laun á undanförnum árum. Hvað þessir menn vinna í þágu verka- manna virðist nokkuð óljóst, þvi eklki sjást þeir nema örsjaldan á vinnustöðum og virðast láta sig hagsmiuni Dagsbrúnarmanna harla litlu skipta nama þegar þeir eru að berjast fyrir því að halda skrifstofustörfunum og vinna í þágu annarlegra póli- tiskra afla. Vanræksla skrifstofumann- anna kemur ef til vill skýrast fram í því, að hundruð og jafnvel þúsundir verkamanna vinna í Reykjavík án þess að hafa félags réttindi í Dagsbrún. Er hér um alveg einstakt fyrirbrigði að ræða í íslenzkri verkalýðslhreyfingu. Er hér um tvennt að ræða: Ann- að hvort vilja skrifstofumennim ir ekki fá fleiri verkamenn í félagið eða þeir nenna efcki að innheimta félagsgjöldin og sjá um að menn hljóti félagsréttindi nema að bæði sé. Nú er það svo, að verkamenn, sem ekki eru fullgildir félagar í Dagsbrún njóta ekki þeirra -étt inda, sem atvinnuleysistrygging- arnar gefa þeim. Þeir njóta held ur ekki styrks úr styrktar- og sjúkrasjóði félagsins ef til þess kæmi, að þeir þyrftu á því að halda og þeir njóta heldur ekki Þungfært AKRANESI 22. jan. — Þungfært er orðið bílum á þjóðveginum sunnan Akrafjalls. Á nokkrum stöðum á Innnesveginum liggja stórir skaflar. — Oddur. fullkominna vinnuréttinda. Alls þessa svipta skrifstofumennirnir þá verkamenn, sem þeir halda utan félagsins. Þetta þurfa þeir Dagsbrúnar- félagar er þannig hafa orðið fyrir barðinu á skrifstofumönnunum að athuga og afla sér fullra félags réttinda fyrir kosningar í fálag- inu, en þær hefjast um hádegi n.k. laugardag. Robert Kennedy boðið til Moskvu Washington, 22. janúar, AP FRÁ ÞVt var skýrt í Washing- ton á sunnudag, að Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, — bróðir forset- ans, hafi verið boðið að koma í heimsókn til Moskvu í næsta mán uði en þá fer hann í langt ferða- lag og kemur víða við. Blaðafulltrúi Kennedys for- seta, öðruvísi en eftir að ekki hefði enn verið ákveðið hvort dómsmálaráðherrann tæki boðinu. Ferð hans hefði verið ákveðin löngu fyrirfram og væri áætlunin það knöpp, að senni- lega yrði afar erfitt að breyta þar nokkru um. Robert Kennedy og kona hans leggja af stað frá Washington 2. febrúar n. k. Þau dveljast viku í Japan en fara síðan til Hong Kong, Indónesíu, Teheran, Róm- ar, Berlínar, Bonn og Haag. Talsmaður sovézka utanríkis- ráðuneytisins sagði aðspurður í dag, að hann hefði engar opin- berar heimildir fyrir þeirri Vísitola fram- iærslukostnaðar KAUPLAGSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun janúarmánaðar 1962 og reyndist hún vera 116 stig eða einu stigi hærri en hún var í desemberbyrjun 1961. Kviknar í mótorbát UM KL. 10 s.l. laugardagskvöld var slökkviliðið kvatt að Blöndu hlíð 11, en þar hafði kviknað í rusli í gömlu bílsæti. Er slökkvi- liðið kom á staðinn hafði tekizt að slökkva eldinn með því að bera á hann snjó. Engar skemmd ir urðu. Skömmu fyrir klukkan átta á sunnudagskvöld var slökkvilið- ið kvatt að mb. Trausta við Lofts bryggju, en kviknað hafði í bátn um út frá olíukyndingu. Logaði i golfdúk í eldhúsi er að var komið. Var eldurinn slökktur strax og urðu skemmdir ekki miklar. Þá var slökkviliðið kvatt að Snorrabraut 32 um kl. hálf þrjú í gær. Leiddi þar út rafmagn á milli þilja, og hafði rafmagnið verið tekið af húsinu. Engar skemmdir urðu. NA /5 hnifar / SV 50 hnútar K Snjó/como » úii V Skúrir K Þrumur '/////Kogn- '/tra'ii KuUatkil IH Hat Hit.tkH \L Lao» Á kortinu er djúp lægð fyr ir norðan Hjaltland. Hún er á hreyfingu NA eftir og mun ekki valda stórviðri hér á landi. En í Bretlandseyjuon og Norðursjó gerði hún storm með hagli, þrumum Og eld- ingum í gær og fyrradag. Næsta lægð, sem valda mun veðurbreytingum á norðaust- urhorni Atlantshafsins sézt á kortinu SSV af veðurskipinu C. í gær var erfitt að sjá, hvaða leið hún mundi vælja. Líklega fer hún þó yfir SkO't land eða Færeyjar einhvern tíma á morgun. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-xand til Breiðafjarðar og miðin: NA kaldi, víða létt- skýjað. Vestfirðir og miðin: NA kaldi, dalitil él norðan til. Norðurland til Austfjarða og miðin: NA kaldi, víða snjó koma öðru hverju. SA-land og miðin: Norðan gola eða kaldi, léttskýjað. fregn, að Kennedy ráðherra hefði verið boðið til Moskvu. Væri fregnin á rökum reist, væri boð- ið eflaust á vegum dómsmála- ráðherrans sovézka. Miklar ógœttir PATREKSFIRÐI, 22. jan. — Hé<- eru ógæftir milklar og veður lxeld ur leiðinlegt. Róið var á laugar- dag en fiskirí lítið. Gerðir eru út fjórir bátar og eru þrír þegar byrjaðir, en sá fjórði í þann veg inn að byrja. f Tálknafirði verða gerðir út þrír bátar og hafa þeir allir hafið veiðar. — Á laugar- dag var haldið Þorrablót með mikilli viðhöfn, þar var fjöl- menni, glaumur og gleði. Þorra- blót hafa verið haldin hér undan farin ár á vegum kvenfélagsins. Hestar I valda bíl- | veltu | Á laugardagskvöldið var* |jeppabíll úr Árnessýslu með| |tveimur mönnum á leið frá|> |Reykjavík til Selfoss. Við ræsi§> l'hjá Sandhól í Ölfusi hlupu^ skyndilega tveir hestar upp áj | veginn fyrir framan bílinn.| ?Hemlaði ökumaður þá skyndi-! plega, en missti vald á bílnumj |sem steyptist út af ræsinu og| mvolfdi ofan í skurð. Menninal Ssakaði ekki en hins vegar erl |tréyfirbygging jeppans mjögl |brotin. — Hestarnir sluppuj fmeð öllu. — Bólan Frh. af bls. 1. útburði hér undanfarið, þar sem póstmenn eru hér í óbeinu verk- falli. Þeir fara sér hægt, eins og það er kallað, án þess að um yfirlýsta vinnustöðvun sé að ræða. f morgun gerðust þó þau tíðindi, að einn af starfsmönnum sendiráðsins sá póstmann á hlaup um. Mun það dæmi um það, að undantekningin sannar regluna! — Hvað er merkilegast í leik- húsunum? — Haymarket er t. d. að sýna Ross eftir Rattigan og tvö leikrit eftir franskan höfund eru sýnd við mikla aðsókn. í fyrrakvöld sá ég Margot Fountayn dansa í ballett með músík eftir Pro- koffieff á Covent Garden. Hraknin.gar á gamlárskvöld — Er nokkuð talað um veðrið í Bretlandi um þessar mundir eða hvernig er veðrið? — Jú, það er ennþá talað um veðrið hér. Það er heldur að kólna. Um jólin var mjög kalt, og á gamlárskvöld var hér mikil snjókoma. Þá lentu nokkrir ís- lendingar, sem komu til okkar á sendiráðið, í margra klukku- stunda hrakningum á leiðinni. — Hve margir íslendingar eru í London nú? — Það munu vera um 50 manns, flestir við nám, en einnig nokkrir búsettir. — Eru ekki samgöngurnar milli London og fslands nokkuð öruggar? — Jú, þær eru ágætar. Við getum sent póst héðan heim svo að segja daglega. Við hyggjum einnig mjög gott til hins nýja sæsímatalsambands, segir sendi- herrann. Hendrik Sv. Björnsson, sendi- herra, bað blaðið að lokum að skila beztu kveðjum til allra vina og ættingja heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.