Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. febr. 1962 Barbara James: 32 Fögur og feig Mér datt í hug að fá mér eitt glas og kom því hérna inn og sá þig þá fyrir tilviljun. I>að er allt og sumt. Nei, vertu ekki að þessu. Aug- un - festust á mér og voru nú furðu skörp. Þú vildir fá ein- hverjar upplýsingar og Crystal. Kannske þú hafir nú þekkt hana betur en nokkur annar. Trúir þú því sjálfur, að hún hafi framið sjálfsmorð? Nú, þama kom það. Hann hef- txr líka verið á höttunum með spumingar hjá þér, og er ekki ánægður enn. Hann lauk úr glas- inu. Ég er svo sem ekkert hissa. Áttu við Wood lögreglufull- trúa? Hefur hann verið að spyrja þig líka? Hvað heldurðu? Hvernig hún hafi dáið og hvers vegna? Það er hans að grenslast efvir því. Láttu hann um það. Við verðum ekki róleg — neitt okkar — fyrr er það er komið í Ijós. Ég býst ekki við að verða ró- legur. Er þér sama þó ég fái mér einn enn? Finnst þér þú ættir að vera að því? Þarftu ekki að fara að kom- ast aftur í leikhúsið? Jú. Hann hreyfði sig ekki. Jú. Ég er víst farinn að haga mér illa, einu sinni enn. Nei, það ertu ekki. Ég get vel skilið, að það komi þér út úr jafnvægi að tala um Crystal. Dominic...-hvað sem þú segir, þá held ég, að þú gætir orðið ágætur skopleikari. Ég er hrifin af þessu atriði þinu í sýningunni. Það er leiðinlegt, að þú skulir ekki hafa stærra hlutverk. Það er ekki nema satt. Þá hefði ég minni tíma til að hugsa — og drekka. Hann sat þama og hugsaði — ólánlegur í vexti og þótt fötin hans væm úr góðu efni og vönd-: uð, vom þau orðin drusluleg og illa til höfð. Ef þú gætir bara tekið þig saman — því að víst hefurðu ekki einu sinni nóg að borða.... Ég andvarpaði. Hann horfði beint á mig einu sinni enn. Þú ert góð og vingjarnleg og viðkvæm — nú, þegar ég sé þig í fyrsta sinn almennilega. Og þú hefur verið særð, alveg eins og ég Þú ert falleg, sagði hann með aðdáun og það var auðséð, að hann ætlaði það ekki sem neitt sm jaur. Við skulum verða samferða í leikhúsið aftur, sagði ég. Nú var hléið byrjað og Rory og Bert voru báðir í búnings- herberginu. Hæ! sagði Rory. Ekki vissi ég, að þú ætlaðir að koma hingað í kvöld. Ég var á ferðinni hérna rétt hjá og datt í hug að líta inn. Ég hef mikið að gera á morgun og verð að vera í íbúðinni í nótt- Bert var að hjálpa honum til að komast í annan búning, svo að hann leit varla á mig. Hann var langt burtu, niðursokkinn í hlut- verk sitt. Allt í einu langaði mig til að öskra upp — koma öllu í uppnám og biðja hann um að koma heim með mér í kvöld. Hvernig geturðu verið í íbúðiuni án þess að hugsa um hana? hugs- aði ég með sjálfri mér. Þú þarft að vera hjá mér. Mig langaði mest til að taka í hann og hrista hann og segja: Ég myrti hana ekki — hvernig geturðu látið þér detta það í hug þó ekki r.ema snöggvast. En ég sagði ekki neitt. Loksins sagði Rory: Þú ert þreytt. Þú ættir heldur að fá þér ofurlitla hressingu. Hann hafði séð mig í vængjaspeglinum. Rétt sem snöggvast mættust augu okk ar, en heldur ekki nema andar- tak. Nei, þakka þér fyrir. Ég er þegar búin að fá hressingu. Ég er alveg að fara. Ertu að fara heim? Eða ætl- arðu að borða úti? Mér fannst eins og einhver kvíði lægi í spurningunni,, sem þó var svo blátt áfram. Það sem hann átti raunverulega við, var hvort ég ætlaði að fara að hitta Leó. Ég gerði það af skömmum mín- um að gefa honum óskiljanlegt svar: Nei, ég ætla ekki beint heim. Ég þarf að hitta mann- eskju fyrst. Góða nótt. Ég hikaði. Víst hefðum við átt að kyssast og láta eins og við værum ham- ingjusöm hjón, því Bert var við- staddur. Vertu sæl, elskan. Hann greip hönd mína og varimar snertu mínar, og þá féll kæruleysisgrím- an af honum eitt andar.tak og kvíðinn var einn eftir í svipnum. Ég hörfaði frá honum. Góða nótt, Bert sagði ég. Góða nótt, frú Day. Ég sneri mér og flýtti mér út. Ég var svo hiædd um, að ég ætlaði að fara að gráta. XVI. Mig langaði til að fara heim — ég var úrvinda af þreytu. Ég sat við stýrið í bílnum mínum og ætlaði ekki að geta hert mig upp í það að setja hann í gang og leggja af stað. Hversvegna ætti ég að halda þessu áfram? Hingað til hafði ég einskis orðið visari út yfir það, að Crystal hafði gabb að Rory með því að telja honum trú um, að hann einn vissi um þennan banvæna sjúkdóm henn- ar. Tina Hall gat geymt lykilinn að öllu leyndarmálinu, en ég hafði enga hugmynd um, hvar ég gæti náð í hana. Mér hafði ekki tekizt að fá sönnur á því, að neinn hefði myrt Crystal — og heldur ekki getað firrt neinn grun. Mig langaði til að fara heim, en gerði það samt ekki. Næstum gegn eigin vilja fann ég, að ég var að aka í áttina til East End, en stanzaði tvisvar til að spyrjast til vegar og komst loksins út í afskekkta útborg, sem heitir Benfield. Ég fór inn í símaskáp og hringdi í númerið, sem Edna Clark hafði gefið mér. Hún svaraði sjálf. Ungfrú Clark, sagði ég. Þetta er frú Rory Day. Það vildi svo til, að ég var að heimsækja kunn- ingjafólk mitt í Benfield í kvöld og þá varð mér hugsað til yðar. Ég mætti víst ekki líta inn og tefja yður nokkrar mínútur? Frú Day.. jú, auðvitað. Það var verulega fallega gert af yður. Hún virtist glöð að heyra í mér en jafnframt var eins og ofur- lítið fum væri á henni. Svo sagði hún mér nákvæmlega, hvernig ég ætti að finna húsið. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort hún myndi trúa þessari vafasömu sögu minni að ég hefði verið þarna í heimsókn hjá kunningja- fólki. Ég er klaufi að ljúga, en þarna varð ég að koma með ein- hverja greinargerð fyrir því, að ég skyldi vera stödd í þessu hverfi — því að auðvitað fyndist henni það eitthvað undarlegt ef ég hefði komið gagngert til að hitta hana eina. Húsið var í snyrtilegri en leið- inlegri götu, þar sem öll húsin báðum megin götunnar voru eins og steypt í sama mótið. Ég stað- næmdist við númer 57. Þama var ofurlítill umgirtur garðblettur fyrir framan og útskotsgluggi, sem vissi út að honum. Ég barði að dyrum og Edna opnaði tafar- laust. Frú Day, þetta var ánægjulegt og óvænt. Gerið svo vel að koma inn — hvað það var gaman aS sjá yður! Hún visaði mér inn í stofuna með útskotsglugganum. Hún var sýnilega eitthvað taugaóstyrk Lofið mér að gefa yður kaffi og eitthvað með því.... Nei þakka yður fyrir. Ég er alveg nýbúin að borða. Og það var meira að segja satt. Það var ekki langt síðan ég drakk teið hjá Tony og Lísu. Mig langaði bara til að tala ofurlítið við yður. Eg get ekiki tanzað nema nokkrar mínútur. Það er einkennilegt, að þér skulið eiga kunningja hér um slóðir. Hvar búa þeir? Þarna fór hún laglega með mig! Það er héma í hliðargötu við Benfieldveginn, svaraði ég, til þess að svara þó einhverju. Stofan bar það með sér að vera lítið notuð. Ég gizkaði á, að litli rafmagnsofninn hefði verið sett- ur á, undireins og hún vissi af heimsókn minni. Þarna var slag- harpa með miklu af myndum á og ýmislegt smádót víðsvegar. Þetta var stofa, sem var orðin aftur úr tímanum og hafði senni- lega litið eins út fyrir heilum mannsaldri. Það er leiðinlegt, að við getum ekki haft jarðarförina fyrr en á miðvikudag, sagði Edna. Mér gat ekki dottið í hug, að lögreglan þyrfti að hafa svona mikið í kring um eitt sjálfsmorð. Maður skyldi halda, að hún hefði heimt- að réttarkruifningu. O, það er við bjóðslegt, ég get ékki annað sagt. Hefur lögreglan nokkuð verið að ónáða yðuir? Jú, þeir spurðu mig um alla skapaða hluti, og margar spurn- ingarnar virtust ekki snerta Crystal nokkurn skapaðan hlut. Við hjónin höfum líka verið spurð. Hversvegna það? Hvað getur það varðað ykkur? Hún virtist alveg steinhissa á þessu. Rory borðaði með henni dag- inn sem hún dó. Hann var einna síðasti maður, sem sá hana lif- andi. Æ, fyrirgefið þér. Svo að hún heldur enn áfram að gera fólki vandræði. Aftur brá fyrir þessaæi beizkju gagnvart systur hennar. Pessi stúlka hjá henni sagði, að hún hefði borðað hádegisverð úti þennan dag. Ég hefði mátt .vita, að það hefði verið með mannin* imi yðar. Hittuð þér stúlkuna daginn sem hún dó? Ég varð steinhissa. Já, á þriðjudaginn var. Ég fór heim til Crystal um morguninn. Já.... en ég hélt, að þér væruð í búð. Það er alveg rétt, en ég átti frl síðustu viku. Ég hélt, að ég hefði sagt yður það, þegar við hitt- umst. Nei, ég man ekki eftir, að þér minntust neitt á það. Það var þessvegna sem ég ætl- aði að hitta lögfræðinginn, svo fljótt, að yður fannst það næst- um óviðeigandi flýtir. Venjulega aitltvarpiö Miðvikudagur. 21. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.00 Morgunleikfimi. — Tónleikar 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. •— 12.25 Fréttir og tilkynningar)f 13.00 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tille, — Tónl. 16.00 Veðurfr. — Tónl, — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla I dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga bamanna? „Nýja heimilið" eftir Petru Flagestad Larssen; XI. (Benedikt Amkels* son). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þlngfrétt* ir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 18.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæslunna® talar um talstöðvar í bátum. 20.05 Tónlcikar: Dave Rose og hljóm* sveit hans leika létt lög. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Wyrhyggjtm saga; (Helgi Hjörvar rithöf.), b) Karlakórinn Vísir eyngur. c) Gunnar Benediktsson rithði* un' r flytur frásöguþátt: „Hing að gekk hetjan unga**. d) Frásöguþáttur eftir ÞormóU Sveinsson: Út Fjörðu — inn Látraströnd; fyrri hluti (Andréfl Bjömsson flytur). e) Stefán Jónsson ræðir tmt skáldskap við Ásgrím Kristinsson bónda í Ásbrekku 1 VatnsdaJ. sem síðan fer með frumort kvæðf og stökur. 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Ben«« diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 92.10 Passíusálmar (3). 22.20 Veraldarsaga Sveins frá Mæll< fellsá; V. lestur (Hafliði JónssoA garðyrk j ust j óri). 22.40 Næturhljómleikar: Slnfónftl* hljómsveit Berlfnarútvarpsin® leikur. Stjómandi: George Byrcl. Einleikari á fiðlu: Leonid Kog« an. a) Konsert-sinfónía i Es-dúf eftir Mozart. b) Fiðlukonsert i a-moll op. 90 eftir Shostakovitsj. 23.50 Dagskrárlok. Fimmtudarur 22. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.00 Morgunl "ifimi. — Tónlei: ír 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.00 ..Á frívaktinni", sjómannaþátt« ur (Sigríður Hagalín), 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilfc, — Tónl. — 16.00 Veðurfr. Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónl.). 17.00 Framburðarkennsla í frönsku ofg þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (GuBm rún Steingrímsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt* ir — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um tölvísi; I. Þáttur: Talning og töluorð (Bjöm Bjarnason menntaskólakennari). 20.15 Einsöngur: Margret Ritohle syng^ ur lög eftir Schubert og Haydn. 20.30 Skátadagskrá á afmæli Baden« Powells: Frásagnir, viðtöl og söngur. ✓ 21.00 Frá tónleikum S infónfuhlj óm* sveitar íslands í Háskólabíói: fyrri hluti íslenzkrar efnisskrár. Stjórnandi: Jin ’ ich Rohan. Ein« leikari á fiðlu: Ingvar Jóna*» son. a) Hátíðarmars eftir Pál ísólfe* son. b) Svíta 1 rímnastfl nr. I tyrif fiðlu, strengjahljómsveit, pákur og trommur eftir Sigursvein Df Kristinsson. „Dimmalimm", balletsvita eftlf • Skúla Halldórsson. d) „Punktar" eftir Magnús B8. Jóhannsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (4). 22.20 Erindi: Námur íslendlnga; efðarf hluti (Ólafur I>o rv aldsson þingv); 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Ámasoo)« ; — 23.10 Dagskrárlok. Og loks, fröken Guðríður. Þér verðið að fara í strangan fc megrunarkúr. >f- GEISLI GEIMFARI X- X- X- /SHDjt/srrnm Ar r»£ home or p/ioresscp THAT'6 OUR OFFER, . MRS. PUESTON/ IF YOUR LATE HUSBANP'S ALLOY CHECKS OUT, MY SPACESHIP COMPANY IS PREPARED TO PAY P/VE MILLION 6AÍ.ACT1C DOLLARS FOR EXCLUSIVE RISHTS TO ÍT/ — Prófessor Preston heitinn hafði ætíð áhuga á nýjum málmblöndum, Geisli .... Alltaf að reyna, að finna léttari, sterkari og sveigjanlegri blöndur! j— Ef honum hefur tekizt með mikils Durabillium, er það mjög virði, er það ekki doktor? En um þetta leyti, heima ekkju Alexanders Prestons .... — Þetta er tilboð okkar frú Preston. hjá Ef málmblanda eiginmanns yðar heitins stenzt tilraunir er geimskipa- félag mitt reiðubúið að greiða fimm nilljónir sólkerfisdala fyrir einka- :étt á því!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.