Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 1
20 slður 49. árgangur 43. tbl. — Miðvikudagur 21. febrúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins §pi®s Tóli sjáBftir við stjórn geimfars síns Canaveralhöfða, 20. febr. (AP—NTBj. GEYSILEG eftirvænting ríkti á Canaveralhöfða í morgun. Fyrirhugað var að skjóta geimskipinu „Freedom 7“ á loft með Atlas-eldflaug og í skipinu beið John H. Glenn ofursti, sem átti að verða fyrstur Bandaríkjamanna til að komast á braut umhverfis jörðu í geimskipi. Tuttugu mínútum fyrir áætlaðan skottíma kom í ljós galli á nagla í geimskipinu. Var úr þessu bætt og var svo undirbúningi haldið áfram. En sex mínútum fyrir skottíma kom enn smágalli í ljós, sem þurfti að leiðréfcta. Svo leið að skottíma og menn biðu með öndina í hálsinum. En allt fór vel. Kl. 9,47 eftir staðartíma (13,47 ísl. tíma) hófst eld- flaugin á loft sveipuð reykskýi og eldtungum. Um fimm mínútum seíuna losnaði geimskipið frá eld- flauginni og Glenn beindi því á braut umhverfis jörðu. Fór skipið þá með rúmlega 28 þús. km hraða ó klukkustund og lá í 160—260 km hæð frá jörðu. í fyrstu hringferðinni kom fram bilun á sjálfstýr- fngu geimskipsins og tók Glenn þá við stjórn þess. Alls fór Glenn þrisvar kringum jörðu á 4 klukku- stundum og 56% mínútu. Lenti hann geimskipinu á Karabíska hafinu skammt frá bandaríska tundur- spillinum Noa, sem tók hylkið og geimfarann um borð. Þegar geimfarinn var yfir Kanaríeyjum sagði hann í talstöð geimskipsins: „Mér líður vel. Sjón- Mynd þessi var tekin á Kanaveralhöfffa i gærmorgun, er John Glenn ofursti fór um borff í geimskipiff „Freedom 7“. deildarhringurinn er skærblár". Glenn var í stöðugu sambandi við hlustunarstöðvar á jörðu og lét jafnan vel af ferðinni. Nánari frásögn fer hér á eftir. Frh. á bls. 2 Kennedy árnar Glenn heilEa Washington, 20. febr. (AP). ÞEGAR Kennedy Banda- ríkjaforseta barst fréttin um aff Glenn ofursti væri kom- inn heill á húfi úr geimferð sinni í dag hringdi hann til eiginkonu geimfarans og árnaði henni heilla. Þvínæst flutti hnnn útvarps og sjón- varpsávarp frá Hvíta húsinu og færði Glenn innálegar þakkir bandarísku þjóðar- innar fyrir þetta þrekvirki. Minntist forsetinn þess er Glenn fyrir nokkrum árum flaug orustuþotu þve'rt yfir Bandarikin í kapphlaupi við tímann og setti hraðamet á þeirri flugleið. Forsetinu sagði: ,Fyrir nokkrum ár- um reyndi flugmaður úr landgönguliði flotans að fljúga yfir Bandaríkin á skemmri tíma en það tekur sólina að fara sömu leiff. Hann tapaffi. í dag hefur hann sigrað. Við eigum langa leið ófarna í kapp- hlaupinu um geiminn og við byrjuðum seint. Þetta er nýtt úthaf og við verðum að sigla á því en ekki vera eftirbátar neinna“. Þessa mynd fékk Mbl. símsenda frá London á fjórffa tímanum í nótt. Hún er tekin af Glenn ofursta um borff í tundurspillin um NOA, eftir að getmfarinn hafði veriff losaður við gcimklæðin. Á öxl hans liggur hljóðnemi sem nemur viðbrögð hans. • • Orlagaríkur fundur í Tripoli TÚNIS, 20 febrúar. — Fulltrúo- ráð andspyrnuhreyfingar Serkj* kemur saman til fundar á fimmtu dag eða föstudag til þess að ræða samkomulagið við frönsku stjórn ina. Verður fundurinn haldinn f Tripoli í Lihyu, en samkomulagiS verður að hljó'ta samþytoki bæði írönstou stjómarinnar og fulltrúa ráðs uppreisnarmanna til þess að öðlast fullgildingu. Fulltrúaráðið er æðsta stjórn samtatoa upp- reisnarmanna í Alsír. — í Túnis er aimennt talið, að fulltrúaráðið samþykki samkomulagið. En bú- ízt er við heitum umræðum. ★ RÓM, 19. febr. (AP). — Leik- konan Elízabeth Taylor var lögð á sjúkrahús s.l. laugardag. Hafði hún fengið matareitrun. Eigin- maður leikkonunnar Eddie Fish- er, sem stddur var í Lissabon flaug til Rómar á sunnudaginoi og í dag sótti hann konu sína í sjúkrahúsið, var hún þá að mestu búin að ná sér eftir veikindin. Glenn fór þrjá hringi umhverfis jörðu:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.