Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. jan. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 9 Sjotug í dag: Elisabet E. A. Barte's FRÚ Elísabet Bartels á merkis- afmaeli í dag. Vinum hennar finnst það þó ótrúlegt, tins og hún er enn í dag, ung og þróttmikil. Hún er fædd 23. janúar 1892, dóttir séra Amórs Árnasonar frá Höfnum á Skagaströnd og konu hans Stefaníu Sigríðar Stefáns- dóttur. Elísabet ólst upp hjá Ólafi Sig valdasyni héiaðslækni og konu hans, Elísabetu Ragnheiði Jóns- dóttur, sem bjuggu að Bæ í Króksfirði. Hjá þessum merku og ágætu læknishjónum fékk hún prýðilegt uppeldi og ígóða menntun, á uppvaxtarárum sín- um. Gefendur endur- nýja húsgöp;n á Garði EINS og menn mun reka minni til, voru Stúdentagarðarnir, fyrst Gamligarður (lokið 1937) og síð- an Nýigarður (1942—43), reietir fyrir fjárframlög frá ýmsum að- ilum, sýslufélögum, stofnunum ýmiss konar og einstaklingum. ýmsir þeirra sem upphaflega veittu fé til húsbyggingar, gáfu einnig húsgögn í herbergin, en í hverju þeirra er svefnsófi, tveir stólar, skrifborð og bókahilla, venjulega í skrifborðinu. Auk þess eru innbyggðir skápar í herbergjunum. Húsaleiga á Stúdentagörðunum hefur jafnan verið miðuð við það að standa aðeins undir dag- legum rekstrarkostnaði stofnun- arinnar og er í vetur 450 kr. á mánuði fyrir eins manns her- bergi rreð Ijósi, hita, ræstingu og húsgögnum eins og að framan greinir. Af þessu leiðir að stofn- unin hefur ekki tök á að endur- nýja húsgögn sín og tæki eins og með þarf og hefur því orðið að leita annarra ráða. Nú í vetur hafa þrír gefendur herbergja á Nýjagarði endur- nýjað húsgögnin í þeim. Seðla- bankinn endurnýjaði öll hús- gögnin 1 herbergi Tryggva Gunn- arssonar, sem Landsbankinn veitti fé til á sínum tíma. Þá hefur félagið Germanía gefið nokkur ný húsgögn í Goethe- herbergið, en forgangsrétt að því á þýzkur styrkþegi í íslenzkum fræðum. Loks hefur borgarráð Reykjavíkur endurnýjað hús- gögn eftir þörfum í herbergjun- um sem Reykjavíkurbær gaf á Bínum tima. Stjóm Stúdentagarðanna tjáir ofantöldum gefendum þakkir sínar og garðbúa fyrir skilning þann og velvild sem komið hefur fram í þessu. Frá Stúdentagörðunum. Elísabet giftist 6. ágúst 1918, Martin Bartels, syni U. J. Bartels kaupmanns í Keflavík. Að af- loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, varð Martin Bartels starfsmaður í íslandsbanka í Reykjavík. Þau hjónin fluttust til Kaupmanna- hafnar, þar sem maður hennar varð bankafulltrúi í Privatbank- anum. í Kaupmannahöfn hafa þau hjónin búið um langt árabil, og er það ekki ofmælt, þó að sagt só, að þau hafi verið vinir, bjarg Fordstoínunin styrkir sveitar- félö^ SAMBAND íslenzkra sveitarfé- laga liefur borizt tilkynning um að Fordstofnunin hafi tilkynnt, að meðal veittra fjárframlaga úr sjóði stofnunarinnar sé styrkur að fjárhæð 100.000 dollarar, eða 4.295 000 ís. krónur, til Alþjóða- sambands sveitarfélaga, (IULA) sem aðsetur hefur í Haag. Þessu fé á að verja til að koma í framkvæmd þriggja ára áætlun um tæknilega aðstoð á þeim grundvelli að borgir, í þeim lönd um, sem lengra eru á veg komin, láni sérfræðinga sína borgum í löndum, sem skemmra eru komin í taekniþróun og sveitarstjórn. í Alþjóðasambandinu eru nú landssambönd sveitarfélaga í 47 ríkjum m. a. í mörgum ungum ríkjum í Afríku og Asíu. Hugmyndin um tæknilega að- stoð kom fram á þingi Alþjóða- sambandsins í ísrael á árinu 1960. Þar var samþykkt ályktun um að koma á tengslum vináttu og gagn kvæmrar aðstoðar milli sveitar- félaga í hinum ýmsu löndum. Með fjárstyrk Fordstofnunar- innar ei fyrirhugað, að Alþjóða- sambandið annist um að 36 sér- fræðingar í þjónustu sveitarfé- laga verði lánaðir í þess-u skyni á næstu þremur árum og að veitt ir verði 10 styrkir til starfs- manna sveitarstjórna í vanþró- uðum löndum. Þess er vænzt, að sveitarstjórn- ir í þeim ríkjum, sem lengra eru á veg komar, styðji að fram- kvæmd þessara fyrirætlana með því að veita sérfræðingum sínum leyfi frá störfum í allt að sex mánuði á fullum launum til slíkra starfa, og taki á móti starfsbræðrum sem kynnast vilja sveitarstjórnarmálum í löndum þeirra. IUIA mun hafa samráð við sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna svo sem framast er unnt um framkvæmd þessara fyrirætlana. vættir margra íslendinga, þar í borg bæði f.yrr og síðar. Maður Elísabetar var formað- ur íslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn í mörg ár, sömiileið- is í stjórn Dansk-ísl samf., sömu ieiðis í stjórn Skipsreder A. P. Möllers Fond for islandske stud- erende ved de höjere læream- stalter í Köbenhavn o. fl. Af þessu sést, hve þau hjónin hafa verið starfandi fyrir ís- lendinga alla tið. Því þetta starf hefur gert heimili þeirra í Kaup- mannahöfn, að miðstöð fyrir óteljandi íslendinga fyrr og síð- ar, jafnt óskylda, sem skyldfólk og heimilisvini. Gestrisni þeirra hjóna, höfð- ingslund og fúsleikur þeirra til fórna og allskonar fyrirhafnar vegna íslendinga, er öllum, sem til þeirra þekkja alveg ógleym- anlegt. Elísabet Bartels hefur í öllu starfi sínu verið frábær, yndis- leg og merk kona. Hún fékk þann ættararf að vera höfðing- leg og glæsileg í sjón. Hún er orðlagður snillingur í öllum heimilisverkum, og hefur það einkenni merkra kvenna, að það er eins og hún þurfi aldrei að flýta sér, þótt hús hennar sé fullt, af gestum og hún yfirhlað- in störfum, en þar kemur allt til greina: hin indæla lund henn ar, þekking hennar á öllum verk um, smekkur og óþrjótandi vinnuþrek. Hún verður aldrei þreytt enn í dag, svo vel er hún gjörð úr garði. Hún er trygg og ættrækin, heil og sönn í lífi og starfi. Þau hjónin Elísabet og maður hennar dveljast nú hjá einka- dóttur sinni Söru, sem gift og búsett er í Hans Bartels Strasse 1, Munchen 9, Deutschland. Þangað sendi ég og fjölskylda mín þessu indæla afmælisbarni heilla og hamingjuóskir. Jón Thorarensen. Sigurgtir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Máifiutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður Austurtræti 3 — Sími 10223. AÐSTOÐ við skattframtöl Jón Eiríksson hdl. og Þórður F. Ólafsson iögfr. Austurstr. 9 Sími 16462. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttariögmaður Lögfræði-ærf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið Sími 17752. Císli Einarsson hæst éttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Laugavegi 20B. — Sími 19631 — Þórscafé Framhald af bls. 3. Sveinsson víbrafón, Alfreð Al- freðsson trommu, Elfar Berg píanó, Ólafur Gaukur gítar og hinn góðkunni söngvari Harald G. Haralds. Þriðja hljómsveit Þórscafé er gamalkunn þ.e. sveit Guðmundar Finnbjömssonar, sem hefur leik- ið þar fyrir gömlu dönsunum mörg undan farin ár á fimmtu- dags og laugardagskvöldum. Nokkrar breytingar hafa orðið innan hljómsveitarinnar á s.L ári en í henni leika nú: Tage Múller píanó, Ásgeir Sverrisson harmonikku, Jóhann- es Jóhannesson harmonikku, Har aldur Baldvinsson gítar, Kfarl Karlsson trommu og hljómsveit- arstjórinn Guðmundur Finn- björnsson sem leikur m.a. á saxó- fón. — Hulda Emilsdóttir hefur sung- ið með hljómsveitinni í nær 2 ár við sívaxandi hrifningu sam- komugesta. „Stígvélaði kötturinn" Vinsælasta PRJÖICAI sem framleitt er á Frakk- landi, enda löngu heims- þekkt fyrir gæði. Einnig hér á íslandi er það orðið mjög eftirsótt Vér höfum sýnishorn af yfir 30 tegundum af þessu ágæta garni og getum nú útvegað það með mjög stuttum fynrvara. Einkaumboð s m e n n : Erl. Blandon & Co. hf. Bankastræti 10 — Reykjavík VARAHLUTIR Mjög mikið úrval varahluta: Púströr, hljóð- kútar, vatnskassar, vatnshosur, fram- og afturfjaðrir demparar, demparavarahlutir, spindilboltar, stýrisendar, stýrisstengur, afturöxlar, hjólnöf, felgur, varahlutir fyrir stýrisbúnað í Skoda Octavia o. m. fl. Unglingur óskast tii að bera blaðið í efiirtalið hverfi SKEGGJAGÖTU bJÓLUGÖTU ÚTSALA BÖTASALA Seljum teppi, teppaúregla og mottur með mjög miklnm afslætti. — Ennfremur GARDÍNUBÚTA. r TEPPI HF Austurstræti 22. ÚTSALA Ódýror prjónavörur Ódýrt ullargarn Verzl. Anna Þórðordótfír hf. Skólavörðustíg 3 — Sími 13472

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.