Morgunblaðið - 04.02.1962, Side 15
Suraiudagur 4. febr. 1962,
MORGUNBLAÐIÐ
15
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum
sýndi í Iðnó á fimmtudags-
kvöldið elzta leikrit hins kunna
forezka rithöfundar J. B. Priest-
lleys, sem er orðinn ísjenzkum
leikhúsgestum góðkunnur af
fjórum öðrum leikritum sem hér
hafa verið sýnd, þrjú þeirra í
Iðnó og eitt í Þjóðleikhúsinu.
Þetta frumverk Priestleys mim
hafa verið flutt hér í Ríkis-
útvarpinu undir nafninu „Hættu
; legt horn“, sem er orðrétt þýð-
i ing úr frummálinu, en nú hefur
i það verið „endurskírt“ og hlot-
ið heitið „Hvað er sannleikur?“
Orkar sú breyting vissulega tví-
mælis, því seinna nafnið er bæði
flatt og loftkennt.
„Hvað er sannleikur?" er eitt
af þremur svonefndum „tíma-
leikritum“ Priestleys, þar sem
hann tekur til meðferðar vanda-
mál tímans í lífi mannsins. —
Hvaða hlutverki gegnir tíminn
í mannlegum samskiptum?
Hvernig er sambandi hans við
einstaklinginn og örlög hans
háttað?
Leikritið „Tíminn og við“ sem
Leikfélag Reykjavíkur sýndi í
fyrra, er höfundinum kærast
þessara þriggja verka og kemst
Helga Baehmann, Guðrún Stephensen og Sigríður Hagalín. \ð baki þeim stendur Guðrún
Ásmundsdóttir.
L,eikfélag Reykjavíkur:
Hvað er sannleikur?
þetta leikrit Priestleys m. a. um
sannleikann og blekkinguna,
veruleikann og sakleysið sem
gerir menn blinda á staðreyndir
lífsins. Robert er sannur fulltrúi
sakleysisins. Hann hefur hlaðið
sér stórfenglegar spilaborgir úr
margháttuðum blekkingum og
stendur uppi allslaus þegar þær
hliða, og þeim lífsskilningi sem
ljær henni þrek til að standa
óbrotin, koma heil úr hreinsuax
areldinum, eins og Robert orðx
ar það. Hún er örlagavaldur
leiksins, að nokkru gegn eigin
vilja, hún kemur af stað skrið-
unni sem hrífur alla vini henn-
ar með sér. Þó hún eigi sinn
mikla þátt 1 atburðunum, sem
smám saman koma fram í dags-
ljósið, er hún alltaf öðrum
þræði áhorfandi. Hún grípur
hvergi beint inn í líf vina sinna,
kannski af því að hún er sjálf
haldin ákveðinni blindu, þeirrí
blindu sem ást hennar á Robert
hefur valdið henni.
Kaldhæðnin i þessu leikriti er
mögnuð, en siundum helzti gagn
sæ, sem stafar af því hve allt
er kyrfilegs. íellt í fyrirfram gert
mót, persónurnar tengdar hver
annarri með næstum stærðfræði-
legum útreikningi. Ég er ekki
frá því að hægt væri að gera
skemmtilegt iinurit yfir innbyrð-
is samband þeirra sex höfuðper-
sóna sem leikurinn fjallar um.
Það getur stundum verið
snjallt listbragð að láta þann,
sem allt snýst um, aldrei koma
fram, eins og hér á sér stað um
Martin. Það veitir höfundi tækí-
færi til að umvefja hina ósýni-
legu persónu ljóma og margræði
hins ókunna, t. d. með því að
láta persónur leiksins koma fram
með sundurleitar eða gagnstæðar
skoðanir á henni. Þetta bragð mis
tekst að verulegu leyti hér. Mart-
in koðnar einhvern veginn nið-
ur í samræðum vina sinna og
ættingja, þó skoðanir á honum
HÖfundur: Joh'n Boynton Priestley
Leikstjóri: Indriði Waage
Guðrún Ásmundsdóttir, Birgir Brynjólfsson og Guðm. Pálssoa.
næst því að túlka hans eigin
hugmyndir um tímann. Eru þær
einkum sóttar í bækur J. W.
Dunnes, t. d. „Experiment with
Time“ og „The Serial Uni-
verse“. Kenning hans, sem m.a.
er byggð á berdreymi, er í
stuttu máli sú, að tíminn sé
ekki samfelldur straumur sam-
hangandi augnablika, heldur sé
hann ofinn úr mörgum meira
eða minna samstæðúm þáttum,
sé fyrir hendi á mörgum plön-
um í einu og sé sífellt að end-
urtaka sig. Kenningin kvað vera
mjög flókin, en leikritið gerir
henni nokkur skil.
| „Ég hef komið hér áður" fjall
ar um annars konar skilning á
tímanum og byggist á hugmynd
sem Priestley fann í bók eftir
Ouspensky, „New Model of the
Universe" Það er „vítahringur“
tímans sem hér um ræðir, víta-
hringur sem að vísu má rjúfa
með miklu og einbeittu átaki.
„Hvað er sannleikur" tekur
til meðferðar það sem kalla
mætti „klofinn tíma“ þ.e.a.s þá
hugmynd að á ákveðnu augna-
bliki sé um tvær leiðir að velja,
sem leiði í gagnstæðar áttir.
Kemur þetta ljóslega fram í
byrjun fyrsta þáttar og lok
þriðja þáttar. Það sem veldur
„slysinu" eða afhjúpuninni í
fyrra tilfellinu er einfaldlega, að
Gordon tekst ekki að opna fyr-
ir útvarpið á réttu augnabliki
og koma þannig í veg fyrir um-
ræðurnar um öskjuna, sem leiða
af sér ógæfuna eða þá sannleiks
leit sem persónurnar taka allt í
einu að stunda af svo miklu
kappi.
Askjan verður bölvaldurinn,
af því útvarpið bregzt á úrslita-
stund, og þannig verður leikrit-
ið nokkurs konar nútímagerð af
hinni frægu forngrísku sögn um
öskju Pandóru.
Leikritið er haglega gert, bygg
ing hnitmiðuð og spennan óslit-
in frá byrjun til enda. Það minn-
ir allmjög á velsamið sakamála-
leikrit, enda eru sakamálin jú
uppistaðan í sjálfri atburðarás-
inni. Samt er því ekki að neita
að sums staðar eru tök höfund-
arins dálítið viðvaningsleg, eink-
anlega fremst í fyrsta þætti
þegar Olwen fitjar upp á spurn
ingunni um sannleikann og leið-
ir vini sína óafvitandi í gildr-
una. Umræður hennar um öskj-
una eru beinlínis ótrúlegar þeg-
ar haft er í huga yfir hvað
leyndarmáli hún býr. Mér virð-
ist sálfræðileg skarpskyggni höf-
undar nokkuð skeikul hér.
Aftur á móti er þráðum leiks-
ins fléttað saman af mikilli hug-
kvæmni, svo mikili að manni
finnst lausnin á dæminu í heild
alltof auðveld. AUt gengur upp
að lokum, og fyrir bragðið virð-
ist atburðarásin óþarflega reyf-
arakennd.
Það sem hins vegar lyfti
verkinu upp yfir venjulegt saka-
málaleikrit er hinn heimspeki-
legi undirtónn þess, sú við-
leitni höfundarins að komast
undir yfirborð hlutanna, sjá
dýpra samhengi í atburðunum,
bregða ljósi yfir þau óræðu rök
tilverunnar sem stjórna gerðum
okkar. Þetta tekst að nokkru
leyti, en það vantar einhver
tónsvið í leikritið sem gefi því
auðugra innra líf.
Persónur leiksins eru ekki
margbrotnar manngerðir, öðru
nær. Þær eru flestar málaðar
skærum litum með fáum blæ-
brigðum, einfaldar í útlínum og
sjálfum sér samkvæmar. Það er
eins og höfundurinn sé ekki
fyrst og fremst að fjalla um lif-
andi manneskjur, heldur sé að
gamna sér við leikbrúður eða
kannski skákmenn á taflborði.
Það eru atburðimir og sam-
hengi þeirra sem skipta hann
meira máli en innra líf persón-
anna.
Eins og svo mörg góð leik-
húsverk fyrr og siðar fjallar
hrynja i sviptivindum veruleik-
ans. Sakleysi hans og blinda eru
með ólíkindum af svo fullorðn-
um manni, sem auk’þess er for-
leggjari og hefur væntanlega
einhverja nasasjón af bókmennt
um heimsins. Hann er sá eini í
leiknum sem ekkert sér og verð
ur því langharðast úti, þegar
allur syndabálkurinn er lagður
fyrir hann. Það furðulega er,
að áhorfandinn fær varla vott
af samúð með þessum hrjáða
manni í leikslok, fyrst og fremst
vegna þess að blinda hans er
svo yfirgengileg, að hann verð-
ur fremur hlægilegur en harm-
rænn.
Olwen er hinn póllinn í leikn-
um, þó hún sé langt frá því að
vera alsjáandi. Hún er marg-
slungnasta persónan, býr yfir
lífsreynslu, sem að vísu er ein-
séu vissulega skiptar. Hann verð-
ur hvergi nærri sú dularfulla og
máttuga persóna, sem gera má
ráð fyrir að hann eigi að vera.
Indriði Wa.ige hefur sett „Hvað
er sannleikur?" á svið og gert
það af sýnilegri natni og kunnri
smekkvísi, þó ég sé ekki að öllu
leyti sáttur við túlkun hans. Mér
fannst sýningin heldur stíf og
uppstillt, það vantaði í hana
mýkri hry.ijandi, meiri afslöpp-
un og auðugri blæbrigði. Hún
varð með köflum Of hávær og
ofsafengin, eða réttara sagt: til-
þrifin voru ekki nægilega sann-
færandi oft og einatt, urðu frem-
ur ytra lát.xði en innri ólga. Þá
fannst mér staðsetningar einhæf-
ar og oft ,gamaldags“, ef nota
má slíkt orð. Sá háttur að stilla
leikendum íram á sviðsbrúnina
og láta þá horfa skáhallt fram í
Framh. á bls. 23
Birgir Brynjólfsson, Helgi Skúlason og Helga Bachmann.