Morgunblaðið - 23.01.1962, Page 12

Morgunblaðið - 23.01.1962, Page 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1962 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ÍVðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 «intakið. STOR VIÐBURÐUR í SÍMAMÁLUM Frá þorpinu Evolene, sem er í 1500 metra hæð í einni sveit í Sviss þykja ferðamenn Furðuiegt fyrírbæri EIN af þeim fáu sveitum í Sviss, þar sem ferðamenn þykja enn furðulegt fyrir- bæri, er Val d’Herens í Valais kantónu. Þar ganga kúagæzlu stúlkurnar ennþá í öklasíð- um pilsum með flauelshatt. Ókunnar konur í knésíðum kjólum og nælonsokkum verða aðalumræðuefni þorp- anna í nokkra daga. Einkum á þetta við\ um vetrarmán- uðina, þegar vegirnir frá Sí- on, sem er næsti bær, eru ófærir af snjóum eða hálku. < Aðalþorpin í Val D’Herens eru fimm: Vex og Euseigne * í 1000 metra hæð, Evolene og Les Hauderes í 1500 m hæð sg Arolla í 2100 metra >hæð. Skemmtilegust eru hin þrjú síðastnefndu. Húsin í þessum þorpum hafa óvenjulegt byggingar- lag. Þau eru há og mjó, reist úr furu eða lerki á stólp- um. Þau eru hnotbrún og veðurbarin, og alltaf skreytt útskornum vindskeiðum og blómakistum við glugga. Naprir næðingar Húsin standa í þéttum hnöppum og einu gluggarnir' »eru oftast þeir, sem snúa að veginum. Ástæðan er sú, að ) kaldir Alpavindarnir ná sér vel upp í Val d’Herens, og því færri op sem eru á hús- i unum, því hlýrra er í þeim á veturna. 1 mörgum hús- anna er emn veggurinn ur steini og við hann er byggð- ur riststór arinn, þar sem öll matreiðsla fer fram. í jöðrum þorpanna eða framan við húsin standa kyndugar smærri byggingar. Kringlóttum hellum er kom- ið fyrir milli stólpanna og gólfsins, sem á þeim hvílir. Þetta eru kornforðabúr þorps búa og þau eru reist á þenn- an hátt til að hindra rott- urnar í að klifra upp stoð- imar og naga sig inn til að stela korninu . Engu að síður eru það þjóðbúningarnir í þessum dal, sem gera þetta hérað heim- sóknarvirði fyrir venjulega ferðamenn. Að sjálfsögðu er sunnu- dagur heppilegasti dagurinn til þess að horfa á þorps- konurnar í efnismiklum svört um pilsum og silki— og satínsvuntum. Um hálsinn bera þær litríka klúta og hárið er fagurlega sett upp og skreytt með hvítum kniplingum eða vafið borð- um. Hjálmlaga hattar með borðum úr rauðum, svörtum eða hvítum borðum sitja á hverjum kolli. Karlmennimir í vinnufötum Börnin eru einnig klædd litríkum fötum með fomu sniði, aðeins karlmennirnir virðast undanþegnir erfða- venjunni. Þeir ganga yfirleitt í venjulegum vinnufötum. Gestir í Valais ættu ekki að láta sérrétt héraðsins (raclette) fara fram hjá sér. Hann er búinn til með því að bræða hvítan, mjúkan ost, venjulega Bagnes eða Con- ches, framan við eldinn og rífa hann svo með tréhníf á kartöflur, soðnar með hýð- inu. Þetta er borið fram með ' örþunnum sneiðum af þurrk- uðu nautakjöti, ásamt glasi af hvítvíni og örfáum bitum af sýrðu grænmeti. Þjónustu- stúlkurnar merkja fjölda rac- lette-skammtanna á borð- dúkinn og leggja síðan sam- an, þegar máltíðinni lýkur. Ferðamönnum bregður alltaf í brún, þegar þeir komast að því hvað þeir hafa borð- að mikið af raclette. Þetta á ekki sízt við, ef hann hefur farið í göngu í fjöllunum fyrir málsverðinn. Flestir ferðamenn, sem til héraðsins koma, eru göngu- men.. eða fjallamenn. Loftið er hreint og hressandi og útsýnið stórfenglegt. Furur, pílviður og lerki fella nálar sínar á haustin, svo að hver stígur er sem gulli þakinn. Haustlitir Á haustin má sjá fagur— rautt og grænt bera við gráa steina, á vorin má alls staðar sjá baldursbrár og sóleyjar, og á vetrum glóa hvítir fjallatindar í sólinni. Valais er ein stórbrotnasta kantóna Svisslands og íbúar þess frægir fyrir sjálfstæði sitt. Það sameinaðist ekki svissneska ríkissambandinu Framhald á bis. 15. /\pnu hins nýja sæsíma- " taijambands milli ís- lands og Skotlands er stór- viðburður í íslenzkum síma- málum. Fram til þess tíma hefur t ’sambandið við ís- land fai.o fram á stuttbylgj- um og oft verið mjög ófull- komið. Auk þess hefur að- eins verið hægt að afgreiða símtöl lítinn hluta sólar- hringsins. Símtöl við útlönd verða nú truflanalaus og þjónustan verður opin allan sólarhring- inn. Þetta er svo mikil breyt- ing og framför frá því sem var, að við byltingu jaðrar. Mun þessi umbót verða til stórkostlegs hagræðis fyrir hverskonar viðskipti milli ís- lands og umheimsins. íslenzk blöð og frétta- menn hafa ekki sízt ríka ástæðu til þess að fagna hinu nýja talsímasambandi. í öllum löndum byggjast fréttasendingar í vaxandi mæli á notkun sjálfs talsím- ans. Hingað til hafa íslenzk- ir blaðamenn lítt eða ekki getað notað hann við er- lenda fréttaöflun eða frétta- sendingar. Eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir að ný sæsíma- lína verði lögð frá íslandi til Ameríku á komandi hausti. Mun einnig sá viðburður verða til þess að bæta sam- bandið milli íslands og um- heimsins að miklum mun. Fyllsta ástæða er til þess að óska íslenzku símamála- stjórninni og þjóðinni allri til hamingju með það stór- kostlega skref, sem nú hefur verið stigið í símamálum okk ar. Það mun verða landi og þjóð til hagræðis á fjöl- marga vegu. Einangrun ís- lands var að vísu fyrir löngu rofin. En afstaða þess til umheimsins er í dag allt önnur en hún var í gær, áð- ur en hið nýja sæsímatalsam band var opnað. DEILA MOSKVU OG PEKING Atökin milli kommúnista- stjórnanna í Moskvu og Peking færast stöðugt í aukana. — Blöð kínverska kommúnistaflokksins segja nú orðið hiklaust frá hinum hörðu árásum albönsku kommúnistaleiðtoganna á kommúnistaflokk Sovétríkj- anna. Þau draga heldur ekki dul á það, að samúð þeirra er öll með Albönum. En um hvað snýst raun- verulega þessi deila milli Moskvu og Peking? Um það er að vísu margt á huldu, en almennt er talið að Krúsjeff vilji fara varleg- ar í alþjóðamálum en Mao Tse Tung. Hinn fyrrnefndi er sagður trúa því, að hann geti lagt allan heiminn und- ir einræðisskipulag kommún- ismans, án þess að til kjam- orkustyrjaldar komi. Hann treystir á fimmtu herdeildir sínar í lýðræðislöndunum, og bendir á þann árangur, sem hann hefur náð með því að beita stöðugt hótunum um heimsstyrjöld, ef þetta og hitt verði ekki gert að skapi hans. Mao og kínversku komm- únistarnir segja hinsvegar hreinlega að þeir telji að heimsstyrjöld sé óumflýjan- leg milli hins alþjóðlega kommúnisma og hinna vest- rænu lýðræðisþjóða. Tímarit kínverska kommúnistaflokks- ins hefur talað opinskátt um það, að Kínverjar séu eina þjóðin sem geti lifað af kjamorkustyrjöld. Þeir kunni að vísu að missa 300 milljón- ir manna í slíkri styrjöld, en á rústum hennar ættu þó að standa um 400 millj. lifandi Kínverja, sem færir væru um það að taka að sér stjórn heimsins og ryðja kommún- ismanum braut um heim allan. Um það skal engu spáð hver þróunin verði í sam- skiptum kínverska og rúss- neska kommúnistaflokksins á næstunni. En átökin milli þessara afla eru hörð, og fara stöðugt harðnandi. Vax- andi klofnings verður vart innan kommúnistaflokka flestra- landa vegna afstöð- unnar til þessara deilna. Er mjög líklegt að af því leiði þverrandi fylgi kommúnista víða um heim á næstunni. ÁHYGGJUR FRAMSÓKNAR GÖMLU fjin gamla Framsóknar- ** maddama hefur þungar áhyggjur um þessar mundir. Hana dreymir dapurlega drauma. Það er ljóst, bæði af áramótagrein formanns flokksins um síðustu áramót veldur hinni gömlu maddömu kvíða er sú staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa unnið saman af heilindum að fram- kvæmd þeirrar viðreisnar- stefnu, sem ríkisstjórn þeirra markaði að loknum seinustu kosningum. — Maddömunni verður ósjálfrátt á að bera saman ástandið innan vinstri stjórnarinnar á sínum tíma. Þar logaði allt í deilum og sem að lokum leiddi til þess að stjórnin klofnaði og hrökklaðist frá völdum, þegar kjörtímabil hennar var rúmlega hálfnað. Hafði þó Hermann Jónasson huggað sig við það nokkrum mánuðum áður, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði nú verið endanlega einangraður. En ekki dugði það hinum mikla vinstri hertoga til þess að halda sínu eigin liði saman. Jörðin gliðnaði und- ir fótum stjórnar hans. Hún sökk í fen þess úrræðaleysls og upplausnar, sem hún sjálf hafði skapað. Og nú er sá maður vandfundinn, utan raða steinrunnustu Fram- sóknarmanna og æstustu Moskvusinna, sem getur lát- ið sér til hugar koma að ný vinstri stjórn verði mynduð. Myndun slíkrar stjórnar er þó sú von og trú, sem Tím- inn og málgagn Moskvu- manna á íslandi huggar sig við. — og forystugrein Tímans sl. sunnudag. Það sem einkum j illindum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.