Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1962 Barbara James: •• rogur og feig Vertu sæll, og þakka þér fyrir þennan ágæta mat, ságði ég. Mín er öll ánægjan. Ég ætla annars að líta inn í leik'húsið í kvöld og tala við Rory. Ég hitti þig kannske þar? í>að er hugsanlegt, en ég er nú samt ekki viss. Ég hafði enn ekki ráðið það við mig. Ég vona, að þú komir, sagði hann og það lá eitthvað meira að baki orðunum. f raun og veru þurfti ég ekk- ert að fara í búðir. Ég gekk fram hjá gluggunum fullum af glæsi- legum vörum, en gekk svo inn í lítið kaffihús og bað um kaffi, sem ég þurfti þó sízt með eftir þessa góðu máltíð. En ég þurfti að gera mér eitthvert erindi, til þess að geta sezt niður og hugs- að. .Leó hafði ekki látið í ljós neina samúð eða vorkunnsemi. Hann hafði forðazt að tóta mér finnast ég vera yfirgefin og auðmýkt kona. Þvert á móti hafði hann fullvissað mig um, að ég væri aðlaðandi og einbeitt kona, sem gæti ráðið við vandann á hvern þann hátt, sem ég sjálf vildi. Ég var honum þakklát fyrir þennan skort á tilfinningasemi. Raun- sæi hans var mér uppörvun. Ég var örugg um sjálfa mig. Crystal Hugo var ekki annað en ómerki- leg skuggavera. Ég gæti hæg- lega fengið Rory til að gleyma henni, ef ég bara vildi — og auðvitað vildi ég það Ég var orð- in löt. Ég hafði fallið í þessa gildru að hugsa um ekkert nema börnin — og fjarlægjast þennan hættulega heim, sem Rory lifði og hrærðist í. Jæja, ég skyldi nú koma mér inn í hann aftur og þá var eins gott að byrja strax, meðan hugurinn var enn í mér. Ég borgaði kaffið, en skildi það eftir ósnert, og gekk út á götuna. Ég sá ekki strax neinn leigubxl, svo að ég hugsaði mér, að ég skyldi bara ganga til íbúðarinn- ar — það var ekki nema tíu mínútur. Axminsterhúsið er risavaxið og ópersónulegt — heilt býflugnabú með skrautklefum, sem eru vand lega lokaðir hver frá öðrum. Þar veit maður aldrei neitt um hátta- lag fólksins, sem á heima svona rétt við hliðina á manni. Enda þótt allar íbúðirnar séu leigðar, hittir maður sjaldan nokkurn mann á göngunum eða í stigun- um. Þarna eru tveir inngangar. Ég gekk inn um þann, sem vissi út að hliðargötu, af því að hann var nær íbúðinni okkar. Ég gekk upp stigann heldur en nota lyft- una, enda var íbúðin á fyrstu ‘hæð. Ég þreifaði fyrir mér í tösk- unni minni eftir lyklinum um leið og ég gekk eftir rauða renn- ingnum í ganginum. Sjálfstraust ið mitt var óðum að þverra. Vit- anlega gat verið. að Rory væri þarna ekki, en það gat amiars verið hvorttveggja til. Líklega myndi hann fara þangað eftir Hvað er að heyra? Ég sem hélt, að það væri spánskur dans f sjónvarpinu — en þá glamrar bara svona í tönnunum á þér. upptökuna til að hvíla sig undir leikhúsið. Það var heimskulegt, en fing- urnir á mér skulfu þegar ég stakk iyklinum í skráargatið. Kannske hefði ég átt að hringja til Roi'y og segja honum, að ég væri að koma til borgarinnar. En svo minnti ég mig á, að þetta var mín íbúð engu síður en hans. Samt fanh ég til óþæginda við meðvitundina um, að ég væri þarna einskonar boðflenna, en það var sjálfri mér að kenna, af því að ég kom þarna svo sjald- an. Ég fann til einhverrar óskilj- anlegarar hræðslu þegar lykill- inn snerist og óskaði að ég hefði alls ekki þarna komið. Ég óskaði þess, að ég væri komin heim til Tim og Júlíu og Vandy í þetta þægilega öryggi heimilisins, sem ég átti sjálf. Með óþolinmæði hristi ég af mér þennan heimsku- lega ótta, og gekk inn eins og ekkert væri um að vera. Forstofan var lítil með inn- byggðum skáp fyrir yfirhafnir. Öll íbúðin var með teppum á gólfi og þessum alvanalegu hótel húsgögnum. Við höfðum leigt hana með öllu saman. Setustofan var opin. Ég gekk inn og hún var þar. Ekki í eigin persónu, en fylgifiskar hennar: blanda af Sobranie-vindlingum og Jolie Madame-ilmvatni. Á borðinu voru tveir kruklaðir hanzkar og hangandi á stól var kaffibrúnn yfirjakki. Á hliðarborðinu var þetta venjulega samsafn af flösk- um og tvö notuð glös — annað með varalit á röndinni. Taktu til fótanna og hlauptu burt — grafðu höfuðið í sandinn aftur. Þú vilt ekki trúa þínum eigin augum — þú vilt ekki vita það. En einhvernveginn stóðst ég allar þessar raddir samvizkunn- ar. Ég greip í borðið til að styðja mig. Rory! Ég heyrði rödd kalla þetta — óeðlilega og óþekkjan- lega rödd. Mér hnykkti við, er ég varð þess vör, að það var mín eigin rödd. Rory, ertu þarna? Röddin var hörð og óeðlileg. Það var óhugnanleg þögn. Ekki fullkomin þögn, því að hávaðinn frá umferðinni barst þarna inn, nokkuð deyfður að vísu af tvö- földutn rúðunum, en það var eins og hann undirstrikaði ennbá betur dauðaþögnina inni. Þetta var lifandi þögn rétt eins og einhver væri þarna inni og héldi niðri í sér andanum. Rory var þarna með Crystal inni í svefn- herberginu. Þau mundu ekki svara þó að ég kallaði. Þau voru þarna inni, grafkyrr eins <>g standmyndir í vonlítilli von um, að ég myndi fara aftur. Nei-nei- nei! Ég vildi ekki trúa því. Ég gat ekki farið þarna inn. Ég gat ekki farið þarna inn. Ég gat ekki komið að þeim saman. En ein- hvernveginn gat ég heldur ekki runnið af hólmi. Ég fann til velgju og það var eins og fæt- urnir á mér beinlausir. Ég hneig niður á legubekkinn. Svo tók ég af mér barðastóra hattinn og greip höndum um andlitið, ringl- uð. rugluð og máttlaus. Ég veit ekki, hversu lengi ég sat þarna, en smámsaman fékk skynsemin vald á mér aftur. Þau gætu alls ekki verið í svefnher- berginu. Þau hlytu að vera búin að gera eitthvað vart við sig. Að minnsta kosti hlyti Rory að hafa komið fram og mætt mér í stað þess að fela sig eins og fígúra í frönskum skopleik. Auðvitað voru þau úti að borða saman — það var svarið við gátimni. Höfðu fyrst komið inn og fengið sér glas og Crystal hafði skilið eftir hanzkana og jakkann. Svo höfðu þau farið niður í matsöl- una, og voru þar nú. Að vísu var það seint að sitja yfir hádegis- verði nú — fnjög seint. En Rory hafði ef til vill tafizt við upp- tökuna — líklega slapp hann ekki þaðan fyrr en klukkan tvö. Þetta gat alit verið skiljanlegt. Þau yrðu komin hingað aftur á hverri stundu. Það var ágætt — einmitt eins og ég óskaði. Ekki til að gera neitt uppþot heldur aðeins og leggja áherzlu á það við Crystal, að þetta væri mín íbúð og minn eiginmaður. Vera vingjafnleg en ákveðin — sýna henni svart á hvítu, að ég ætlaði að halda í það sem ég átti sjálf. Ég opnaði töskuna mína og tók upp snyrtitækin, púðraði nefið og hressti upp á varalitinn. Svo greiddi ég mér. Nú gat ég næst- um hlegið að þessum ótta, sem hafði gripið mig. Það var náttúr- lega ekkert skemmtilegt að finna dótið hennar Crystal dreift út um íbúðina, en það var skilj- anlegt og ég skyldi vera maður til.að sjá um. að slíkt kæmi ekki fyrir aítur. Ég ætlaði að sigra í þessum átökum og það fyrirhafn- arlítið. Ég stóð upp og horfði á sjálfa mig í veggspeglinum. Ég var í fullkomnu lagi og reiðubúin að taka á móti óvininum. Ég gekk að glugganum og opnaði hann og lofaði umferðarhávaðanum að berast inn og ilminn frá Crystal út. Mig langaði mest til að fieygja jakkanum og hönzkunum út um gluggann; þetta var svo táknrænt fyrir eigandann: rán- dýrt en látlaust. En ég stillti mig samt um það. I stað þess tók ég glösin tvö, fór með þau út í eld- hú og þvoði þau, gvo að ekkert varð eftir af varalitnum. En meðan ég var að láta heita vatnið renna, fannst mér ég heyra smell í hurðinni. Ég setti glösin frá mér og skrúfaði fyrir kran- ann. Rory — halló, elskan! sagði ég glaðlega. Ég gekk aftur inn í setustofuna, en þar var þá eng- inn maður. Ég fór út í litlu for- stofuna — enginn þar. En ég hefði iiú samt getað svarið, að einhver hafði gengið um. Kann- ske var það hurin á næstu íbúð. Ég varð hissa. Það var alveg ó- venjulegt að heyra nokkurt hljóð frá hinum íbúðunum. Axminster- húsið státaði af hljóðeinangrun- inni sinni. Ég fóx inn aftur og þurrkaði glösin. Ég var aftur orðin óró- leg. Klukkan var orðin næstum fjögur. Hvernig gátu þau setið svona lengi yfir hádegisverði? Ég opnaði útvarpið og sneri því þangað til ég heyrði einhvern vera að leika Chopin. Ég losaði mig við skóna og hallaði mér aftur í legubekknum og reyndi að slappa af og hlusta á hljóm- listina. En ég gat ekki verið kyrr. Ég stóð upp og fór að taka til þarna inni, þótt engin þörf væri á því, nema þú þennan and- styggilega jakka og hanzka, en þau vildi ég ekki snerta. Ég tók upp minn eigin jakka og hanzka og gekk með það án þess að hugsa mig um, inn í svefnher- X X X •— Gar læknir, þér neitið allri vit- neskju um glæpaferil Péturs, en þér eruð samt undir þungum grun. — Ætlið þér að taka mig fastan, GEISLI GEIMFARI Klimmer lögregluforingi? — Nei, ekki eips og er! — Ég geri ráð fyrir að nú verði XXX- fleiri samkomur með Mystikus met- allikus, læknir? — Þvert á móti! bergið, fullkomlega eðlileg og nú alls óhrædd. Þarna var tvöfait rúm. Hún lá í því, sem lengra var frá glugganum. Hún var einna Lí-kust leikbrúðu, sem strengurinn í hefur slitnað. Þetta var einkennilegt, en ein- ihvernveginn varð ég alls ekki neitt hissa. Það var eins og ég hefði haft það á undirvitundinní að ég hlyti að finna hana þarna. En nú urðu viðbrögð mín ein- göngu reiði. Ég var ofsalega vond. Væri ekki eins gott fyrir þig að vakna? sagði ég hátt og kulda lega. Hún hreyfði sig ekki. Mikla, rauða hárið féll yfir andlitið, sem sneri frá mér. Lítil leður- taska var opin á rúminu hjá henni. Hvíta ullarpilsið var brett upp svo að fæturnir komu í Ijós. gfllltvarpiö Þriðjudagur 23. janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16.00 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir_ — Endurtekið tón- listarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. I»órarinsson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Lög úr óperum. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Johnson-bræður syngja andleg lög. 20.15 Framhaldsleikritið „Glæstar von- ir“ eftir Charles Dickens og Oldfield Box; annar J>áttur. Þýð andi: Áslaug Ámadóttir. — Leik- stjóri: Ævar R. Kvaran. Leik- endur: Gísli Alfreðsson, Stefán Thors, Valur Gíslason, Helgi Skúlason, Herdís I>orvaldsdótt- ir, Haraldur Björnsson, Gestur Pálsson, Erlingur Gíslason, Sæv- ar Helgason, Róbert Arnfinns- son, Klemenz Jónsson o.fl. 20.45 íslenzk tónlistarkynning: Jón Leifs tónskáld skilgreinir Sögu- sinfóníu sína I. kafla: Skarp- héðinn (Borgarhljómsveitin í Helsinki leikur; Jussi Jalas stjómar). 21.20 Erindi: Geðræn vandamál ung- linga (Ezra Pétursson læknir). 21.50 Formáli að fimmtudagstónleikum Sinfóníuhljóm. Íslands (Dr. Hall- grímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Úlfar Svein- björnsson). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vmnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar. — 16.00 Veðurfregnir. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónl.) 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið“ eftir Petru Flagestad Larssen; III. (Benedikt Arnkels- son). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á mismunandi hljóð- færi. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Varnarorð: Steingrímur Jónsson formaður Sambands ísl. rafveitna talar um eftirlit með raflögnum. 20.05 Tónleikar: Michael Grant leik- ur létt píanólög. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja- saga; VII. (Helgi Hjörvar rithöf- undur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Frið- rik Bjajnason. c) Gísli Guðmundsson alþm. flyt- ur nokkrar endurminningar frá frostavetrinum 1917—18, skráðar af Stefáni Vigfússynl í Leirhöfn. d) Baldur Pálmason les kvæðl eftir Pétur Ásmundsson. e) Björn Jóhannesson flytur frá- söguþátt um selveiðar í Hópi, 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Veraldarsaga Sveins frá Mæll- fellsá; I. lestur (Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri). 22:30 Næturhljómleikar: Sinfóníuhljóm sveit útvarpsins í Leipzig leikur tónverk frá okkar öld. a) Capricietto fyrir fjórar pákur og strengjasveit eftir Ottmar Gerster. — Einleikur: Heinz Dinter. Stjórnandi: Herbert Kegel. b) Strengj akvartett með hljóm- sveit eftir Bohuslav Martinu, Einleikarar: J anacek-kvart- ettinn. Stjórnandi: Herbert Kegel. c) Konsert fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Karol Szymanowski — Einleikari: Wanda Wilkom- irska. Stjórnandi: Rolf Kleinert 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.