Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 8
8
MOPcrnvnr 4 r> i f)
Laugarclagur 10. marz 1962
— Viðreisn
Framh. af bls. 1
Þá er gert ráð fyrir, að
samningar takist við Fram-
kvæmdabanka íslands um
lækkun vaxta á þeim lánum,
sem þégar hafa verið veitt,
og loks að í reksturskostnaði'
megi spara um eina millj. kr.
Gjaldþrota sjóðir
í þessu frumvarpi um viðreisn
landbúnaðarsjóðanna segir m.a.:
„Lagafrumvarp þetta er flutt
í samræmi við þá yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, að hún
myndi vinna að því að tryggja
starfsgrundvöll stofnlánasjóða
landbúnaðarins.
Gerð var á sl. ári ítarleg at-
hugun á fjárhag Ræktunarsjóðs
íslands og Byggingarsjóðs sveita
bæja, sem sannar ótvírætt að
sjóðir þessir eru raunverulega
gjaldþrota. Án róttækra aðgerða
hljóta því stofniánaveitingar í
landbúnaði að stöðvast að mestu
leyti, því eigið fé sjóðanna er
uppurið og þess engin von að
nokkur aðili vilji veita sjóðunum
lán miðað við núverandi ástand
þeirra.
Afkoma byggingarsjóðs er svo
hörmuleg, að eigi aðeins er ekk-
ert fé til útlána heldur var
greiðsluhalli á árinu 1961 um
8,2 millj. kr. Voru um síðustu
áramót í vanskilum um 5 millj.
kr., í gjaldföllnum afborgunum
og vöxtum til veðdeildar Lands-
bankans og ríkissjóður varð á
árinu 1961 að greiða samtals
um 7,5 millj. kr. árgjöld af er-
lendum lánum sjóðanna, sem þá
skorti algjörlega fé til að
greiða.“
Þá er þess getið, að miðað við
óbreytt ástand mundi greiðslu-
haili byggingarsjóðs næstu 14
árin verða 50 millj. kr., án nokk
urra nýrra útlána og án þess að
uppfylltar yrði þær skuldbind-
ingar um lánveitingar, sem sjóð
urinn hefur þegar tekið á sig.
Hrein eign byggingarsjóðs er nú
aðeins um 18 milj. kr., enda
þótt ríkissjóður hafi á undan-
förnum 30 árum lagt sjóðnum
til um 65 millj. kr. í óaftur-
kræfum framlögum. Verði ekk-
ert að gert mun allur höfuð-
stóll sjóðsins eyddur í halla-
rekstur árið 1965.
Um Ræktunarsjóð segir svo í
greinargerðinni:
„Enda þótt Ræktunarsjóður
hafi á undanförnum 30 árum
fengið sem óendurkræf framlög
frá ríkissjóði um 67,5 millj. kr.,
þá er efnahagur sjóðsins svo
bágborinn, að hann skuldar nú
52,5 millj. kr. umfram eignir.
Að óbreyttu ástandi mundi hag-
ur sjóðsins versna enn svo stór-
kostlega næstu árin, að 1970
mundi hann skulda 156 millj.
kr. umfram eignir."
Gjald á framleiðsluvörurnar
f 4. gr. frumvarpsins er fjall-
að um hina nýju tekjustofna
búnaðarsjóðanna og um þá seg-
ir m. a. I grg.:
f 2. og 3. tölulið er lagt til,
að bændastéttin og ríkissjóður
leggi fram að jöfnu árlegt tillag
til Stofnlánadeildarinnar. Með
hliðsjón af því alvarlega vanda-
máli, sem hér er við að fást og
mikilvægi þess fyrir alla fram-
tíðaruppbyggingu landbúnaðar-
ins í landinu, er lagt til að
leggja 1% gjald á framleiðslu-
vörur landbúnaðarins, sem á-
kvarðist og innheimtist á sama
hátt og það %% gjald til bún-
aðarmálasjóðs og %% gjald til
byggingar bændahallar, sem nú
er innheimt. Erfitt er að áætla
nákvæmlega tekjur af þessu
gjaldi, en miðað við framleiðslu
verðmætið ætti það að geta
numið rúmum 8 millj kr. á
næsta ári, en ætti svo að fara
árlega hækkandi vegna aukinn-
ar framleiðslu. Greitt er nú
miklu hærra gjald af sjávaraf-
urðum til lánastofnana sjávar-
útvegsins, enda hefur tekizt að
forða Fiskveiðasjóði frá þeim
erfiðleikum, sem stofnlánasjóðir
landbúnaðarins hafa lent í. —
Sanngj arnt þykir, með hliðsjón
af öllum aðstæðum, að ríkis-
sjóður leggi árlega jafnháa upp-
hæð á móti framlagi bændanna.
Tekjur af þessum tveimur tekju-
stofnum ættu að geta orðið um
16 millj. kr. á næsta ári, en
mikil óvissa er um yfirstand-
andi ár.
Þá er lagt til, að lagt verði
gjald á útsöluverð mjólkur og
rjóma og á heildsöluverð ailra
annarra landbúnaðarvara, er
nemi 0.75% af verði til fram-
leiðenda samkvæmt verðlags-
grundvelli landbúnaðarvara eða
samkvæmt áætluðu framleið-
endaverði, ef það er ekki í verð-
lagsgrundvelli. Gjald þetta skal
ekki tekið af verði til framleið-
enda, eins og 1% gjald samkv.
2. tölulið, heldur bætist það við
verð varanna. Af hagkvæmis-
ástæðum er gjaldið miðað við
framleiðendaverð, en hins veg-
ar bætist það við útsöluverð
mjólkur og rjóma og við heild-
söluverð annarra landbúnaðar-
vara, og eiga seljendur í heild-
sölu eða, ef svo ber undir, selj-
endur í smásölu (t. d. mjólk
seld beint til neytenda), að
standa skil á þvi samkvæmt
nánari ákvæðum í reglugerð.
Gera má ráð fyrir, að þessi
tekjuliður gefi tim 5.5 millj. kr.
á næsta ári, miðað við núver-
andi afurðaverð.
Samtals ættu þessir tekjustofn
ar að geta gefið Stofnlánadeild-
inni allt að 25—26 millj. kr.
tekjur á næsta ári.
Loks er gert ráð fyrir því,
að með samningum við Fram-
kvæmdabanka íslands verði auð-
ið að fá svo lækkaða vexti,
einnig af þegar veittum lánum,
að ekki verði um neinn vaxta-
halla að ræða. Hefur þetta
mikla þýðingu fyrir efnahag
sjóðanna, svo sem tafía um það
efni sýnir, enda þótt ráðstöfun-
arféð aukist ekki.
Láni Veðdeild
Búnaðarbankans
Gert er ráð fyrir, að lánhæf-
ar framkvæmdir verði allar
þær sömu og áður, nema að
bætt er við framkvæmdum í
sambandi við lax- og silungs-
eldi. Að öðru leyti eru í frum-
varpinu efnisiega óbreytt á-
kvæði laganna um landnám,
ræktun og byggingar í sveitum.
Dagblaðið TÍMINN ræðst í
gær að Ingólfi Jónssyni land-
búnaðarráðherra með furðu-
lega dólgslegum hætti. Blaðið
gefur í skyn, að ráðherrann
hafi unnið og vinni að því
með „samræmdum aðgerð-
um“ að leggja niður bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal.
Ég minnist þess tæpast að hafa
séð á prenti öfgafyllri og
heimskulegri skrif en þessi,
jafnvel ekki í Tímanum sjálf-
um, og seilist þó þetta „blað
handa bændum“ oft býsna
langt til þess að ná til nú-
verandi landbúnaðarráðherra
En hér er vindhögg slegið sem
ætíð áður. Eða heldur Tíminn
að nokkur heilvita maður trúi
því, að Ingólfur Jónsson rói
að því öllum árum að leggja
Hólaskóla niður, á sama tíma
og ráðherrann beitir sér fyrir
því, að stórfelldar endurbæt-
ur eru gerðar á húsum og
mannvirkjum á Hólasíað, og
fær því framgengt, að á fjár-
lögum þessa árs eru veittar
114 milljón króna til þessara
endurbóta?
Til viðhalds húsa og mann-
virkja á Hólum hefur á undan
förnum árum verið veitt alltof
lítið fé. Hin nauma fjárveit-
FRAMKVÆMDIR við bygg-
ingu hins nýja kvikmyndahúss
Tónlistarfélagsins við Skip-
holt ganga nú hratt og ef
komið er þar inn, má nú orð-
Stofnlánadeildinni er heimilað
að kaupa bankavaxtabréf Veð-
deildar Búnaðarbankans fyrir
allt að 10 millj. kr. á ári, en
þess er sérstaklega getið að slík
bréfakaup verði auðvitað háð
því, að Stofnlánadeildin hafi fé
aflögu frá eigin þörfum, en gera
megi ráð fyrir, að svo verði
innan tiltölulega skamms tíma.
í greinargerðinni segir enn-
fremur:
Fjáröflun sú til stofnlána í
landbúnaði, sem lagt er til að
lögfesta með þessu frumvarpi,
er við það miðuð, að stofnlána-
sjóði landbúnaðarins verði inn-
an skamms tíma kleift af eigin
fé að standa undir eðlilegri fjár-
festingarlánaþörf vegna fram-
kvæmda í landbúnaði. Svo sem
áður er að vikið, er vonlaust
með ölíu að velta þessu vanda-
máli á undan sér með nýjum
lántökum, og eigi er það held-
ur viðunandi lausn, þótt geng-
ishallanum einum væri létt af
sjóðunum. Það hefur jafnanver-
ið viðurkennt nauðsynlegt, að
stofnlán í landbúnaði væru að
verulegu leyti með hagstæðari
kjörum en gilda á hinum al-
ing leiddi svo til þess, að stað
urinn var að niðast niður, svo
sem gieggst má sjá af þeirri
úttekt hans, sem gjörð var við
skólastjóraskiptin s.l. vor.
Landbúnaðarráðherra sá, að
hjá þessum endurbótum varð
ekki komizt, en þegar hann
svo beitir sér fyrir þeim, þá
heitir það á máli Tímans, að
ráðherrann vinni að því leggja
Hólaskóla niður. Ég get ekki
að því gert, að þótt mér finn-
ist að menn, sem þannig tala
og skrifa séu naumast með
réttu ráði. Og hverju þjónar
slíkur málflutningur? Sízt af
öllu framtíð Hólastaðar.
Það mun flestum kunnugt,
að aðsókn að Hólaskóla hef-
ur á undanförnum árum verið
lítil og skóiinn laust frá því
að vera fullsetinn. Orsakir
þessarar öfugþróunar ræði ég
ekki að sinni, en fastlega trúi
ég því, að ofsnemmt sé fyrir
Tímann að hlakka yfir því, að
Hólaskóli leggist niður, vegna
þess að engir sæki þar um
skólavist. Ég veit að Ingólfur
Jónsson mun ásamt öðrum
góðum mönnum vinna að hag
og heiðri Hólastaðar. Rógskrif
Tímans um ráðherrann mun
í þeim efnum engu breyta.
Gunnar Gíslason.
ið fara að sjá þess merki hvern
ig umhorfs verður. f gær þeg-
ar Ijósmyndarinn kom þar,
var verið að rífa byggingar-
pallana innan úr salnum, sem
menna lánamarkaði. Eigi því
sjóðirnir í senn að gegna því
hiutverki að starfa á eðlilegum
og raunhæfum fjárhagsgrund-
velli, er eina leiðin sú, að sjóð-
irnir verði að mestu byggðir
upp af eigi.i fé. Með hliðsjón af
þessari veigamiklu staðreynd
Verður að meta fjáröflunartil-
lögurnar.
Toqurunum
Framh. af bls. 1
•að fyrir liggi yfirlýsing viðskipta
banka hlutaðeigandi útgerðarfyr-
irtækis, sem tryggi, að kröífuhaf-
ar taki við greiðslu í skuldabréf-
um.“
Deildum
sjóðsins fjölgað.
Lagt er til, að deildum sjóðsins .
verði fjölgað úr tveimur í fjórar. '
Við bætast sérstök deild togara
og svonefnd jöfnunardeild, sem
hlaupa á undir bagga með hinum
deildunum, þegar sérstaklega
stendur á. Hér er um nauðsyn-
lega ráðstöfun að ræða. Fram til
þess hefur hin almenna þorsk-
veiðideild gegnt þessu hlutverki
jöfnunardeildar og jafnan þurft
að veita lán til síldveiðideildar,
þegar á hefur bjátað. Lán þessi
hafa numið milljónum króna.
Oft hafa orðið miklar tafir á
afgreiðslu mála, sökum þess, að
þeir aðilar, sem umsagnii áttu að
láta í té um tillögur sjóðsstjórnar,
hafa sýnt vanrækslu í því efni.
Lagt er til, að gerðar verði ráð-
stafanir til að flýta afgreiðslu.
Þá er ákveðið, að það skuli tal-
inn aflabrestur, „ef afli báta er
minni en 75% — og afli togar-
anna minni en 85% ákveðins með
alveiðimagns. Þessi mismunur
hefur við þau rök að styðjast,
að útgerð báta er að mestu leyti
bundin vertíðum og afli þeirra
yfirleitt misjafnari, en hjá togur-
unum er ú+haldstími allt árið.“
Yfir 50 millj. kr. tekjur.
Gert er ráð fyrir að hin al-
menna deild bátaflotans og síld-
veiðideild taka við eignum og
skuldum Hlutatryggingasjóðs
bátaútvegsins. Hér er um all-
mikið fé að ræða. Samkvæmt
yfirliti frá 31. janúar 1962 var
sjóðseign hinnar almennu deildar
rúmlega 13 millj. kr. Skuld síld-
veiðideildar við alm. deildina var
hins vegar um 10 millj. krónur.
Telja má að inneign sjóðsins hjá
ríkissj óði hafi numið um 20 millj.
króna, en fullnaðaruppgjör getur
ekki farið fram fyrr en síðar.
Gert er ráð fyrir, að ríkissjóður
leggi togaradeildinni til stofnfé
að upphæð kr. 37 500 000.00, er
greiðist á fimmtán árum.
Árlegar tekjur sjóðsins verða
1,25% af fob-verði útfluttra sjáv-
arafurða (öðrum en þeim, sem
koma frá hvalveiðum og selveið-
á að taka nærri 500 kvik-
myndagesti. Sýningar eru sem
kuu» ugt er hættar í gamla {
bragganum, Trípolíbíó, og 1
bráðum tekur þetta við.
um). Heildartekjur sjóðsins al
útflutningi munu því nema um
35 millj. kr. miðað við að heild*
arútflútningur gjaldskyldra sjáv
arafurða nemi 2.800 millj. króna.
Mótframlag ríkissjóðs, sem helm-
ingur á móti þessiun tekjum,
mun því nema 17,5 millj. króna.
Milli deilda sxiptast tekjurnar
þann:g:
í síldveiðideild 50% af tekjum
af útfluttum síidarafurðum.
f almennu deild bátaflotans
50% af tekjum af útfluttum
þorskafurðum bátaflotans.
f almennu deild togaraflotans
50% af tekjum af útfluttum
þorskafurðum togaraflotans.
í jöfnunuardeild 50% af tekj-
um af útfluttum síldarafurðum
og 50% af tekjum af útfluttum
þorskafurðum báta- og togara-
flotans.
Skapar sjóðnum
verulega vernd.
Mikilvægt er, að sjóðstjórninni
er heimilað að taka allt að 30
millj. kr. lán með samþykki
ríkisstjórnarinnar, bæði fyrir
sjóðinn í heild og einstakar deild
ir hans. Lán þessi verða á ábyrgð
ríkissjóðs. Þá mun það skapa
sjóðnum verulega vernd. að gert
er ráð fyrir, að skip, sem stunda
veiðár skemur en þriðjung bóta-
tímabilsins, koma ekki til
greina við bótaútreinkning. Enn
fremur er gert ráð fyrir, að sjóðs-
stjórnin láti fara fram sérstaka
rannsókn, ef skip veiða minna
en 33% meðalveiðimagns við-
komandi flokks í stað 20% áður.
Þá þykir og eðlifegt og réttlátt
að breyta nokkuð útreikningsregl
um og láta bætur fara smáminnk
andi allt að 84,5% í stað 74,5%
áður.
Loks er lagt til, að stjórnar-
nefndarmönnum sé fjölgað úr
þremur í fimm sökum breyttrar
skipunar á málefnum sjóðsins.
Umlirbúnings-
námskeið
tæknifræðinga
Tæknifræðingafélag íslands etfn
ir til námsikeiðs til undirbúnings
fyrir þá, sem hyggjast leggja
stund á nám við tækniskóla er-
lendis. Námskeiðið verður sett I
dag kl. 2 e.h. í Vélskólanum.
Sjóslysasöfnunin
Skv. frétt frá biskupsskrif-
stofu hafa borizt 14.220 kr. til
söfnunarinnar vegna sjóslysanna,
f sömu frétt segir, að auk þesa
hafi borizt gjöf frá forseta Is-
lands. — Söfnunarlistinn verður
síðar birtur í Dagbók. _^
Séra Gunnar Gíslason, alþm:
Hverju þjónar slíkur
málflutningur?