Morgunblaðið - 04.02.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 04.02.1962, Síða 3
Sutmudagur 4. febr. 1962 MORGVNBLÁÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Varðveizla hússins Helgiganga um kirkjuna með logandi kerti í hönd. Á kyndilmessu EF fólk hér á landi væri spurt hvað væri kyndilmessa, mundu ekki margir geta gefið greið svör. Sumir mundu vafalaust segja að sá dagur væri mikill veðurboðunardag- ur og vitna í vísuna: Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu, vænta snjóa máttu mest maður upp fra þessu. Meðan menn trúðu á slíkar veðurspár, var semsagt litið til veðurs á kyndilmessu og athugað hvort sæi nokkuð til sólar. Bárður Ásmundsson í Hólakoti í Eyjafirði sem dó gamall maður skömmu eftir 1860, á að hafa trúað fastlega á þetta, eins og margir fleiri. Er sagt að hann hafi alltaf farið út á kyndilmessu að gá til veðurs; og einu sinni er hann kom inn, var hann bæði hryggur og reiður; kvaðst hafa séð „einn bölvaðan sól- skinsblett í Kerlingu“. Fyrrum var það siður að kveikja með betra móti á kyndilmessu og ljóma bað- stofuna og enda bæinn upp með ljósum, að því er Jónas á Hrafnagili segir í Þjóðhátt- um sínum. Voru þetta leifar af kyndilmessuhátíðahaldinu í kaþólslcri tíð. En þessi siður er löngu horfinn. Ljós til opinberunar heiðingjum En það er hópur manna hér í Reykjavík, sem ekki mundi verða svarafátt þó spurt væri um kyndilmessu og ekki lætur þann dag fram hjá sér fara — það er kaþólski söfnuðurinn. Á kyndilmessu er alltaf sér- stök athöfn í kaþólsku kirkj- unni. Ljósmyndari blaðsins var sl. föstudag viðstaddur þá athöfn í kirkjunni og tók myndirnar hér á síðunni. Og honum hafði verið bir' það af heilögum anda, að hann skyldi ekki dauðann sjá, fyrr en hann hefði séð DrottinJ H smurða. Og hann kom að til- laðan andans í helgidóminn. og er foreldrarnir komu inn 1 með barnið Jesúm, til að faraj með það eftir reglu lögmáls- i ins, þá tók hann það í fang' sér og lofaði Guð og sagði; Nú lætur þú, herra, þjón þinni í friði fara, eins og þú hefir heitið mér, því að augu þín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefir fyrirbúið í augsýn allra lýða. Ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínumt'1 Israel.“ Helgiganga um kirkjuna Til að minnast þessa halds kaþólskir kyndilmessu og bera' í EINU guðspjallanna (Lúk. 11) líkir Kristur hjarta manns- ins við hús. „Þegar sterkurmað- ur, alvopnaður, varðveitir hús sitt, er allt í friði, sem hann á“. Og meistarinn lýsir ásókn illra afla, til þess að komast inn í húsið, — hjartað. Með sinni mjúklátu, einhliða mildu guðshugmynd er mörgum nútímamanni ógeðfellt að hugsa þessu illu öfl raunverulega að verki. En tilverunni er ekki hag að eftir því, sem mönnum kann að vera geðfellt. Heimurinn er ekki glansmynd til að skreyta skemmtibækur barna. Meistar- inn, sem málaði þessa voldugu mynd — alheiminn — notaði alla liti frá sólargeislanum sjálf- um og niður í sortann. Og hvoru tveggja, ljósinu og myrkrinu, ætlaði hann hlutverk í þjónustu þróunarinnar. Kristur kennir skýlaust, að hvort tveggja — hið góða og hið illa, eigi sinn leik á lífsins borði, og að mannssálin sé opin fyrir áhrifum úr báðum áttum. Er ekki þetta voðaleg kenn- ing? Er það ekki ægilegt veik um manni, að vera leiksoppur tveggja afla, opinn fyrir áhrif- um bæði myrkurs og ljóss? Vera má. En kemst heilvita maðurhjá að sjá, að sál hans er orrustu- völlur, þar sem þrásinnis berj- ast um yfirráðin hið lága og hið háa, og að þessi barátta geisar bæði innra með oss og utan við os, — í mannlífinu? Hvernig fáum vér varðveitt húsið — hjartað — svo að það verði ekki heimkynni freistandi afla, sem á það leita? Um það gefur Kristur vitur- lega bendingu. Hann segir það bera kaþólskir logandi kerti Á kyndilmessu koma kaþ- ólkkir saman í kirkju sinni til að minnast þess er foreldrar Jesú fóru með hann skv. lög- um Mose til Jerusalem, til að færa hann drottni. „Og já, í Jerusalem var maður að nafni Simeon, og maður þessi var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar af Israels, og heilagur andi var yfir honum. ljós „til opinberunar heið- ingjum“ um kirkju sína. Athöfnin fer þannig fram að fluttar eru sérstakar bært- ir. Þá fer fram úthlutun kert- anna og á meðan sungið úr texta þeim, sem vitnað er í hér að ofan. Síðan byrjar helgiganga um kirkjuna, Söfn uðurinn gengur bak við altar- ið, niður. kirkjuna og á göng- unni syngja börn Maríulög. Þetta var gert hér í öllum kirkjum í kaþólskum sið, en lagðist að sjálifsögðu niður eftir siðaskiptin. Sigurför bandarískrar söngkonu um Rússland BANDARÍSKA söngkonan Dor- othy Kirsten hefur undanfarið verið á söngleikaferð um Sovét- Aðaífulltrúinn kvaddur heim New York 3. febr. — AP. STJÓRN Indónesíu hefur kvatt heim frá New York aðalfulltrúa Binn hjá Sameinuðu þjóðunum. Áður hafði stjórnin tilkynnt, að hún taeki ekki framar þátt í samningatilraunum um deiluna um hollenzku Nýju Guineu fyrir milligöngu sáttasemjara, — en U Thant framkvæmdastjóri SÞ. hefur haft forgöngu um, að reynt yrði að semja um þessa deilu. Ekki hafa frekari fregnir borizt af innrásarfyrirætlunum Indó- nesíustjórnar. ríkin og hlotið fádæma undirtekt ir rússneskra tónlistarunnenda. Þessí ferð söngkonunnar er far in samkvæmt samningi Sovét- rikjanna og Bandaríkjanna um að auka menningarbengsl milli landanna. Dorotihy Kirsten byrjaði ferð- ina með því að syngja í óperunni í Tiflis, höfuðborg Georgíu — og mun hún fyrsti bandaríski söngv arinn sem þar syngur. Hlutverk ið var Kamelíufrúin í La Traví atia eftiir Verdi, Kirsten söng á ítölsku en aðrir söngvarar á nlss neoku. Sýningin vakti feikna hrifningu og var Kirsten kölluð fram 22 sinnura. Blómvöndum rigndi yfir hana og kastaði hún sumum þeirra aftur yfir áheyr- endahópinn. Kristen hefur einnig sungið í Bolshoi leiikhúsinu í Moskvu, i Riga og í Leningrad við gífurlega hrifningu áheyrenda. Börnin syngja Maríuvers á göngunni um kirkjuna. ekki nóg, að hreinsa húsið af hinu illa og láta það síðan standa sópað og prýtt. Þá bjóði það ásókn nýrra freistinga heim. Vér verðum að kappkosta að fylla hjartað af hinu hreina, guðlega, góða, svo að illi and- inn, freistingin, komist þar ekki að. Baráttan er ekki aðeins mín og þín. Hún er barátta þúsund- anna, milljónanna, barátta allra manna. Frægur nútímarithöfundur hef ir þá sögu eftir einum vina sinna, að sér til angurs hafi hann séð á veggjum heima hjá vini sínum grófar, ósiðlegar og Ijótar myndir. Honum datt ekki í hug að fara að benda vini sínum á með orðum, hve þetta væri honum og heimili hans ósamboðið. En hann gerði ann- að. Hann sendi vininum að gjöf fagra og verðmæta Kristsmynd. Vinurinn sá brátt, að þessar ó- skyldu myndir gátu ekki verið í sama herbergi, og innan skamms voru grófu myndimar horfnar af veggjum hans. Fylltu herbergi þitt — her- bergi hjartans — hinu fagra, þá þokar hið lága, Ijóta, innan skamms. En meðan þú hýsir viljandi lágar hugsanir, óhrein- ar hneigðir, og gerir gælur við þær í einrúmi, býður þú freist- ingunum heim í það hús, sem þú átt að verja, og vilji þinn verður veikari og veikari. Nútímamaður, sem kunnugir telja að lagt hafi með óvenju- legum árangri stund á göfugt, heilagt líferni, segir: Nær sem mynd af óhreinni hugsun kem- ur fram á tjald sálar minnar, set ég mér fyrir hugarsjónir mynd Krists, og óhreina mynd- in hverfur, hörfar. Fylltu hús þitt góðum gest- um, og þá er ekki rúm fyrir hina. Þér nægir ekki það eitt til sigurs, að sópa og prýða hjartans hús. Þú verður að læra að fylla það hinu hreina og góða. Leyndardómar sálar þinnar eru margir. Þar eru rökkvaðir afkimar og þar eru bjartar vist- arverur. Reyndu að gaumgæfa það, sem þar inni gerist, — það af þvi, sem á valdi þínu er að sjá. Eins og þú sitjir í kvik-. myndahúsi og horfir á myndirn ar líða hverja af annarri eftir sýnitjaldinu, — svo líða myndir, ljósar og dökkar, skín- andi og skuggalegar, hver af annarri á tjaldi sálar þinnar. Sumar óhugnanlegar, aðrar ynd islegar. Reyndu með einlægri viðleitni, hugleiðingum, helgri sálariðju og bæn að láta feg- urstu myndina, Kristsmyndina, koma sem oftast fram á tjaldið. Þá smáhverfa margar hinna burt. Þjónaðu mannlegu félagi. En þú þjónar því þannig bezt, að þér sé fast í minni það, að þýðingarmesta viðfangsefni þitt er þú sjálfur. Vegna þess að ég hætti nú um skeið að skrifa sunnu- dagsgreinar í Mbl., vil ég færa þakkir þeim mörgu, sem hafa veitt mér uppörvun með því að minnast á þessar greinar við mig og ræða við mig efni þeirra. Spurningar hefðu samt mátt vera fleiri. Vegna mikilla anna hefi ég ekki átt þess kost að vanda þess- ar greinar eins og ég hefði óskað. En þeim mun meiri finn ég þakkarskuld mína við alla þá, sem hafa tekið þeim veL , Jón Auðuns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.