Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 1
24 siður með Barnalesbök 49. árgangur 58. tbl. — Laugardagur 10. marz 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sljórnarfrumvarp lagt fram um Viðreisn biínaðarsjúðanna M E Ð frumvarpi til laga um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, sem rík isstjórnin lagði fram á Al- þingi í gær, er stefnt að því að reisa við enn einn þátt íslenzks efnahagslífs. Með þeirri löggjöf verður Bæktunarsjóður og Bygging- arsjóður sameinaðir, fjárhag- ur tryggður og grundvöllur lagður að stórauknum lán- veitingum til landbúnaðar- framkvæmda í framtíðinni. Eins og kunnugt er skildi vinstri stjórnin við báða þessa sjóði gjaldþrota, svo að þeir skulda nú 34 milljónir króna umfram eignir, þótt ríkissjóður hafi á undan- gcngnum þrem áratugum 40 fórust i ofviðrinu i Bandarikjunum New York, 9. marz, ÍNTB—AP). VITAÐ er að a. m. k. 40 manns hafa beðið bana í versta' óveðri, sem herjað hefur aust-; urströnd Bandaríkjanna í manna mininum. Óveðrið, sem gengið hefur yfir 1700 kiló- metra strandlengju, var held- ur í rénun í dag. Kennedy forseti hefur lýst neyðar- ástandi í fimm ríkjum á aust- urströndinni, New Jersey. Maryland, Delaware, Virginia og West Virgina. Neyðarástandið hefur það í för með sér að þau svæði, þar sem skammdir hafa orðið á eigum hins opinbera, þjóðveg-, um og orkuverum, geta sótt fé í sérstakan tjónasjóð til að annast viðgerðir. Áætlað er að tjónið af völd- um óveðursins nemi um 165' millj. dollara (kr. 7.100 millj- ónir). lagt þeim tll yfir 130 millj.f króna í óafturkræfum fram- lögum. Hagur stofnlánadeildarinn ar verður tryggður með því að ríkissjóður leggur fram 60.5 millj. kr., sem hann ým- ist hefur áður lánað stofn- lánasjóðum landbúnaðarins eða greitt þeirra vegna í á- föllnum ábyrgðum, og hið árlega fjögurra milljón kr. framlag ríkissjóðs helzt á- fram. Þá er lagt til, að bændastéttin greiði í sjóðina 1 % gjald af framleiðsluvör- um landbúnaðarins og ríkis- sjóður leggi fram að jöfnu árlegt tillag til Stofnlána- deildarinnar. Þessir tekju- stofnar nema samanlagt um 16 millj. kr. Ennfremur er gert ráð fyrir, að lagt verði gjald á útsöluverð mjólkur og rjóma, og á heildsöluverð annarra landbúnaðarvara, sem nemi 0,75% af verði því, sem framleiðendur fá. Ætla má að þessi tekjuliður nemi 5.5 millj. kr. á ári. Framh. á bls. 8 MYND þessi er tekin á götu í Algeirsborg s.l. mánudag. En þann morgun voru rúm- lega 100 sprengjur sprengdar í borginni. Miklar skemmdir uröu á íbúöarhúsum og bifreið um. Þrátt fyrir sprengjufjöld- ann var manntjón ekki mikið. Frumvarp rikisstjórnarinnar lagt fram i gær: Togurunum bættur aflabresturinn LAGT var fram á Alþingi í gær frumvarp ríkisstjórnar- innar til styrktar togaraút- gerðinni, en sl. ár fór fram athugun á taprekstri togar- anna vegna langvarandi afla- brests þeirra, sem leiddi í ljós, „að afkoma útgerðar- innar er svo bágborin, að þess er ekki að vænta, að hún komist af hjálparlaust.“ Samkvæmt frumvarpinu munu togararnir fá 60 millj. kr. sem bætur, sem skiptast jafnt milli áranna 1960 og 1961. Við samningu frumvarps- ins var einkum höfð hliðsjón af því tvennu að veita hluta- tryggingarsjóði bátaútvegsins aukna vernd gegn misnotk- un og gera togurunum kleift að njóta góðs af starfsemi hans og er nafninu breytt Fjórar flugyélar farast og með þeim 32 menn í G Æ R bárust fréttir af f jórum flugslysum og fórust í þcim 32 menn. Farþegavél fórst í Tyrklandi með 11 mönnum, flutningavél á ítalíu með 5 mönnum, banda- rísk flutningavél í Frakk- landi með 14 mönnum og hol lenzk orustuþota yfir Norð- ursjó og með henni 2 menn. ★ Bandaríska flugvélin var af gerðinni C-140. Hafði hún farið í æfingarflug á fimmtudag með 14 menn um borð. Hún kom ekki til baka á tilsettum tíma og á föstudag fannst brakið af henni skammt frá Alencon í Normandie. Fimm lík fundust í brakinu, en ósennilegt talið að nokkur hafi komizt lífs ★ Tyrkneska farþegavélin var af gerðinni Fokker F—27. Hún var á leið frá Ankara til Adana á fimmtudagskvöld með átta far þega og þriggja manna áhöfn. Síðast heyrðist til vélarinnar skammt frá sýrlenzku landamær unum og bað flugstjórinn þá um lendingarleyfi í Adana. Þar var slæmt skyggni, regnskúrir og Framhald á bls. 23. til samræmis við það í afla- tryggiiigarsjóð sjávarútvegs- ins. — Ríkissjóður leggur 37,5 millj. kr. fram sem stofnfé til togaradeildar sjóðsins. Heildargreiðslur 60 milljónir. í greinargerð segir svo m.a.: „Ef reglur þær, sem frumvarp ið gerir ráð fyrir, hefðu gilt árið 1961 og bætur það ár miðast við árin 1956—1960, hefðu þær bætur numið nál. 30 millj. króna. Er sú fjárhæð lögð til grundvallar fyrir bæði árin 1960 og 1961; þannig að heildargreiðslur yrðu kr. 60 millj.“ Þar sem útreikningur bóta sam kvæmt frumvarpi þessu miðast við árið 1961, er það ákvæði sett inn til bráðabirgða, að stjórn aflatryggingarsjóðs sé heimilt „að fengnu samþykki sjávarút- vegsmálaráðuneytisins að gefa út skuldabréf allt að 30 milljón- um króna og skulu þau notuð til aðstoðar togurunum, vegna afla- brests á árinu 1960 samkvæmt nánari ákvörðun sjóðsstjórnar og ráðuneytisins. Skuldabréf þessi innleysast á árunum 1963—1968. Vextir eru 714 %. Skuldabréfin verða því aðeins látin af hendi, • Framhald á bls. 8. Drottningarmynd á pundsseðlum Englandsbanki hefur tilkynnt að allir eins punds seðlar, sem bera ekki mynd Englandsdrottn- ingar, falli úr gildi eftir 28. maí nk. Hér er um að ræða seðla, sem settir voru í umferð á ár- unum 1928—1960 Eftir 28. maí verður hvergi hægt að skipta þessum seðlum nema í Englands- banka í Lundúnum. UNDANFARNA daga hefur gengið erfiðlega með útburð blaðsins vegna mikilla veikinda meðal barna, sem bera út. — Kaupendur mega því búast við að fá blaðið í seinna lagi, en reynt verður að bæta úr því eftir fremsta megni. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.