Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. febr. 1962 Mundi skapa misjafnan rétt þjdöfélagsborgara Frá umræðum á ABþíngi A FUNDI efri deildar í gær var fruir.varp um birtingu laga og Stjórnvaldaerinda samþykkt við 2. umræðu og frumvarp um heil- brigðissamþykktir samþykkt við 3. umræðu og sent forseta neðri deildar til frekari meðferðar. Á fundi neðri deildar var frum- varp um vátryggingafélag fyrir fiskiskip samþykkt við 3. um- ræðu og sent forseta efri deildar til afgreiðslu. Þá voru tekin fyrir frumvörp um húsnæðismálastofn un og um almannatryggingar. Skapar skaðabótaskyldu Gísli Jónsson (S), framsögu- maður meirihluta fjárhagsnefnd- ar, skýrði frá því, að meirihlut- inn legði til, að frumvarp um húsnæðismálastofnun yrði fellt. Frumvarpið fjallaði um, að A-lán skuli veitt sem jafngreiðslulán með 4% vöxtum til allt að 25 ár- um, en þau eru nú með 7% vöxt- um. Ákvæði í lánasamningum milli veðdeildar Landsbankans og íbúðareigenda skuli breytast í samræmi við þetta, svo og á þeim bréfum, sem enn hafa ekki verið gefin út. Enn fremur skuli niður falla heimild til ríkisstjórn arinnar til að ákveða um vaxta- kjör lánstíma, hvað snertir lán, sem veitt eru úr byggingarsjóði ríkisins til íbúðarbygginga. Hvað snertir þau bréf, sem þeg ar eru seld, er sýnilegt, að lög- gjafinn getur ekki gripið hér inn / gerða samn- /nga á milli bankans og þegna þjóðfé- lagsins nema samtímis að bæta þegnunum að fullu það tjón, sem þeir yrðu fyrir vegna þessara aðgerða, Kaupendur, sem bíða eftir út- drætti bréfa sinna í 25 ár, en það er hámark lánstímans, myndu tapa um 30 kr. af hverju þúsund króna bréfi árlega auk taps á vöxtum og vaxtavöxtum allan lánstímann. Óþarft sé að hafa mörg orð um, að löggjafinn getur ekki lögfest slík ákvæði nema um leið að tryggja viðkomandi eig- anda fullar bætur, enda eiga þegnarnir hér fulla vernd í stjórn arskránni. Um hitt meginatriði frumvarps ins, hvort ákveða skuli með lög- um að endurgreiða sérstökum í ibúðareigendum aðflutningstolla og söluskatt af bví byggingarefni, sem þurft hefur, gegndi öðru máli. Slík aðgerð skapaði ekki skaðabótaskyldu á hendur ríkis- sjóði en hins vegar verður ekki annað skilið, en þessi sérstöku fríðindi skuli aðeins ná til þeirra, sem byrja á byggingu eftir 18. febr. 1960. Og bó aðeins til þeirra, sem byggt hafa ibúðir innan tak- markaðrar stærðar. Ekki verði heldur séð, að til þess sé ætlazt, að þetta ákvæði verði varanlegt framvegis. En hvort sem væri, mundi með þessu ákvæði skap- ast ærið misjafn réttur þjóðfélags borgara, þar sem nokkrum þegn- um yrðu veitt allmikil fríðindi en öðrum ekki. Slík lagasetning er hvorki æskileg né til fyrirmynd- ar og til hennar þurfa að hníga miklu þyngri rök, en fram hafa komið í þessu máli. Að lokinni ræðu Gísla Jónsson- ar var umræðunni frestað. Fjölskyldubætur til allra barna Gunnar Jóhannsson (K) gerði grein fyrir frumvarpi um al- mannatryggingar, er hann flytur ásamt Lúðvíki Jósefssyni. Gat hann þess m.a., að frumvarpið hefði í fyrra verið flutt af Mar- gréti Sigurðardóttur, er hún átti sæti á Alþingi sem varaþingmað ur Alþýðubandalagsins. Með frumvarpinu sé lagt til, að inn komi ákvæði um, að fjölskyldu- bætur séu afgreiddar til allra íslenzkra barna undantekningar- laust og „ð burt séu numin úr tryggingarlögum ákvæði, er kveða á um, að fjölskyldubætur megi aðeins fara saman með dag- peningum, en engum öðrum bót- um. Yrðu þessai breytingar að lögum, mundu fjölskyldubætur falla í hlut einstæðra mæðra, ekkna og annarra, þar sem faðir barna þeirra er látinn, mæðra ófeðrarðra barna, elli og öroku- lífeyrisþega, mæðra, sem taka endurkræfan barnalífeyri. auk þeirra, sem nú njóta fjölskyldu- bóta. Aðalfundur Iðn- ráðs Rvíkur Aðalfundur Iðnráðs Reykjavík ur var haldinn þann 27. janúar s.l. í Tjarnarkaffi. Formaður Iðnráðs Guðmundur Halldórsson setti fundinn ©g flutti skýrslu stjórnarinnar. í skýrslunni kom m.a. fram, að á síðasta kjörtímabili voru haldn ir 50 bókaðir stjórnarfundir og nær 300 bréf höfðu verið send. Stjórn Iðnráðsins var ©11 endur kosin en hana skipa: Guðmundur Halldórsson, form. Valdimar Leonhardsson, ritari, Gísli Ólafsson, gjaldkeri, Óskar Hallgrímsson ©g Þorsteinn B. Jónseon. Endurskoðendur: Guðm. B. Hersir Og Hafsteinn Guðmundsson. — Fundurinn var fjölsóttur og fór hið bezta fram. -k MARACAUBO, Venezuela, 19. febr. (AP). — JarðskjáUti olli rúmlega 200 þús. dollara tjóni í Venezuela í gær. Mest varð tjón ið í borginni San Antonio í Andes fjöllum nálægt landamærum Kólombíu. Engin slys urðu á mönnum. * a morgun w¥m íslenzku listsýningunni í Danmörku vel tekið U M sl. helgi var opnuð í Louisiana safninu í Dan- mörku sýning á verkum ís- lenzkra listamanna. Dönsku blöðin hafa farið lofsamleg- um orðum um sýninguna og fer hér á eftir úrdráttur úr grein um hana sem birtist í blaðinu Information. Greinarhöfundur fer lof- samlegum orðum um sýning- una og segir að yfir verkun- um hvíli blær, sem sé sér- kennandi fyrir íslenzka list. Hann hrósar málverkum og höggmyndum listamanna síð ari tíma, en talar auk þess af hrifningu um gömlu út- skornu hlutina, sem á sýn- ingunni eru. — xxx — Hér eru hlutir, sem við getum ekki annað en hrifi-zt af, segir hann. Ævaforn blær hefur varð veizt gegnum miðaldirnar fram á 18. og 19. öld í þessum út- skornu hlutum. Einangrunin hef ur gefið hinni íslenzku alþýðu list sérstöðu, sem hlýtur að vekja undrun okkar. Meðal hinna gömlu hluta eru þeir athyglisverðastir, sem hafa á sér mynd einhvers dýrs. T.d. má nefna útskorið drykkjarhorn. Skapari þess hefur sett á það tvo langa fuglsfætur og það lítur út eins og fugl. Einnig hafa menn gefið skeiðaöskjum sérstæðan svip með því að skera þær út þannig að þær lík ist fiskum. Hlutirnir hafa sína eigin sál á íslandi, sterk myndlistarþörf hefur ríkt meðal bændanna og þeir hafa veitt henni útrás með því að skapa þessa íallegu hluti, ósnortnir af borgarmenningu. Þessir hlutir eru á sýningunni til þess að við sjáurn að íslenzk myndlist á sér lengri sögu en frá 1920, en það hefðu margir ef til vill annars álitið, vegna mál verkanna á sýningunni. En málverkin, að minnsta kosti málverk margra hinna eldri málara, eru okkur alls ekki ókunn. Ýmsir hinir beztu þeirra hafa unnið í Danmörku og átt þátt í því að veita framandi blæ sem við kunnum að meta, inn'í listalíif okkar. Þetta á fyrst Og fremst við um Jón Stefánsson, sem er ásamt Jóhannesi Kjarval, svipmiestur hinna eldri málara. Verk Jóns Stefánssonar, sem á sýningunni eru, eru öll í eigu fslendinga og fæst okkar hafa séð þau. Myndir K.j arvals á sýningunni eru gott dæmi um sérstæðan lit blæ hans og auðugt hugmynda- flug. Annar listamaður af sömu kynslóð, sem er okkur einnig að góðu kunnur á verk á sýning- unni. Það er Júlíana Sveinsdótt ir, hún sýnir teppi. Aðrir málar ar, sem lýsa náttúrunni eru Ás grímur Jónsson, Snorri Arin bjarnar, Gunnlaugur Scheving og Jón Þorleifsson. Meðal yngri n.álara skal fyrst an telja Svavar' Guðnason, sem tepptist í Danmörku á stríðsár unum og sýndi þá á nokkrum samsýningum. Það er ekki langt síðan, að hann hélt hér sjálfstæða sýningu þar sem hann sýndi myndir og orka þær ekkj eins sterkt og eldri myndir hans. Það ísland, sem hann dreymdi um og málaði 1944 kemur þar sterkar fram, en í myndunum, sem hann hefur málað síðan heima á íslandi. Málararnir Jón Engilberts og Nína Tryggvadóttir eru okkar einnig kunnir. Af myndhöggvurunum, sem verk eiga á sýningunni má nefna Sigurjón Ólafsson, Ólöfu Páls- dóttur, Jóhann Eyfells og Ás- mund Sveinsson. brenna inni North Bay, Ontario, 19. febrúar — (AP) — SJÖ börn brunnu inni, er kviknaði í bóndabæ nólægt Bonfield í dag. Eldur kom upp í húsinu og magnaðist skjótt, því mjög hvasst var. Börnin lokuðust inni og biðu öll bana. Þau voru ein í húsinu. Húsið brann til kaldra kola. Cúmmíbátar til umræðu á Fiskiþingi FISKIÞING héit áfram fundum sínum í gær. Voru þar rædd eft irtalin mál: Björgunarbátar og búnaður þeirra, fiskiðnaður og fiskiðnaðarskóli, eyðing tapaðra þorskaneta, rannsóknir á fiski og síldarleit. Samþykkti þingið ýms ar tillögur og álitsgerðir varð- andj þessi mál og verður nánar greint frá þeim í blaðinu ó morg un. Þá fluitti fiskimálastjóri skýrslu sína. Hjálmar Bárðarson, skipaskoð unarstjóri flutti erindi um gúimmií björgunarbáta og svaraði fyrir- spurnum um þau mál. Miklar um ræður spunnuzt um þau máL Útför Þorsteins á Húsafelli AKRANESI 19. febr. — Hár og tígulegur, hæverskur í fram- göngu, íhugull og sviphýr, þannig kom Þorsteinn bóndi Þonsteins son á Húsafelli mér jáfnan fyrir sjónir. Hann var jarðsunginn laugardaginn 17. þ.m. i kirkju- garðinum að Húsafelli, þar sem séra Snorri Björnsson, ættfaðir Húsfellinga hvílir. Þorsteinn var yngstur sex systkina, sem upp komust. fæddui 6. júlí 1889 á Húsafelli, sonur hjónanna_ þar, Þorsteins Magnússonar og Ástríð ar Þorsteinsdóttur. Hóf hann bú. skap á Húsafelli 1921 og kvænt- ist Ingibjörg Kristleiísdóttur frá Stóra Kroppi. Varð þeim fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. — Þorsteinn andaðist 3. febrúar. Séra Einar Guðnason jarðsöng sjálfboðaliðar sungu og Björn Jakobsson lék á orgelið í kapell- unni, sem var hituð upp með raf- magni. Auk byggðamanna kom á staðinn langferðabíll með fólk frá Reykjavík. Kapellan mun taka á annað hundrað manns í sæti og stæði. —- Undir handar- jaðri Þorsteins bónda þróaðist stærsta listamannaheimili lands- ins að sumarlagi í 40 ár. — Oddur. Beiðni synjað í 6. sinn Berlín, 19. febr. — (NTB) — í DAG báðu Rússar í sjötta sinn um einkaafnot af nyrðrl flug- leiðinni frá Berlín til Hamborg- ar, en Vesturveldin synjuðu beiðninni eins og áður. ★ ^ Vesturveldin héldu uppi flug- samgöngum á flugleiðinni eins og ákveðið hafði verið á þeim þremur tímum, sem Rússar höfðu beðið um að fá hana til einkaafnota og gekk alltsnurðu- laúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.