Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 Verk sjö ís- lenzkra tónskálda flutt á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar A TÓNLEIKUM Sinfóníu- hljómsveitarinnar nk. fimmtu dag í Háskólabíó verða ein- göngu flutt verk eftir ís- lenzka höfunda. Er efnisskrá in svohljóðandi: 1) Hátíðaraars eftir Pál ísólfs- eon. Marsinn er skrifaður fyrir Háskólann, og var fyrst fluttur á 50 ára afmæli hans sl. haust. Hann er saminn í hefðbundnum stíl og endar á ættjarðarljóði eft- ir Davíð Stefánsson frá Fagra- ekógi. Á hljómleikunum verður ijóðið þó ekKi sungið, eins og ætl- ©zt er tU, en lagið leikið á hljóð- færi. 2) Svíta í rímnastíl nr. 1. fyrir fiðlu, strokhljómsveit, pákur og trommur eftir Sigursvein D. Kristinsson, skólastjóra Tónskóla Biglufjarðar. Svítan er nýlegt verk og verður nú flutt í fyrsta ckipti. Músíkin er í anda gamla rímnastílsins. Einleikari á fiðlu er Ingvar Jónasson. 3) Dimmalimm kóngsdóttir, ballettsvíta eftir Skúla Halldórs- son. Verkið samdi tónskáldið frá hausti 1953 til vors 1954 og er það í sjö báttum. Verkið verður frumflutt á tónleikunum, en áð- ur hafði höfundur leikið það á pianó í útvarp. Skúli Halldórs- son gat bess á blaðamannafundi í gær, að Karl O. Runólfsson hefði samið verk um sama efni, sem flutt var við samnefndan •ballett í Þjóðleikhúsinu, á svip- uðum tíma, en hann hefði ekki vitað um það, fyrr en hann var Jangt komin með tónsmíð sína. 4) Konsert fyrir pianó og hljóm sveit eftir Jón Nordal. Höfundur inn leikiir sjálfur einleik á píanó. Verkið var samið árið 1956 og leikið hér árið eftir í fyrsta sinn. Síðan hefur það verið spilað í Dresden og á norrænni tónlist- arhátíð í Osló 5) Landsýn, hljómsveitarfor- leikur eftir Jón Leifs, sem einn- ig verður frumflutt. Tónskáldið skrifaði verkið frá vori til hausts 1955 og er 41. verk hans. Til varð verkið fyrir áhrif af fangelsun hans á skipinu Esju 4. júlí 1945 og heimkomu hans til íslands þá eftir 6 ára útivist og innilokun erlendis á ófriðarárunum. Verk- ið markast, að sögn tónskálds- Hitastillar til allra nofa S HÉÐINN = Vélaverzlun simi £4260 ins, af langri heimþrá og mótmæl um gegn fangelsuninni á skipinu. Tónskáldið bragðaði hvorki vott né þurrt í klefa sínum í mótmæla skyni, þar til honum var leyft að fara í fylgd upp á þilfar og sjá landið rísa úr sæ. Lokaorð tónverksins er hend- ing eftir Einar Benediktsson, en því miður er karlakór ekki lið- tækur til að syngja lokaorðið, eins og til er ætlazt, en stef orð anna hljóma í lúðrum hljómsveit arinnar. 6) Of I<ove and Death, hljóm- sveitarverk eftir Jón Þórarinsson. Ejnsöngvari með hljómsveitinni er Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari. Jón Þórarir -son samdi verkið hér heima ár ið 1950 og var sung ið í fyrsta sinn á listamannaþingi þá um vöriu af Guðmundi Jóns- syni. Einnig hefur það verið flutt á Norðurlöndum og í Ameríku. Textinn er eftir enska 19. aldar skáldkonur Christina Rosetti að nafni, og fjalla kvæðin um ástina Og dauðann. eins og nafnið gefur til kynna. Alls eru lögin þrjú og tíndi höfundur kvæðin út úr kvæðasafni skáldkonunnar. 7) Á krossgötum, svíta eftir Karl Ottó Runólfsson. Verkið er rösklega 20 ára, samið árið 1938. Sagði Karl O. Runólfsson að það hefði hlotið nafn sitt af því sér hefði fundizt íslenzk tónsmíði j standa á krossgötum á þeim tíma, sem það var samið. Svítan hefur verið flutt 3—4 sinnum áður. . 1 Fjölbreytt efnisskrá Þetta er í annað skipti, sem ein göngu ísienzkar tónsmíðar eru fluttar á hljómleikum. Aðalhvata menn að undirbúningi hljómleik- anna eru Jindric Rohan, hljóm- sveitarstjóri, Fritz Weisshappel og dr. Hallgrímur Helgason, sem skipulagði efnisskrána. Jindrich Rohan kvaðst strax og hann kom hingað til lands hafa fengið áhuga á að stjórna hljómleikum, þar sem leikin væru verk íslenzkra tónskálda; í heimalandi hans, Tékkóslóvakíu, hefði hann stjórn að 3—6 hijómleikum á hverju ári þar sem tékkneskar tónsmíðar hefðu verið fluttar. Tónskóldum þætti yfirleitt hagur í að hafa samband við einhverja ákveðna hijómsveit og geta samið verk sín með hana í huga eða fyrir hana, eins ög margir hinna gömlu meistara gerðu. Hljómsveitarstjórinn sagði að val efnisskrárinnar hefði tekizt sérstaklega vel og væri fjöl- breytt. Hann harmaði, að ekki hefði unnizt timi til að æfa hið elektróniska tónverk Magnúsar Blöndal Jóhannssonar, Punktar, sem upphaflega var ákveðið að yrði á efmsskránni, en var tekið út, Og kvaðst vona að það yrði flutt síðar. Volvo skrásetn- mgar i iSviþjoo ÁRIÐ 1961 voru skrásettir í Sví þjóð 58.404 Volvo-bifreiðir. Er það meira en nokkurt annað ár. 25% af skrásettum fóltosbifreið um voru af Volvo gerð. 52% af skrásettum vörubiifreið um voru af Volvo gerð. Volvo hefir aukið sölu á flest um mörkuðum árið 1961 og var t.d. í 3ja sæti í Bandaríkjumum af innfluttum bifreiðum í sept. síðast liðnum. SPILIÐ ÞER I HAPPDRÆTTI? „Fg er nýlega hættur að spila í þessum föstu happdrættum“, segir Hallgrímur Jónsson, hinn kunni kringlukast- ari. í FÁLKANUM svara átta karlar og kon ur spurningunni: Spil- ið þér í happdrætti? UNGT FOLK HEFUR ORÐIÐ „Kjaftasögur og rógburður um náungann og kaupæði vegna auglýsingaskrums- ins“ segir Kristín Sveins- dóttir, nemandi í Verzlun- arskólanum, um áhrif dag- blaðanna. Hún kemur fram í nýjum þætti i FÁLKAN- 6M: Ungt fólk hcfur orð- ið. SKIÐAKAPPINN SELUR FORD Flestir kannast við skíða- kappann Þóri Jónsson. En það er ekki víst, að öllum sé kunnugt um, að hann hefur - seinni tíð gerzt um- svifamikill framkvæmda- ntaður á sviði bifvélavið- gerða og bilasölu. Það er viðtal við lianai í FÁLKAN- UM. BEÐIÐ EFTIR BANKASTJÖRA Hilmar Stefánsson, bankastjóri Búnaðarbankans, er í hópi elztu og þekktustu bankastjóra bæjarins. Hann ræddi við FÁLKANN, þegar blaðið brá sér á bið- stofur nokkurra banka liér í bæ til þess að kynnast því, sem þar gerist. Á biðstofunum er ævinlega margt manna og flestir bíða fullir óþreyju, — og sumir ó- styrkir eins og skólanemendur . prófi. FÁLKINN Framhald af bls 24. á árunum 1200—1400. Ákveðið er að Helge Ingstad flytji hér fyrirlestuir á sunnu- dagskvöld, á vegum félagsins Kynning. Sýnir hann skugga myndir og segir frá ferðum sín um og rannsóknum á Grænlandi og Nýfundnalandi. Tildrög ísl. heimildir Helge Ingstad sagði blaða. ðnn um að tildrög leitarinnar að hin- um norrænu bústöðum hefði ver- ið kynni af íslendingasögunum og för þeirra hjóna til Grænlands árið 1953. Með athugunum á staðháttum og frásögnum af Vínlandsferðum hefði hann kom izt á þá skoðun að hinir norrænu menn hafi tekið land í Ameríku norðar en almennt hefur verið álitið, eins og reyndar finnski vísindamaðurinn próf. Tanner o. fl. höfðu komið fram með. Það sem aðallegæ studdi þessa oð- un Ingstads var landakort Sig- urðar Stefánssonar frá því um 1600, fjarlægðirnar skv. íslenzk- um frásögnum og loks sú skoðun að norrænir menn hefðu þurft að og búa sig undir veturinn á hinu stutta sumri, og þeir því ekki haft tíma til að sigla svo langt suður. Sumarið 1960 fóru þau hjónin og athuguðu staðhætti á Labrador og víðar úr flugvél og frá báti og ákvörðuðu staðinn, norðarlega á Nýfundnalandi. Sl. sumar var svo gerður út sex manna leiðangur á skipinu Halt- en, siglt með ströndinni frá Mon- treal til Labrador og suður um aftur og gerð sk ipul agsbundin leit. Loks var grafið í rústirnar í Lance aux Meadows, sem gaf tilofni til að halda að íundmar væru norrænar rústir. Langhús með eldstæðum og felholum. Það sem bendir til þoss var byggingarlag húsanna, efnið í þeim og eldstæðin. Frú Anna Stína var fornleifafræðingur leið angursins. Hún skýrði blaða- mönnum í stuttu máli frá því sem þarna hefur fundizt. Grafn- ar voru ipp tvær húsatóftir. Önnur var langhús, ca. 20 m. á lengd með styttri útbyggingum. Þar fannst ca. 2. m. langt eld- stæði og annað minna eldstæði, og eru þau svipuð þeim sem fund ist hafa í rústum á Grænlandi og íslandi. Hafðj þetta hús brunnið. Þá var grafin upp minni húsa- tóft, þar sem komu í ljós fel- holur úr hellum, en eldur var falin í slíkum holum í eldstæðum. f stærra húsinu var mannvistar- lagið þykkt. og sýnilega einnig í einu af húsum, sem ekki vannst tími til að grafa upp. í rústunum fannst járn, sem hægt var að sjá að höfðu verið 3 naglar og fyrrnefndir gjallmolar, og eru þessir hlutir í rannsókn. Þau hjónin sögðu að geysi- mikið verkefni biði þarna. í maí- mánuði næsta sumar mundu þau halda þangað til áframhaldandi uppgraftar. í þeim leiðangri yrði a.m.k. sérfræðingur í frjókorna- greiningu, vonandi landfræðing- ur og þá vonuðust þau til að auk önnu Stínu, sem var eini fornleifafræðingurinn í fyrra, yrði íslenzkur forleifafræðingur. Fyrstu merki norrænna manna Nokkuð var rætt um fyrri kenn íngar um að Vínlandsfarar hafi komið annars staðar í Ameríku. Ingstad sagði, að vísu hefðu menn talið sig finna einhverjar menjar á nokkrum öðrum stöðum. en það væri allt svo ótryggt að ekki væri hægt að henda reiður á neinu af því, svo að telja yrði að ekki hefðu fyrr fundist örugg spor um norræna menn í Ameríku. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að Vinlandsfarar hafi farið í ferðir lengra suður með ströndinni frá bústöðum sínum. Og hvað það snerti að vínviður yxi ekki fyrr en sunnar en húsa- tóftir þær er nú hafa fundizt, þá væri hann íylgjandi þeirri kenn- ingu að nafnið hafi verið Vinland og vin merkti beitiland, en ekki verið um vínvið að ræða. Ingstad segir, að landslagið í Lance aux Meadows komi heim við það. Þar sé mikið graslendi. Þegar leiðangursmenn sigldu suður með ströndinni frá Labra- dor sáu þeir lítið graslendi, en er þeir komu að þessum stað, blasti allt í einu við mikið beiti- land, óskastaður fyrir menn með kvikfénað. Þau Ingstad-hjónin ætla að dvelja hér fram yfir helgi. Áðal- erindið hingað var að bjóða forn- leifafræðingi þátttöku í leiðangri þeirra. Einnig kvaðst frú Anna Stína vilja ræða við fornleifa- fræðinga nér. Ekki yrði næstu sumur tími til að láta verða af íslandsför sem þau hefði lengi langað til að fara, því þá yrðu þau önnum kafin við uppgröftinn á Nýfundnalandi. Helge Ingstad er lögfræðingur að mennt. Hann hefur víða farið, var m. a. sýslumaður á Svalbarði og á Austur-Grænlandi á yngri árum, og hefur farið í leiðangra tdl Mexico, Kanada o. fl. Kona hans, Anna Stína, er kunnur fornleifafræðingur í Noregi. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.