Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. febr. 1962
MORGVTSBLAÐlh
9
Helga Finnsdóttir
FRÚ Helga Finnsdóttir, efekja
Guðmundar G. Bárðarsonar, lézt
pann 13. febrúar 1962 hér í
Eeykjavík. Hún var fædd að
Kjörseyri við Hrútafjörð 1. sept.
1883. Helga var dóttir fræðaþul-
arins Finns Jónssonar, en hann
var fjórði maður í beinan karl-
legg frá Finni Jónssyni, Skálholts
IbiskupL Finss-nafnið hefur
haldizt í ættinni til þessa.
Helga ólst upp í stórum syst-
Ikinahópi, en nú eru systurnar
í Bæ tvær einar á lífi.
Árið 1906 giftist Helga Guð-
tnundi G. Bárðarsyni, síðar
prófessOr. Guðmundur hafði orð
ið að hætta námi í Lærðaskólan-
um vegna veikinda. Þau Helga
og Guðmundur settu saman bú á
Ihöfuðbólinu Bæ í Hrútafirði.
Þótt skólaganga Guðmundar
yrði endaslepp, þá var námsbraut
Guðmundar engan veginn lokið.
Áður en yfir lauk, var Guðmund-
dsur orðinn heimsþefektur vis-
indamaður.
Trúlega hafa annir á höfuðból-
inu stangazt á við köllun náttúru-
fræðingsins. Þegar bónda hent-
er sízt að vera fjarri búi sinu,
var Guðmrmdur horfinn upp á
öræfi Islands til rannsókna, sem
Ihann varð að kosta úr félagsbúi
þeirra hjóna öll búsýsla lenti
þá á herðum frú Helgu. Mörg kon
an hefði þreytzt á þessu tiltæki
bónda síns, en frú Helgu var ann
an veg farið, enda bar hún ætíð
fullt skyn á það, til hvers Guð-
mundur var borinn.
Árið 1921 brugðu þau frú Helga
©g Guðmundur búi í Bæ og flutt
ust til Akureyrar. Guðmundur
Ihafði fengið veitingu fyrir kenn-
arastarfi við skólann þar. Hófust
þar kynni mín af þeiim mætu
hjónum. Það duldist ekki okkur
nýsveinunuin, að hér vorum við
undir handleiðslu vísindamanns.
Hann opnaði augu Okkar fyrir
dásemdum fræðigreina sinna.
Voru þá ekki ætíð þræddir bók-
stafir kennslubóka, heldur vak-
inn skilnmgur, opnuð innsýn og
eigin athugun skerpt.
Árið 1926 fluttust þau hjón,
Helga og Guðmundur, til Reykja
víkur, en það ár varð Guðmund
ur kennari við Menntaskólann í
Reykj avík. Guðmundur andaðist
1933.
Frú Helga Finnsdóttir var gró-
in húsfreyja í sveit, þegar hún
brá búi í Bæ og tók sér bólfestu
á Akureyri. Forystuheimili í
sveit á íslandi í byrjun þessarar
aldar gegndi fjölþættum verkeín
um, sem nú hafa dreifzt í marga
staði. Bróðurparturinn af öllu
starfi og runhygigju fyrir slíku
heimili lá ætíð á herðum hús-
freyjunnar. Það var sem frú
Helga neitaði þeirri staðreynd
að annar háttur var orðinn á í
borgum. Hún hélt áfram upp-
teknum hætti sveitarinnar. Vin-
REGD.
Smekkíeg vínstofo
FORMICA plötur gera vínstofuna smekklegri — Þér getið
valið úr 100 mismunandi litum, mynstrum og fallegum
litasamsetningum. Ef FORMICA er notað í borðplötuna,
þarf aldrei að hafa áhyggjur af blettum eftir vínanda eða
hita, því að FORMICA lætur ekki á sjá þótt hitastigið sé
allt að 150 C. Til að halda FORMICA hreinu þarf aðeins
að strjúka yfir það með rökum klút, þá er það aftur sem nýtt.
Biðjið um lita-sýnishorn.
Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki
bjóða yður önnur efni í stað FORMICA,
þótt stælingin líti sæmilega út. — Ath.
að nafnið FORMICA er á hverri plötu.
G. Þorsteinsson & Johnson hff.
Grjótagötu 7 — Sími 24250
um, ættingjum og gömlum sveit-
ungum stóðu alhaf opnar dyr
á heimili hennar sem gistihús
væri, munur einn, að beini allur
var seldur við engu gjaldi. Sjúk-
ir áttu athvarf hjá frú Helgu svo
einstætt má kalla. Eg minnist
þess, er skólabróðir minn á Ak-
ureyri, en utan úr sveiL fék'k
berkla. Frú Helga tók piltinn í
sína umsjá. Var hann þó henni
engan veginn vandabundinn.
Þetta þótti djarft teflt með fjögur
börn í heimili. Svo gift.usamlega
tókst til, að sveinninn fékk bata
og engan sakaði á heimilinu.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum um aðstoð frú Helgu við
sjúkt fólk, sem oft og tíðum
átti athvarf hjá henni.
Húsfreyjan Helga kunni vel að
blanda geði við hvern og einn.
Skipti það engu máli, hvort í
hlut áttu gáskafullir skólastrák-
ar, feimnar sveitastúlkur, virðu-
legar góðborgarafrúr eða hálærð
ir vísindamenn. Húsfreyjan brá
virðulegum blæ yfir samkvæmið
og var hrókur alls fagnaðar. Góð
Og holl voru heilræði hennar, sem
gefin voru af nærfærni og hjarta
hlýju, en orð hennar festust vel
í minni.
í kjölfar hernáms íslands missti
frú Helgu sitt myndarlega hús-
næði í Laugarnesi. Heimilisfólki
fækkaði og börn hennar stofnuðu
sín eigin heimili. Elli sótti hús-
freyjuna heim. Sjón þvarr. En
húsfreyjan í Bæ var vön húsum
að ráða Og svo skyldi enn. Síð-
ustu tuttugu ár átti hún heima
í lítilli snoturri íbúð inni í borg-
inni, lengst af ein í heimili. Setið
var meðan sætt var. Loksins fyr-
ir fáum mánuðum varð frú Helga
að leysa upp heimili sitt og leita
á náðir sjúkraheimilis, þar sem
hún andaðist, sátt við guð og
menn.
Börn þeirra Helgu og Guð-
mundar voru þessi: Ingibjörg, dó
1951, ógift. Dr Finnur giftur Guð
ríði Gísladóttur Sveinssonar,
sendiherra. Guðbjörg, ráðskona
i Garðyrkjuskólanum í Hvera-
gerði, Jóna gift Ólafi Gissurar-
syni frá Byggðarhomi. Bama-
börn þeirra hjóna, Helgu og Guð-
mundar, eru sex.
Jón Á. Gissurarson
PELIKAN vörur
PELIKAN — kalkipappír f. ritvélar
PELIKAN — kalkipappír f. blýant
PELIKAN — kalkipappír f. teikningar
PELIKAN — lindarpennablek
PELIKAN — teikniblek
PELIKAN — þvottamerkiblek
PELIKAN — bréfalakk
PELIKAN — bankalakk
PELIKAN — stimpilpúðar
PELIKAN — stimpilpúðablek
PELIKAN — blek f. málmstimpla
PELIKAN — lím í túbum
PELIKAN - modellím
PELIKAN — töflukrít, hvít og mislit
PELIKAN — vatnslitir og penslar
PELIKAN — olíulitir
PELIKAN — modelleir
PELIKAN — lindarpennar
PELIKAN — skólapennar
PELIKAN — lausir pennar í skólapenna
PELIKAN — Graphos teikniáhöld stök og
í settum
PELIKAN — merkikrít
Sendum gegn póstkröfu um land allt,
kaupanda að kostnaðarlausu nemi
pöntun 500 krónum
Skugga-Sveinn
rg
Útilegu-
mennirnir
—bæði þessi leikrit í einni og
sömu bók, en auk þess eru í
bókinni sex önnur leikrit eiftir
sr. Matthías Jochumsson.
leikrit
Hatthíasar
(Útilegumeruiimir, Helgi hinn
magri, Skugga-Sveinin, Vestur
faramir, Hinn sanni þjóðvilji,
Jón Arason, Aldamót og
Taldir af) 580 bls. Verð
kr. 290,-
★
Uppseldar
eða um það bil uppseldar frá
forlagi eru eftirtaldar nýjar
bækur:
Næturgestir, skóldsaga, eft-
ir Sigurð A. Magnússon.
Saga bóndans í Hrauni, ævi-
saga, eftir Guðmund L. Frið-
finnsson.
Rauði kötturinn, skóldsaga,
eftir Gísla Kolbeinsson.
Silkislæðan, norsk ættar-
saga, eftir Anitru.
★
Ástir
Oostoevskys
eftir hinn fræga rússneska
rithöfund Marc Slonim (nú
búsettur í Bandaríkjunum) er
af mörgum talin ein athyglis-
verðasta bókin sem út kom á
síðastliðnu ári. Bókin lýsir á
hrífandi hátt hinu hamslausa
tilfininingalífi hins mikla rúss-
neska skálds.