Morgunblaðið - 04.02.1962, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.02.1962, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Glaumbær Allir salirnir opnir í kvöld ☆ Hljómsveit Jóns Páls leikur fyrir dansi ☆ Okeypis aðgangur ☆ Borðspantanir í síma 22643. ☆ Glaumbær Fríkirkjuvegi 7. GA.lt Hljómsveit ARIA EIFAR ásamt vestur-íslenzka söngvaranum harvev mm KALT BORÐ með íéttum réttum frá kl.7-9. Borðapantanir í síma 15327. fööLM Ingi Ingimundarsor héraðsdómslögmaður nálflutningur — lögfræðistörl rjarnangötu 30 — Sími 24753. ÞÓTT VIÐ heyrum nafn Kennedys aðallega nefnt í sambandi við alþjóðamál, þá skyldum við ekki gleyma því, að hann lætur mjög til sin taka heima fyrir. Á kortinu að ofan má sjá nokkur af þeim máium, sem hann á nú við að glíma. í kosningabaráttunni benti Kennedy á ýmis svið, er hann kvað Eisenhower hafa vanTækt. „Þróunin er stöðv- uð í Bandaríkjunum, og við verðum að taka upp nýja stefnu, ef við eigum að ná So vétríkjunum á þetm sviðum, sem vanrækt voru á s.l. for- setatímabili. Þetta voru hörð ummæli, sem skuldbinda Kennedy til þess að láta að sér kveða, enda er nú stöðugt unnið að þvi að framfylgja Bandaríkin og Kennedy stefnuskránni, sem hann lagði fyrir kjósendur. Festa verður mikið fé í stórframkvæmdir til langs tíma, á svipaðan hátt og gert hefur verið lengi í Sovétríkjunum, en þar hafa slikar fjárfestingar veríð auð veldar sakir alræðisvalds rík isstjórnarinnar yfir fjármun- um þjóðarinnar. í Bandaríkj unum hefur ríkisstjórnin ekk ert slíkt einræðisvald. — Bandaríska þjóðin er nú sex falt fjölmennari en hún var fyrir 100 árum, og telur nú 180 millj. manna. Þar af eru um 40 millj. innflytjendur. Síðan 1940 hefur bandarísku þjóðinni fjölgað um 45 millj. — Eins og sjá má af kortinu er hafin eða er um það bil að hefjast nýting geysimikilla hráefnaiinda. Bandaríkjamenn hafa þegar nýtt miklar orku lindir í landi sínu; auðugar olíulindir eru í suðvesturríkj unum og Kaliforníu; og fram leiðsla kola, járns og stáls hefur gert Bandaríkin að auð ugasta landi heims. — Með stórkostlegri stíflugerð hafa verið gerðar vatnsveitur og áveituskurðir, svo að mikil landflæmi hafa verið gerð ræktanleg. — Kennedy vinnur og að því eftir stefnuskrá sinni að hraða lausn svertingja- vandamálsins. Ótrúlega mikið hefur unnizt á í þeim efnum síðustu 20—30 ár. Fordómar minnka með aukinni menn- \ ingu, og sífelld barátta alríkis yfirvaldanna, þings og dóm- stóla, hefur smám saman unn ið bug á afturhaldssemi ein stakra ríkisstjórna í þessum efnum. Á þessu landabréfi má sjá skiptingu svertingja i suð urríkjunum. — Að öllu sam anlögðu hafa Bandaríkin yfir að ráða fleiri orkulindum og meiri hráefnabirgðum en nokkurt annað ríki. Þess vegna hefur ekkert annað land eins mikla framtíðar- möguleika. (Með einkarétti: Nordisk Pressebureau og Mbl.). Álagningarákvæði og verðlagsefHrlit Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON hæstar éttarlé gmað'-r Laugavegi 10. Sími 14934 UNDANFARIÐ hafa átt sér stað nokkur orðaskipti á milli félags vors, annars vegar og Benedikts Gröndals, alþingismanns og rit- stjóra Alþýðublaðsins, hins veg- ar. Hafa greinar félags vors birzt í Morgunblaðinu, en grein- ar Gröndals í blaði hans, og birtist hin seinasta grein Grön- dals hinn 28. jan. sl. Þessi orðaskipti hafa af hálfu félags vors snúizt um réttmæti verðlagsákvæða í dag, með öðr- um orðum ákvæði um þá álagn- ingu, sem verzluninni er heim- iluð, og því verið haldið fram, að þau væru engin trygging fyr ir neytendur um hagstæðast verð. Gröndal átti upptökin að þeim greinaskiptum, sem hér er um að ræða, og hefur hann farið þar ýmsum orðum um, hvað gildi varðandi álagningu og verð lagseftirlit í Noregi. í greinum sinum hefur Gröndal mjög vitn- að til þess ástands, sem sé í Noregi varðandi verðlagsákvæði og verðlagseftirlit og telur Félag ísl. stórkaupmanna, að Gröndal hafi ekki farið þar að öllu leyti rétt með staðreyndir, sem vafa- laust stafar af ókunnugleika á þeim málefnum, sem hér er um að ræða. Skal nú skýrt frá því, sem gildir í Noregi varðandi verðlagsákvæði, en þær upplýs- ingar, sem hér liggja til grund- vallar eru fengnar frá góðum heimildum, eins og síðar verður vikið að. Verðlagsákvæði voru afnumin í Noregi með lögum. sem tóku gildi 1. janúar 1954 Síðan hafa engin ákvæði nema þau nýju reglugerðarákvæði, sem skýrt verður frá hér á eft- ir, varðandi álagningu, verið í gildi í Noregi. En ef Gröndal vill vefengja þetta, er rétt að hann birti þær álagningarreglur. sem hann telur gilda nú í Nor- egi á grundvelli laganna, sem tóku þar gildi 1. janúar. í þeim lögum, sem vikið er að áður í þessari grein og tóku gildi 1. janúar 1954, egir í 18. gr. laganna, að ekki sé heimilt að taka óhæfilegt verð fyrir vör ur (urimelige priser), eins og nánar er tiltekið í greininni, en það sem hér er um að ræða, er allsendis ólíkt þeim víðtæku verðlagsákvæðum, sem hér gilda. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að nú um áramótin sl. hafa verið settar reglur í Nor- egi, sem aðeins gilda tii bráða- birgða, þar sem ákveðið er að ekki megi hafa hærri álagningu á vefnaðarvöru og skófatnaði en kaupmenn hafi reiknað sér síð- ast hinn 15. nóv. 1961. Þess er rétt að geta, að við- komandi yfirvöld í Noregi vinna nú að því í samráði við þau fé- lög kaupsýslumanna, sem hér eiga hlut að máli, að afnema þessi bráðabirgðaákvæði. Félag vort hefur aflað sérbæði bréflegra og prentaðra heimilda um hvað gildi í Noregi, varð- andi verðlagsákvæðin, frá þrem félögum stórkaupmanna þar í landi, og ber þeim öllum saman um staðreyndir, og ekki ástæða til að vefengja þau. Eins og getið var um hér fyrr í greininni, er sýnilegt, að Grön- dal blandar saman álagningar- ákvæðum og verðlagseftirliti. í reglum um verðlagsákvæði felst, að settir eru ákveðnir taxt ar um álagningu, sem takmarka það, hvað seljandi megi taka fyrir dreifingu vöru. Hins veg- ar getur verðlagseftirlit verið á ýmsa vegu, og má benda á, að hér er það í lög sett, að kaup- ,menn skuli senda sölureikninga sína, þar sem meðal annars er tilgreint innkaupsverð og álagn- ing til verðlagsstjóra, þannig að hann geti séð, hvernig þessum málum er farið. Gröndal egir í lok greinar sinnar, að fyrir liðlega áratug síðan hafi allt „verðlagseftirlit" verið fellt úr gildi hér á landi. Mun hann eiga þar við ákvæði um álagningu, enda segir hann rétt á eftir, að sum verzlunar- fyrirtæki hafi misnotað „álagn- ingarfrelsið" svo það hafi verið tekið upp aftur. Hér er rétt að athuga, að fyrir um áratug síð- an var mikil vöruþurrð, búð- irnar skorti oft og einatt al- gengustu neyzlu- og notavörur. Markaðurinn var oft „tómur“, eins og það er kallað. Svo gripu valdhafarnir til þess að afnema álagningarákvæði á nokkrum vörum, sem ekki voru taldar bráðnauðsynlegar m. a. til þess að koma út illseljanlegum „hrognavörum“, og var þá oft talað um „hrognapeninga“, en bátagjaldeyrinn frægi kom þar í kjölfarið, en þessar neyðarráð- stafanir eru nú úr sögunni. Þeg- ar slakað var á ákvæðum um álagningu í bili, á nokkrum vöru flokkum, hafði landsfeðrunum algjörlega láðst að undirbúa jarðveginn, með því að gera „veigamiklar aðrar efnahagsráð- stafanir" á undan, svo að notuð séu orð Gröndals. Það væri því skiljanlegt, að einstöku misferli ætti sér stað, þegar þannig stóð á, en þau tilvik, sem áttu sér stað voru hvorki mörg né höfðu þau verulega þýðingu fyrir neyt endur, með því að hér var að ræða um niðursoðna ávexti og silkiklúta, svo að dæmi séu nefnd. Misferli átti sér yfirleitt alls ekki stað um almennar nota vörur og neyzluvörur almenn- ings. En nú stendur allt öðru vísi á. Nú er búið að gera þessar „veigamiklu ráðstafanir", sem Gröndal telur réttilega að þurfi að vera fyrir hendi, ef allt á að fara vel og hnökralaust úr hendi, varðandi álagningu, en þessar ráðstafanir voru ekki fyr ir hendi fyrir áratug síðan, Samkvæmt eigin orðum Grön- dals sýnist nú ekki lengur nokk ur ástæða til að halda í gömul og úrelt ákvæði um álagningu. Nú má segja, að frjálst fram- boð og eftirspurn haldist í hend ur, sení sizt af öllu var til að dreifa fyrir röskum áratug. Það er algerlega út í hött, þegar Gröndal rifjar upp endurminn. ingar frá gerbreyttum tímum um þetta efni, því að það er ekki til annars en villa um fyrir les- endum, og er ekki í nokkru samræmi við þau viðhorf, sem nú hafa skapazt í efnahagsmál- um. Á hinum síðustu árum hefur frjálslyndi í efnahagsmálum í vestrænum löndum verið mjög áberandi og komið fram á ýms- an hátt. Jafnvel Noregur, þar sem jafnaðarmannastjórn situr við völd, er þar ekki undan- tekning, eins og sést á því, að úrelt lög um verðlagsákvæði, sem áður voru til þar í landi voru afnumin, en þetta ber vitaskuld vott um frjálslyndi á sviði verzlunar. Noregur og Is- land eru nú hin einustu af hin- um vestrænu löndum, sem eru að bögglast við að halda uppi leifum af eftirliti með álagn- ingu og verði. Gröndal nefnir seinustu grein sína: „Bréfaskipti við heildsala“. Af hálfu félags vors, er svo lit- ið á, að ekki sé ástæða til þess að hafa þessi bréfaskipti við Gröndal löng né halda þeim lengi áfram nema hann gefi sér- staklega tilefni til. Hins vegar væri full ástæða til þess, að verzlunarmál væru rædd á op- inberum vettvangi, meira en gert hefur verið án þess að þar sé um „bréfaskipti“ að ræða við tiltekinn mann, en slíkt gaeti orðið til upplýsingar fyrir al- menning í landinu, sem vafa- laust myndi taka því vel, ef fram kæmu staðreyndir um verzlunarmál, sem varða allan landslýð svo mjög. Stjórn Fél. ísl. stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.