Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORGLNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. febr. 1962 Stýrimaður sem varð fyrir slysi og varð að hœtta til sjós, óskar eftir atvinnu í la-ndi. T. d. nætur- vörður. Ef ein-hver vildi sinna þessu, þá leggi hann tilboð inn á afgr. Mbl. fyrir föstudags- kvöld merkt: ,,Næturvörður — 7974“. Félagslíf Knattspymufélagið Valur Knattspyrnudeild. 2. flokkUr. Fjölmennið á æfinguna í kvöld. Áríðandi kaffi- og ra-bbfundur eftir æfinguna. Frá Körfuknattleiksdeild K.R. Piitar, munið að það er í kvöld kl. 9.00, sem að leikurinn — KRa—KRib í 2. fl. fer fram. Mætið stundvíslega. Afgreiðslustúlka helzt vön, ekki yngri en 20 ára, óskast sem fyrst. L. H. ItfuIBer Austurstræti 17 FATABREYTINGAR Breitin«:adeild okkar tekur að sér breytingar á dömu- og herra- fatnaði. Austurstræti 14, III. h. Faðir okkar HALLDÓR ÞORGRÍMSSON andaðist að Dvalarheimilinu Hrafnistu, mánudaginn 19. febrúar. Fyrir hönd annarra vandamanna. Guðmundur Halldórsson, Baldur Halldórsson Jarðarför ÁSIRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR prestsekkju, Eiriksgötu 19, Reykjavík fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. febrúar n.k. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. — Blóm vinsamlega af_ beðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eða kapelluna á Húsa- felli. Vandamenn Hjartanlega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför JÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR Synir, fóstursonur og systkini Eiginmaður minn ÁSBJÖRN GUÐMUNDSSON andaðist að heimili sínu í Borgarnesi, laugardaginn 17, þ.m. Jarðarförin fer fram frá Borgarnesskirkju, laugar- daginn 24. þ.m. og hefst kl. 2 e.h. Valbjörg Jónsdóttir Þakka innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður minnar, KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR Hulda Runólfsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÓSKARS SÆMUNDSSONAR frá Eystri Garðsauka. Ásgerður Guðmundsdóttir, böm. tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför PÁLS SVEINSSONAR yfirkennara. Þórunn Helgadóttir, Guðrún Válsdóttir, Sigurður Pálsson, Guðmundur Benediktsson, Elinborg Stefánsdóttir og barnabörn. Jón Gunnarsson Nýjungar í markaðsmálum f VTÐTALI, sem fréttamaður Morgunblaðsins átti við mig og birtist í blaðinu í d-ag (sunnudag) kemur ekki nógu skýrt fram atriði, sem ég tel skipta höfuð- máli í sambandi við starfsemin-a á vegum S.H. og dótturfélags þess, Coldwater Seafood Corp. í Band-aríkjunum. Höfuðatriðið er, að á þessum vettvangi hafa S.H. og dóttur- félag þess farið inn á nýjar braut ir, sem íslenzkir framleiðendur hafa ekki áður farið. Framleiðsl- an á hraðfrystum fiski, sem fer til Bandaríkjanna frá íslandi, er ekki fyrst og fremst seld til heild sölufirma eða verksmiðja, sem síðan fnamleiða úr henni tilreidd an mat fyrir neytendur undir eig- in vörumerkjum, heldur hefur framleiðslan verið pökkuð að nokkru leyti í neytendapakkn- ingar í hraðfrystihúsunum á ís- landi og að nokkru leyti í blokk- ir, sem síðan hafa að mestu leyti verið notaðar til framleiðslu á tilbúnum fiskréttum í verksmiðju Coldwater í Nanticoke, og seldar undir vörumerki íslenzkra fram- leiðenda. Þessi nvmd sýnir 1 Ib. (punds) neytendapakkningu á þorski. Vörumerki SH „Icelandic" er vel þekkt á heimsmörkuðunum. hefur komið fram í síauknum út flutningi til Bandaríkjanna á hag stæðara verði en fengizt hefur á öðru-m mörkuðum. Vegna þeirrar aðstöðu, sem S.H. og dótturfyrirtæki þess hafa náð í Bandaríkjunu m, tókst að fá verðið hækkað á hraðfrystum fiski, sem seldur var til Rússlands Myndin sýnir 5 Ibs. ýsupakkningu. Vörumerkið „Icelandic" er haft á áberandi stað á umbúðunum, sem eru hinar smekk- legustu og vekja athygli væntanlegs neytenda. S.H. og Coldwater hafa þann- ig verið frumkvöðlar þeirrar stefnu, að íslenzkir framleiðend- ur seldu útflutningsframleiðslu sína tilreidda beint til smásala og neytend-asamtaka erlendis undir eigin vörumerki. Framleiðslan hefur verið ræki- leg_a auglýst. Árangurinn af þessari stefnu á s.l. ári úr £ 128-0-0 upp í £ 140-0-0 tonnið eftir að það hafði staðið í stað í 7 ár á þeim mark- aði. Hliðstæð hækkun hefur náðst á sölum til annara vöru- skiptalanda. Það er geysiþýðing-armikið fyr- ir íslenzku frystihúsin að hafa þannig getað hækkað verulega verð á hraðfrystum fiski til vöru- Framtíðaratvinna Innflutningsf/rirtæki óskar eftir ungum áhugasöm- um reglumanni. Séiþekking á diesel, rafmótorum og öðrum vélum. Ensku og/eða þýzku kunnátta nauð- synleg. Góð vellaunuð framtíðaratvinna. Umsóknir með fyllstu upplýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir 28. þ:m. merkt: „Framtíðaratvinna 1962 — 5682“. vUr - sbúluöÝuf öigufþóf Jór\ssor\ Sc co I lc* frvg/6 Lv*cut/i *i. skiptalandanna. Án þeirrar að- stöðu-sem við höfum á Ameríku markaðinum hefði það ekki verið hægt. Það hefði heldur ekki verið hægt að selja allt það mikla magn, sem unnið hefur verið í verksmiðjunni í Nanticoke til Ameríku eftir öðrum leiðum. Verksmiðja Coldwater veitir íslenzkum framleiðendum m. a. þá ómetanlegu sérstöðu, að taka við fisktegundum til hagnýting- ar, sem erfitt er eða ógjörlegt að koma í verð á annan hátt. Þá kemur þessi söluaðferð I veg fyrir að það sé háð duttl- ungum nokkurra erlendra verk- verksmiðjueigenda eða hringa, hvort erlendir neytendur eiga þess kost að kaupa íslenzkan fisk eða ekki. Ókosturinn er hins vegar sá, að það tekur lengri tíma að selja vöruna á þennan hátt, en salan er engu að síður örugg og hagkvæm. Eftir að hlutdeild Ameríku- markaðarins af heildarfram- leiðslu hraðfrysts fisks jókst enn á s.l. ári og framleiðsla verksmiðj unnar í Nanticoke jókst jafn- framt, varð brýn þörf á aukn- um lánum út á framleiðsluna. Stóð til, að íslenzkir bankar hjálpuðu til um útvegun erlends lánsfjár út á fiskinn á s.l. ári Miklu lengri dráttur hefur orðið á útvegun lánsfjárins eftir þess- um leiðum en búist var við og hefur það komið sér mjög illa fyrir eigendur hraðfrystihúsanna og valdið mikilli óánægju. Vegna þess hve hér er mikið I húfi, er þess að vænta, að ekki dragist lengi úr þessu að leysa þenna vanda. P.t. Reykjavík, 18. febrúar 1962, Jón Gunnarsson. JON N. SIGURÐSSOIS Málf lutningsskiifstof a hæstaréttarlr ffmað'r Laugavegi 10. Sími ’4934 M.s. LAGARFOSS fer frá Reykjavík laugardag- inn 24. þ. m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: Akranes Isafjörður Siglufjörður Akureyri Húsavík Vörumóttaka á miðvikudag. hf Eimskipafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.