Morgunblaðið - 23.01.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 23.01.1962, Síða 17
Þriðjudagur 23. jan. 1962 MOKCTNTtLAÐÍh 17 Vandamál eidra fdlksins FYRIR nokkrum árum skrifaði ég stundum blaðagreinar um ýmis vandamál skjólstæðinga Btofnana þeirra, er ég( veiti for- stöðu. Reynslan hefur kennt xnér ýmislegt, og bent á margt, sem betur má fara og gera þaxf þessu fólki til aðstoðar og og hjálpar. — En mér fannst vera svo tilgangslaust að skrifa, fáir lásu, og engir tóku undir. Tók ég þá það ráð, að reyna að vinna að þessu í kyrrþey, reyna að hlúa að því fólki, sem hjá okkur dvelst, og reyna að færa út kvíarnar eftir því, sem efni og ástæður leyfðu. Þetta hefur verið gert, og það eru aðrir, sem um það dæma, hvernig tekizt hefur. En á þessu ári eru tímamót f starfsemi okkar á Grund og að Ási. Grund verður 40 ára 29. október og Ás 10 ára 26. júlí, og þykir mér því rétt í byrjun þessa afmælisárs, að gera nokkra grein fyrir, hvernig okkur finnst málum eldra fólks- ins vera komið í dag. — Þörfin fyrir samastað í ell- inni er að verða meiri og brýnni með hverju ári, eldra fólkinu fjölgar hlutfallslega miklu meira og örar en öðrum aldursflokkum, og verður bráð- um alvarlegt vandamál. Elli- heimilin í landinu eru tólf, þar af tvö í Reykjavík, og hafa þau samanlagt nálægt 450 vist- pláss, hin ÖU um 250. — Tals- verður áhugi er víða í landinu á því að koma upp elliheimil- um, hjúkrunarhælum og sjúkra- húsum, enda eru menn nú farn- ir að sjá, hvað verður eftir nokkur ár, og að við svo búið má ekki standa. Er vonandi, að úr framkvæmdum verði, og að þær takist vel, að hagsýni og sparnaðar verði í hvívetna gætt. Dvalarheimili aldraðra sjómanna tekur væntanlega Bíll Vil kaupa Station eða sendi- íerðabíl með afborgun. Smíða- vinna gæti komið til greina sem greiðsla. Tilboð óskast sent Mibl., merkt: „1016 — £656“. nýja álmu til afnota í vor, og bætast þar við vistpláss fyrir 70—80 manns og ber að fagna því. En ástæða er til þess að athuga, hvort ekki sé rétt að láta sum happdrætti hætta, en í stað þeirra komi sjúkrahúsa- og elliheimilahappdrætti fyrir allt landið, það er víðar gamalt og lasburða fólk en í Reykjavík. Bent hefur verið á, að tilvalið verkefni fyrir söfnuði landsins væri að stofna og starfrækja dvalarheimili fyrir eldra fólk. Árum saman hefur það komið í kirkjuna, haldið uppi kirkju- sókn og safnaðarstarfi, og þeg- ar það er orðið lúið og lasburða ætti söfnuðurinn, kirkjan, að hjálpa því og sjá þvi fyrir samastað. Dvalarheimili, sem komið er upp af söfnuðum — kirkjunni — þyrftu ekki að vera stórir, en samt gætu þau hjálpað mörgum án þess að verða söfnuðunum fjárhagsleg byrði. Tvennt er, sem vantar: Viljann til þess að hjálpa, og finna leiðir til framkvæmda. Á skrifstofu biskups er bapkabók með 5.000.00 krónum, sem verð- ur afhent þeim söfnuði í land- inu, sem fyrstur hefst handa um þetta velferðarmál. Kirkj- unni og starfsmönnum hennar er oft fundið til foráttu athafna leysi um líknarmál, og ekki að ástæðulausu. Er vissulega hér tækifæri til úrbóta, og væri óskandi að ekki dragist lengur um framkvæmdir. Bezt er að vera heima, um það getum við öll verið sam- mála, en samt er það nú svo, að margur verður að fara að heiman, og þetta gildir nú orð- ið ekki síður um eldri sem yngri. Húsakostur og heimilis- aðstoð er oft að skornum skammti, og verður því afinn og amman oft að fara á elli- heimili af þeim ástæðum. Svo eru það veikindi og margt ann- að. En við höfum ekki tök á að reisa endalaust elliheimili, enda þótt nokkrum fleiri sé bráð- nauðsynlegt að koma upp. Aðr- ar leiðir verður að fara. Fyrst og fremst þarf að athuga, þegar hús eru reist, að í íbúðum sé gert ráð fyrir húsrými fyrir afa og ömmu. Ef þetta er gert, þá verður vandræðum oft afstýrt. Reisa þarf íbúðir fyrir eldra fólk, líkt og gert hefir verið í Atvinna ^ Stúlkur óskast á prjó.nastofuna. Upplýsingar í dag frá kl. 5—6. Anna Þórðardóttir hf. Hallarmúla 1. Sími 38172 (við Suðurlandsbraut) SILFURTUNGLIÐ Þriðjudagur Gömlu dansarnir Stjórnandi Baldur Gunnarsson Randrup og félagar sjá um fjörið Húsið opnað kl. 7. — Sími 19611. Danmörku. Eru þar stórar bygg- ingar með litlum íbúðum, eitt eða tvö herbergi, eldhús, bað og W.C. Eru þessar byggingar reist- ar fyrir opinbert fé, og leiga á íbúðum mjög lág, enda eru þær fyrir efnalítið fólk. Hér á landi hefir mikið verið byggt, en ennþá ekki neinar íbúðir, sem þessar, en á því er þó biýn þörf. í Hveragerði gerðum við til- raun, em fór í nokkuð aðra átt, en þó þess virði að ég held, að á hana sé minnst. Við keyptum lítið hús, gerðum það vel úr garði, seldum svo afnotaréttinn eldri hjónum fyrir allverulega fjárhæð, en sem var þó ekki nema liðlega % húsverðsins. Auk þess greiða þau nokkra húsaleigu. Afnotarétturinn mið- ast við líf eða heilsu, og eftir þeirra dag er hægt að selja afnotaréttinn af húsinu aftur á sama hátt. — En við seldum meira en húsnæðið, hjónin geta fengið mat og annað frá Ási, sem er rétt hjá húsinu, sem þau búa í. Þau fá einnig öryggi og er það öllum mikilsvirði, ekki sízt, þegar aldurinn er farinn að færast yfir og kraftarnir farnir að þverra. Annað hús er nú til sölu á sama hátt í Hvera- gerði, og ef einhver, sem þetta les, óskar frekari upplýsinga, þá eru þær velkomnar. Fyrir tíu árum vorum við að athuga um, að koma upp húsi með mörgum íbúðum, 1—2 her- bergi, eldhúsi, baði, W.C., en þær áttu að vera allmiklu stærri en íbúðirnar, sem reistar hafa verið í Danmörku, enda þótt hugmyndin væri að mestu það- an. Ekkert varð úr þessu, en á tíu árum hefir ýmislegt breyzt, einnig kröfur manna um hús- næði. Hjón, sem eiga hús eða stóra og rúmgóða íbúð vilj a ekki sætta sig við að fara í íbúð, sem er mjög lítil og verður því að gera ráð fyrir íbúðum, sem eru allmiklu stærri en áður var ætlað að væru nægilegar. Nú erum við að athuga þetta mál aftur. í þessari byggingu, ef úr verður, verða 36 íbúðir á þrem hæðum, en í kjallara er gert ráð fyrir veitingatofu, þar sem hægt er að fá keyptar máltíð- ir og sendar til sín, ef óskað er. Einnig er hægt að hafa þar fundi og samkvæmi. íbúð hús- varðar og hjúkrunarkonu verð- ur þarna einnig. Ætlunin er að íbúðir þessar geti uppfyllt kröf- ur vandlátra, enda munu kosta allmikið fé, en þó held ég, að margir vilji fá þær, enda þótt skilmálarnir verði þannig, að greiða þarf nokkuð af kostnað- arverði, sem óafturkræft fram- lag og síðar nokkra mánaðar- leigu, en að íbúum látnum'verð- ur íbúðin seld öðrum á sama hátt. Grund mun væntanlega hafa forgöngu um þessa fram- kvæmd, enda getum við séð um íbúa á sjúkradeildum stofnunar- innar, ef heilsa þeirra þverr. Anfiars er þetta ekki neitt einka mál okkar, og væri ágætt, ef einhverjir aðrir réðust í þessa framkvæmd, eða aðra hliðstæða. Aðalatriðið er að hér er um vanda mál að ræða, sem leysa þarf, og ef slík bygging yrði reist, og hér hefir verið rætt um, þá myndi mikið húsrými losna. — Væntanlegir íbúar þessa húss myndu allflestir koma úr eig- in húsum eða íbúðum, sem voru orðnar of stórar og óhentugar. Fjárhagslega myndi þessi fram- kvæmd því verða þjóðfélaginu í heild í hag. Þetta mál er ennþá aðeins í athugun, en mikinn stuðning þarf frá borgaryfirvöld unum og Tryggingarstofnun rík- isins, sem og lánastofnunum, ef til framkvæmda kemur. Oft er,um það talað, að eitt- hvað þurfi eldri fólkið að hafa fyrir stafni, létta vinnu, eftir því, sem starfskraftar leyfa, og er það hverju orði sannara. En látum við ekki oft fólk hætta, aðeins sökum aldurs, starfskraftarnir ágætir, þrátt fyr ir að almanakið segir aldurinn vera orðinn 70 ára? Hyggilegra og um leið réttlátara væri að gefa fólki, sem komið er á eft- irlaunaaldur, tækifæri til þess að halda törfum áfram, t. d. hluta úr degi, á meðan starfs- kraftarnir eru sæmilegir. Við höfum tæpast ráð á því að dæma fólk úr leik fyrir aldur- inn einn. Hjá okkur á Grund og í Ási er vistfólkið orðið nokkuð rosk- ið, meðalaldurinn um og yfir 80 ár, og eru því ekki miklir starfskraftar eftir, enda er meiri hluti þeirra lasburða sjúklingar. En samt eru þó nokkrir með sæmilega starfsorku ,og er reynt að hafa eitthvað handa þeim að gera, netahnýting o.fl. Þá er á Grund stundum handavinnu- kennsla, sem gefur góða raun. Okkur er ljóst, að betur þarf að gera, og þess vegna reyndum við fyrir nokkrum árum að fá stuðning til þess að koma upp vinnustofum í Hveragerði fyrir aldrað fólk. Ætluðum við að færa út kvíamar og gefa eldra fólki, með sæmilega heilsu, tækifæri til þess að vinna nokkra tíma á dag, eftir því, sem heilsan leyfði, líkt og gert hefur verið með ágætum á rangri á Reykjalundi. Því mið- ur fékkst ekki nauðsynleg fjár- hagsleg aðstoð og varð ekkert úr framkvæmd. Fer þetta oft svo. Hugmyndir vantar ekki, en skilningin á vandamálum eldra fólksins vantar oft, og tekur það því stundum lengri tíma að fá að framkvæma, heldur en framkvæmdin sjálf. Svona hef- ur það verið árum saman, og er þetta mjög alvarlegt mál. Ef þessu heldur áfram, þá end- ar það með því, að fáir vilja sinna þessum málum, þau eru nógu erfið í framkvæmd, enda þótt forráðamenn á hverjum tíma sýndu þeim dálít'ið meiri skilning, en oft vili verða. Sex eða 7 í næst síðasta sinn Gamanleikurinn Sex eða 7, sem Leikfélag Reykjavíkur' hefur sýnt að undanförnu, verður sýndur í næst síðasta sinn í kvöld kl. 8,30 og er það 24. sýningin á leiknum. ,Aðsókn. hefur verið góð, en hætta verður sýningum vegna nýrra leikrita, sem eru aði koma upp, og frumsýnd verða fljótlega. Meðfylgjandi, Imynd var tekin á æfingu og sýnir alla leikendurna..1 Fremri röð v. Regína, Bryn- jólfur, Helga, Guðmundur — »stamdandi f. aftan — Birgir,. Rita, Þorsteinn, Valdimar. 1 Hveragerði eru mörg gróð- urhús, og væri unnt að koma þar upp stofnun fyrir eldra fólk í sambandi við þau. Einnig ættu öryrkjar að geta fengið þar nokkra atvinnu. En óráðið er, hvað gert verður, vonandi verð- ur þessum málum meiri -skiln- ingur sýndur næst, ef til kem- ur. í þessari grein hefur verið bent á eftirfarandi: 1. Reisa þarf fleiri hæli fyrir aldrað fólk. 2. Söfnuðir landsins ættu að hafa forgöngu um að koma þeim upp. 3. íbúðir fyrir eldra fólkið, reistar fyrir opinbert fé. 4. Lítil hús í Hveragerði fyrir öldruð hjón. 5. íbúðir fyrir eldra fólk, af- notaréttur seldur. 6. Vinnustofa — garðyrkju- störf í Hveragerði. Efalaust kemur margt fleira til greina, þegar ritað er um þessi mál, en þetta ætti að nægja að sinni. Greinin er rit- uð til þess að vekja athygli á þessum málum, í þeirri von, að þeim verði gefin meiri gaum- ur, en hingað til hefir verið raun á. Hver eða hverjir það eru, sem málunum koma fram, skiptir engu máli. Við þurfum aðeins að hafa eitt í huga: Elli- laun, framfærslustyrkur og önn- ur fjárhagsleg aðstoð er ómet- anleg fyrir allt þetta fólk, en hitt er og engu síður nauðsyn- legt, að til séu stofnanir, heim- ili og vinnustaðir, þangað sem fólkið getur leitað, ef með þar'f. Enda þótt sjá megi af þess- ari grein að ég er ekki alls kostar ánægður með skilning ýmsra á þessum málum, þá vil ég ekki ljúka henni án þess að þakka þeim mörgu ,sem sýnt hafa skilning og velvilja á því starfi, sem hér er unnið. Án ágætra samstarfsmanna, hlýhug- ar og stuðning ótal margra, væri þessu starfi hætt fyrir löngu. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.