Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 15 Örstutt athugasemd til Einars Þóiðarsonar fiá Skeljabrekku 1 MBL. 16. þ. m. birtist grein eftir Einar Þórðarson frá Skelja- brekku er hann nefnir „Vísna- safnarinn frá Haukagili“, og er dagblaðið Tíminn átti við mig og íbirtist 17. des. sl. Virðist það ihafa verið E. Þ. lítt að skapi að hans skyldi eigi vera getið í iþví viðtali. E. Þ. virðist hafa gleymt því að ég lét vélrita vísna safn hans, honum að kostnaðar- lausu gegn því að ég fengi afrit af því er ég kostaði vélritun á. Voru tekin tvö eintök, fékk ég annað, en E. Þ. hitt. Var þetta í 5 bréfamöppur (ekki eins og E.Þ. segir). Kostnaður við þetta verk nam rösklega 10 þús. krónum. Frumritin seldi E. Þ. á safn fyrir nokkurt verð. Mun hann hafa þótzt gera góða verzlun, bjarga sínum handritum á öruggan stað, hljóta að launum nokkurt skotsilfur, en eiga þó eftir afrit af saí'ninu. E. Þ. 'virðist einnig ihafa gleymt því, að um nokkurt érabil fékk hann að láni úr mínu safni vísnabækur til þess að af- rita, enda mun algengt að safn- arar fylli þannig upp hver hjá öðrum. Þó voru hans vinnubrögð við þá afritun slík, að þar sem nauðsynlegar skýringar fylgda vísunum, hirti E. Þ. ekki um þær til afritunar, en lét sér nægja vísurnar sjálfar. E. Þ. virðist ennfremur hafa gleymt því, að við afritun á vísum hans óskaði hann sjálfur eftir því, að afritin yrðu merkt sér þannig að eng- um dyldist síðar, hvaðan og úr hvers höndum vísur þær væru ikomnar, sem þau hefðu að geyma. Var svo gert Og ætti E. Þ. tæplega að vera vandi á höndum að fullvissa sig um hvernig þessar vísnamöppur væru merktar, því hann á sjálf- ur samrit við mitt eintak. Ég hefi fylgt þeirri reglu við mína söfnun, hafi ég fengið vísna- kver til afritunar, að láta þess ætíð getið hvaðan af landinu og úr hvers eigu þau væru komin, þeim til glöggvunar er síðar kynnu að huga að vísum. Þá verð ég að hryggja E. Þ. með því, að ekkert af þeim 16 bréfa- bindum, sem honum verður svo tíðrætt um, hefir inni að halda afrit þau er honum vaxa svo mjög í augum. Þá er það vísa Jóns Pálmasonar E. Þ. virðist hafa gleymt því að þessa vísu kenndi hann mér sjálfur á þann veg, er hún birtist í Tímanum, þó hann telji nú, að hún hafi ‘átt að vera öðruvísi, og er vissu iega skylt að hafa það er sann- ara reynist. E. Þ. gleymir að geta þess í sambandi við þær tvær vísur, sem hann birtir eftir mig, að hann orti sjálfur vísu og lét mig heyra í umrætt skipti og er hún þannig: Ýms mig beygja amaský á lífs vegi hörðum sorgum sleginn sit ég því sviftur megingjörðum. Þessi vísa varð kveikjan að mínum vísum samhliða eggjun frá hendi E. Þ. að ég gerði vísu, Og sannast hér, sem fyrr að sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Það skal að lokum ját- að, að ég varð fyrir nokkrum vOnbrigðum er ég las grein Einars Þórðarsonar frá Skelja- brekku, þó hún beri vitsmun- um og mannkostum síns höf- undar sæmilegt vitni. Sigurður Jónsson frá Haukagili. - Utan úr heimi Framh. af bls. 12. fyrr en 1815, og var ein af síðustu þrem kantónunum sem það gerðu. í Valais var síðasta nornin í Svisslandi brennd, en íbú- arnir eru ennþá skapheitir og hjátrúarfullir. Á forsíðum dagblaðanna má stöðugt líta frásagnir af ástríðuglæpum í Valais, og lengi vel voru karlmenn kantónunnar eftir- sóttustu málaliðar í Evrópu. Valaisbúar eru kraftmikið fólk, t&lsvert ólíkir öðrum Svissum í útliti. Flestir eru dökkir á húð og beinaberir, skarpleitir menn með sting- andi, svört augu. Tungan er franska en hljómur hennar er harðari en annars staðar í Svisslandi. Sumir álíta að Valais-búar séu afkomendur ítalskra sígauna. Lítil lífsbjörg Atvinnulífið er frekar fá- tæklegt. Flestir rækta naut- gripi, fé og geitur. Einnig fylgir garðblettur hverju húsi. Ef einhver ætlar að heim- sækja Val d’ Herens utan ferðamannatímans, er vissara að tryggja sér fyrst að bæði vegir og hótel séu opin. — Gestirnir skyldu ekki búast við hóglífsaðbúnaði, jafnvel ekki á sumrin._____________ __________4 . SKIPAÚTGCRB RIKISINS M.s. HEKLA austur um land í hringferð hinn 28. þ. m Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðs- fjarðar, Keyðarfjarðar, Eskifjarð ar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Raufarhafnar og Húsavíkur. Far seðlar seldir á föstudag. ELEKTBIH heiii á boðstóltun raímótora af nýiustu gerðum. • „Squirrelbúr" 2—4—6—8 póla, rakaþéttir — alveg tilluktir stærðir frá 0.6 til 400 kw, allt að 500 V. • Steytuhreyfia 2—4—6—8—10—12—16 póla, raka þéttir — alveg tihuktir, stærðir frá 5 til 800 kw, allt að 500 V. • Lyftumótora, steytuhreyfla og „Squirrelbúr", einnig hljóðlausa fyrir húsalyftur. Viðstöðulaus og afbrotinn gangur (25% og 40%) stærðir frá 1 til 110 kw, allt að 500 V. • Einfasa mótora, stærðir frá 0.1 til 1 kw, 120 eða 220 V. • Þrífasa mótora eldtrausta, „Squirrelbúr" 2—4— 6—8 póla, 550 V stærðir frá 0.8 til 160 kw. • Háspennumótora með lögákveðnum snúnings- hraða, Vönduð vara — hóflegt verð — fljót afgreiðsla. Verð- og myndahstar sendir þeim sem þes óska. Einkaútflytjendur: Polish Foreign Trade Company, Ltd. - Eléktflm« Warszawa 2, Czackiego 15/17, Pöland P. O. Box 254. ANNÁLXiINN, sem nndanfarin ár hefur nr birzt í Lesbók Morgunblaðsins, verð ur framvegis í blaðinu sjálfu. Tölurn- ar í sviga segja til um hvaða mánað- ardag viðkomandi frétt birtist í blað- inu. Norskir sérfræðingar, sem hafa unnið á vegum ríkisstjórnarinnar hafa nú skilað áliti með drögum að áætlun um þróun þjóðarbúskapar- ins hér á landi. (16). Seðlabankinn greiðir fyrstu af- borgun af yfirdráttarskuld við Evrópusjóð að upphæð 2 millj. dollara. (30). Ólafur Thors tekur að nýju við embætti forsætisráðherra um ára- mótin. (31). ALÞINGI: Samþykkt var samhljóða að heim- ila Færeyingjum að anda handfæra- veiðar innan 12 mílna fiskveiðitak- markanna við ísland. (7). Frumvarp um dómsmálastörf, lög- reglustjórn, gjaldheimtu oJl. sam- þykkt á Alþingi. (16). Frumvarp um verðlagsráð sjávar- útvegsins samþykkt á Alþingi. (16). Alþingi kýs fulltrúa í Norðurlandráð, stjórn síldarverksmiðja ríkisins, í síld arútvegsnefnd o.fl. (19). Alþingi hækkar framlag til náms- manna og listamanna um rúma eina millj. kr (19). Fjárlög 1962 fgreidd á Alþingi. f?0). Alþingi frestað til 1. febrúar. (20). VEÐRIÐ! Fyrstu daga desember var frost um land altt og flestir vegir ófærir um allan norðurhluta landsins. Bændur vantar nokkuð fé og I veðurofsa brotn- tiðu t.d. 25 símastaurar í Axarfirði (5). Fyrsti snjórinn féll i Reykjavík á þessum vetri (7). — Bílar voru nokkra BÓIarhringa að brjótast frá Akureyri til Reykjavíkur (8). — Um miðjan mán uðinn varð aftur fært til Akureyrar (13). — Síðu u 30 ár var miklu hlýrra hér í veðri en næstu tvö 30-ára-tíma- bil þar á undan (14). — Fyrir jólin var »uð jörð víðasthvar 1 byggð (23., 24), en um jólin snjóaði og mikið *rost gerði um alit land, 10—20 stig. Sam- fföngur urðu erfiðar aftur norðan lands og á Austurlandi voru allir vegir lok- aðir. Flugferðir töfðust um jólin vegna blindþoku (28). . tJTGERÐIN: 1 Samlag skreiðarframleiðenda flutti út skreið a6 verðmæti 135 millj. kr. s.l. ér (3). Togarinn Jón Forseti náði metsölu í Þýzkalandi (7). Síldveiði hefur verið góð sunnan- land (12). Framhaldsaðalfundur LÍÚ samþykkti að mæla með því að róðrar hefjist strax um áramót. Sverrir Júliusson var endurkjörinn formaður sambandsins (14). Síðast í mánuðinum höfðu borizt á land 650 þús. tunnur af Suðurlandssíld frá því vertíðin hófst fyrir alvöru í lok október. Mestur hlutinn hefur far- ið í bræðslu, en rúmlega 100 þús. tunn- ur hafa verið frystar, rúmar 100 þús. tunnur saltaðar, um 20 þús. tunn- ur í súr og nokkuð flutt utan ísað (29). Góðar markaðshorfur fyrir fisk í Bandaríkjunum (30). MENN OG MÁLEFNI: íslenzkur búfræðingur, Arinbjörn Jóhannsson Kuld, ráðinn héraðsráðu- nautur í Noregi (3). Páll Líndal, skrifstofustjóri, lýkur síðasta prófmáli sínu fyrir hæstarétti (19). Fyrsti íslendingurinn, Sæmundur S. F. Vigfússon, hlýtur kaþólska prest- vígslu í Rómaborg (20). Rögnvaldur Hannesson, nemandi i 5. bekk Menntaskólans á Akureyri lilaut 3ja mánaða námsdvöl í Bandaríkjun- um sem sigurlaun I ritgerðasamkeppni menntaskólanema (22). Sigurður Helgason, forstjóri Orku, verður framkvæmdastjóri Loftleiða í New York (24). Um áramót fellur útgáfa Lesbókar Morgunblaðsins niður 1 því sniði, sem hún hefur verið. Lætur Árni Óla þá af ritstjórn hennar (31). Jón Þórarinsson, tónskáld, ráðinn tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í stað dr. Páls Isólfssonar, sem lætur af því starfi (31). Einar Arnalds skipaður yfirborgar- dómari (31). FRAMKVÆMDIR: Bæjarráð Reykjavíkur samþykkir að semja við Véltækni h.f. um hitaveitu framkvæmdir í Laugarneshverfi (1). Gísli lóðs, nýr 100 smálesta bátur keyptur til Hafnarfjarðar. Eigandi er Jón Gíslason (1). Fjórir norskir sérfræðingar koma hingað til þess að gera athuganir um orkufrekan iðnað hér á landi, og verða ríkisstjórninni til ráðuneytis (6). Rafmagnslína lögð frá Þverárvirkjun við Hólmavík yfir Tröllatunguheiði til Króksfjarðarness (6). Háskóli íslands 'iefur ákveðið að byggja raunvísindastofnun í áföngum (6). Nýrri álmu bætt við húsmæðraskól- ann á Varmalandi (7). Hafin er bygging stærsta húss á landinu, 35000 rúmmef.ra. Er það geymsluhús, áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi Í9). Miklar framkvæmdir við framræslu í Leirár- og Melasveit (9). Jöklar h.f. taka við hinu nýja skipi sínu, Drangajökli (9). 160 tunnur af kísilleir teknar úr Mý- vatni í haust (9). Brynjólfur Sveinsson, kaupmaður, opnar kjörbúð á Ólafsfirði, þá fyrstu þar (12). Fyrirhuguð stækkun Menntaskólans í Reykjavík á að ljúka næsta haust (14). Yfir 1000 umferðarmerki hafa verið sett upp í Reykjavík (15). Tryggvi Ófeigsson hefur keypt togar- ann Keili. Heitir hann nú Sirius RE 16 (14). Rafmagni frá Sogsvirkjun hleypt á 11 býli undir Eyjafjöllum (16). Verzlun Tómasar Jónssonar opnar nýja kjörbúð við Grensásveg í Reykja vík (21). Jón á Stapa nefnist nýr 119 smálesta bátur, sem keptur hefur verið til Olafs víkur (30). SLYSFARIR OG SKAÐAR: Fé finnst dautt í fönn í Þingeyjar- sýslu og hest fennir í Möðrudal (1). Sprenging varð i búrinu á strand- ferðaskipinu Heklu og oUi nokkrum skemmdum (5). Mývetningar gera, út margra daga leiðangur til þess að reyna að bjarga fé sínu úr fönn. Allmargar kindur finnast dauðar (6., 7). — I>eir náðu þó langflestu fé sínu (8). Vörubill rann út af bryggju í Kefla- vik ofan í vélbát (6). Eldur kom upp í vélbátnum Fiska- kletti frá Hafnarfirði á síldveiðum og varð ekki slökktur fyrr en báturinn hafði verið dreginn til hafnar (7). Vélbáturinn Böðvar frá Akranesi strandaði á Snæfellsnesi út af Jökli. Mannbjörg varð (7). Nokkrar skemmdir urðu á býlinu Borgartúni við Akranes, er eldur kom þar upp (7). Brezki togarinn Kingston Agate strandaði á Seyðisfirði í annað sinn á hálfum öðrum mánuði, en náðist út aftur (10). Þórhanna Árnadóttir, Grænuhlíð 6, slasaðist í bílslysi (12). . Sjö bílar skemmdust I árekstri á sama stað í hálku (12). Vélbáturinn Geir goði strandaði við innsiglinguna til Sandgerðis. Mann- björg varð (13). Verkamaður við höfnina, Páll Guð- mundsson, tvífótbrotnaði, er tunna féll ofan á hann (14). Trilla frá Akureyri rakst á ísjaka á Eyjafirði og sökk. Einn maður var á bátnum, Bjarni Jóhannsson. Guðrnund ur Hauksson á öðrum trillubáti bjarg- aði honum (16). Bærinn í Höskuldsey brann til grunna (16). Vélbáturinn Sæþór, sem lenti á land í ofviðrinu 25. nóv. í Ólafsfirði, dreg inn á flot (19). Tvítugur piltur, Pétur Leósson frá Akureyri, lézt af voðaskoti (21). Vélbáturinn Jökull frá Sandi strand aði við Engey, en náðist á flot aftur. (21). Vélbáturinn Hannes lóðs frá Vest- mannaeyjum tók niðri við Grindavík, en bátnum varð bjargað áður en stór tjón hlauzt af (22). Jón Halldór Þórarinsson, Snorra- braut 36, slasaðist nokkuð í nörðum bílaárekstri (23). Bílskúr og þvottahús að Borgarholts braut 30 í Kópavogi eyðilagðist í eldi á 2. jóladag. Bíll eyðilagðist og nokkr ar skemmdir urðu á íbúðarhúsiau (28). Eldur kom upp í Hafnarfjarðarbátn iim Sæfara GK 224 út af Garðskaga. Áhöfnin varð að yfirgefa bátinn, en hann síðan ^ dreginn til hafnar (28). Kra^ við írafossstöðina orsakaði raf- magnstruflanir í Reykjavík. Hvert ó- happið rak annað hjá Hitaveitunni (28). Maður að nafni Guðmundur Clau- sen, Fossvogsbletti 55, varð fyrir bif- reið á Snorrabraut og slasaðist nokkuð (29). Eldur kom upp í vélbátnum Júlíu VE 123 í róðri. Mannbjörg varð en báturinn skemmdist mikið (29). Piltur á Patreksfirði, Gunnar Karl Guðjónsson, slasaðist nokkuð, er heimagerð sprengja sprakk í höndum hans (30). 64 dauðaslys urðu á árinu 1961, 34 drukknanir, 14 bifvélaslys og 16 siys önnur (31). Olíutankur sprakk f rafstöðinni á Þórshöfn, kviknaði í henni og urðu skemmdir miklar (31). Hilmar Guðmannsson, 23 ára, háseti á togaranum Frey, hvarf í Hamborg og ekkert til hans spurzt (31). BÓKMENNTIR OG LISTIR: Komin er út 13. bókin í flokknum Lönd og lýðir, sem Menningarsjóður gefur út, Mannkynssaga eftir Ólaf Hansson (1). Komið er út úrval Ijóða eftir Huldu. Nefnist bókin Segðu mér að sunnan. (1). Komin er út ný bók eftir Árna Óla, Strönd og vogur, sagnaþættir og frá- sagnir af Suðurnesjum (1). Komin er út samtalsbók við dr. Pál ísólfsson eftir Matthías Johannessen (1). Út eru komnar endurminningar Krist ínar Dahlstedt veitingakonu (3). Leikfélagið Stakkur í Keflavík sýn- ir gamanleikinn ,,ÓlympíuhlauparannM eftir Derek Benfield (2). Eyjólfur Einarsson heldur málverka sýningu í Reykjavík (3). Komin er út bók með^ myndum af um 100 listaverkum eftir Ásmund Sveins- son (5). Komin er út ævisaga Hannesar Haf- steins, fyrra bindi, eftir Kristján Al- bertsson, rithöfund (6). „Endurtekin orð“ nefnist ný ljóða- bók eftir Guðberg Bergsson (6). Komið er út 3. bindi í rímnasafni Si^urðar Breiðfjörðs (6). Árni Kristjánsson og Bjöm Ólafsson halda sónötukvöld í Austurbæjarbíói (6). Komin er út ný bók eftir Björn Th. Björnson, „Á íslendingaslóðum í Kaup mannahöfn (6). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur verk eftir Jón Lcifs (6). Komnar eru út endurminningar Jöns Engilberts, listmálara, skráðar af Jó- hannesi Helga. Bókin nefnist , Hús málarans**. (7). Musica Nova heldur hljómleika í Reykjavík (7). Komin er út önnur útgáfa af bók- inni „ísland í máli og myndum" (7). Komnar eru út tvær nýjar barn^bæk ur eftir Ármann Kr. Einarsson, „Ævin- týri í borginni'* og „Óskasteinninn hans Óla“. (7). „Séra Friðrik segir frá“ nefnast sr.m talsþættir, sem Valtýr Stefánsson, rit- stjóri, hefur átt við séra Friðrik Frið riksson (7). Komin er út ný bók eftir Jónas Áma son „Tekið 1 blökkina**. (7). „Músin, sem læðist“ nefnist fyrsta skáldsaga ungs höfundar Guðbergs Bergssonar (8). „Konur skrifa bréf“ nefnist bréfa- safn, sem Finnur Sigmundsson, lands- Framhald á bls. .16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.