Morgunblaðið - 14.02.1962, Page 8

Morgunblaðið - 14.02.1962, Page 8
8 MORGVlSBLAÐlh Miðvikudagur 14. febr. 1962 Samræmi verður að vera í skattlagningunni Á FUNDI efri deildar í gær var umræðum um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um tekju- og eigna skatt fram haldið, en ekki hafði unnizt tími til að ljúka þeim á mánudag. Á bak almennings Alfreð Gíslason (K) tók fyrst- ur til máls. Taldi hann nokkur atriði frumvarpsins horfa til bóta, svo sem nýmæli um íviln- anir til námsmanna, þótt þær hefðu þurft að vera meiri. En að flestu leyti gagnrýndi hann frumvarpið og taldi það raunar vera tilganginn með fluhningi þess, að létta skötitum af gróðrafélögum. Hvar em röksemdimar fyrir þeirri þörf, á sama tíma og skatt- ar á almenningi eru aldrei meiri en nú? Þá taldi hann óréttlátt, að undanþiggja innbú eignaskatti Og það kæmi hinurn ríku að lang imestu leyti til góða. Söluskatt- urinn hefði verið aukinn en hann væri óréttlátastur allra skatta og ikæ-mi harðast niður á almenn- ingi. Jafnframt væri að því stefnt með þessu frumvarpi og breytingunni á tekjuskatti ein- staklinga 1960 að létta skatta- byrðunum af auðmönnunum og færa þær á bak almennings. ■i Hvað eru fastafjármunir? Sigurvin Einarsson (F) taldi fyrningarákvæðin að mörgu leyti vafasöm, einnig væri mjög hall- að á samvinnufélögin og stæðu þau nú að vissu leytá ver að vígi en áður. Þá taldi hann skipu lagsbreytingu þá sem fyrirhuguð er, einungis rök- studda méð þekn sparnaði, sem af henni væri látið í veðri vaka að hlytist. Sannleikurinn væri þó sá, að mjög væri vafa- samt að þar væri um nokkurn sparnað að ræða, heldur þvert á móti líklegt, að hið nýja fyrir- komulag reyndist dýrara í rekstri. En hafi ástæðan fyrir breytingunni verið sú, að undir- skattanefndirnar reyndust vanda sínum ekki vaxnar, sem alþing- ismaðurinn taldi sig ekki dóm- bæran um, átti að láta það uppi. Þá taldi hann ýmis ákvæði frum varpsins ekki nógu skýr, m. a. hvað orðið fastafj ármunir þýddi, taldi að það bæri að skýra í lög- unum. Samræmi í skattlagningu Ólafur Björnsson (S) kvaðst hafa staðið upp í tilefni óska, er Hermann Jónasson hefði beint til fjárhagsnefndar um að hún aflaði sér upplýsinga um skatta- iöggjöf í riágrannalöndunum til samanburðar. Kvað hann allan slíkan samanburð miklu örðug- leikum háðan, t. d. gæti verið mjög villandi að gera samanburð á skattstigunum einum saman, heldur þyrfti einnig að taka til- lit til fyrningarafskrifta o. s. frv. Kvað hann það rétt, að tekju- skattar lilutafélaga væru hærri t. d. í Englandi, en á það bæri að líta, að þar kæmi ýmislegt annað til og auk þessara skattar einstaklinga einnig hærri, en meðalskattur þeirra er lagður til grundvallar skattlagningu hlutafélaganna, og snertir það mjög kjarna máls- ins. Um það geti varla verið á- greiningur, að samræmi verður að vera í skattlagningunni, en þaið hafi þeir gert sér ljóst í ná- grannalöndunum. Sé skattheimt- unni hagað þannig, að skattar á einstaklingum séu mun lægri en á hlutafélögum, er gripið til þess að stofna fjölskyldufyrirtæki í því skyni að komast hjá sköttun- um með því að borga sér og fjöl- skyldu sinni hærra kaup en ella. Og svo mikið sem að slíku kveð- ur í nágrannalöndunum, kveður þó mun meira að því hér, enda hefur skattlagningunni ' verið þannig háttað, að hún hefur hindrað stofnun almenningshluta- félaga. Kvað alþingismaðurinn meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af því, að mismunurinn á skattlagn ingu félaga og einstaklinga sé Lokið samningum við bankana vegna lausaskulda bænda í UPPHAFI fundar neðri deild- ar í gær kvaddi Skúli Guðmunds son sér hljóðs utan dagskrár og beindi þeirri fyrirspurn til land- búnaðarráðherra, hvað liði frum- varpi um staðfestingu á bráða- birgðalögum um að breyta lausa- skuldum i föst lán og hvað því máli liði. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað drátt á afgreiðslu þessa frumvarps eiga sínar eðli- legu orsakir. Umsóknarfrestur hefði verið til 1. október og 12— 1300 umsóknir hefðu borizt, en Búnaðarbankanum verið falið að vinna úr þeim. Alltaf hefði verið ætl- un ríkisstjórnar- innar að semja við bankann um það, að þeir keyptu bréfin við nafnverði, en ekki unnt að vinna að því fyrr en fyrir lá, hversu há sú upphæð var, sem semja skyldi um, en það hefði ekki legið fyrir fyrr en um miðjan janúar. Kvaðst hann geta upplýst, að nú væri þeim samningum lokið, og ekkert því til fyrirstöðu að taka málið til meðferðar á Alþingi. Þá kvað ráðheri-ann engan tæknilegan möguleika hafa ver- ið á því, að afgreiða þessi mál fyrir áramót. Enda er aðalatrið- ið, að þetta mál verði farsællega til lykta leitt, en ekki hvort það gerist mánuðinum fyrr eða síð- ar. ÖNNUE MÁL Þá skýrði Alfreð Gíslason (S) frá því, að allsiherjarnefnd hefði verið sammála um að mæla með, jð frumvarp um framsal saka- manna verði samþykkt, sem og var gert og því vísað til 3. um- ræðu. Jón Pálmason (S) skýrði frá því, að eftir að allsherjarnefnd- in hefði fjallað um frumvarp um erfðalög, hefði nefndinni borizt bréf frá Kvenréttindafélagi ís- lands um breytingar á frumvarp- inu, aðallega varðandi fram- kvæmd laganna, þegar eftirlif- andi maka er leyft að lifa í óskiptu búi. Kvað hann nefndina hafa verið sammála um að mæla með, að frumvarpið yrði sam- þykkt og á valdi forseta, hvort þess'ar tillögur Kvenréttindafé- lagsins yrðu athugaðar milli 2. og 3. umræðu eða 2. umræðu yrði frestað. Úrskurðað var að fresta um- ræðunni og voru ekki fleiri mál á dagskra fundarins. Tryggir öryggi þeirra er á sjúkraþ jálf un þurfa að halda A FUNDI neðri deildar Alþingis á mánudag var tekið fyrir frum- varp Ragnhildar Helgadóttur um sjúkraþjálfun, en samtök sjúkra- þjálfara á tslandi hafa ekki feng- i« inngöngu í alþjóðasamtökin, vegna þess að lögvemd fyrir þá vantar í okkar löggjöf. Frumvarp þetta er flutt til að bæta úr þessu og mundi það tryggja, ef að lögum yrði, að þeir einlr hefðu heimild til að stunda sjúkraþjálfun, sem þá menntun hefðu hlotið, jafnframt þvi sem það tryggir öryggi sjúklinganna. Enginn skóli á fslandi. Ragnhildur Helgadóttir (S) ga-t þess í upphafi ræ-ðu sinnar, að fruimvarp þetta hefði verið flu-tt í fyrra og væri nú endiurfluitt, mieð þeim breytingum þó, er gierðar hefðu verið vegna ábend- inga Læknadieildar Háskólans, landlæknis eða stjórnar Lækna- Jélags íslandis, en þeir aðilar fengu frumvarpið til athugunar á milli þi-nga. Ástæðan til þess, að mál þetta var flutt, voru til- mæli frá stjóm félagis þeirra, sem sérþekkingu hafa í sjúkra- þjálfun. Enginn skóli er nú í þessari grein á íslandi, en erlendis eru viða sérstakir Skólar í þessari grein og sums staðar sem deildir yið Hóakóla. Talsverðar kröfur læknisfræði, eru gerðar till þeirra, sem í þessum skólum vilja stunda nám og víðast hvar er krafizt stúd- entsprófs. Nám- ið er m.a. fólgið í ýmisurn þeim greinum, sem kenndar eru í fyrri hluta svo sem líffærafræði og lífeðlisfræði. Þá er einnig kennd lækningameðferð á hinum ýmsu vöðvum og hlutum líkamans með sjúlkraæfingum, sjúkranuddi, hitameðferð, ljósum, stuttbylgj- um og þessháttar. Þetta eru alllt saman gamlar Og viðurkenndar aðferðir til læknin-ga og heilsu- verndar og með þeim hefur Oft náðst undraverður árangur ti-1 að hjálpa sjúklingum til fulls bata og sérstaklega á sviði bæblunar- sjúkdóma. Á það verður senni- lega ekki lögð of mikil áherzla, hversu nauðsynlegt hlýtur að vera að aðgerðum þessum sé beitit af ýtru-stu þekkingu. Þær geta verið beinlínis skaðlegar í su-m- um tilvi'kum, ef þeim er beitt við tilteknar meinsemdir og röng meðferð getur valdið varanleg- um örkumlum. Undir eftirliti Iækna. Nú starfar sjúkraþjálfarar hér á landi undir eftirliti lækna og á þeirra ábyrgð, enda felst það í því takmarkaða lækningaleyfi, sem þeir hafa samkvæmt lækn- ingaleyfislögunum. Er vitanlega sjálfsagt, að slík starfsemi fari fram un-dir eftirliti lækna, sem m.a. meta það, hvort sjúkraþjálf- unarm-eðferð eigi við í hvert skipti, sem um er að ræða. Það er líka talið Skilyrði til þess, að sjúkraþjálfunarskóli megi teljast fullkominn erlendiis, að hann sé viðurkenndur af lækna- samtökum og heiibrigðisyfir- völd hvers lands. Sjúkraþjálfar- ar, sem lokið hafa námi frá slílkum skólum, hafa með sér sérstök félög, en þau my-nda aftur alþjóðasamtök. S>Mk al- þjóðasamtök hafa vitanlega mik- ið gildi, félögunum ætti að verða auðveldara að fylgjast með nýj- ungum í grein sinni fyrir þeirra tilstilli og þátttaka í þeim sam- tökum ætti að vera nokkur trygg ing fyrir því, að sjúJkraþjálfari uppfylli þær kröfur, sem sjálfsagt er að gera til hans vegna öryggis sjúkli-nganna. Á íslandi hefur slíkt félag starfað í rúm tuttugu ár, og hefur aðeins inna-n vébanda sinna meðlimi, sem hafa þá þekk- ingu til að bera, sem tilskilin er í þessum alþjóðasamtökum. En samt hefur þetta félag ekki getað fengið in-ngöngu í alþjóðasam-tök- in, vegna þess, að sérstaka lög- vernd fyrir sjúkraþj-álfara á ís- landi vantar í ökkar löggjöf. Frv. þetta mundi, ef að lögum yrði, tryggja að aðeins þeir, sem hefðu þá menntun, sem hér er rætt um, að þeir hefðu einir heimi-ld til að stunda sjúkraþjálfun, en aðeins yrði í algerum undantekningar- tilfelium brugðið fró því. Samþykkt var að visa frum- varpi-nu til 2. umræðu og heil- brigðis- og félagsmálanofndar. of mikill en of lítill, en það hlut- fall hefði breytzt félögunum -njög í óhag frá 1958, jafnvel þótt þetta frumvarp yrði samþykkt. Sú hætta vofir ávallt yfir, ef skattlagningin verður félögunu-m iif mikið í óhag, að sá tekjustofn nverfi á nokkrum árum vegna ijölgandi fjölskylduhlutafélaga. Þá vék hann að því nýmæli að undanþiggja innbú eignaskatt og gat þess, að ástæðan fyrir því hefði verið sú, að sú skattheimta hefði verið óframkvæmanleg, þar sem algjörlega hefði verið komið undir þegnskap einstaklingsins, hvort rétt væri talið fram eða ekki, enda yrði það aldrei svo, að skattayíirvöldin færu in-n á heimili manna til að ganga úr skugga um, hvort rétt væri tal- ið fram. Ekki hallað á samvinnufélögin Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra gerði athugasemd við þá fullyrðingu Bjöms Jónssonar, að með þvi að stjórnskipa nefnd þá, er tollalögin tók til endur- skoðunar, hefði verið brotin gömul hefð þess efnis, að ein- ungis þingkjörnar nefndir fjöll- uðu um þessi mál. Kvaðst ráð- herrann hafa kynnt sér þessi mál og komizt að raun um, að síðast liðinn aldarfjórðung hefði þessi háttur ævinlega verið hafður á, hér væri því um misskilninig að ræða hjá B.J. Þá vék hann að þeirri fullyrðingu B.J., að þetta væri einsdæmi, að einungis stuðn ingsmenn stjórnarinnar væru í þessari nefnd. Benti hann á, að í þeim tveim nefndum, sem vinstri stjómin hefði kjörið til að fjalla um þessi mál, hefðu einungis setið stuðningsmenn stjórnarinnar, enda væri síður en svo neitt at- hyglisvert við það. Vék ráðherrann síðan að þeirri fullyrðingu stjórnarandstöðunn- ar, að með frumvarpi þessu væri samvinnufélögunu-m gert erfið- ara um vik en hlutafélögum. Samvinnufélögin hefðu um lang an aldur haft sérstöðu að því leyti, að skattar á þeim væru mi-klu mun vægari en S híutafé- lögum og við þeirri sérstöðu væri ekki haggað með þessu frum varpi að öðru leyti en því, sem varðar varasjóðinn. En skatt- frjálst framlag í hann er með frumvarpinu lækkað úr 33,3% f 2-5% til samræmis við önnur fé- lögin. Ráðherrann kvaðst en-gin rölc sjá fyrir því, að samvinnufélög- in ættu að njóta sérstakra fríð- inda fram yfir önnur félög varð- andi viðskipti við utanfélags- menn, en varðandi félagsmenn sjálfa skipti þessi breyting engu máli, þar sem hagnaður af við- skiptum við þá er ekki lagður í varasjóð. Þessi breyting hefur með öðrum orðum engin áhrif á skattgreiðslu samvinnufélaga, nema að örlitlu leyti vegna við- skipta við utanfélagsmenn. Karl Kristjánsson (F) kvað það mundi vera skemmtilegt að fá upplýst, livaða sérhlunnindi ráðherrann teldi, að samvinnu- félögin hefðu. Ekki væri unnt að leg-gja að jöfnu varasjóð sam- vinnufélaganna og hlutafélaga, þar sem varasjóðir samvinnufé- laganna verða eign héraðsins, verði félagið lagt niður. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvaðst ekki mundu fara út í umræður um skattfríðindi samvinnufélaga, en kvaðst vilja benda á, hve litla skatta sam- vinnufélögin þyrftu að bera með því að nefna tölur. 1959 hefðu samvinnufélögin greitt 2,1 millj, kr. i tekjuskatt, en þá voru tekju- skattar alls 173 millj. eða um 1%. 1960 1,8 millj. af 69 millj. eða um 2,5% og 1961 2,8 millj. af 80 millj. eða 3,5%. Út af þessu urðu nokkur orða- skipti milli Karls Kristjánssonar Og Gunnars Thoroddsens fjár- málaráðherra, en fjármálaráð- herra benti á, að sum árin hefði SÍS ekki greitt ein-n einasta eyri í útsvar i Reykjavík. Karl taldi það hafa stafað af pólitískum hrekkjabrögðum, en ráðherrann sýndi fram á, að vegna þess að SÍS hefði sýnt tap á framtalinu hefði ekki verði lagaheimild fyr- ir hendi til að leggja á það út- svar. Að loknum umræðum var sam- þykkt að vísa frumvarpinu tii 2. umræðu og fjárhagsnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.