Morgunblaðið - 04.02.1962, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.1962, Side 2
2 MORCVNT1T ATílÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Pptur Hauksson, Stefán Magnússon, Þórður Björnsson, Valtýr Björnsson og Hjörtur Aðal- stcinsson: „Þiö eruð búnir að tapa.“ ,,Ég veit það. Skiptum liði að nýju.“ ingar, sagði hin. — En ekki snjókarla. Örlítið hik varð á svarinu: Jú, við búum líka til snjó- karla. , ★ I sama mund og við vorum að kveðja þessar nýju vin- konur okkar bar að stúlku snöggklædda og vettlinga- lausa með fangið fullt af pinklum: — Hvað ert þú gömul? > — 11 ára. — Áttu mörg systkini? — Ég er þriðja yngst af sjö systkinum. — Og þykir skemmtilegt í snjónum? — Já, þegar ekki hvessir. Þá bý ég til snjóhús og snjó- kerlingar eða fer í snjókast. — Ekki þó við strákana? — Jú, einmitt! Ég skýt þá niður! ★ Þeir voru í ítnjókasti yfir Hrannarstíg, þrír á móti tveim ur. í sama mund og okkur bar að, varð annar þeirra fyrir skoti. Stóð hann þegar upp — Við kúskuðum þau einu sinni, svo að þau fóru að grenja, bætti sá þriðji við. Þrjár fongulegar stúlkur bar að rétt í þessu og spurði ég þær í mesta grandaleysi: — Eruð þið í sama bekk og þessir st ákar? — Sá tr grænn. Með þess- um pollam? Ég held nú síð- ur! — Þetta eru einhverjir blaðamenn! sagði önnur hinna. Strákunum þótti heldur hart að standa undir því að vera bara kallaðir „pollar" og skáru þegar upp herör gegn stúlkunum og sendu ótal kúl- ar á eftir þeim, sem allar geig- uðu þó En ekki voru þær fyrr komnar fyrir næsta horn, en stárk.arnir voru komnir í har saman á nýjan leik. Sáum við þá, að ekki fer ofsögniim af því, hve herskáir þeir Vesturbæingar eru. H. Bl. Við biíum iíka til snjdkerlingar VIÐ Sveinn ljósmyndari brugðuni okkur í ferðalag um Vesturbæinn um hádegisbilið í gær til að vírða fyrir okkur snjóinn og krakkana. Mikið hefur verið látið af því, hve herskáir Vesturbæingar eru, og héldum við því, að við þyrftum ekki lengi að fara, áður en v.kmgar og berserkir birtust Okkur. En það var öðru nær. Við 'nöfðum farið Melana alla, Hringbraut og Framnes- veg, án þess nokkuð bæri til tíðinda. Þótti okkur Vestur- bæinguin heldur aftur farið, er við skyndilega á öldugötu sáum knáan knapa á glófext- um gæðingi; hétu Ingi Erlings son og Gísli Tómasson. — Má ég taka mynd af ykk ur, spurði Sveinn. — Nei, sögðu báðir og hristu höfuðið. — Eruð þið að sendast? — Já, ég er að sendast. — Nei, þú ert ekkert að sendast, það er ég, sem er að sendast fyrir mömmu mína, sagði knapinn þurr á mann- inn. — En hann ber bögglana? — Já, hann er hesturinn, þess vegna ber hann bögglana. — Er hann skaflajárnaður? spurði ég. Þegar þeir létu sem þeir heyrðu þetta ekki, bætti ég við: — Finnst ykkur ekki skemmtilegt í snjónum? — Það er ekkert gaman að snjónum, sagði annar þeirra og hinn: — Þó er mest gaman að kasta í hina strákana. Skömmu síðar sáum við tvær stúlkur ganga niður Unnarstíg og sugu þær snjó- bolta. Þær kváðust heita Lára Helga Sveinsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. — Hvert eruð þið að fara? — Niður í bæ að verzla. — Og hvað ætlið þið að verzla? Þeim var lítið um þessa spurningu og litu laumulega hvor á aðra. Loks sagði önn- ur: — Við ætlum að kaupa stílabók. — Til að nota í skólanum? — Já. — í hvaða skóla eruð þið? Ég er 1 ísaksskóla, en hún er í tímakennslu á Ránar- götunni, sagði sú stærri. — Við búum til snjókerl- aftur að hætti Einherja, en okkur til undrunar veittist hann ekki að fjendum sínum á ný, heluur snerist gegn sín- um fyrri samherja. Voru nú fjórir móti einum, en þar sem enginn má við margnum, féll hann innan stundar eftir hetju lega vörn. Lustu hinir þá upp fagnaðarópi. í því komu þeir auga á okkur Svein og tóku karlmannlega á móti okkur: — Ykkur finnst snjókast skemmtilegt? — Ja-há. — Og er ekki mest gaman að kasta í stúlkurnar? — Nenei. — Jú, sagði annar. Við stelpurnar í okkar bekk; þær eru alltat með hinum strák- unum. Ásdís Gunnarsdóttir. „Mér er ekkert kalt.“ IÆSHRINGIH: Leshringur um bókmenntir og listir verður í Valhöll mánudag inn 5. febr. kl. 8:30. MÁLFUNDUR: verður þriðjudaginn 6. feibr. i Valhöll kl. 8:30 — Umræðu- efni: Er „friðsamleg samíbúð“ við kommúnistaríkin möguleg? — Frummælandi: Hörður Einarsson, BRIDGE-MÓTI því, sem átiti að hefjast mánu daginn 5. febrúar er freetað vegna húsnæðisskorts til mánu dagsins 12. febrúar. m%mmmm%mmm%mmmm%mmmm%m Ranghermið um sandgræðsluna ■ í TÍMANUM í gær er um það rætt, að Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, hafi ekki talið eðlilegt að sam- þykktar séu á Alþingi tillög- ur, sem stjómarandstaðan beri fram. Hér er um hreina blekk ingu að ræða. Ummæli ráð- herrans eiga að hafa komið fram í umræðum um frum- varp um tekjuöflun til sand- græðslu. Ríkisstjómin hefur haft það mál til athugunar, en um það hafa verið skiptar skoðanir. Tveir Framsóknar- þingmenn hafa tekið þann kost að flytja frumvarpið, sem er í athugun hjá ríkisstjóm- inni og gera það að sínu máU, í stað þess að koma fram með sjáifstæða tillögu. Ingólfur Jónsson komst m.a. svo að orði í ræðu sinni, að stjórnar flokkarnir samþykktu ekki þetta frumvarp frekar fyrir það, þótt Framsóknarmenn hafi flutt það úr því að ekki var samstaða um það meðan það var í athugun hjá ríkis- stjórninni. Ef Framsóknarmenn hefðu komið með sjálfstæðar tillögur væri vitanlega sjálfsagt, að stjórnarflokkamir athuguðu þær og fylgdu þeim, ef þær stæðu til bóta. Um slíkt er hér ekki að raeða, og því hreinn útúrsnúningur hjá Tímanum, þegar hann fullyrð ir í gær að Ingólfur Jónssson hafi sagt, „að stjómarliðið og rikisstjórnin teldi sig ekki geta fylgt tillögum, sem stjórn arandstaðan bæri fram, þótt áhugi kynni að vera fyrir mál- inu, og um réttlætis- og sann- gimismál væri að ræða“, eins og stendur í blaðinu. Bílaeigendur greiða 250—300 millj. í skatta Morgunblaðiniu hofur nýlega bor izt 2. tbl. ársins 1961 af Ökwþór, blaði Félags íslenzkra bifreiða- eigenda. • í bláðinu er m.a. ýtarleg skýrsla um hin ýmsu störf félagsins á liðnu ári, þar er rakið eitt hielzta baráttumál félagsins, um aukna og bætta þjónustu við bifreiðaeig Skaðabótakröfur á heiidur SABENA New York, 3. fébrúar. — (NTB — Reuter) G E R Ð A R hafa verið átta skaðabótakröfur á hendur belgíska flugfélaginu SAB- ENA — samtals um 10 millj. dali — vegna flugslyssins, er 18 heztu listskautamenn Bandaríkjanna fórust 15. febrúar 1961. Þeir voru á leið á heimsmeistarakeppn- ina í Prag. Flestar kröfurnar eru frá skyldimennujn þeirra sem fórust, en því er haldið fram af banda- ri'iskri hálfu, að flugfélagið hafi gert sig sekt um ónauðsynlega vanrækslu á flugumsjón er slys ið vairð Og ennfremur hafi í ein hverju verið áifiáit um stjórlí vél arinnar. endur, og segir þar m.a.: „Hinir sérstöku skattar, sem bifreiðaeig endur greiða árlega til ríkissjóðs af bílum og rekstrarvörum þejrra nema um 250—300 millj. kr. Árið 1960 var fjárfesting til vega og brúa aðeins 110 millj. kr. Ríkis sjóður legguir því fram til vega og brúa, ekki nema % af þeion tekjum, sem hann hiefur af öku taskjuim og rekstrarvöruan þeirra". Þá er skýrsla um vegaþjónuistu félagisins, sem starfrækt var um þrjár mestu umferðáhelgar á s.l sumri og þótti gefa hina beztti raun. Á fjölförnustu leiðunuma voru þrír kranabílar með tal- stöðvum auk einkabíla félags- manna, bæði með og án talstöðva, er veittu ökumönnum aðstoð. —• Alls hlutu á fyrrnefndu tímabili 1034 bifreiðar aðstoðar á vegum þjónustunnar. — Félagið hefuf hug á því, að auka verulega þessa- starfsemi núna á sumri kotnandi. Grein er um Bíiaskoðun h.f., er hóf starfsemi sína í Reykjavífc hinn 13. júlí s.l. — Auk þess eru margar myndskreýttar grein ar um ýmis tækmileg atriði, við komandi bifreiðum, svo sem um ný framkomna gerð af vökva- drifi, um ryðvarnir, hjólbarða, og ýmsar tilraúnir bifreiðaverk- smiðja til aukinnar þróunnar i bifreiðaiðnaði. Eins og kortið sýnir, var rtormsveipur við SA-ströndina f gærmorgun, og var rigning eða slydda á undan honum, en hörð él á eftir. Veðurhæðin komst í 12—13 vindstig á Stór höfða. — Veður eru nú með fádæmum óstillt hér á landi, og í suðvesturhorni kortsíns glittir í nýtt hríðarbelti, sem á sennilega,eftir að koma hér við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.