Morgunblaðið - 23.01.1962, Page 16

Morgunblaðið - 23.01.1962, Page 16
16 MORGLNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. jan. 1962 — Rogalandsbréf Frh. af bls. 13. er auðvelt að gera, og jafnyel meira. Þegar lyftihæðin er ekki orðin meiri en þetta þarf ekki dýran saxblásara eða þvílíkar vélar við að koma í turninn, þá er hægt að nota bandlyftur hóf- lega dýrar og sem krefjast ekki nema lítils afls, það er líka hægt að nota Gnýblásara (höy- kanon) ef hann er til og fyrir hendi. Þannig tel ég mjög margt mæla með því, að hallast að því að gera votheysturna ekki hærri frá jörð en 6—7 metra jftir aðstæðum, og að bændur með allmikil bú komi sér held- ur upp tveimur (eða fleiri) slíkum turnum en einum 10—12 metra. Hina háu turna er ekki hægt að steypa svo vel sé með öðr- um hætti en í hinum dýru skrið mótum sem notuð hafa verið nokkuð víða, en eru dýr í not- kun, að minnsta kosti þar sem eftirspurn eftir slíkum fram- kvæmdum er lítil og strjál. Turna sem eru ekki nema 6—8 metra yfir jörð, er hins- vegar auðveidlega hægt að steypa í ódýrum mótum sem nú er vöi á. Grein þessari fylgir mynd af slíkum mótum, af gerð sem tíðkast hér á Jaðri. Má sjá turna, nýsteypta, í tugatali víða hér um sveitir, sem sprottið hafa upp hin allra síðustu ár. Þannig er þetta ný tækni einnig hér. Mót þessi kosta ekki nema lítið brot af því sem fullkomin skriðmót kosta. Þessi mót, sem verkstæði eitt hér á Jaðri smíð- ar, eru sem sagt ekki skriðmót, þau eru hækkuð með því að hala mótin upp með sveifarafli, eina og eina færu í senn. Þessu fylgir sá annmarki að ekki er hægt að steypa nema eina móta hæð — eina færu — á dag. Þetta tel ég lítinn galla saman- borið við kostina. Ef skynsam- Mótin sem notuð eru á Jaðri með ágætum árangri. Einföld að gerð og ódýr. lega er að verki staðið skiptir engu máli þótt það taki allt að 10 dögum að steypa einn turn — um tveggja tíma vinnu á dag. Nægir að hafa einn vanan mann við þetta, og lengi ætti að vera hægt að sjá honum fyrir starfi hluta úr degi við önnur verk, enda fer vel á því að aðalmaðurinn sýsli við þetta nokkuð lengur daglega heldur en þeir hjálparmenn — heima fyrir — sem fylla í mótin með yfirsmiðnum. Með dálítið skipulagðri vinnu tel ég líklegt að t. d. í Árnes- sýslu þyrfti að vera til 3—4 mót, en mætti byrja með minna, en hvað er það á móti þægindunum að geta steypt góð- ar votheysgeymslur í rólegheit- um og á handhægan hátt, eftir því sem þörf krefur. Mótin auð- veld í flutningi og uppsetningu, og þetta allt einfalt í sniðum. Um þetta hef ég ekki fleiri orð. Svo fer sem vill um það hvort ráðamenn heima taka mark á máli mínu eður eigi. Svona til þess að hressa þá sem að óreyndu máli munu fara sér hægt um að taka mark á mér, vil ég nefna það, að þess gerist engin þörf að byggja eingöngu á því sem ég segi um þessa hluti, svo vill til að héraðsráðu- nautur Húnvetninga á Blöndu- ósi, Sigfús Þorsteinsson, var hér á námsferð um síðustu áramót, hann sá þessa tækni, og leist vel á, ætti hann að vera dóm- bær um slíka hluti. Hér eru smíðuð og notuð mót af þremur stærðum: 3 metra, 3,5 metra og 4 metra. Auðvelt væri fyrir hvaða sæmilegt verk stæði sem er heima, að smíða svona mót, veit eigi hvort einka leyfi er því til hindrunar, má vera að svo sé, og alltaf er lítilmannlegt að níðast á slíku. En þess þarf varla, auðvelt ætti að vera að fá smíðaleyfi — þótt um einkaleyfi væri að ræða. Nú skulum við sjá hvað setur. hvort nokkur heima — eitthvert búnaðarsamband t. d., vill sinna þessu. Enn sem fyrr er hin mikla spurn hvort menn vilja „lúta að litlu“, eða eingöngu og fremur sinna því sem stærst er og helzt dálítið stærra heldur en þeir ráða vel við, að rétt athuguðu máli. Svo virðist. oft vera, er slíkt bjartsýni og fram- sókn, en framsókn getur líka stundum verið görótt, ef gát vantar og framkvæmda-fyrir- hyggju. — Og svo kemur vorið og sumarið og nýjar heyannir. Jaðri, 15. desember 1961. Árni G. Eylands. I. O. G. T. Stúkan Sóley nr. 242. Fundur í kvöld kl. 8.30. Kosning og innsetning embætt- ismanna. Daris og fleira á eftir. Æt. Ódýrar úlpur Köflóttu barnaúlpurnar komnar aftur Nr. 2 kr. 315,—. Nr. 4 kr. 330,— Nr. 6 kr. 348,—. Nr. 8 kr. 365,— Nr. 10 kr. 375,— Berið saman verðin Verzlunin .lllMIMMIé'UlÉMétÉÉPiai'IMmitlMMMMMIUéUIMUláMMMtMllH. 1 ^^^TlMIIIMMIM............. I'M11IIIII11 . W..................‘^^^^^111111111111II BllllMIMIII II ■ llllMMIIII II llMIMIIIIII M §tll|lllllllll' lMMIMIIIM II Miklatorgi við hliðina á ísborg Framboðsfresiur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur. — Listum eða tillögum skal skilað í skrifstofu V.R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi, föstudaginn 26. janúar n k. Stjórn V.R. Skrifstofustúlka Útflutningsstofun óskar eftir að ráða skrifstofu- stúlku strax. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — 7223“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. — Þetta gerðist Framhald af bls. 15. bókavörður hefur tekið saman (s)j. Mannamunur eftir Jón Mýrdal kom- inn út í 4. sinn (9). Komnar eru út tvær bamabækur eit ir Ingólf Jónsson frá Prestbakka, Álfa börnin og Fóstursonur tröllanna (10). Komin er út saga Þorsteins Daníels- sonar á Skipalóni skráð af Krist.mundi Bjarnasyni á Sjávarborg í Skagafirði (10). Síðara bindi af Oldinni átjándu Xom ið út (10). Leikfélag Kópavogs sýnir Gildruna eftir Robert Thomas. Leikstjóri er Benedikt Árnason (10). Oxford University Press heldur bóka sýningu í Reykjavík (12). Komin eru út öll leikrit Matthíasar Jochumssonar (13). íilenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jóns son frá Hrafnagili komnir út í nýrri útgáfu (13). „Krossfiskar og hrúðurkarlar" nefn ast frásagnarþættir eftir Stefán Jóns- son, fréttamann (14). Út eru komnar endurminningar frú Kristínar Kristjánsdóttur skráðar af Guðmundi G. Hagalín (14). Dalamenn nefnist bók eftir sr. Jón Guðnason. Eru þar æviskrár 3500 Dala manna 1703—1961 (16). Komin er út bók eftir Ingveldi Gísla- dóttur, nefnisx Lækning (16). Komnar eru út tvær skáldsögur eftir Ingibjörgu Sigurðardtótur er nefnast Sýslumannsdóttirin og Bylgjur (16). Skugga-Sveinn eftir Matthí.is Joch- umsson verður jólaleikrit Þjóðleikhúss ins. Leikstjóri Klemens Jónsson (16). Kvennadeild SVFÍ í Keflavík gefur „Grýttar götur“, ný bók eftir Jakob Thorarensen komin út (21). Byrðingur, afmælisrit skipasmiða komið út (21) Svipir dagsins og nótt, nefnist ný bók eftir Thor Vilhjálmsson (21). Sögur Þórhalls biskups með bókar- auka eftir frú Dóru Þórhallsdóttur komnar út í útgáfu Tómasar Guð- mundssonar (21). Polyfónkórinn hélt tónleika í Krists- kirkju í Landakoti á annan dag jóla (28). Þjóðleikhúsið frumsýndi Skuggi- Svein eftir Matthías Jochumsson á 2. í jólum. Leikstjóri Klemenz Jónsson (29). Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Slysavamarfélagsins halda smsöng 1 Keflvíkurkirkju (29). FÉLAGSMÁL: Sigurður Sigurðsson endurkjörinn formaður Félags íslenzkra myndlistar- manna (6). Brynjólfur Jóhannesson kosinn for- seti Bandalags íslenzkra listamanna (9). þjón, náðaðir fyrir jólin (19). Róbert Jónsson, Verzlunarskólanum, kosinn formaður Sambands bindind- isfélaga í skólum (12). Jóhann Sigurðsson kosinn formaður íslendingafélagsins í London (12). Sæmundur Sigurðsson endurkjörinn formaður Myndlistarskólans 1 Reykja- vík (14). Sýslufundur Suður-Múlasýslu hald- inn á Eskifirði (16). Aðalfundur Sambands dýravemdun- arfélaga íslands haldinn í Reykjavík. Þorbjörn Jóhannesson endurkjörinn formaður (16). Bjamþór Bjarnason kosinn formað- ur Sjálfstæðisfélags Stokkseyrar- hrepps (21). Friðjón Stefánsson^ kosinn formað- ur Rithöfundafélags íslands (24). AFMÆLI: Kvenfélagið Brautin í Bolungarvík 50 ára (3). Kirkjuvogskirkja í Höfnum 100 ára (3). 100 ára afmælis Hannesar Hafsteins minnzt með hátíðahöldum (3). H. Benediktsson & Co h.f. í Reykja- vík 50 ára (3). Útskálakirkja 100 ára (6). Lakk- og málningaverksmiðjan Harpa 25 f- (9). Lögmannafélag íslands 50 ára (10). ÍÞRÓTTIR: Sijgurjón Þórðarson kosinn formað- ur ÍR (1). Þórólfur Beck hefur undirritað samn ing við skozka knattspymufélagið St. Mirren og gerzt atvinnumaður (2). Einar Sæmundsson endurkjörinn for- maður KR (9N. ÍR varð Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik karla (6). Hörður Finnsson, ÍR, setti íslands- met í 100 m bringusundi, 1 Í3,0 mín. (7). ÍR setti met í 3x50 m sundi karla, 1.49,0 mín. (7). Fram varð Reykjavíkurmeistari 1 handknattleik karla innanhúss (12). Ármann I meistaraflokki kvenna (12). Guðmundur Gíslason setti íslands- met í 100 m flugsundi (1.06,4), 50 m flugsundi (29,7) og 200 m flugsundi (2.43,3). Hefur Guðmundur þá alls sett 43 íslandsmet í sundi. Þá setti Hörður Finnsson íslandsmet í 50 m bringu- sundi (14). Frú Ellen Sighvatsson endurkjörin formaður Skíðaráðs Reykjavíkur (21). 12 nýir knattspyrnudómarar í Vest- mannaeyjum (21). Jón Þ Ólafsson vann það afrek að stökkva 1,70 m í hástökki án atrennu (29). ÝMISLEGT: Ið íminjasýning haldin í Reykjavík (1). Hátíðahöld stúdenta 1. desember voru helguð vestrænni samvinnu. Að- alræðumaður dagsins var Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra (2). Innlendi áburðurinn, Skarni, hefur reynzt betur en við var búizt (2). Tófa leggst á fé á Jökuldal á Héraði (2). Nokkrar „herskáar" konur voru. með al fyrstu „gesta“ í nýju fangageymslu lö^reglunnar í Reykjavík (5). I ófærðinni um mánaðamótin tók það bílstjóra 93 klst. að komast í bíl sínum frá Reykjavík til Skagastrand- ar (5). Skipstjórinn á brezka togaranum Loch Melford og tveir háseta hans dæmdir í 2ja mánaða fangelsi fyrir árás á lögregluþjón á ísafirði (5). Skipverji á togaranum Úranusi tek inn fastur fyrir að smygla fimm súr- síldartunnum í land í Þýzkalandi (5). Herstöðin á Keflavíkurflugvelli héf- ur kostaö Bandaríkjamenn 300 millj. dollara (7) Fj árhagsáætlun Reykj avíkurbæj ar lögð fram. Heildartekjur bæjarins á- ætlaðar 336 millj. kr. (8). Sundlaug Vesturbæjar notar heitt vatn, sem svara 20 húsum (9). Öskjuhraunið nýja 9,2 ferkm. að stærð (10). Bóndinn að Kolkuósi varð að skjóta tvö hross sín, sem lentu niður um snió í árgil (12). Milljón króna vinningur Happdrætt- is háskólans kom upp á heilmiða, seld an í Reykjavík (12). íslendingur, sem starfað hefur 1 Kongó, kemur heim í leyfi (12). Atvinnuástand hefur verið betra á Siglufirði það sem af er vetrinum, en þeir eiga að venjast á vetri (33). EIli- og hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði gefið tæki til leðurvinnu (13). Nefnd hefur verið skipuð í Bretlandi til þess að aðstoða brezka áhugamenn um náttúrufegurð við að komLSt til ís- lands (13). Flugfélag íslands hefur tekið á Teigu eina hæð í hinu mikla húsi bændusam takanna (13) Fé grafið úr fönn eftir að hafa legið þar í 20 daga (14). Athugasemdir gerðar við uppgjör b.v. Brimness af endurskoðendum rík isreikninga (14). Sérfræðingar, innlendir og erlendir, ræða um almannavarnir hér á landi (15) . Skeljungur gefur út dagatal með lit- myndum af íslenzkum gróðri (15>. Kærur hjá lögreglunni í Reykjavík eru komnar yfir 25.600 á þessu ári (25). Aðeins yfirlögregluþjónninn starf- andi á ísafirði. Hinir hafa sagt upp starfi (15). The Scandinavian Times gefur út ís- landsblað (16). Ákveðið er að áramótafagnaður stúd enta verði í anddyri hins nýja sam- komuhúss háskólans, Háskólabíós (16). 15 þús. kr. til kaupa á nýrri sjúkra- flugvél (16). Kveikt á jólatré í Hafnarfirði, sem er gjöf frá Frederiksberg í Danmörku (16) . Stækkun sjónvarpsstöðvarinnar á \ Keflavíkurflugvelli breytir engu um móttökuskilyrði í Reykjavík (17). Mjög mikil bókasala fyrir jólin (17). Iðnaðarmálastofnun íslands gengst fyrir námskeiði í vinnuhagræðingu (17). Rússne9ka blaðið Pravda notar ,,frétt“ Þjóðviljans um vestur-þýzkar ævingastöðvar á íslandi til árása á íslenzku stjórnina (17). Brezku sjómennirnir, sem dæmdir voru á ísafirði fyrir árás á lögreglu- Vernd heldur jólahátíð fyrir einstæð inga á aðfangadagskvöld (19). Vísitalan hækkar um 1 stig, er 115 stig (21). Kveikt á jólatré, sem Oslóarborg gaf Reykjavík, á Austurvelli (19). Samkomulag næst milli Dagsbrúiiar og vinnuveitenda um vikukaupgreiðsl ur til verkamanna 1 margháttaðri vinnu (21). Fjárhagsáætlun Reykjavíkur sam- þykkt í bæjarstjórn (22., 23). Bændur nyrðra nota hunda til þess að finna fé í fönn (22). ' Elzta kona í Reykjavík, Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi á Berufjarðar- strönd, látin (23). Fálki réðist inn í hænsnahús St. Fransiskusar-systra í Stykkishólmi og banaði nokkrum hænum (23). Fiskmarkaðir íslendinga í hrettu. OECD skorar á aðildarríki sín að „losa um þau höft“, er torvelda út- flutningsverzlun íslands (28). Óhemju ölvun og skrílslæti í Reykja vík á þorláksmessu (28). Mánaðarlcaup kvenna við verzlunar- störf hækkar (29). — Konur í Iðju fá kauphækkun (29). Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í nóvember (29). Hald lagt á svonefndar ýlusprengjur í verzlunum í Reykjavík (29). Bráðabirgðasamkomulag næst milli lækna og Sjúkrasamlagsins, en áfram unnið að heildarsamkomulagi (30). Leyfi veitt fyrir 101 áramótabrennu (31). MANNALÁT: 1. Einar Runólfsson, húsasmíðameist- ari, Reykjavík. 2. Herdís Helga Guðlaugsdóttir, Voga tungum, Reykjavík. 6. Sara Þorsteinsdóttir, kaupkona, Reykjavík. 6. Guðmundur Jóhannesson, frkvstj. Reyk'avík. 6. Hólmfríður Ólafsdóttir frá Stóra- Skógi. 6. Anna Pálsdóttir frá Ánanaustum. 6. Kristján Hansson, trésmíðameist- ari, Asvallagötu 19. 7. Hallgrímur Jónsson, fyrrv. skóla- stjóri. 7. Borghildur Ragnarsdóttir, Báru- götu 40. 7. Jón Gíslason, múrari, Grettisgötu 19. 9. Magnús Bergsson, bakarameistari, Vestmannaeyjum. 10. Engilráð Hallgrímsdóttir, Garða- stræti 16. 10. Margrét Sigurðardóttir, Blöndu* hlíð 11. 10. Einar H. Sigurðsson, klæðskeri. 12. Þorsteinn J. Eyfirðingur, fyrrv* skipstjóri. 12. Björg Magnúsdóttir frá Miðseli. 12. Þórður Einarsson, Bræðraborgar- stíg 36. 12. Haukur Jónsson, pípulagningameist ari, Langholtsvegi 198. 13. Jódís Sigmundsdóttir frá Kringlu. 13. Halldóra Bergþórsdóttir Petersen frá Ölvaldsstöðum. 13. Jakobína Torfadóttir, Hagamel 26. 13. Margrét Jóhannesdóttir, Langholts- vegi 63. 13. Jón Brynjólfsson, málarameistari, Kaupmannahöfn. 14. Andres Haraldsson, véslstjóri, Tjarnargötu 41. 14. Hákon Jónsson frá Meiragarði í Dýrafirði. 15. Sigríður Sveinsdóttir frá Sunnu- hvoli. 16. Aage Kristinn Pedersen, Mávahlíð 9 16. Guðrún Petersen, Skólastræti 3. 17. Sigríður Lýðsdóttir frá Litlu- Sand vík. 17. Pétur Leifsson, ljósmyndari. 17. Lára Magnúsdóttir, Tjarnargötu 14. 18. Ásgeir J. Jakobsson, málarameist- ari. 18. Guðfinna Sveinsdóttir fró Háarima. 18. Vilborg Guðlaugsdóttir, Kamsvegi 20. 19. Jón Böðvarsson, Miðtúni 36. 19. Kjartan Ólafsson frá Vestra-Geld- ingaholti. 21. Guðrún Hannesdóttir frá Skipum, Stokkseyri. 21. Guðrún Haraldsdóttir frá Garðs- horni, Vestmannaeyjum. 22. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Laugavegi 80. 22. Þórunn Stefánsdóttir, Ásabyggð 13, Akureyri. 23. Guðbrandur Jónatansson, skipstjóri frá Patreksfirði. 24. Óskar Gladstone Jóhannsson, Söl- vallagötu 3. 24. Ingveldur Þorstein9dóttir, Laugar- dalshólum. 25 Halldór Steinsen, læknir og fyrrv. alþingisforseti. 25. Þorbjörn Þórðarson, fyrrv. héraðs- læknir. 27. Katrín Kristinsdóttir frá Bjarnar- húsi, Stokkseyri. 27. Ólafur Sigurðsson, veggfóðrari, Mávahlíð 29. 27 Valgerður Haraldsdóttir Briem, Skipholti 34. 29. Jóna B. Svavars, Siglufirði. 29. Matthías Þórðarson, fyrrv. þjóð- minjavörður. 30. Elín Egilsdóttir, fyrrv. veitinga- kona. 30. Georg Östlund, stórkaupmaður. 30. Einar Bjömsson, kaupmaður, Skóla vörðustíg 25. 31. Karl A. Jónasson, prentari. 31. Halldór Jón Jónsson, símamaðui*. 31. Kjartan Einarsson, trésmíðameist- ari, Hvolsvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.