Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1962 M flutti Ir.gólfur Jónsson, einnig vera stóran atburð í sögu Mikla norræna ritsímafélagsins, Bend Suenson, og lét í ljósi á- nægju sína með góða samvinnu milli félags síns og íslenzku og brezku símamálastjórnarinnar um framkvæmd hins nýja tal- símasambands. Loks töluðu rit- stjórar Reykjavíkurblaðanna við ýmsa aðila á Norðurlöndum og yíðar í Evrópu. Á borðinu fyrir framan síma- málaráðherra, stóðu þrír bútar af sæsímastrengnum frá Skot- landi til Vestmannaeyja. Sá gild asti þeirra, sem er úr landtak- inu við Vestmannaeyjar, er um 6 cm. í þvermál. Annar bútur- inn var 3,5 cm. í þvermál og hinn þriðji, sem er djúphafs- strengurinn, var grennstur. Er hann 3 cm. í þvermáh Aðdragandi framkvæmdanna Áður en opnunarathöfnin hófst, fluttu póst- og símamála- stjóri og símamálaráðherra stuttar ræður, þar sem þeir ræddu undirbúning framkvæmd anna og þá þýðingu, sem hið nýja talsímasamband hefði fyr- ir íslenzku þjóðina. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, sagði að fyrir rúmlega sex árum hefði póst- og símamálastjórnin farið að undirbúa endurbætur á síma- sambandinu við útlönd, sem þá var talið orðið ófullnægjandi, bæði vegna tíðra bilana á gamla | Fjórir af forráðamönnum Landssímans, talið frá vinstri: Bragi Kristjánsson skrifstofustjóri, Jón Skúlason yfirverkfræðingur, Sigurður Þorkelsson yfirverkfræðingur og Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri. Á borðinu fyrir framan þá eru bútar af sæsímastrengnum. Nýja talsímasambandið sæsímanum frá 1906, sem veitti aðeins eitt ritsímasamband, og svo vegna truflana á stuttbylgju sambandinu frá 1935. Ræddi póst- og símamálastjóri hinn tæknilega undirbúning og við- ræður, bæði milli ríkisstjóma og Alþjóða flugmálatofnunarinn ar. Ýtarlegur samanburður hefði verið gerður á rekstrargrund- velli microbylgjukerfis og sæ- síma. Þó stofnkostnaður sæsíma væri talinn helmingi hærri en microbylgjukerfis væri rekstr- arkostnaður hans miklu lægri og hann talinn tæknilega heldur betri. Niðurstaðan varð því sú, að ákveðið var að velja sæsím- ann. 1300 km. langur Póst- og símamálastjóri sagði, að sæsíminn milli Skotlands og íslands um Færeyjar væri um 1300 km. að lengd. Framhalds- sæsími vestur um haf um Græn land til Nýfundnalands, væri yfir 3000 km. og mundi hann verða lagður í haust og væntan- lega tekinn í notkun í nóvem- ber næstkomandi. — Hinn nýi sæsími til Is- lands, hefur, sagði póst- og síma- málastjóri, 24 talrásir en hverja talrás má nota fyrir allt að 22 ritsímarásir með sérstökum búnaði. Þegar í byrjun hefur verið ráðstafað héðan tveimur talrásum, þar af einni fyrir Al- þjóða flugmálastofnunina en hinar fyrir talviðskipti milli Norðurlanda, Færeyja, Bret- lands og Evi'ópu yfirleitt. Sextán ritsímarásum hefur nú verið ráðstafað, þar af tveimur á þessu ári fyrir Alþjóða flug- málastofnunina, en fjórum á næsta ári, en hinum fyrir al- menn skeytaviðskipti, fjarrita- viðskipti o.þ.l. í sæsímanum frá Vestmanna- eyjum til Skotlands á Mikla norræna ritsímafélagíð um 70%, brezka þóst- og símamálastjórn- in um 20% og danska póst- og símamálastjómin um 1/10 hluta. Hins vegar kostar íslenzka póst- og símamálastjórnin sambandið milli Vestmannaeyja og Reykja- víkur, sem er radíófjölsími. Símtöl án tafar Gunnlaugur Briem sagði, að gert væri ráð fyrir að reyna að afgreiða símtölin sem mest bið- tímalaust, eða um leið og beðið er um símtal. Hann ræddi einnig um það aukna hagræði, sem væri •að hinu nýja talsímasambandi, t.d. yrði fljótlega tekin í notkun svokölluð telex-þjónusta, sem verður sérstaklega hentug fyrir stór fyrirtæki. Við hana eru not aðar fjarritvélar hjá notendum hér og í öðrum löndum, og geta þeir fengið samtoand milli vél- anna, sem er greitt fyrir eftir notkunartíma, líkt og við samtöl, og er yfirleitt gert ráð fyrir að verði um 60% af símtalasamband inu. — Fyrir flugöryggið verður sæsíminn mikill fengur með fljót ari og öruggari sambandi milli flugstjórnarstöðvanna, sagði póst- og símamálastjóri. Þá verð- ur og hægt að nota sæsímann fyrir flutning mynda. sjónvarps og fleira, á öruggari hátt en áður. Þá skýrði póst- og símamála- stjóri frá því, að rétt í þessu hefði verið gengið frá samikomu- lagi um, að símtöl um sæsímann til Bretlands geti farið áfram með sæsímanum þaðan til Ame- ríku án þess að gjaldið hækki og raunverulega lækki það dálítið, en búizt væri við að unnt væri að opna þá leið til almennings- nota kl. 15,40 í gær. um leið og almennu tal- og skeytaviðskiptin Hans G. Aandersen 9 að kvöldi og ekki síður á þvi að sambandið væri eins og verið væri að tala í innan- bæjarsímann í París. Hann kvaðst auðvitað oft hafa tal- að til íslands og venjulega gengið mjög erfiðlega, ekki heyrzt nema annað hvert orð. Áðspurður um sprenging- arnar, sem sífellt heyrist um í París, og þá einkum sprengj Símtal við París — eims og innanbæ|ar UM SJÖLEYTIÐ í gærkvöldi eftir íslenzkum tíma pantaði Mbl. sámtal við sendiherra ís- lands í París, Hans G. Ander- sen, og eftir lö mínútur var sendiherrann í símanum, undr andi yfir að fá aUt í einu símkvaðningu frá íslandi kl. una er sprakk í gær í utan- rkisráðuneytinu, sagði sendi- herrann að nýjustu fregnir af henni hermdu að tveir væru látnir og 30—40 minna særð- ir. Ánnars yrðu menn lítið varir við þessar sprengingar, heyrðu aðeins um þær í öðr- um bæjarhlutum. Þó hafði allt skolfið og ncjtrað í sendiherra bústaðnum eitt kvöldið. Þá hafði verið komið fyrir sprengju í húsi í nágrenninu, þar sem einhver hershöfðingi bjó. Hús hans skemmdiat tals vert, en engan sakaði. Sendiherrann sagði, að veðr ið í París hefði verið gott að undanförnu 'en nokkuð kalt. Þó ekki svo að íslendingum fyndist neitt til um það. Þá sagði hann að í París væru nú 20—30 íslendingar, flestir við nám. Þar væri til- tölulega nýstofnað íslend- ingafélag, sem kæmi saman þegar tilefni gæfist. En áður hefðu íslendingar lengi haf.t óformlega fundi í París, bó ekki væri þar neitt íslendinga félag. Að lokum bað sendiherr- ann að heilsa vinum og kunn- ingjum. um sæsímann til Evrópulanda. Póst- og símamálastjóri lét í Ijós þá von, að hinn nýi sæsími mundi valda þáttaskilum í síma- sambandi íslands við umheiminn og reynist eins vel og til er ætl- azt. Ræða Ingólfs Jónssonar símamálaráðherra hinna miklu þæginda af hinu bætta sambandi fær Landssími fslands talsverðar tekjur fyrir þjónustu, sem látin er í té. Má þvi fullyrða, að framkvæmd þessi verði þjóðirmi auk þess öryggis sem hun \ — ir nokkur tekjuauki." Ráðherra þakkaði síðan póst- og símamálastjórnum BretlandS og Danmerkur og Mikla norræna ritsímafélaginu fyrir góða sam- vinnu og margvíslega fyrir- greiðslu. Lauk hann síðan méli sínu með þessum orðum: „Margt hefur breytzt í atvinnu málum þjóðarinnar á rúmri hálfri öld, sem liðin er síðan síminn var tekinn í notkun hér á landi. Síðan hefur þjóðin verið sigursæl og stöðugt á framfara- braut. Má segja, að lausn síma- málsrns 1906 hafi verið undan- fari margra stórframkvæmda, hafi verið boðberi mikilla sigra, sem unnizt hafa, þjóðinni til hags bóta. , Það er ósk okkar og von. að á komandi árum megi þjóðin enn verða sigursæl i því að efla at- vinnuvegina, byggja upp fram- kvæmdir, bæta hag almennings og tryggja sjálfstæði sitt efna- lega og pólittskt. Megi sú fram- kvæmd, sem nú er minnzt, sæ- síminn nýi, sem færir þjóðinni marga nýja möguleika, verða tákn nýrrar sóknar og framfara, líkt og hinn fyrsti sími var 1906. Megi sú framkvæmd, sem nú er minnzt, reynast tákn og boðberi velgengni og aukinna framfara, þjóðinni til hagsældar um alla framtíð" sagði Ingólfur Jónsson. Bend Suenson, forstjóri Mikla, norræna ritsímafélagsins, flutti því næst stutt ávarp. Þakkaði hann boðið hingað til lands og kvað hið nýja talsímasamband Á símastöðinni í þjóðleikhuskjallaranum í gær, Valdemar Einarsson varðstjóri á talsanr.bandi við útlönd les símskeyti. símamálaráðherra, ræðu og gat þess í upphafi að hinn nýi sæ- símastrengur væri mikil og dýr framkvæmd og mundi hafa kost- að um 170 millj. kr. Þakkaði hann póst- og símamálastjóra og starfsmönnum hans fyrir mikið og gott starf við þessar mikil- vægu framkvæmdir. Hann kvað Alþjóðaflugmálastofnunina hafa átt góðan þátt í þvi að málið komst fljótt í kring. Ráðherm komst síðan að orði á þessa leið: „Hinn nýi sæsími til Skotlands markar tímamót í sögu símasam- bands íslands við önnur lönd, og er þýðingarmeiri en menn gera sér fulla grein fyrir í dag. Með þessari nýju framkvæmd fæst næstum eins gott samband við hin ýmsu þjóðlönd, eins og þegar menn tala saman innanbæjar. Af greiðsla á skeytum og samtölum verður allan sólarhringinn en var aðeins 3—4 klukkustundir áður. Á eftir því sem nú hefur gerzt, mun fylgja enn stærri og dýrari framkvæmd, sem er lagn- ing sæsíma milli íslands og Ný- fundnalands, um Grænland. Auk félagsins. Hann minntist á ýms- ar símaframkvæmdir þess, m.a. lagningu ritsímans til Suðaustur- Asíu. Hann kvað Mikla norræna hafa haft ágæta samvinnu við íslendinga allt frá því að síminn var fyrst lagður hingað til lands árið 1906. Þakkaði hann starfs- mönnum Landssímans góða sam- vinnu og lét í ljós þá ósk, að hið nýja samband yrði til gagns og gleði fyrir ísland, þjóð þess og alla þá sem viðskipti ættu við íslenzku þjóðina. Síðan hófust opnunarsamtöl þau, sem áður er getið milli símamála ráðherra, póst- og símamála- stjóra héðan að heiman og ráð- 'herra og embættismanna í Bret- landi og Danmörku. Ingólfur Jónsson opnaði sambandið með samtali við ungfrú Pike, aðstoðar símamálaráðherra Breta, og Gunnlaugar Briem talaði við Pedersen, símamálastjóra Dana og Sir Ronald German, símamála stjóra Breta. Ennfremur talaði símamálaráðherra við P. Mohr Dam. lögmann Færeyja og er skýrt frá samtali þeirra á öðrum stað í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.