Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 16
16 Monr.rvntT.4mD Laugardagur 10. marz 1962 Uppboö Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur verður húseign í smíðum nr. 7 við Ægisgrund, Garðahreppi með tilheyrandi lóðarréttindum eign dánarbús Stefáns Runólfssonar, boðin upp og seld ef viðunanlegt boð fæst á opinberu uppboði sem fram fer á eigninní sjálfri, föstudaginn 16. marz kl. 2 s.d. — Uppboð þetta var auglyst i 8., 9. og 11# tbl. Lögbírtingablaðsins. Sýslumaðwr Sulibringu og Kjósarsýslu Skiptafundur í þrotabúi Finnboga Kjartanssonar, stórkaupmanns, hér i bæ, verður haldinn í skriístofu borgarfógeta, Skólavörðustig 12, þriðjudaginn 13. marz 1962 kl. 2,30 síðdegis. — Vefða þar teknar ákvarðanir um meðferð eigna búsins . Skiptaráðandinn í Reykjavík Sýning Á NÚTÍMA LISTIÐNAÐI ÍSLENZKRA KVENNA verður opnuð í dag kl. 3.00 í Snorrasal, Laugavegi 18 (3 hæð). — Sýningin verður opin daglega kl. 2—10 e.h. til 18. þ:m. Tímaritið Melkorka Ingunn Jónsdóttir Skálafelli áttræð INGUNN er fædid á Smiyrlabjörg um í Suðursveit í A-Skaftafells- sýslu þann 10. marz 1882. Foreldr ar hennar voru hjónii. Sigríður Hálfdánardóttir frá Odda á Mýr um Jónssonar og Jón Jónsson Smyrlabjörgum. Móðir Sigríðar Hálfdíánardótt- ur var Ingunn Sigurðardóttir hreppstjóra á Reynivöllum Ara- sonar. Ingunn ólst upp í foreldrahús um ásamt systkinum sínum, sem komust 5 til fiullorðinsára, en þau eru: Jón bóndi á Smyrla- björgum, Vilborg er var hús- freyja á Smynlabjörgum, en er látin fyrir tæpum áratug, Jó- hanna húsfreyja í Borgarhöfn látinn fyrir 12 árum, Sigurbjörn trésmiður í Reykjavik og Hálf- dán er drukknaði uppkominn. Hinn 25. júní 1904 giftist Ing unn Gísla Bjarnasyni á Uppsöl um, en hann var sonur hjónanna þar f>óru Jónsdóttur frá Hólrni á Mýrum og Bjarna Gíslasonar bónda þar. Bjami drukknaði við Hálsaós 9. maí 1887. Ingunn ög Gísli bjuggu svo á Uppsölum í tvíibýli við Jón bróð ur Gísla og Guðnýju Eyjólfsdótt ur konu hans. Ingunn og Gísli eignuðust 6 börn tvö þeirra c»u ung, en fjög Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 ur komust upp og eru þau þessi: Sigurborg húsfreyja á Brunnum gift Jóhanni Kl. Björnssyni bónda þar. Bjarni bóndj á Jaðri, kvæntur í>óru Sigfúsdó'ttur frá Leiti. Þóra húsfreyja á Höfn gift Bjarna Gislasyni frá Smyrla- björgum og Jón bóndi á Skála- felli kvæntur Pálínu G. Gísla- dóttur frá Smyrlabjörgum. Eg kynntist Ingunni ekki fyrr en hún var orðin fullorðin kona, svo mér er ekki kunn búskapar- saga þeirra hjóna, en ég hyg'g að þau hafi búið fremur vel. Gísli maður Ingunnar andaðist um 1940 og stuttu síðar flutti Ingunn með Jóni syni sínum og hans fjölskyldu að SkálafellL Hjá þeim hefur hún svo átt heiim ili síðan. Ingunn er kona prýðilega vel gefin til miunns og handa. Mun hún alltaf hafa fylgzt vel með öllu sem hefur verið að gerast á hverjum tíma. Hún er víðlesin og fróð um ættir manna. Ingunn er enn ung í anda þrátt fyrir áttatíu ár að baki, sýnir það sig bezt í því að enn sækir hún flesta þá mannfundi sem haldnir eru í hennar sveit. Eg sendi Ingiinni hugheilar hamingjuósikir á þessum áttug- asta afmælisdegi hennar, og bi3 henni allrar blessunar um óikom in ár. — Vinux. Verzlunarstjóri óskast við verzlun í Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsingum. sendist fyrir laugardagskvöld, merkt: „Verzlun — 4079“. Naultungaruppboð sem auglýst var í 129., 130. og 131. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1961 á m.s. Skírni GK 79. fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Gunnars Þorsteins- sonar hrl , við skipið þar sem það liggur við Grandagarð, hér i bænum, föstudaginn 16. marz 1962, kl. 2,30 síðdegis . Borgarfógetinn í Reykjavík 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA J ERFIÐ ÞRALT Sá sem treystir sér að reyna við I þessa erfiðu þrauít, leggst á bakið á gólfið. — Einhver leggur tóman eldspýtu- stokk á ennið á ■ honum. Þrautin er j í þvií fólgin að I standa upp án I þess að missa stokkinn. — Það er mjög erfitt, en samt er það hægt. Líklega verður þú að gera fleiri en eina til raun, áður en þér heppn- ast það. David Severn; Við hurfum inn í framtíðina — Bókaormur til að borða nestið. Hún haifði enga hagmynd um, hvað langt þau höfðu gengið, en henni fannst það Myti að vera meira en hundrað kílómetrar. ,Eigum við ekkj að snúa við núna, Anton?“, spuirði hún. „Það hefur tekið okkur langan tíma að komast hingað." Anton leit hvasst á hana. „Þú ert líklega hrædd um, að við rötum ekki heim,“ sagði hann háðslega. „En þú veizt líklega úr bókunum þín- um, hvemig maður á að bjarga sér ef til þess kœmi?“ Þau héldu áfram tvær felukuistundir í viðbót að kanna skóginn. „Þetta er nóg“, sagði Anton að lok- um, „nú skulum við snúa heim. Við tökum stefn- una í suðurátt". „Hvað er suð ur?“ spurði Súsanna án þess að hugisa sig um. Anton litaðist um í þéttum skóginum. „Suð- ru:“, sagði hann, „— suð- ur, það hlýtur að vera í þessa átt.“ En það var auðhéyrt á rödd hans, ð hann var ekki viss. í fjarska mátti heyra þrumugný.- Brátt mundi óveðrið skella á þau. „Þetta var nú verra,“ sagði Haraldur, „nú lend- um við í þrumuveðri. Það er bezt að við flýtum okkur heim. Þú ert viss um, að við göngum í rétta átt, Anton?“ En Anton var alls ekki viss. Súsanna vissi það. Framhaid í næsta blaði. Dick var óneitanlega dálítið sleginn, en samt ekki af bakj dottinn. Hann tók fram vasabók- ina sína og fór að rissa upp mynd af hjólbörum. III. kafli. Við leggjum land undir fót. „Dick“, sagði ég, „leggðu bókina frá þér. Eg þarf að tala við þi g“. Við sátum í sólksininu í hlíðinni ofan við þorpið, seinna um kvöldið. Niðri á ökrunufn var fólkið ennþá að vinna, og ég fann til ofurlítiilar sektar tilfinningar, þar sem ég flatmagaði í grasínu og horfði á það. „Við höfum að visu viðurkennt þá staðreynd að hafa fluttst yfir á annað tímaskeið. Ennþá virðumst við samt vera í Englandi, svo það er ekki víst, að við höfum farið langt í rúmi —, kannski erum við hreint og beint á sama stað". Hann hlustaði á mig af athygli. „Eg var að hugsa um þetta, meðan ég var að vinna í morgun. Það er þó betra en ekkert að vita, hvar m.aður er stadd ur, og þegar ég horfði á hæðimar hérna í kring, þóttist ég alveg viss. Ef maður hugsar sér, að hin ytri sérkenni, sem stafa af manna völdum, séu horfin, kemur landslagið býsna kunnuglega fynr sjónir. Sanikti Justins skól inn myndi vera í brekk- unni þarna. Og líttu á stíginn, sem maðurinn teymir asnann eftir. Eg gæti trúað, að það væri vegurinn til London, það er að segja, ef við ger- um ráð fyrir, að enn sé til staður með því nafni. Diek kinkaði kolli á- kafur. „Við ættum að geta gengið úr skugga um það. Þetta er mjög merkileg tilgáta. Bara að við skildum betur það, sem þeir segja, þá gætum við spurt um svo margt“. „Ef við viljum, getum við strax í kvöld kannað, hvort ég hef rétt fyrir mér“, sagði ég. „Núna starx? Hvernig þá?“ „Með því að ganga í norður eftir þessum stíg. Ef það er vegurinn til London, og þessi staður er sá sami og við höidium, miunum við eftir fimm eða sex mílna göngu koma að ánni Rother. Það er ólíklegt, að áin hafi breytzt og auk þess man ég líka eftir hamra- belti við dalbrúnina til hægri við veginn. Eg dvaldi þarna einu sinni í sumarleyfinu og er viss um að þekkja mig þar aftur“. „Heldurðu að birtan endist okkur til að kom ast þangað í kvöld?“ „Ef við leggjum strax af stað“. Fullir eftirvæntingar tókum við sprettinn nið ur hlíðina eftir krókótt um stígnum. „Diok, hvað eigum við að taka okkur fyrir hend ur? Ekki getum við verið þarna í þorpinu enda- laust?“ „Það er rétt“, samsinnti hann, „við getum það ekki“. „Við verðuin að setjast einhvers staðar að og vinna fyrir okkur. Nú höf um við akki firamar neinn annan en okkur sjálfa að treysta á“. „Já, þangað til við kom umst til baka“. „Auðvitað, þangað til við komumst til baka. Diok, hvernig heldurðu, að það verði. Verðum við skydilega ringlaðir og vöknum aftur upp í skrif stofu skólastjórans á und an flengingunni? „Áreiðanlega ekki“, sagði Dick. „Ef við dvelj um vikutíima hérna í framtíðarlandinu, hijót- um við að hafa verið týnd ir þann tíma, þegar við snúum aftur. öðru vísi getur það ekki verið. Ekki getum við lifað tvenns konar lífi í einu“. „Þú heldur, að við e)d umst og stækkumv“ „Já, Pétur, og ef v:ð værum hér árum saman og snerum svo aftur, mundi doktor Perry vakna við það, að hann ætlaði að fara að flengja tvo fullorðna menn!“ Þó h'Ugmyndin væri spaugileg, var holur hljómur í hlátri okkar. Við urðum ailtaf niður- dregnir, þegar við reynd um að gera okkur grein fyrir aðstöðu okkar. — Bezt væri að hugsa sem minnst um það, en taka heldur hlutina eins og þeir væru. Kvöldið var fagurt og umhverfið ósnortið af manna völdum, svo langt sem augað eygði. Turn- inn einn gnæfði í fjarska og féll illa í samræmda mynd þessarar ósnovtnu náttúru. Langt framund- an sáum við mann þramma eftir götunni við hlið asnans síns, sem var undir böggum. Framhald. Skrítlur Einu sinni kviknaði f bænum hjá Gvendi smala. Hann bjó illa og átti enga fötu til að bera vatn á eldinn. Hann varð þvi að fara á næsta bæ og fá lánaða fötu til þess að geta slökkt. Þegar hann kom heim aftur log aði upp úr þakinu. Guði* sé lof það brennur enn sagði Gvendur og byrjaði að slökkva. Nýkvænti maðurinn. Ég verð að segja að þetta er góður matur. Tengdamóðirin. (Hvísl ar um leið ij unga kon- an fer fram að sækja meira). Hvernig ferð þú að því að hæla þessum mat. Nýkvænti maðurinnj Ég hældi honum ekki, ég sagði bara að ég yrði að gera það. Reglusemi: Kaupmað- urinn við Skrifarann: Viltu raða þessum bréf- um eftir stafrófsröð og orenna þeim svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.