Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 24
Frét tasímar Mbl. — eítir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Furðulegt fyrirbœri Sjá bls 13. 18. tbl. — Þriðjudagur 23. janúar 1962 Búlgörsk orrustuþota hrapaði á Ítalíu Virðist hafa verið á njósnaflugi Róm og Sofia, 22. janúar. -— AP — NTB — Reuter. A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ bar svo við í Suður-ítalíu, skammt frá bænum Bari, að orrustuþota af gerðinni MIG 19, merkt búlgarska flug- hernum, hrapaði til jarðar. Við rannsókn á flakinu og yfirheyrsla á flugmannin- um, sem liggur nú í sjúkra- húsi, hefur margvíslegt kom ið fram, sem bendir til þess að flugvélin hafi verið á njósnaflugi. — Atlantshafs- bandalagið hefur herstöð hjá Bari, rétt þar hjá, er þotan hrapaði. Talsmaður ítalska lan-dvama- ráðuneytisins segir, að nokkrar flugvélar hafi sézt í mikilli hæð á ratsjám hersins í ítalskri loft- helgi. Skyndilega hafði ein vél- anna tekið sig úr hópnum, snar- lækkað flugið og reynt að nauð- lenda, — en tókst ekki betur en svo að vængir rifnuðu af þot- unni og ýmsar aðrar skemmdir urðu. Búkurinn reyndist þó lítt skemmdur, enda kviknaði ekki í vélinni. ★ Fullkoranar myndavélar. Flugmaðurinn, sem heitir Milush Solakov Kirov 22ja ára að aldri, var þegar fiuttur í sjúkrahús og gert að sárum hans. Jafnskjótt var hafin rannsókn á vélarbúknum og fundust þar hin fullkomnustu tæki bæði til ljós- myndunar og kvikmyndunar. Nokkrar myndir höfðu verjð teknar og við framköllun þeirra kom í Ijós, að flugvélin hefur að öllum líkindum verið í njósna- flugi. Þó verður ekki dregin endanleg niðurstaða um það fyrr en flugmaðurinn hefur verið yf- irheyrður betur. Kirov liggur 1 sjúkrahúsinu í Aquaviva með brotið vinstra við Framh. á bls. 23. Almennur umrœðufundur um kjaramál launþeganna Kommúnistar vildu forðast opin- berar umræður um þetta mál HpmMNNHWMIfWMWNWWNMNMHNHHRM MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn gengst fyrir almennum laun- þegafundi í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30, þar sem til um- ræðu verða kjaramál launþeg- anna. Framsögumenn á fundin- um verða Pétur Sigurðsson al- þingismaður, Jóhann Sigurðsson verkamaður og Magnús Jóhann- esson formaður Óðins. Frjáfsar VILHJALMUR Einarsson var af íþróttafréttamönn- um kjörirui íþróttamaður ársins og sést hér með stytt una sem fréttamennirnir gáfu. Er það veglegasta stytta sem veitt er í ísl. íþróttum. Nánar um kosn- inguna á íþróttasíðu bls. 22. umræður verða að loknum fram söguræðum. Akvörðun um fund þennan var tekin í stjórn Óðins í nóv. sl. og ritaði stjórn félagsins þá stjórn Sósíalistafélags Reykja- víkur bréf, þar sem þeim var boðið til kappræðna um kjara- mál launþega. í bréfinu segir m. a.: „Stjórn Óðins hefir á fundi 27. nóv. sl. ákveðið að bjóða Sósíalistafélagi Reykjavíkur til rökræðna um kjaramál launþeg- anna á opinberum fundi í Reykjavík. Akvörðun þessi er tekin með- fram af því, að Málfundafélag- ið Óðinn hefir jafnan látið sig þessi mál miklu skipta og stjóm félagsins hefir veitt því athygli, að Sósíalistafélagið hefir einnig rætt þessi mál á fundum sínum. Ef af fundi þessum yrði, vill Óðinsstjórn leggja áherzlu á, að hún telur æskilegt og eoiuegt, að á fundinum yrðu þrír ræðu- menn frá hvorum aðila, er séu jafnframt því að vera félags- menn áðurgreindra félaga, með- limir í verkalýðshreyfingunni.“ Sósíalistafélagið hafnaði til- boðinu með bréfi dags. 7. des. sl. undirrituðu af Brynjólfi Bjarnasyni, form. félagsins, en stjórn Óðins ókvað að halda fundinn eigi að síður. Eins og fyrr segir verða frjálsar umræð- ur að loknum ræðum framsögu- manna og er öllum heimil þátt- taka í þeim. Ekki er að efa, að launþeg- ar muni fjöimenna á þennan Nú þegar nýji sæsíminnl hefur verið tekinn í notkunl verður stórum auðveldara aðj fá símasendar m.yndir erlend-J is frá^ Hér er fyrsta myndin sem Morgunblaðið fær sím- senda eftir að sæsíminn var opnaður. — Myndin er af flaki búlgörsku flugvélarinnar sem hrapaði í Suður ttalíu á laugardagskvöld. fund, þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu upp á íðkastið. Þung færð í V-Skaftafellssvslu Kirkjubæjarklaustri 22. jan. — MIKILL snjór er í V.-Skaftafells sýslu, og þyngsla-færð á vegum. T. d. má geta þess, að mjólkur- bilarnir voru 10 klukkutíma I gær frá Vík og hingað austur að Klaustri. — Gísli. Tvær íeonur slas- ast i' Fossvogi UM KI.UKKAN 10:30 á sunnu- dagskvöldið slösuðust tvær kon- ur, er bíll, sem þær voru í, rann til á Reykjanesbraut og skall á ljósastaur. Um það leyti er slysið varð Sveitabær brann á hálftima: Fólkið komst út á sokkaleistunum ÓLAFSVÍK, 23. jan. — Um kl. 19 í gærkvöldi kom upp eldur í íbúðarhúsinu Tröð í Fróðár- hreppi og brann húsið til kaldra kola á svipstunó -, án þess að nokkuð yrði að gert. Á hálftíma var húsið orðið alelda og féll áð- ur en slökkviliðið frá Ólafsvík gat komið á vettvang, en þaðan er um hálf tíma akstur. í heimili í Tröð eru fjórir full orðnir, en auk þeirra var þar gestkomandi kona með tvö börn. Sat fólkið að spilum í næsta her- bergi við það sem eldurinn kom upp í. Allt íeinu barst mökkur þangað inn og allt fylltist af eldi og reyk. Þannig hagar til, að eldurinn kom upp nær útidyrun um en lúgan er niður í kjallar ann, og fór fólkið því í snatri þar niður. En þá kom í ljós að útidyrahurðin í kjallaranum var læst utan frá og það króað inni. Varð húsbóndinn, Magnús Árna- son, að fara aftur upp og í gegn um eldinn út, til að geta opnað fyrir fólkinu. Brenndist '-inn við það talsvert á andliti, og var fluttur til læknis á Ólafsvík, sem gerði að sárum hans. Fólkið komst út eins og það stóð, flestir á sokkaleistunum. Það eina, sem bjargaðist út úr húsinu var þriggja lítra mjólkur- brúsi, sem húsmóðirin greip með sér. Allt annað brann. Íbúðarhúsið að Tröð var að mestu úr timbri og klætt að inn- an með pappa og veggfóðri, en steingaflar. Var húsið mjög þurrt og læstist eldurinn um það á svipstundu. Bkki er ljóst hvernig eldsupptökin eru, en eldsins varð vart í herbergi fram við úti d> rnar. Hefur þarna orðið mi'kið tjón, en þess má geta að fyrir tæpum tveimur mánuðum brann þarna hlaða með 200 hestum af heyi. Húsið mun hafa verið sæmilega vátryggt, en innanstokksmunir lítið. Fólkið hefur komið sér fyrir á bæjunum í kring, MávahHð og Fögruhlíð. voru lögreglumenn að vinna við árekstur, sem hafði orðið í Foss- vogi, v'ð Nesti. Var ekki búið að færa bílana, sem í árekstrinum lentu, ar götunni og myndað:st af því nokkur umferðatruflun. Er billinn, sem konurnar voru í, náigaðist þessa umferðatrufl- vm, steig bílstjórinn á hemlana. Snerist bíllinn þá þversum á gót unni, sem var flughál, og skail á ljósastaUr í vegarbrún. Konurnar voru fluttar á slysa- varðstofuna. Var önnur þeirra skorin í andliti en hin marin á fæti. Bíllinn, sem er af Chevro- letgerð, er mikið skemmdur. Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda í eftir- talin hverfi: Skeggjagötu Fjólugötu Hafið samband við af- greiðsluna, sími 2-24-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.