Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. jan. 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 11 Karl N. verkstjóri F. 31. ág. 1902. D. 12. jan. 1962. STUNDUM, er ég staðnæmist í önn dagsins og lít um farinn veg, furða ég mig á því, hve skjótt hin mjúka hönd gleymskunnar breiðir yfir spor genginna sam- ferðamanna. Horfnir kunningjar, ættingjar og ástvinir, er voru snar þáttur í lífi manns, eru ljúf- lega sveipaðir móðu minning- anna innan tíðar, einstaklingarn ir sem slíkir verða óskýrir og óraunverulegir J ímynd manns á fám árum. aðeins einstakir at- fcurðir, er þeir og við vorum þátttakendur í eru enn Ijósir og skýrir. Aðeins einn eða kannski tveir hinna gengnu eru enn gerend- ur í hugsanalífi manns. þótt ára- raðir skilji okkur að. Þessir ör- fáu úr fjöldanum skáru sig að einhverju úr um atgerfi eða fram göngu. svo að þeir mörkuðu spor í verund manns, þannig að hún varð önnur og öðruvísi en áður; þeir urðu hluti af manni, eða öllu heldur: maður varð brot af jþeim. Því er það, að f dag gerist kannski eitthvað, sem er í sjálfu sér ekki neitt, en verður samt manni sjálfum gott og minnis- stætt, af því að gamall, horfinn vinur átti hlutdeild í því með manni. Kannski hefur maður í ógáti sagt orð hans eða orð dreg- in af hans, eða maður hefur brugðist við einhverju á annan hátt en venjulega, eins og hann myndi hafa gert. Kannski hafði hann ekki endilega talað eða gert þetta betur eða fallegar, en samt þannig að það hafði áhrif á mann og breytti manni dálitið og varð því partur af manni. Eg held að hann Kalli hafi ver ið svoleiðis maður. Maður sem heldur áfram að lifa með manni, því að hann var öðruvísi en fjöld inn, ekki eins og ég og þú, — stærri i sniðum. Hvar sem hann Kalli fór skildi hann eftir spor í samtiðina. Hann var hrjúfur, hóvær og oft hæðinn og stund- um galsafenginn, og alltaf tilbú- inn í deilur og kappræður; oftast ó öndverðum meiði við einhvern, leiddist ætíð þeir til lengdar. er voru honum sammála; hafði líka sérlega gott lag á að gera menn sér ósammála. Hann hafði ókveðnar skoðanir á öllu, flest- ar róttækar, sumar frumlegar, og varði allar af kappi miklu. Hann var ætíð lítilmagnans meg- in. og gat borið hönd fyrii höf- uð sér. Þessi sérstæði persónuleiki var í fátækt fæddur hinn 31. ágúst árið 1902. Foreldrar hans voru Guðbjörg Ásgrímsdóttir og Jón Tómasson, bæði ' húsmennsku hiá séra Brynjólfi á Stað í Grindavík. Ólst Karl upp hjá prestshjónunum á Stað til ferm- ingaraldurs. Átti þá að koma piltinum til mennta. en er hann heyrði hvaða fag hann skyldi nema, brást hann hart við og hljóp til sjós. Notaði hann 6tundum síðan nokkuð sterk orð um þá stétt manna, er hann svo naumlega slapp við að blandast. Karl stundaði síðan sjó- mennsku, bæði á mótorbátum og togurum fram eftir aldri, eða þar til hann réðist til Vegagerð- ar ríkisins í byrjun síðari heims- styrjaldinnar, en hjá henni gegndi hann verkstjórn, unz heilsan bilaði. Síðustu árin, áður en hann lét af störfum, gekk hann eigi heill til skógar en stundaði vinnu sína eigi að sið- . ur af dærrafárri atorku, þrátt fyrir lítt bærar þjáningar. Vakti karlmennska hans og ósérhlífni furðu og aðdáun allra er til þekkta Karl var tvíkvæntur. Fyrri ikona hans var Unnur Guðmunds dóttir, og eignuðust þau fjögur börn; Helgu, Brynjólf, Guðtojart og Guðmund. Síðari kona hans var Jóhanna Oddsdóttir og eign- uðust þau einn son barna, Rafn- Jónsson ar Karl. Öll eru börnin frá báð- um hjónaböndum hin mannvæn- legustu, gift og búsett í Reykja- vík. Eins og ég gat um í upphafi, var Karl persónuleiki, er skar sig úr f jöldanum, og fyrir margra hluta sakir og fleiri en mér hefir enzt rúm til að greina frá hér. Mun mörgum samferðamönnum hans sem mér, að minningin um þennan góða dreng mun aldrei fyrnast: hann mun halda áfram að lifa með okkur. Hvíl í friði. Vinur. HAUSTIÐ nálgaðist, litir þess lögðu fölvan blæ sinn yfir um- hverfið, lauf trjámna féllu til jarðarinnar, vindurinn feykti þeim eitthvað í burt, enginn vissi hvert. Það var á slíku hausti árið 1941 sem fundum okkar Karls bar fyrst saman og örlögin hag- ræddu því svo að kynni okkar urðu nokkuð meiri. því næstum því óslitið samstarf okkar síð- an, er nú að ljúka eftir rösk tuttugu ár. Karl var fæddur í Grindavík á Reykjanesi þann 31. júlí árið 1902, var því á sextugasta aídurs- ári þegar hann lézt þann 12. jan. s.l, Um ætt hans og æsku veit ég raunar fátt. hann var ætíð fá- máll um það, en mikla virðingu og hlýleik bar hann til fóstru sinnar var auðheyr' á tali hans um hana að þar hafi hann átt þá vernd og góða atlæti sem mun aðarlausum dreng hafi verið þörf á. Eins og tíðgaðist í þá daga fór Karl shemma að .vinna og fimmtán ára fór hann til sjós, varð léttadrengur á millilanda- skipi og sigldi um tuttugu ár á ýmsum skipum til margra landa og álfa milli, um skeið var hann á seglskipi og minntist oft á það, jafnan var þá hann sá mynd af seglskipi sem dvöl nans á slíku fleyi væri honum ljóslifandi í minni og næstum því sem honum fyndist á slíkum stundum að hann væri um borð, sæi öldurnar rísa við kinnung og heyrði hvin stormsms þá hann söng við rá og reiða. Og einhvernveginn finnst mér að Karl hafi þá verið á réttum stað þar sem karl- mennska hans, dugnaður og skyldurækni nutu sín til fulls. Það býr flest að fyrstu gerð, þess varð eigi dulið að ómild æsku kjör settu mark sitt á manninn, hinn snarpi veruleiki mótaði ytri formin og skildi eftir hrjúft yfir- borð er oft huldi manninn sem undir bjó, kulvindarnir skerptu til viðbragða ómótað og bljúgt geð unglingsins, ýfðu það til mótstöðu og stældu það til varn- ar, svo ómildur næðingurinn of- kældi ekki yl barnssálarinnar, særði ekki lífsmeiðinn og skilaði honum alsettum djúpum örum inní framtíð fullþroska manns, sem verða mun táknrænt dæmi óblíðra og kaldra kosta á fyrstu áratugum æfinnar, er grálynd ör- lög hrintu unglingnum þvert um geð inná óæskilega hliðar- stíga lífsbrautarinnar, sem þó að- eins verður gengir, af einum hverju sinni, aðeins þá og aldrei meir. Mér verður Karl minnisstæð- astur ekki hvað sist vegna and- stæðnanna í fari hans. hann bar ytri hrjúfleika, en innri maður- inn, léttlyndið. greiðasemin og góðvildin, skópu honum vinsæld ir er hann ávann sér manna með- al og enntust honum til hins síð- asta og munu endast honum með- an nokkur man hann, en þeir eru orðnir nokkuð margir starfs- mennirnir sem muna Karl, ef til vill eru þeir flestir sem komu ungir að árum, stigu sín fyrstu spor útí atvinnulífið og nutu þá leiðbeiningar Karls í fyrstu, margir af þeim eru nú meðal best. menntaðra manna þjóðar- innar, háskólaborgarar sem vissu lega geta talið Karl meðal sinna lærifeðra, þó sú kennsla færi ekki fram á skólabekkjum há- reistra menntasetra. Best munu innri eiginleikar Karls hafa komið í ljós gagnvart þeim smáu og minnimáttar, hann var barngóður svo af bar, og svo mikill dýravinur að hann gat ekki hugsað sér heimili sitt án þess að þar væri eitthvert hús- dýr, og nú sér eitt slíkt vini á bak, kannski væru kveðjuorð þess best nú ef það fengi að mæla. Verkmaður var Karl með ágæt um, jafnan í fremstu röð þeirra manna er bestir þóttu, kunni verk sitt vel, hagsýnn og úrræða- góður. Verkstofnyn sú sem hann vann hjá (Vegagerð ríkissjóðs) á að baki að sjá góðum starfs- manni, er vann henni af dugn- aði og skyldurækni. Fyrir um það bil 15 árum tók Karl sjúkdóm þann er þjáði hann æ síðan svo hann gekk aldrei heill til skógar, en óbil- •andi kjarkur karlmennska og stæld skapgerð, báru hann yfir verstu þrautastundirnar, en svo fór að sjúkdómurinn varð yfir- sterkari, en þó ekki fyrr en eftir þrotlausa baráttu á sjúkrahúsi í samfellt ellefu mánuði, þá gekk Karl á fund feðra sinna jafn hugrakkur sem fyrr. Eitt af því sem Karl sagði við mig þegar ég kom til hans í síðasta sinn, „Eg verð að fara út að vinna, mér batnar aldrei með því að liggja svona“, fimm dögum seinna var hann farinn, kannski út að vinna. en fölvuð lauf trjánna falla til jarðarinnar vindurinn feykir þeim eitt'hvað í burt, enginn veit hvert. Adolf Petersen. Frá Skattsloíu Reykjavíkur Allir þeir, sem fengið hafa eyðublöð undir launa- uppgjöf eða hluthaíaskrár, eru áminntir um að gera skil nú þegar. — Áríðandi er, að fá öll eyðublöð til baka, hvort sem eitthvað er út að fylla eða ekki. Fresturinn til að skila skattframtölum rennur út 31. janúar n.k. Dragið ekki til síðasta dags að skila framtölum yðar. Skattstjórinn Sendisveinn óskast á ritstjórnarskrifstofur blaðsins. Vinnutími kl. 10—12 og 1—6. 3/o hérb. íbúðir til sölu í sambýlishúsi við Álftamýri. Stærð 80 til 85 ferm. Seljast með fullgerðri miðstöð, sem er kom- in nú þegar, með tvöföldu glen, sameign múrhúð- aðri að innan og handrið á stiga eða tilbúnar und- ir tréverk. llián kr. 50 þúsund iil 5 ára. Gott fyrir- komulag. Verðið er sérstaklega hagstætt. ÁRNI STFFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgöta 4 — Símar: 14314 og 34231. Horðplast ó borð og lím Hvítt — Grátt — Gult — Hvítt með gyltum kornum og fleiri litir. PLÖTUSTÆRÐ 2,44 cm x 1,22 cm. n ý k o m i ð Þ. Þorcgrímsson & Co. Borgartúni 7 — Sími 22235 Sendisveinn Röskan sendisvein vantar okkur strax. Vinnutími kl. 9—6 e.h. Afgreiðslan — Sími 22480. Nýtt... í Málaranum með skermi VERÐ AÐEINS KR. 2690,— 3 stærðir 30”, 36“, 42“ 3 litir: hvítt — kopar — silfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.