Morgunblaðið - 23.01.1962, Side 3

Morgunblaðið - 23.01.1962, Side 3
Þriðjudagur 23. jan. 1962 mohcihshj. aðið 3 ☆ A©FARANOTT s.l. laugar- dags fór að snjóa hér í Reykjavík og kl. 5 um morg- uninn var orðið alhvítt. Síð- an hefur alltaf mælst ein- hver úrkoma, en ekki þó telj- andi síðan í gærmorgun. Ekki eru horfur á framhald- andi snjokomu eins og er, og sennilega fer ekki að hlána fyrr en eftir u. þ. b. tvo daga. Blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl fóru í „kaupstaðar- ferð“ í gæi og það leyndi sér ekki, að snjórinn hefur þegar sett sín séreinkenná á bæjar- lífið. Börnin hafa tekið sleð- ana úr geymzlum og kjöll- urum, skíðamenn hafa farið að dæmi þeirra, tekið fram skíðin, dittað að bindingun- um og hosur og síðar nær- Skiðastökk á Arnarhóli. buxur eru komnar aftur í spilið. Keðjuskröltið glymur á malbikinu og sumir fá snjó- bolta í hausinn frá góðvilj- uðum unglingum. SKARFUR í HEIMSÓKN Niður við tjörn var uppi fótur og fit í þess orðs fyllstu merkingu. Endurnar lónuðu í vökinni við Búnaðarfélags- húsið. En þær voru þar ekki einar. Þær höfðu fengið að- sópsmikinn gest og sjaldséð- an. Þar var kominn skarfur, sem fyrst hreykti sér upp á kassa á skörinni, en skellti sér síðan í bað í vökinni og hafði sig mikið í frammi. Strákartiir þarna sögðu að hann væri haltur á öðrum fætinum. og sennilegt er, að hann hafi eitthvað verið slapp ur, því að það er mjög sjald- an, sem ættmenn hans heim- sækja tjörnina og hæpið er, að hann þrífist þar til lang- frama, þótt eitthvað sé af hornsílum til þess að seðja sárasta hungrið. Skarfurinn var mjög styggur í vökinni og kafaði í sífellu, enda nokkur mannsöfnuður á bakk anum að virða fyrir þennan furðufugl. Sveinn ljósmynd- ari hljóp í kringum vökina til þess að „skjóta“ á gripinn, en skarfinum var sýnilega lít ið um Svein gefið og kafaði oftast, begar hann var rétt bú inn að stilla vélina. Það er skarfur á tjöninni, sjáiði skarfinn, hrópuðu strákarnir, og sumir hentu snjóboltum á eftir honum, þar sem hann þeyttist milli vakar skaranna, ýmist í kafi eða bara í gegnum andamergðina. Snjóplógurinn á Reykjavíkurfiugvelli H ' ■■81 Ég hef aldrei séð skarf, sagði maður á bakkanum, og rýndi út í vökina. Já þarna var uppi fótur Og fit og bráðlega var lögreglan komin til þess að greiða úr umferðahnútnum, sem einn aðvífandi skarfur hafði hnýtt mitt 1 höfðuborg landsins. AÐ MOKA SNJÓ Nú eru flestir vegir vel fær- ir í nágrenni Reykjavíkur, skotfæri fyrir Hvalfjörð, yfir Hellisheiði og til Keflavíkur. Krýsuvíkurvegurinn lokaðist á sunnudag, en verður senni- lega orðinn fær um það leyti, sem prentsvertan þornar á spjaldi þessu. Verið er að moka Hreppa- og Skeiðavegi, en þungfært er enn í Gríms- nesinu. Holtavörðuheiðin er fær, en sennilega verður þung fært í Langádalnum og á Vatnsskarði. Snjórinn er þó ekki neinn einkaóvinur bílstjóranna. Snjókoma getur lokað flug- völlum um stundarsakir og jafnvel lengur, ef mikil er. Flugmenn bölva því snjónum með nokkrum rétti. Á flugvellinum í Reykjavík hafa þeir mjög stórvirk tæki til höfuðs snjónum. Þeir voru að ryðja völlinn í gær með þessu ferlíki, sem sjá má á myndinni hér á síðunni. Hvað eruð þið fljótir að ryðja þessu af vellinum, spurðum við snjóplógsmenn. Við erum fljótir, svöruðu þeir og glottu kankvíslega. Hvað fljótir? Ferlega fljótir, var eina svarið, sem við gát- um tögað upp úr þeim. Okkur þótti það heldur ekki ótrúlegt af vélakostinum að dæma. SKÍÐASTÖKK Á ARNARHÓtl Og nú eru börnin komin á Arnarhólinn. Þar voru í gær upprennandi skíðakappar við æfingar, en aðrir létu sér nægja magasleða, kassa eða bara pappaspjald. Við hittum þrna Jónas Lúð víksson, sem hafði hlaðið sér stökkpall, og börnin göptu af undrun og aðdáun, þegar hann sveif tignarlega fram af pallinum og stöðvaði sig niður undir Hreyfilsplani af mikilli liftt. Hann er aðeins 11 ára gamall og hefur stund- að skíði bæði á Húsavík og í Noregi. Jafnaldrar hans reyndu að líkja eftir honum með misjöfnum árangri. Rún- ar Sveinbjörnsson hafði að- eins einu sinni áður stigið á skíði. Það var um daginn á Skúlagötunni. Verður þetta í Mogganum á morgun, spurðu börnin með eftirvæntingu. Já, svöruðum við, ef þið brosið fallega til Ijósmyndarans. Hver veit, nema skíðakapp ar framtíðarinnar séu einmitt að æfa sig í dag í hjarta bæj- arins. Ég fæ lánuð skíði á morgun, sagði drýldinn ná- ungi okkur, um leið og við gengum niður hólinn. Þegar Sveinn ljósmyndari datt á rass inn á svellbunka undir snjón- um, þá reyndu börnin að láta okkur eklki sjá, hve þeim var dillað. Kallinn með mynda Vélina hefur það nefnilega á valdi sínu, hvort það kemur mynd í Mogganum á morgun eða ekki. — J. R. STAkSTEIMR „Góðir Framsókna®- me»n“ og vondir I ritstjórnargrein kommúnista- málgagnsins s.l. sunnudag er far- að mörgum fögrum orðum um hóp af „góðum Framsóknarmönn Þessir „góðu“ Framsóknar- menn eru þeir. sem gengið hafa hin svonefndu „Samtök her- námsandstæðinga“ og undir- skrifuðu siðferðisvottorð það, sem frá íslandi var sent Krúsjeff, en efni þess var fyrst og fremst á þá leið, að ísiand ætti að vera hlutlaust, enda legðu vottorðs- gjafar að jöfnu vestrænt lýðræði og austræna kúgun. Nú vilja ís- lenzkir kommúnistar sýnilega endurgjalda aðstoð hinna „góðu“ Franvsóknarmanna, hæla þeim á hvert reipi og ráðast að hinuna illu öflum í flokknum. Vafasamur heiður Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að það eykur ekki traust manna að vera hælt af kommúnista- málgagninu á islandi. Nú orðið | vita allir, að það er gefið út fyr ir rússneskt fé og þjónar heims- valdastefnu Rússa í einu og öllu. Það hælir þeim mönnum einum, sem það telur styrkja málstað heimskomrr.únismans. Þess vegna er það vægast sagt vafa- samur heiður að vera hælt af því blaði, og raunar líklegt, að hver sá maður, sem hafinn er til skýj- anna á síðum þess, fái bak- þanka. Hann taki að hugleiða hvers vegna sér sé hástöfum hrósað. Og einfaldur hlýtur hver sá að vera, sem ekki kemst að réttri niðurstöðu, er hann íhug- ar þá spurningu. Honum hlýtur að skiljast, að hólið byggist á því einu, að formælendur heims- kommúnismans telji hann nyt- saman baráttumann og stefnu hans og störf þóknanlegt Rúss- unv Einn hinna „góðu“ Framsókn- armanna. Eiríkur Pálsson, talaði á fundi Varðbergs ? Hafnarfirði. Vonandi er honum nú orðið ljóst, hvers vegna kommúnistar dá- sama hann. Harðindin á Tímamun 110 þús kr kandidafsstyrk ur til náms í Minnesota AÐ tilhlutun Valdimars Björns- sonar, fjármálaráðherra Minne- sota-ríkis, hefur Otto Bremer Stofnunin ákveðið að veita á þessu ári og framvegis árlega nokkra fjárupphæð til The American-Scandinavian Funda- tion til námstyrkja fyrir háskóla menntaða menn á Norðurlönd- um til framhaldsnáms við æðri menntastofnanir í Minnesota, ’einkum Ríkisháskólann eða Mayo-læknaskólann í Rochester. Fyrsti styrkurinn, að upphæð $ 2.500, verður veittur íslenzkum námsmanni, og hefur íslenzk- ameríska félagið milligöngu um veitingu hans. Styrkurinn er til eins árs (1962/63), en við Mayo- stofnunina eru möguleikar á framhaldsstyrk í tvö ár til við- bótar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í grein sinni. Nánari upplýsingar gefur ritari félagsins, prófessor Hreinn Bene diktsson, simi 10361, og afhendir hann einnig umsóknareyðublöð. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu). Drangajökull lestar STYKKISHÓLMI 22. janúar. — 1 gær lestaði Drangajökull fisk til útflutnings í Stykkishólmi. — Fréttaritari. Risjótt tíð ÞORLÁKSHÖFN, 22. ian. Hér hafa verið miklar landlegur og risjótt tíð, en þó var róið í dag. Fimm bátar hafa þegar byrjað á vertíð og þrír til viðbótar munu byrja í .vikunni. Einnig verið, að tveir aðkomubátar verði gerðir út tii viðbótar, svo að alls verði gerðir út héðan tíu bátar. Hér er mikill snjór, beitarlaust í sveitinni og Vindlheimahæð ó- fær. — Magnús. Mikil harðindi hafa um skeið gengið yfir Framsóknarflokk- inn. svo a ðleiðtogum hans hef- ur helzt fundizt ástæða til að líkja þeim við hörmungar móðu harðinda. Ekki er ósköp þessi þó að rekja til náttúruhamfara, og ekki er heldur um sök Framsókn armanna sjálfra að ræða. Nei, ósköpin eru afleiðing af ákvörð- unum meirihluta þings og þjóð- ar og framkvæmd stjórnarstefn- unnar. Þess vegna er þess varla að vænta, að Framsóknarm.enn fari virðingarorðum um forystu- menn þess meirihluta, sem ábyrgð ber á vandræðunum, né um það fólk, sem styrkir þá og hvetur til að hvika hvergi frá viðreisninni. En þótt Timanum finnist ekki mikið koma til gáfna fars meirihluta þjóðarinnar og telji sig litla samleið eiga með honum, þá er hitt nokkuð langt gengið að geta ekki talað og rit- að sön?.u tungu og aðrir fslend- ingar. Ritstjórnargrein sú. sem Tíminn nefnir „Skrifað og skraf- að“ bendir þó til þess, að Fram- sóknarmenn séu að koma sér upp nýju tungumáli, sem ekki væri úr vegi að kalla her- mennsku, úr því að efnahags- málastefna Framsóknarflokks- getur j jns er nn af aiþjóð nefnd ey- steinska. Hið nýja tungumál Framsóknarmanna virðist að vísu eiga að styðjast við íslenzk- una, en orðmyndir og setninga- skipun á sýnilega að vera með nýstárlcgum hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.