Morgunblaðið - 14.02.1962, Page 11
Miðvikudagur 14. febr. 1962
MORGVNBL 4 ÐIÐ
11
Jóhann HJálmarsson 2
Um íslenska nútímaljúðagen
NÚTÍMALJÓÐAGERÐ verður
ekki afgreidd lengur með fljót-
teknum athugasemdum eða hót-
sem gera sér far um að koma inn
sem gera sér far u mað koma inn
hjá fól'ki hræðslu eða jafnvel
viðbjóði á iðkendum hennar,
verða ekki lengur greindir nema
á síðum lúalegustu slúðurblað-
anna og í hornum þeirra tímarita
sem einatt gera sér far um að
vera ruslakista og perluskrín í
senn. Hvers vegna eru þau skrif
sem beinst hafa gegn nútíma-
Ijóðagerð ekki merkilegri en svo,
að ef þeim vseri safnað saman í
bók. yrði skruadan sú mörgum
meðalsnotrum manni óheppileg
upprifjun skyndibrullaups við
menninguna. Hún yrði sennilega
fræg að endemum og sýndi glögg
lega að enginn hérlendur maður
hefur nokkurn tíma sagt heila
setningu af viti til mðurrifs þessa
óþjóðlega bölvalds, sem margir
telja nútímaljóðagerð vera. Til-
finningarnar hafa hlaupið með
ágætismenn fyrir björg í þess-
um efnum, svo þeir hafa ekki vit
að hvað þeir voru að verja eða
berjast gegn. Þetta er að sjálf-
sögðu sorgarefni fyrir báða aðila,
þá sem þykir nútímaljóðagerðin
miður fara og aðdáendur hennar,
því það liggur í augum uppi að
maður sem þykist hafa eitthvað
til síns máls. kannski skýringu
á þvi sem er frá sjónarhóli 'hinna
fyrrnefndu vafasamt athæfi, get-
ur ekki átt orðastað við þann
sem engin rök bíta. f>ess vegna
ihafa margir unnendur nútíma-
Ijóðagerðar beðið þess með tals-
verðri forvitni að einhver vildi
ræða þessi mál af hleypidóma-
leysi og nokkurri alvöru. Ekki
hefur samt bólað á þeim manni
ennþá. f>eir menn sem eru eitt
í dag og annað á morgun geta
náttúrlega ekki talist með. f>eir
dæma sig sjálfir úr leik.
Nútímaljóðagerð er staðreynd
meðal siðmenntaðra þjóða. Á fs-
landi ryður hún sér hæga en
ákveðna braut. Ljóð í óbundnu
máli getur verði eins mikill skáld
skapur og Ijóð í bundnu máli.
f>að getur líka verið mun verri
skáldskapur. Ljóð í bundnu máli
og óbundnu geta einnig verið
alls enginn skáldskapur. Að von-
um fer þetta atriði framhjá mörg
um þeim sem um þessi mál
fjalla. í berserksganginum sem
hleypur á fólk við upphafningu
annarrar hvorrar aðferðarinnar
vill það gleymast að alltaf verða
til bæði góð og léleg skáld og
það bitnar harðast á því sem ber
framandi svip og verður ekki
flokkað niður þess vegna í
skjótu bragði. Margir fá glýju
í augun aí minna en því þegar
nútímaljóðagerð ber á góma.
Segjum svo að einhver byrjandi
fái nýstárlegt ljóð birt í blaði
einhvers velviljaðs ritstjóra.
Fólk les þetta og segir: Sei, sei,
nei, svona eru þeir allir. Nútima-
Ijóðlistin er þannig afgreidd með
hliðsjón af sundurlausum línum
eftir gagnfræðaskólapilt, sem
síðar finnur framkvæmdaþörf
sinni útrás á einhverju öðru
sviði. Innan skamms er hann
©rðinn dugandi kaupsýslumaður
eem má ekki vera að því að hugsa
um aðra eins fásinnu og skáld-
skap, en fólk heldur áfram að
tönnlast á setningum hans um
mis'heppnaða ást og skrumskælt
tunglskin. Eg þekki til dæmis
marga sem nefna ólíklegustu
tiöfn. Mgnn sem hafa kannski af
slysni dottið niður á eina
skemmtilega ljóðlínu eru allt í
einu orðnir höfuðskáld hinnar
nýju stefnu. I>annig fara greind-
ustu menn vegavillt. Að sjá ekki
skóginn fyrir trjánum virðist
auðveldasta leiðin.
Þvi er tíðum haldið fram og
af stakri þrjósku að nútímaskáld
hirði ekki um menningararf þjóð-
arinnar. Fyrri tíma skáld séu að
þeirra áliti leiðindafuglar, síst
heppilegir til eftirbreytni. Þessi
skoðun er vitleysa og auðhrak-
in með mörgum dæmum. Eg ef-
ast um að nokkurt íslenskt nú-
tímaskáld afneiti fornum bók-
menntaafrekum þjóðarinnar, þau
eru aftur á móti hersla þeirra
og styrkur í glímunni við ný
viðfangsefni. En þá menn ber
að taka varlega sem nefna Ein-
ar Benediktsson án þess að hafa
lesið annað eftir hann en Mess-
una á Mosfelli, Grím Thomsen
án þess að þekkja nema Skúla-
skeið. Hvað er svo glatt eftir
Jónas, og svo framvegis. Það hef-
ur nefnilega komið á daginn að
á það, að þekktur sænskur bók-
menntamaður sem skrifaði um
sýnisbók islenskra nútímaljóða
þýdda á sænsku, gagnrýndi höf-
unda hennar fyrir að vera um
of bundnir af íslenskum hefðum
í skáldskap.
Það er því ekki alls kostar rétt,
iþegar fullyrt er að ungir höfund-
ar sæki allt sitt uppeldi til út-
landa. En þeir eru ekki feimnari
við útlönd eða framandi áhrif
en þeir Matthías Jochumsson sem
þýddi Shakespeare á islensku eða
Steingrímur Thorsteinsson sem
islenskaði verk eftir einn aðal-
brautryðjanda nútímahugsunar í
skáldskap; Friedrioh Hölderlin.
fslensk skáld hafa aldrei verið
heimalningar. Menn sem ekki
þekktu nema kotið sitt og hol-
una í bæjarveggnum voru kall-
aðir lítilsigldir á íslandi og þótti
síður en svo virðingarheiti. Að
Jóhann Sigurjónsson
höfundur fyrsta ís-
lenska nútímaljóðsins
Steinn Steinarr
boðberi nýs tíma
Oharles Baudelaire
brautryðjandi í
evrópskri
nútímaljóðlist
þessir höfundar sömdu miklu
fleiri verk og þau réðu úrslitum
um orðstir þeirra, að þessum
velheppnuðu kvæðum ólöstuð-
um. Svo má ekki gleyma þeim
sem er Þórsmerkurljóð Sigurðar
Þórarinssonar (annars með
skárri dægurlagatextum) mun
hugfólgnari skáldskapur en Goð-
mundur á Glæsivöllum, og eru
alltaf tilbúnir að setjast í dóm-
arasætið þegar nútímaljóðlist er
til umræðu.
Það verður aldrei of oft á það
'bent að stórskáld skapa hefð en
ekki hefðin þau. Ef islensku
skáldi tekst að yrkja aðdáanlega
vel á nýjan, jafnvel óþekktan
hátt er skáldskapur þess orðinn
hluti af íslenskri menningararf-
leifð og verður afturhaldsmanni
vopn gegn tilraunum ungra höf-
unda. Hugsum okkur til dæmis
Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson
eða Hvar eftir Jóhann Jónsson.
Þessi ljóð eru orðin hefðbundin
í íslenskum skáldskap. Trúverð-
ugt ljóðaúrval með verkum ís-
lenskra höfunda sleppir ekki
þessum kvæðum. Ungir höfund-
ar yrkja síður en svo á sama hátt
og nafnarnir tveir. Þeir hafa
meira að segja fjarlægst menn
eins og Stein Steinarr sem fólk
er nú óðfluga að átta sig á sem
einum besta höfundi okkar tíma.
Á morgun verða ljóð Stefáns
Harðar Grimssonar talin til
gömlu góðu daganna og verkum
hans stefnt gegn nýrri kynslóð
ljóðskálda, sem nú er rétt að
spretta úr grasi.
Auðvitað sækja ungir höfund-
ar kraft í uppsprettulindir ís-
lensks skáldskapar. Þeim eru
fornu minnin kær, en það hindr-
ar þá ekki að leita annarra miða.
Rúmlega tvítugur höfundur,
Þorsteinn Jónsson frá Hamri,
skirskotar oft til þjóðkvæða og
gamalla sagna í ljóðum sem eru
í nánum tengslum við íslenskan
veruleika, og Matthías Johannes-
sen velur nýjustu ljóðabók sinni
heiti úr Völuspá. Þannig mætti
lengi telja. Til gamans bendi ég
fara á brott hefur löngum ver-
ið ástríða íslendingsins. Með þvi
móti hefur hann komið aftur
skilningsbetri á hagi lands síns.
Sumt það fegursta í dansvísun-
um er til dæmis álitið vera af
erlendum uppruna eða fyrir er-
lend áhrif til orðið. Njála er
trauðla rituð af manni, sem ekk-
ert hefur þekkt til bókmennta
annarra þjóða. Minnimáttar-
kennd íslendingsins kemur fram
í því að forsmá annað hvort ailt
það sem ber útlenskan keim eða
dá það takmarkalaust. Hér ber
að rata meðalveginn. Við verð-
um að vega og meta eins og við
höfum bolmagn til.
íslenskir gagnrýnendur ganga
svo langt í því að rekja allt í nú-
tímaskáldskap til erlendra áhrifa,
að grænn litur, sem hefur verið
á flestum túnum íslands frá land-
námstíð þykir kynjaður sunnan
frá Spáni, af því að grunur leik-
ur á að þar hafi búið höfundur
sem nefndi stundum. þennan lit
í ljóðum sínum. Ef höfundur rit-
ar erlent orð stafar það tvímæla-
laust af fordild eða af því að
hann þekkir ekki samsvarandi
íslenskt orð, en ekki af þeirri
einföldu ástæðu, að erlenda orð-
ið nær stundum aðeins að tjá það
sem býr í huga skáldsins. Setj-
um svo að Thor Vilhjálmsson
færi að þýða allar þær framandi
setningar sem skjóta upp koll-
inum í þáttum hans af manneskj-
um í járnbrautarlestum og veit-
ingahúsum. Það yrði falskt og
svipti verk hans þeim hraðfleyga
leik, sem þau eru reist á.
Við skulum reyna að gera okk-
ur grein fyrir því að ljóð í
óbundnu máli þarf ekki endi-
lega að vera nýstárlegt í hugsun.
Rímað og stuðlað ljóð getur til
dæmis tekið því fram að þessu
leyti. Það er því ekki formið sem
úrslitum ræður, heldur hugsun-
in, sýnin. Til er fjöldi Ijóða bæði
í bundnu máli og óbundnu, sem
eru aðeins ræður sem villst hafa
inn í jurtagarð ljóðlistarinnar.
Ljóðskáldið leitast við að sýna
hlutina, ekki sanna þá. Það dreg-
ur upp mynd, misiafnlega skýra
eftir atvikum. Baudelaire talar
um, að besta gagnrýni á mynd-
list komi oft fram í Ijóði. Skáld-
ið reynir hvorki að telja galla
né kosti myndarinnar, heldur
gefur sig henni á vald. Það birtir
þann veruleika sem það hefur
fundið í myndinni, endurskapar
hana að vissu leyti Þannig horf-
ir ljóðskáldið á heiminn. Hver
smæsti blettur eða minnsta at-
vik er því ný uppgötvun, endur-
spegluð draumsýn.
Ef skáldið hefur ekki hæfi-
leika til að sýna hlutina á ann-
an hátt en fyrirrennarar þess, er
það dauðadæmt. Ljóð þess verða
þá aðeins veik bergmál frá öðr-
um höfundum, ekki lífinu sjálfu.
Það getur haft sama boðskap að
flytja og gamla skáldið, en það
sem skilur milli feigs og ófeigs
er það, hvort sá boðskapur er
færður í eigin búning, hvort
‘hann verður ferskur við snert-
ingu nýs einstaklings. Margir
bókaskápar eru fullir af verkum
manna sem uppfylla ekki þess-
ar kröfur. Um þau er ekkert
nema gott að segja, en þau eiga
sér enga framtíð. Ungur höf-
undur sem er gagntekinn hrifn-
ingu af sveitalifi, yrkir um það
í nýju formi en bætir engri upp-
götvun frá sjálfum sér við ljóðið,
gæti alveg eins ort það undir
gömlum háttum. Það verður ekki
betra þótt það hafi á sér yfir-
skin nútímans.
6
Því skáldi sem vill yrkja
stjórnmálaljóð er ærinn vandi á
höndum. Það verður að beygja
sig fyrir köllun nýs tíma og nota
aðra aðferð en raða saman slag-
orðum og nefna kvæði. Það er
táknrænt að í Tímariti máls og
menningar, því bókmenntariti
sem oftast birtir pólitískan kveð-
skap, gat að líta þetta fyrir
skömmu í „baráttukvæði“ eftir
nýjan höfund :
— Eg vildi yrkja ómstríðan
brag
þíns rauða blóðs rammaslag.
Hvað get ég sagt, sem þið vitið
ekki?
Varir mínar mynda ekki orð
og rödd mín er einskis nýt.
Kannski segðu einhverjir að
ljóðasmiðnum væri vorkunn,
eftir það sem á hefur dunið í
■heimsmálunum uppá síðkastið.
Ætli það sé ekki þetta getuleysi,
sem fær Dag Sigurðarson til að
staglast á auðvaldinu þrisvar í
stuttu ljóði, sem birtist í næsta
hefti á eftir því fyrrnefnda, og
Jóhannes úr Kötlum til að lof-
syngja efann fjálgum rómi.
Hvorugur þessara höfunda er
vanur þvi að missa máls. En það
er Ijótt að sjá þegar ungur rögg-
samur höfundur eins og Dagur
lætur sér sæma að tyggja upp
löngu grafna frasa sem næsturn
þvi gengu að heilli skáldakyn-
slóð dauðri og verða ekki leng-
ur fundnir nema í heimildarrit-
um umbrotasamra tíma,
Ef ég ætti að nefna vel heppn-
uð dæmi um stjórnmálakveðskap
myndi ég nefna tvo unga
spænska höfunda: Gabriel
Celaya og Blas de Otero. Þeir
vita að stóru orðin eru tilgangs-
laus eins og öskur drukkins
manns. Þeir hafa leitað einfaldra
orða og skýrra, óvæntra mynda.
Með því hafa þeir sagt það sem
máli skiptir á sannfærandi hátt.
Á íslandi hefur Jóni Óskari
tekist aðdáanlega að lofsyngja
friðarstefnu og ættjarðarást, og
það sem eflir oft skáldskap
Matthíasai Johannessen er sterk
vitund um samviskuleysi skugga*
aflanna og vígreifur baráttuhug-
ur þegar honum finnst lífsvilj-
anum ógnað.
7
Ungir höfundar eru ekki nein
bræðralagsfylking í stíl við
Votta Jehova. Þeir eru hinir
sundurleitustu me m, með ólí’k-
ar meiningar um iífið og skáld-
skapinn. Þótt þeir séu sammála
um að breytingar á tjáningar-
máta séu nauðsynlegar, verður
þeim ekki stappað saman á einn
l disk. Á umræðufundi sem hald-
inn var fyrir nokkrum árum og
| ég átti kost á að sitja, kom sú
j hugmynd fram að menn gæti
} greint á um það, hvor væri stór-
brotnara skáld Jón frá Pálm-
holti eða Lárus Salómonsson! Að
vonum varð mörgum svarafátt
og þannig er endalaust hægt að
deila án þess að komast að nið-
urstöðu. En varla er það aðal-
atriðið, heldur hitt að það er
hreyfing í skáldskapnum og lin-
ur skýrast smám saman. Menn
sem ekki hafa annað til málanna
að leggja en illvilja þess geð-
lausa guma sem finnst sér vera
misboðið og skynja vanmátt sinn,
standa berstrípaðir á almanna-
færi með haldlausa trú fyrir
svæfil. Hinir vaxa eins og ís-
lenski skógurinn, hægt og síg-
andi, en með greinilegum þrótti.
Skáldskapurinn hefur fært og
mun færa þjóðunum nokkra upp-
bót. Það eitt að yrkja ljóð hlýt-
ur að vera takmarkalaus lifs-
játning, jafnvel þótt í því sé böl-
sýnn tónn efasemdamannsihs.
Skapandi listamaður eygir von
mannkyninu öllu til handa.
8
Allt of mikið er gert af því að
'breikka bilið milli almennings
og nútímaskáldskaparins. Stund-
um hafa skáldin átt þátt í þvi
sjálf með hrokafullum ályktun-
um um heimsku fólks. Þá leið
ber ekki að fara, heldur ætti að
stuðla að gagnkvæmum skilningi
og tillitssemi. Eg tel til dæmis
ekkert á móti því að skáldin lýsi
aðferðum sínum og hugmyndum
fyrir þeim sem um slíkt vilja
fræðast. íslensk gagnrýnenda-
stétt hefur því miður ekki reynst
'því starfi sínu vaxin að skýra
verk torráðinna höfunda í stað-
inn fyrir að meðhöndla þau eins
og mölflugur föt og téppi. Heið-
arlegar tilraunir hafa verið gerð-
ar eins og til dæmis bók Sig-
urðar A. Magnússonax. Nýju föt-
in keisarans. En viljinn nær of
skammt hjá þorra þeirra sem um
bækur fjalla. Þeir fá venjulega
útrás fyrir ólíklegustu kenndir
í skrifum sínum. Hér hafa skól-
arnir hlutverki að gegna. Ef ís-
lenskir kennarar þættust ekki
alltof vitrir, gætu þeir einhverju
áorkað til að glæða áhuga nem-
enda fyrir listum. Vissulega hafa
sumir þeirra unnið þarft starf
sem skylt er að minnast. Með
endurskipulögðu skólakerfi ætti
meiri virðing fyrir bókmenntum
og listum að sitja í fyrirrúmi fyr-
ir þurrum utanbókarlærdómi gg
haldlausu stagli.
Eg hef oft orðið þess var að
fólk sem af einbeitni hefur gert
sér far um að kynna sér nútíma-
skáldskap, hefur oft og tíðum
fengið mikið fyrir snúð sinn.
Upphaflega hefur því þótt allt
sem bögglað roð fyrir brjósti
sínu, en skyndilega hafa upplok-
ist fyrir því dyr nýrra heima.
Oft kemur þetta með lítilli
áreynslu, því mikil áreynsla veld-
ur oft tognun og jafnvel hræði-
legum kvölum, Slikt hefur aftur
á móti orðið hlutskipti sumra.
Með opnum hug og dálítilli ein-
lægni opinberast fólki áður
óþekkt sannindi. „Þetta skil ég
ekki“, er alltof oft viðkvæði
þeirra sem annars eiga hægan
aðgang að leyndarmálum nú-
tímaljóðlistar vegna meðfæddrar
greindar og flekklauss hugarfars.
Allt fólk er að einhverju leyti
gætt þeim hæfileika að kunna að
meta list. Meira traust beggja
aðila, skálda og almennings, og
markvísara starf getur lyft grett-
| istökum ur þeim vegi sem á að
, vera breiður og fagur.