Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 22
22
stojtcrnnr amð
Lat^ardagur 10. marz 1962
Heimsmethafarnir mæt-
ast aö Hálogalandi í dag
Það verÖur barizt um heims-
metið og þrír hafa mögu-
leika á því
HEIMSMETHAFINN í hástokki
án atrennu, Norðmaðurinn John
Evandt kom til Reykjavíkur í
gær og í dag og á morgun kepp
ir hann á afmælismóti ÍR sem
fram fer að Hálogalandi kl. 2:30
í dag og kl. 3 á morgun. Keppni
hans hér er næsta nýstárleg, því
að á mótinu mætast núverandi
og fyrrverandi heimsmethafi í
greininni. Einvígi þetta vekur at
hygli um öll Norðurlönd.
I*eir hafa að undanfömu
skipzt á um að eiga heims-
metið John Evandt og Vil-
hjálmur Einarsson. Evandt
hafði átt það um alllangt
skeið, þegar Vilhjálmi tókst
í vetur að bæta það um 1 cm
úr 1.74 í 1.75 m, sem frægt
varð að vonum sem fyrsta
heimsmet er íslendingur set
ur í frjálsum íþróttum.
Ekki vakti það minni at-
hygli er annar íslendingur,
Jón Þ. Ólafsson náði frábær
um stökkum. Setti hann ungl
ingamet í keppni 1,71 m og
stökk siðar á æfingu 1,78 m,
sem er hæsta stökk er stokk
ið hefur verið í hástökki án
atrennu.
Fyrir nokkrum dögum hrifs
aði John Evandt heimsmet
sitt aftur af Vilhjálmi. Stökk
Evandt 1.76 m. Það virðist
því sýnt að „striðið“ verður
hart. Það kann að ske í dag
að heimsmet verði sett aið
Hálogalandi — eða á morgun.
Eitt er vist að þrir koma til
greina með að ná metinu. —
Vart er hægt að efna til tví
sýnni keppnj en hér er á boð
stólum.
Nýr skíöaskáli I.R.
— og afmælismót # Hamragili
f DAG verður vigður í Hamra-
gili skammt frá Kolviðarhól hinn
nýi skíðaskáli ÍR. Hefur bygg-
ing hans staðið undanfarin ár
en með mestum hraða á s.l. ári
og þó einkum nú siðustu mánuð
ina. Er hér um glæsilegan skála
að ræða, sem rúmar á annað
hundrað manns.
ÍR-ingar hafa boðið fjölda
gesta til vígBlunnar sem verður
KL 2 í dag, en að henni loíkinni
er skálinn opnaður fyrst og
fremst ÍR-inguan og einnig öLlum
skíðaunnendum.
• Skíðamót
Sundfólkið
keppir ó Sel-
iossi ú morgun
HINIR erlendu sundgestir
sem hér hafa dvalið á vegum
ÍR-inga og gert sundmót
þeirra mjög eftirminnilegt
munu taka þátt í móti sem
haldið verður að Selfossi á
morgun sunnudag.
Verður þetta í fyrsta sinn
sem erl. gestir taka þátt í
sundmóti þar eystra, en
meðal þátttakenda verða og
beztu sundmenn fslendinga
t. d. Hörður Finnsson,
Guðm. Gíslason og Hrafn-
bildur Guðmundsdóttir.
I Á Selfossi eru komnar góð
ar aðstæður til sundmóts i
glæsilegri laug. Er ekki að
efa að margt manna þar
eystra vill sjá fræknustu
sundmenn okkar og gestina
í skemintilegri keppni.
ÍR-ingar hafa keppt að því
að vúgja skólann í sambandi við
55 ára afmæli félagsins, sem er
á morgun 11. marz. Þann dag
efnir skíðadeildin til fyrsta móts
ins við skálann. Verður keppt í
þromur flokkum. f karlaflokki
eru keppendur 22, 9 í kvenna-
fknkki og 15 í drengjaflokki. Er
vel til mótsins vandað. — Nánar
verður sagt frá skálaruum etftir
helgina.
• Aðrar greinar r
Auk þess sem Jdhn Ervandt
kepþir í hástökki keppir hann
einnig í dag í lahgstöklki án at-
rennu, en þar er hann einnig
Frh. á bls. 23.
21:21
UNGLINGALANDSLIÐIÐ, sem
í næstu viiku heldur til Danmehk
ur til þátttöku í norrænni meist
arakeppni unglinga í handlknatt
leiik, kvaddi að Hálogalandi í
gær. Lék liðið við „unglingalaust
landslið“. UnglingaliCið sttóð
sig með staíkri prýði. Skildú lið
in jöfn, skorðu hvort um sig 21
maitk. — Er þetta hið bezt vega
nssti.
,
Norðurlandamet!
íslandsmet Harðar Finnssonar IR
i 100 m bringusundi er bezta
afrek á Noróurlöndum
ÞAÐ ER von að Hörður Finns
son sé broshýr á myndinni,
sem hér fylgir. Hún var tek
in eftir hinn glæsilega sigur
hans — og íslandsmet — í
200 m. bringusundi á ÍR-mót-
inu í fyrrakvöld. Á miðviku
daginn hafði Hörður sigrað í
100 m. bringusundi á nýju ísl.
meti og lék nokkur vafi á því
hvort um Norðurlandamet
væri að ræða. Mbl. sendi fyr
irspum gegnum Stockholms-
tidingen (stærsta blað Sví-
þjóðar) og fékk eftirfarandi
svar í gær.
„Tími Harðar Finnssonar
1.11,9 er nýtt Norðurlandaniet,
ef farið hefur verið að öll-
um reglum varðandj met. —
Eldra Norðurlandametið á
Tommy Lindström og er það
1.12,5 min.“.
Hörður B. Finnsson er því
orðinn bczti sundmaður er
Norðurlönd hafa átt í 100 m
bringusundi. Hörður Bjöm
heitir hann fullu nafni og er
tvítugur að aldri. Hann er son
ur Finns Gíslasonar mótorista
í Keflavík og Helgu Björns-
dóttur. Móðir hans er látin.
Hörður er fæddur Keflvíking
ur og hefur dvalizt þar ailan
sinn aldur að undanteknum
skólaárum í Verzlunarskólan
um og s.l. tveimur árum er
hann hefur verið búsettur í
Reykjavík. Hann starfar í
heildverzlun Magnúsar Ó.
Ólafssonar.
Það er glæsileg framtíð,
sem blasir við Herði. Hann er
sundmaður sem mikils má af
vænta.
-%r>
«%•"
Guðmundur Evrópumeistari?
— Eg er sannfærður uim það
að Guðmundux Gíslason er
einn af þreimiur beztu fjór-
simdsmiönnuan í Evrópu. Ef
hann legði stund á þessa
grein, væri hann án efa kandi
dat til EvTÓpumeistara og það
þegar á þessu ári.
Þannig mælti sændki sund-
maðurinn Roland Lundin er
hann hafði séð Guðmund sigra
með yfirburðum í 200 m fjór-
sundi einstaklinga á sund-
móti ÍR í fyrrakvöld. Og
Lundin hél't áfraim:
— Eg hef aldrei séð það
fyrr hjá nokkurri þjóð sem
ég hef heimsótt, hversu fjöl-
hæfa sundimenn hún á. í Sví
þjóð og annars staðar þar sem
ég hef komið, er það nær al-
gild regla að menn eiga sina
sérgrein — og geti vart synt
annað sund í keppni — og
meira að segja er það afar óal
gengt að menn geti verið í
fremstu röð bæði á stuttum
vegalengdum og þeim iengrL
En það geta ykkar sundmenn
ekki sízt Guðmundur. Fjöl-
hæfni hans er undraveró. —
Hann er jafngóður í öllum
sundum. Álíka hissa varð ég
að sjá fjölhæfni Hrafnhildar
Guðmundsdóttur. Hún hetfur
óvenjulega hæfileika — að
geta synt allt.
Aðspurður um Hörð Finns
son og hætfnj hans sagðist
Lundin aldrei hafa séð bringu
sundsmann sem syndir með
slíku „tempoi“ — stuttum en
hröðum tökum. Lundin sagði
að það væru á Norðurlöndum
4 menn (3 Svíar og Finni),
sem syntu 200 m bringusund
á 2.38,5 til 2.41. Nú hetfði
Hörður bætzt í þann félags-
skap og værj sóomi að honum
þar. Spáði Lundin honuim
mikillar framtíðar. Hörður
væri óvenjulegur afreksmað-
ur.
— En eins er að gæta, bætti
Lundin við. Á hinum stóru
mótum er keppt aðeins í 50
m laugum. Eg veit ekkj hvern
ig Hörður reynist þar.
Þegar við athuguðum það
hjá Herði, kom í ljós að hanft
hafði aldrei synt á tíma í 50
m laug.
Jónas Halldórsson þjálfari
sagðist ekki efast um að Hörð
ur gæti miklu betur og með
lítilli breytingu á fótatökum
Harðar, kvaðsit Jónas viss um
að 2.36,0 mín væru skamimt
undan hjá honum.
- XXX —
Lundin er reyndur sund-
garpur. Félag hans í Málmey
telur 600 virka sundfélaga og
hann er þeirra fremstur. —
Hann hefur víða farið og
marka má orð hans. Yfirvöld
sundsins ættu að getfa því
gaum, að á meðal sundimanna
okkar í dag eru menn sem
geta náð langt á Evrópuimóti,
jafnvel eiga möguleika á
sigri. En eftir því sem bezt
er vitað hefur ekkert verið
gert í því að undirbúa þátt-
töku íslancls í Evrópumóti í
sundi.