Morgunblaðið - 14.02.1962, Side 9

Morgunblaðið - 14.02.1962, Side 9
Miðvikudagur 14. febr. 1962 MORCUISBL 4f)lÐ 9 Mikíll fjöldi sótti starfs- fræðsludag sjávarútvegsins A N N A R starfsfræðsludagur sjávarútvegsins var haldinn í Sjómannaskólanum sl. sunnudag. Ólafur Gunnarsson, sálfræðing- ur annaðist skipulag dagsins í samráði við forustumenn fjölda skóla og stofnana. Veittar voru upplýsingar um nærri 50 starfsgreinar og stofn- anir. Veður var með afbrigðum vont þannig að jafnvel bílaum- ferð í Reykjavík tafðist vegna óveðursins. Eigi að síður sóttu starfsfræðsluna 1125 manns og höfðu margir orð á því að drengirnir stæðu sig vel þegar þeir brutust yfir holtið, sem Sjómannaskólinn stendur á í roki og byl. Voru þeir snjóbarð- ir eins og gamlir fjármenn sem koma inn úr gegningum þegar inn í skólann kom. Einum varð að orði um leið og hann kom inn snjóugur frá hvirfli til ilja: „hað var gott, að ég fór ekki í sparifötin mín.“ 13000 sóttu sýningar Sjóvinnunámskeið Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur sáu um starfs sýningu í Sjóvinnusal Stýri- mannaskólans og sýndu auk þess kvikmyndir í Stýrimannaskólan- um. Var mikil aðsókn að þess- um sýningum eða alls um 13000, þannig að margir hafa sótt báð- ar. Ungu ínennirnir, sem sýndu sjóvinnubrögðin voru sýnilega mjög áhugasamir enda eins kon- ar lærimeistarar jafnaldra sinna þennan dag. Fiskimat ríkisins hafði mjög vel skipulagða og fróðlega sýn- ingu á gæðum og útliti fisks með ýmsum verkunaraðferðum. Voru fiskimatsmennirnir hinir ákjósanlegustu fræðarar um þessi mál enda kunnu ungling- arnir vel að nota áhuga þeirra og lífræna frásögn. Á sömu hæð var fræðsla um Matsveina- og veitingaþjónaskól ann og störf matsveina. Mat- sveinar og framreiðslumenn hafa árum saman séð um mjög smekklegar sýningar á starfs- fræðsludögum og eru nú að undirbúa sérstakt fræðslurit um þessa starfsgrein,- Járniðnaður Eins og undanfarin ár sá Véla verkstæði Sigurðar Sveinbjörns sonar um fræðsludeild járniðn- aðarins. Var þar nú í fyrsta sinni sýnd kraftblökk auk fjölda margs annars, sem unglingunum þótti fróðlegt að skoða. Margir vildu fræðast um nám í Vél- skóla og störf vélstjóra og var mikil aðsókn að vélasal Vél- skólans en þar voru allar vél- ar hafðar í gangi en kennarar og nemendur Vélskólans svör- uðu fyrirspurnum eftir því sem við varð komið fyrir hávaða í vélunum. Hörgull á vélstjórum er nú mikill og því eðlilegt að ungir menn vilji fræðast um þessa starfsgrein. Fræðsla ýmissa félaga og stofnana Margir leituðu frétta um fé- lagsmál sjómanna og störf loft- skeytamanna en færri höfðu hug á að gerast verkstjórar. Fimm tæknifræðingar höfðu ærið að vinna að svara fyrir- spurnum þeirra, sem áhuga höfðu á tæknifræði og á milli- landa- og strandsiglingadeild- inni var margt um manninn, enda glæsileg skipalíkön til sýn- is. — Landhelgisgæzlan hafði komið upp sérstaklega vel skipulagði'i og glæsilegri myndasýningu, er sýndi störf landhelgisgæzlunnar bæði landhelgisgæzluna sjálfa og björgunarstörf. Var það mynda- safn, sem þörf væri að kæmi fyrir augu fleiri en þeirra, sem gátu sótt starfsfræðslydaginn á sunnudaginn. SÍF hafði komið fyrir mjög fróðlegri fræðslusýningu, sem einkum byggðist á greinilegum og vel gerðum línuritum. Voru þau ekki sízt aðgengileg fyrir þroskaða nemendur og margir kennarar myndu hafa gott af að kynnast þeim fróðleik, sem þar var saman kominn. SH hafði bæði vel gerðar starfsmyndir, kort og fram- leiðsluvörurnar sjálfar. Sú sýn- ing var einnig stórfróðleg og gaf glögga hugmynd um mikil- vægi sjávarútvegsins fyrir þjóð- arbúið. Fiskifélag íslands sýndi alls konar framleiðsluvörur, starfs- myndir, línurit og fleira sem til fróðleiks mátti verða. Félag- ið hafði í tilefni dagsins gefið út greinargott fræðslurit, sem heitir: „Nám til sjómennsku og mats og eftirlits með fiskvinnslu“, Geta unglingar lesið í þessu litla kveri um kröfur þær sem fagskólar sjávarútvegsins gera til nemenda sinna og er það mikils virði þar eð flestum pilt- um eru þær óljósar við lok skyldunámsins. Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans leysti einkum úr spurn- ingum þeirra, sem hyggja á há- skólanám í fræðum er snerta sjávarútveg og mun síðar sýna þeim nemendum rannsóknar- stofur sínar. Nám sjómanna Fjöldi pilta ræddi við fulltrúa háseta, stýrimanna og skipstjóra og skoðuðu hin margvíslegu sigl- ingatæki, er Stýrimannaskólinn hefur yfir að ráða. Höfðu bæði kennarar og efnilegir nemendur úr Stýrimanna- og Vélskólanum ærið að vinna að svara spurn- ingum fróðleiksfúsra unglinga og sýna þeim kennslutækin. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sýndi litkvikmynd sína þrisvar sinnum í hátíðasal skól- ans og í sambandi við fræðslu- sýningu SÍF voru sýndar fræðslumyndir í lestrarsal Stýri mannaskólans. Voru sýningar þessar fjölsóttar. Óveðrið dró eðlilega úr heim- sóknum á vinnustaðina en þó fóru allmargir um borð í skip- in en færri á aðra staði. Fulltrúar á Fiskiþingi heim- sóttu starfsfræðsludaginn ásamt ráðuneytisstjóra atvinnumála- ráðuneytisins og nokkrum al- þingismönnum. Öll fræðsla var látin í té ó- keypis og hefur fjöldi forustu- manna sjávarútvegsins og skyldra starfsgreina lagt á sig mikla vinnu við að veita æskunni fræðslu um þessi mik- ilvægu málefni. Enginn kvartaði þó undan þeirri fyrirhöfn en einu athugasemdirnar sem heyrð ust voru um það hvort hægt væri að gera eitthvað enn bet- ur næst. ví 4LFLUTNIN GSSTOFÆ Aðalstræti 6, III hæð. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorlákssuu Guðmundur Péturssun Slysavarnadeildin Ingólfur I mlnnist 20 ára afmælis síns með kaffi og skemmtikvöldi fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 20,30 i húsi S V.F.Í. á Grandagarði Öllum heimill aðgangur er kostar kr. 30.00 (kaft’i innifalið. STJÓRNIN. Vegna flutninga hefur ýmilegt breytzt. Skrifstofan er á Hverfisgötu 50 sími 22940 Heimasími (úður 37797) er nú 10907 I Hafið þér komið auga á, að endurbæta mætti eitthvað í fyrirtæki yðar eða stofnun á sviði mæli- og stýritækru, hagræðingar, fjar- ; stýringa eða t. d. með notkun loft- eða vökvaknúinna hjálpartækja* [ Til þess að athuga málið nánar og e.t.v. hrinda því í framkvæmd, gæti orðið báðum til gagns ef bér hefðuð samband við undirritað- an. Vera má, að þér séuð ánægður með reksturinn, en samt sem ■ áður er sennilegt, að benda megj á eitthvað, sem gera má á ein- faldari og ódýrari hátt með tækjum og aðferðum, sem einnig þér > settuð að beita. Undirritaður hefði ánægju að koma í stutta heim- sókn til yðax án skuldbindingar. Srlíkar heimsóknir hafa gefizt vel sums staðar erlendis. SJÁLFVIRKNI Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur. VIIMNA Stúlka sem getur tekið að sér að búa til snið af fatnaði og sjá um saumaskap getur fengið vinnu í verksmiðju. Tilboð sendist blaðinu fyrir 24. þ.m. merkt: „Vinna — 7717“. Iðnfyrirtœki - Verkstjóri Verkstjóri, sem getur tekið að sér vélaeftir- lit ásamt verkstjórn óskast. Framtíðar- starf. Góð laun Umsóknir ásamt upplýs- ngum um fyrri störf sendist Morgunblað- inu fyrir 20. febrúar merkt: „Verkstjóri — 7734“. Þagmælsku beitið. Ávallt fjTÍrliggjandi. I BRYIMJÓLFSSOIM & KVARAN Kaupmenn — Kaupfélög Ný sending af vinsæla BLSSE - GARIMIIMI) tekin upp í dag. BUSSE — LANDWOLLE BUSSE — GOLD BUSSE — CHENILLE BUSSE — BUSSENA BUSSE — NOPPA BUSSE — SHETLAND E. IH. MTHIESffl H.F. Laugavegi 178 — Sími 36570.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.