Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikndagur 21. febr. '1962
Ctgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik.
Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átom.)
Sigurður Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kris.tinsson.
Ritstjórn: ^.ðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SJÁLFSTÆTT ALSÍR
í rúm 7 ár hefur blóðug
styrjöld geisað í Alsír.
Hundruð þúsunda manna
hafa látið lífið í þessum
sorglegu átökum, bæði íbúar
landsins, serkneskir og fransk
ir, ásamt miklum fjölda
franskra hermanna.
Uppreisnin í Alsír hafði í
för með sér botnlausa upp-
lausn í frönskum stjómmál-
um. Hver ríkisstjómin á
fætur annarri tók við völd-
um til þess eins að sitja
nokkra mánuði. Að lokum
var ;svo komið árið 1958, að
allsherjarbylting vofði yfir
Frakklandi. Þá var það sem
de Gaulie var kallaður til
valda að nýju. Hann hefur
síðan stýrt Frakklandi og
unnið markvisst að því að
leysa Alsírvandamálið. De
Gaulle gerði sér í upphafi
ljóst, að Frökkum þýddi ekki
að spyma gegn þróuninni í
nýlendumálunum. Hann hafði
glæsilega forystu um að veita
nýlendum Frakka í Mið-
Afríku frelsi og sjálfstæði.
Tókst það svo giftusamlega,
að nú standa flestar þessar
gömlu nýlendur við hlið
Frakklands og de Gaullenýt-
ur virðingar og vinsælda
meðal þjóða þeirra.
En nú er að rofa til í Al-
sír. Fullvíst er talið, að sam-
komulag hafi tekizt milli
frönsku stjórnarinnar og út-
lagastjórnar Serkja. Engum
blandast hugur um, að það
samkomulag byggist á mögu
leikum Serkja til algers
sjálfstæðis fyrir Alsír.
Um það þarf hins vegar
ekki að fara í neinar graf-
götur, að Frakkar í Alsír
munu ima þessum málalok-
um illa. En þeir era aðeins
ein milljón af tíu milljónum
ibúa landsins. Er það aðsjálf
sögðu mikið vandamál að
tryggja öryggi þeirra og frið-
samlega sambúð við Serkina
í framtíðinni.
OAS leynihreyfingin mun
vafalaust halda áfram spell-
virkjum sínum og hryðju-
verkum til þess að torvelda
lausn Alsírmálsins. En óhætt
er að fullyrða, að yfirgnæf-
andi meirihluti frönsku þjóð-
arinnar fylgi stefnu de Gaull
es. Franska þjóðin er orðin
langþreytt á blóðsúthelling-
um og upplausninni í Alsír,
sem ógnað hefur öryggi
Frakklands um mörg undan-
farin ár. Og allur hinn frjálsi
heimur fagnar því innilega,
er lokasamkomulag tekst
milli Frakklands annars veg-
ar og frjáls og sjálfstæðs Al-
sír hins vegar. —
SAUÐIR OG
HAFRAR
Tl¥oskvumálgagnið skýrir í
gær frá því, að kommún-
istar hafi undanfarið verið að
bauka við að koma á sam-
starfi milli „allra vinstri afla
í landinu". Er auðsætt, að
bæjarstjórnarkosningar eru í
nánd og kommúnistum finnst
þeir þurfa á enn einni sauð-
argæru að halda sér til skjóls
og hlífðar. Og þá er enn grip
ið til vinstri gærunnar. Á
henni hafa kommúnistar óbil
andi trú.
Moskvumálgagnið birtir í
gær samtal við Alfreð Gísla-
son, alþingismann, sem segist
vera formaður svokallaðs
„Málfundafélags jafnaðar-
manna.“ Skýrir hann frá við-
talsfundum, sem haldnirhafi
flokka vinstri menn í sauði
verið um möguleika á því
„að fylkja saman öllum
vinstri mönnum í landinu,
eins og Alþýðubandalagið
hefur alltaf beitt sér fyrir“.
Segir Alfreð, að erfiðleikarn
ir á þessu hafi fyrst og
fremst stafað af því, að Þjóð-
varnarflokkurinn sé andvíg-
ur „vinstra samstarfi á breið
um grundvelli". í lok sam-
tals síns við Moskvumálgagn
ið kemst Alfreð Gíslason að
orði á þessa leið:
„Ég vil að lokum leggja
áherzlu á það,“ sagði Alfreð,
„að aldrei hefur nauðsyn
víðtækrar og náinnar sam-
vinnu allra vinstri afla verið
brýnni en nú, og því aldrei
hættulegra en einmitt nú að
og hafra eftir kokkabók Morg
unblaðsins."
Vesalings maðurinn! Hann
er dauðhræddur við, að ís-
lenzkur almenningur „flokki
vinstri menn í sauði og
hafra“!
En hverjir era þá sauðir
og hverjir hafrar? Hvorum
flokknum tilheyrir „Samein-
ingarflokkur alþýðu, Sósíal-
istaflokkurinn", og hvorum
„Málfundafélag jafnaðar-
manna“?!
MAÐURINN OG
MÁTTARVÖLDIN
¥Tm síðustu helgi geisaðium
^ norðvesturhluta Evrópu
eitthvert mesta ofviðri, sem
menn muna. Er það jafnvel
talið versta veður þessarar
aldar á þessum slóðum. 4—
500 manns hafa farizt, aðal-
lega í Vestur-Þýzkalandi og
nær 100 þúsund manns eru
Bruno
HINN heimsfrægi hljómsveitar-
stjóri Bruno Walter andaðist að
morgni sl. laugardags, 85 ára að
aldri.
Bruno Walter var fæddur í
Berlín 15. sept. 1876 og hlaut
menntun sina þar. Aðeins 17 ára
gamall hóf hann starf sem að-
stoðarhljómsveitarstjóri við óper
una í Köln, og fram að aldamót-
um starfaði hann við óperuhús í
ýmsum borgum Þýzkalands og í
Riga. Aldamótaárið var hann
ráðinn hljómsveitarstjóri við rík-
isóperuna í Berlín og ári síðar
við Vínaróperuna. Var hann þar
aðstoðar- og samverkamaður tón-
skáldsins og hljómsveitarstjórans
Gustavs Mahlers til ársins 1912.
Árið eftir varð hann forstjóri
óperunnar í Miinchen og gegndi
því starfi þar til 1922. Næstu ár-
in hafði hann ekki fast embætti
á hendi en ferðaðist víða og
stjórnaði sem gestur mörgum
fremstu hljómsveitum heims.
Árið 192ö varð hann forstjóri
Borgaróperunnar í Berlín, 1928
tókst hann á hendur stjórn
hinna frægu Gewandhaus-tón-
leika í Leipzig, og 1936 varð
hann yfirstjómandi ríkisóperunn
ar í Vín. Um þessars mundir var
hann, við hlið Furtwángleirs,
frægasti hljómsveitarstjóri Þýzka
lands. En þegar hersveitir nazista
héldu innreið sína 1 Austurríki
París, Moskva, London, —
19. febr. (NTB—AP) —
Fjögur ríkjanna 18, sem taka
munu þátt í afvopnunarráffstefn-
heimilislausir. Flóðbylgjur
og skriðuföll hafa valdið
gífurlegu tjóni og eyðilegg-
ingu.
Slík tíðindi hljóta ævinlega
að vekja hryggð og samúð
meðal allra hugsandi manna.
í kjölfar slíkra náttúruham-
fara fylgir mikil ógæfa og
fjölþætt vandræði.
Þessar miklu slysfarir af
völdum ofviðris, hljóta einn-
ig að vekja menn til um-
hugsunar um það, að þrátt
fyrir stórkostlegar tækni-
framfarir og uppbyggingu á
öllum sviðum, stendur mað-
urinn ennþá veikur og mátt-
vana gegn máttarvöldum
náttúrunnar. — Flóðbylgjur
rísa, fellbyljir geisa, eldfjöll
gjósa og eldingum slær nið-
ur. Mótstöðuafl mannsins
eykst að vísu stöðugt, en
hann er engu að síður háður
náttúruöflunum áfram.
Baráttan við þau er ævar-
andi. Það finna ef til vill
fáir betur en íslendingar, sem
heyja lífsbaráttu sína í rík-
ara mæli en flestir aðrir á
hafinu, þar sem ein örlaga-
alda getur á augabragði
bundið enda á líf og starf
hugrakkra og dugandi
manna. Margra slíkra at-
burða minnist íslenzka þjóð-
in með harmi og söknuði í
huga.
Walter
1938, flúði Bruno Walter þaðan,
fyrst til Frakklands og síðan, ár-
ið 1939, til Bandaríkjanna. Starf-
aði hann þaæ m. a. við Fílharm-
onisku sinfóníuhljómsveitina í
New York og var aðalstjórnandi
hennar 1947-49 við Matropolitan-
óperuna og víðar. Þá var hann
tíður gestur á tónlistarhátíðum
í Evrópu, einbum í Salzburg og
Edinborg, og taldist það ætíð
tónlistarviðburður, þegair hann
stóð á stjórnandapallinum.
Bruno Walter var einn af síð-
ustu fulltrúum þess tónlistarað-
als, sem á rætur sínar í evr-
ópskri menningararfleifð 19. ald-
ar. Eftirlætishöfundur hans var
Mozart, og fáa túlkendur mun
Mozart hafa átt, sem hafa verið
honum trúrri. Þá var hann og
sérstaklega kunnur fyrir með
ferð sína á verkum Bruckners
og Mahlers og fyrir baráttu sína
fyrir viðurkenningu þeim til
handa. Allur tónlistarflutningur
hans mótaðist af djúpri innlifun
í viðfangsefnin, næstum skáld-
legum skilningi og háleitri anda-
gift.
Bruno Walter var einnig ágæt-
ur píanóleikari og kom stundum
fram sem einleikari og stjórn-
andi samtímis og sem undirleik-
ari Sjálfsævisaga hans, „Stef
með tilbrigðum", ber því vitni,
að hann var óvenju víðsýnn, fjöl-
unni í Genf, sem hefjast á 14.
marz n.k., sendu Krúsjeff, for
sætisráffherra Sovétríkjanna í
gær svör við tillögu hans um
fund æðstu manna ríkjanna í
upphafi ráðstefnunnar. Þessi
ríki eru Frakkiand, Brazilía, Pól
land og Indland. Áffur hafa Bret
ar, Bandaríkjamenn og Svíar
svarað tiliögu forsætisráiffherr-
ans.
FRAKKLAND.
í svarbréfi de Gaulles til Krú
sjeffs, stingur hann upp á því
að æðstu menn kjarnorkuveld
anna fjögurra, Bandaríkjanna,
Frakklandis, Bretlandis og Sovét
ríkjanna haldi með sér fuind uan
afvopnunarmál, þar sem reynt
verði að komast að. samkomulagi
um eyðileggingu allra kjarnorkiu
vopna, banni við fraimleiðslu
þeirra og um leið allra tækja,
sem notuð eru við að skjóta þeim
í mark. Einnig verði á fundinum
samið um eftirlit með þvi að
þessum ákvæðum verði franv
fylgt.
De Gaulle kveður Fralkka fúsa
til að taka þátt í öllum viðræðum
kjarnorkuveldanna, sem miði að
þessu marki. Hann leggur á-
herzlu á, að það verði kjam-
orkuveldin ein, sem fjalli um
þessi mál og e.t.v. einnig þau
ríki, sem kunna að fá kjarnorku
vopn innan skamms.
De Gaulle telur tilgangslaust
að takmarka viðræðumar við
bann við kjarnorkutilraunum,
því að þó þeim verði hætt, ráði
kjarnorkuveldin fjögur enn yfir
þessum hræðilegu tortímingar-
vopnum, og bann við tilraunuim
leiði ekki af sér afvopnun.
Heimildir í Bretlandi segja, að
stjóm landsins hefi verið kirnn
ugt um innihald bréfs de Gaulle
til Krúsjeffs, áður en það var
sent.
Bruno Walter
menntaður og göfugur maðuir
Þess má geta að lokum, að
Bruno Walter var nóinn vinur
Róberts Abrahams Ottóssonar
hljómsveitarstjóra og söngmála-
stjóra þjóðkirkjunnar, og mun
Róbert telja harnn meðal mestu
velgerðarmanna sinna.
J. Þ.
Einkaiitori
hondtekinn
Leopoldville, 19. febr. — (AP)
EINKARITARI Hulen Stogner,
starfsmanns bandaríska sendi-
ráðsins í Leopoldville, sem myrt
úr var sl. miðvikudag, ungfrú
Thring, var hneppt í gæzluv.rð
hald sl. laugardag. Engar bein-
ar sakir hafa veriff bornar fram
á hendur henni.
Ungfrú Thring, sem er 21 árs,
var góð kunningjakona Stogn-
ers og hafði starfað hjá hon-
um síðan hann kom til Leopold-
ville. Hún er bandarísk.
Þegar Stogner var skotinn,
var ungfrú Thring í sama her-
bergi og hann og voru þau ein f
húsinu. Ungfrú Thring segir, að
byssukúlan hafi komið inn um
opinn glugga á herberginu og
sást far eftir hana í gluggakarm
inum. Ekkert bendir til þess að
skotið hafi verið á Stogner inn-
an úr herberginu.
Aðeins einni kúlu var skotið
og hitti hún Stogner í höfuðið.
Lézt hann klukkustund síðar i
sjúkrahúsi.
Eins og áður segir hefur eng-
in ákæra verið borin fram á
hendur ungfrú Thring, en verði
hún leidd fyrir rétt, fær hún
lögfræðilega aðstoð.
Berserksgang-
nr í veitinga-
húsi
Osló, 19. febr. — (NTB)
N O R S K skíðakona, 16 ára
gömul, gekk berserksgang á
veitingahúsi einu í Osló sl.
laugardagskvöld. Henni var
neitað um inngöngu, en í stað
þess að fara, sló hún fram-
reiðslustúlku, hljóp inn f
veitingasalinn, stökk frá borði
til borðs, þreif leirtauið og
kastaði því um salinn. Disk-
ar flugu og gestir urðu að
skríða undir borð til að fá
ekki kaffibolla, flöskur,
hnífa og gaffla í höfuðið. —
Rúða, sem var nokkrir fer-
metrar að stærð brotnaði og
flugu glerbrotin út um alla
gangstétt.
Ekki var skýrt frá því
hvaða refsingu skíðakonan
hlaut né hvernig hægt var
að hemja hana.
de Gaulíe vill
fjórvel d afun d